Morgunblaðið - 23.12.1956, Side 4

Morgunblaðið - 23.12.1956, Side 4
52 MORCUNPT 4ÐIÐ Sunrmdagur 23. des. T956 Árið 1940 var enginn flugvollur á íslandi, en nu eru þeir 78 Sjdlfboðaliðar ruddu fyrstu flugbrautina Stutt samtal v/ð Agnar KofoecJ Hansen flugmálastjóra í um flugmálin og framtib þeirra DAG telst það engin nýlunda sem til þess tíma höfðu verið hér á íslandi að heyra flug- vélardyn í lofti. Fólk er jafn- vel hætt að staldra við og skyggn- ast upp í himinhvolfið til þess að reyna að koma auga á flugvél- ina. Nú er orðið nokkuð langt síðan strákarnir í Reykjavík hrópuðu, þegar heyrðist til flug- vélar: „Flugvélin er að koma, flugvélin er að koma“. Hins vegar er ek-ki langt úm liðið síðan flug- vélarkoma þótti merkur atburður í ýmsum héruðum og kauptúnum landsins. En á örfáum árum hefur mikil breyting orðið á. Daglega fljúga íslenzkar farþegaflutningaflug- vélar út um allt land — og jafn- vel til fjarlægustu byggða lands- ins. Og það þykir heldur ekki lengur tíðindum sæta, að Björn Pálsson lendi flugvél si.nni vestur við Djúp og austur á fjörðum — sama daginn. Okkur finnst þetta ósköp hversdagslegt — sem það reyndar er. MIKLAR FRAMFARIR Flugvélin er í dag orðið helzta íamgöngutæki okkar, hún er orð- in snar þáttur í daglega lííinu. En hafið þið gert ykkur grein fyrir því lesendur góðir, að árið 1940 var enginn flugvöllur á fs- landi? Fyrir 16 árum var hér enginn flugvöllur, en í dag eigum við 5 flugvelli, sem millilanda- flugvélar okkar geta athafnað sig á, 15 velli aðra, sem minni flutn- ingaflugvélar (DC-3) geta lent á, — og auk þess hafa verið gerðir 58 flugvellir fyrir smærri flug- vélar — aðallega með tilliti til sjúkraflugs. Þessar tölur eru mjög athygl- isverðar og bera glöggan vott um það hve þróun og framfarir hafa verið stórstígar hjá okkur á síð- ustu árum. í þessu sambandi átti blaðið tal við Agnar Kofoed Hansen, flug- málastjóra, en hann er eins og kunnugt er einn af brautryðjend- um á þessu sviði. Árið 1936 lauk hann flugforingjanámi í Dan- mörku, en kom síðan heim að loknu framhaldsnámi í Þýzka- landi og Noregi og hefur síðan unnið sleitulaust að eflingu flug- málanna. Og við gefum Agnari orðið um leið og við spyrjum hann hvenær fyrst hafi verið haf- ia flugvallargerð hér á landi — og hverjir það hafi verið, sem lögðu þar Wind á plóginn. FYRSTA FLUGBRAUTIN — Það var árið 1940, er sumri var tekið að halla, að við Bergur Gíslason, örn O. Johnson o.fl. byrjuðum að ryðja flugbraut á meluiuun suður af Vatnsmýrinni, notaðir sem „flugvöllur“. Unn- um við að þessu í frístundum, en verkið var aðallega fólgið í því að sprengja í burt klappir og stórgrýti í nánd við þann stað, sem afgreiðsla Flugfélags íslands er nú til húsa við flugvoilinn. Þá starfaði ég í lögreglunni — og minnist ég þess sérstaklega í þessu sambandi, að sprengiefnið, sem við notuðum þarna, fékk ég á lögreglustöðinni, en það var þar meðal varnings þess, sem tekinn hafði verið af fólki, sem komizt hafði yfir hann á ólögleg- an hátt, en það átti hvort sem var að eyðileggja. En hvað sem því líður — þá fullgerðum við nær því 400 metra langa flugbraut, sem vitan- lega var aðeins ruddur melur. UMHVERFIS LAND f LEIT AÐ LENDINGARSTÖÐUM — Þér hafið ef til vill verið búinn að hafa flugbrautargerðina íengi í huga? lands og loks flugfélags Akur- eyrar, sem nú heitir Flugfélag íslands. Sérstaklega man ég vel eftir för, sem ég fór um- hverfis landið árið 1938 í tvsggja sæta flugvél, sem var eign Flug- málafélags fslands, en hana höfð- um við keypt af þýzka svifflug- leiðangrinum, sem ég fékk hing- að til lands það sumar. Tilgangur fararinnar