Morgunblaðið - 06.12.1956, Page 14

Morgunblaðið - 06.12.1956, Page 14
Moncr’vnr *niT> Flmmtudagur 6. Aes. 1$56. 14 Tilkyrsnmg frá Menntamálarábi Islands Umsóknir um styrki eða lán af fé því, sem væntanlega verður veitt í þessu skyni á fjárlögum 1957 tíl íslenzkra námsmanna erlendís, verða að vera komnar til skrifstofu Menntamálaráðs að Hverfisgötu 21 eða í pósthólf 1398, Reykjavík, fyrir 10. jan. n.k. Um væntanlega úthlutun vill menntamálaráð sérstak- lega taka þetta fram: 1. Námsstyrkir og námslán verða eingöngu veitt íslenzku fólki til náms erlendis. 2. Framhaldsstyrkir eða lán verða alls ekki veitt, nema umsókn fylgi vottorð frá menntastofnun þeirri, sem umsækjendur stunda nám við. Vottorðin verða að vera frá því í desember þ.á. 3. Styrkir eða lán verða ekki veitt til þess náms, sem haegt er að stunda hér á landi. 4. Tilgangslaust er fyrir þá að senda umsóknir, sem lok- ið hafa kandidatsprófi. 5. Umsóknir verða að vera á sérstökum eyðublöðum, sem fást í skrifstofu menntamálaráðs og hjá sendiráðum íslands erlendis. Eyðublöðin eru samskonar og notuð hafa verið undanfarin ár fyrir umsóknir um náms- styrki og lán. Nauðsynlegt er að umsækjendur geti um núverandi heimilisfang sitt erlendis. Prófskírteini og önnur fylgiskjöl með umsóknum þurfa að vera staðfest eftirrit, þar sem þau verða geymd í skjala- safni menntamálaráðs, en ekkí endursend. Æskilegt er að umsækjendur riti umsóknir sínar sjálfir. Kvenfélagið Brautin í Bolungavík 45 ára BOLUNGAVÍK, 4. des. — Kven- félagið Brautin, minntíst 45 ára afmælis síns með hófi í félags- heimilinu laugardaginn 24. nóv. Frú Elísabet Hjaltadóttir, setti samkomuna og stjórnaði henni. Flutti frú Elísabet aðalræðuna þar sem hún gat um fjölþætt starf Kvenfélagsins á undanfömum ár- um í þágu alir“"njnesheilla byggðarlagsins. Leikið var leikritið „Skærur", og léku eingöngu konur í þvL Leikendur voru: Jensína Sól- mundsdóttír, Ösk Ólafsdóttir, Sig rún Halldórsdóttir og Soffía Bær ingsdóttir. Veitt var af mikilli rausn og að lokum var stiginn dans. Form. Kvenfél. Brautin, er frú ósk Ól- afsdóttir. —Fréttaritari. • Enn á heimleið eítir Vilhj. Finsen sendiherra JOLABOKl^ handa íslendingum heima og erlendis Bókaveriitin Sigfúsar [ymundssonar h.f. Kjarnorkukaibétnrinn EFTIR VICTOR APPLETON Háloftin heilla huga margra, en neðansjávarævintýrin eru ekki síður spennandi. Totn Swift, vísindamaðurinn ungi, sem allir strákar muna eftir úr bókinni „Rannsóknarstoían fijúg- andi", sem út kom í fyrra lendir hér í hinum margvísleg- ustu ævintýrum. • Kjarnorkan og leit misjafnra afla að yfirráðum yfir henni. • Spennandi neðansjávarævintýri í kiarnorkuknúna kaf- bátinum, sem Tom og vinir hans haía smíðað. • Rannsóknarstoð byggð neðansjávar. • Radarblýantar o. fl. þessu líkt er lestrarefni fyrir stráka með hugmyndaflug Kjarnorkukafháturinn er bók fyrir stráka, sem vilja spenn- andi, hraða atburftarás. — Kjarnorknkaf’oácurbm er ;, jk, sem sirákarnir velja sér sjáifir. Unkveiiis jörðina á 80 dögam EHm JULES VíiRNE Á íílum, með hraðbátum og með skípum ferðast Fileas Fogg umhveriis jörðina á 80 dögum. Á þessari löngu leið lendir hann í hinum margvíslegustu ævintýrum og þrekrauniim, sem hann verður að sigrast á, til þess að ná því marki, er hann hefur sett sér og veðjað um að ná. Allir strákar, sem gaman hafa af lestri góðra, spennandi bóka, þurfa að eignast og lesa UMHVERFI3 JÓRÖSNA Á 80 DÖGUM, og á þann hátt verða þátttakendur í ævintýraferð- inni heimsfrægu. UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM, er góð bók, heill- andi lestnr og spennandi ævíntýrafebð. — Næsta ár kemur út eftir Jules Verne bókin SÆFARINN. Kvikmynd gerð eft- ír efni þeirrar bókar hefur nýlega verið sýnd í Gamla Bíói. Rósa Bennett í sveitinni EFTIR JULIE TATHAM RÓSA BENNETT í SVEITINNI heitir nýjasta bókin um hjúkrunarstúlkuna ungu, sem heiliað hefur svo margaí stúrkur. Rósa Bennett er óvenjuleg rösk og aðlaðandi. Æv intýrin hrúgast upp hvar sem hún fer, hvort heldur hún er við störf á sjúkrahúsinu eða í fríi við gleðskap með vinum sinum. Engin stúlka, sem vill kynnast heillandi starfi hjúkrunar- stúlknanna, má missa af þessari Rósu Bennett-bók. — RÓSA BENNETT er sögnhetja umgu stúlknanna. KIói segir frá EFTIR ANNIK SAXEGAARD KIói er Iítill, hreinræktaður, svartur kettlingur. Hann er hinn mesti ærslabelgur. Klói segir sjálfur sögu sína, sem er geysispennandi og uppfull af alls konar ævintýrum, að- eins litlir kettlingar geta ient í. Allir hrífast af Klóa og vilja vera vinir hans. KLÓI SEGIR FRÁ er falleg saga, sem ætluð er litlum góð- um börnum, — einkum þó þeim, sem gaman hafa af dýrum og alveg sérstaklega þeim, ssm eru kattavinir. — Vilbergur Júbmsson kennari í Haftiarfirði valdi og þýddi bókina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.