var sá að sýna sem flestum landsmönnum flugvélina og leita uppi lendingarstaði sem næst þéttbýlustu byggðarlögun- um. í förinni lenti ég á 38 stöð- um, sem flestir voru túnblettir eða sandflákar, en á þessum stöð- um hafði aldrei verið lent, því að þetta var fyrsta „landflugið'* hér á landi. FANN EKKI „FLUGVÖLLINN"! — Ég geri ráð fyrir, að yður fýsti ekki að lenda á öllum þess- um blettum nú í dag, enda þótt þér hefðuð þá litlu gömlu? — Nei — það er alveg rétt. Ég gæti sagt yður eitt slíkt dæmi. Á þessum árum flaug ég eitt sinn til Vestmannaeyja og lenti þar á túnbletti. Var það fyrsta lend- Flugmálaatjóri, Agr ,-a.r Kofoed Hansen, á lugi inni yfir hálendinu hefði yfir að ráða heppilegri flug- vél, og efast ég jafnvel um að Birni Pálssyni þætti staðurinn boðlegur — og kallar hann þó ekki allt ömmu sína. TF—ÖRN — En snúum okkur aftur Árið 1938 var enginn fiugvöliur á íslandi, en fyrir forgöngu framsýnna og ötulla manna hafði lítil sjóflugvél verið keypt til landsins. Bar flugvél þessi einkenninsstafina TF—ÖRN og gekk oftast undir nafninu Örninn. Agnar Kofoed Hansen var einn forustumannanna, sem þarna áttu hlut að máli og flaug hann flugvélinni. Mynd þessi er tekin í flæðarmálinu við Akureyri, skömmu fyrir jól fyrrgreint ár. Var hann þá að færa þcim Akureyringum jólapóstinn. Agnar situr á væng flug- vélarinnar, en fyrir framan hana stendur Kristinn Jónsson, núverandi umbaðsmaður F.f, á Akureyri. — Jú, ekki neita ég því. Ég hafði frá því ég kom frá flug- námi erlendis reynt að efla áhuga manna á fluginu — og undirbúa jarðveginn, t.d. með því áð beita mér fyrir stofnun Flúgmálafé- lags íslands, Svifflugsfélags fs- Arið 1938 lenti Agnar Kofoed Hansen í tveggja sæta flugvél í Vestmannaeyjum, en farþegi var Bergur Gíslason. Myndin er tekin þar af þeim fyrir framan flugvélina — og stendur Bergur frainar. Þetta var í fyrsta sinn, sem flugvél lenti í Eyjum. • é ing landfiugvélar í Vestmanna- eyjum og var tilgangurinn sá að vekja áhuga Vestmannaeyinga á flugvallargerð í Eyjum. — Linnet bæjarstjóri var m.a. mikill áhugamaður um flugsamgöngur við Eyjarnar. Mörgum árum síð- ar kom ég aftur til Vestmanna- eyja — og voru þá aðstæður orðnar allt aðrar. Til gamans -gekk ég af stað til þess að leita að gamla lendingarstaðnum — svona til þess að rifja upp gaml- ar endurminningar. Ég var ekki alveg viss um það hvar blettsins var að leita, en ég mundi, að þar hafði hallað töluvert undan fæti. Ég gekk þarna fram og aftur, en mér virtist túnblettirnir allir það litlir, að ég gat ekki ímyndað mér að ég hefði lent á nokkrum þeirra. Helzt var ég þeirrar skoð- unar, að búið væri að skipta þessum umrædda túnbletti í sund ur með girðingum. En til þess að vera viss — þá bað ég einn heima- manna að vísa mér á staðinn. Ég verð að segja það, að ég varð undrandi, því að lendingar- staðurinn var einn af þessum litlu blettum. í dag dytti mér ekki í hug að reyna lendingu á þess- um sama bletti, enda þótt ég ekki slitnað — og má það einkum að flugvöllunum. Enda þótt við heíðum ætlað að ræða að mestu um flugvelli, þá er flugið sjálft og starfsemi flugvélanna það nátengt flugvallabyggingun- um, að vart verður skilið sundur. Og einmjtt á þeim forsendum vildi ég spyrja yður, hvort þið hefðuð hafið farþegaflug á land flugvélum þegar eftir að flug brautin í Vatnsmýrinni var full gerð. — Það var í ákaflega litlum mæli. Hins vegar hafði ég áður byrjað á farþegaflugi á sjóflug- vélinni TF—ÖRN. í stuttu máli sagt — þá átti Flugfélag Akur- eyrar þessa flugvél á meðan ég var með hana. örn O. Johnson tók við sjóflugvélinni af mér ár- ið 1939. BYLTING í FLUGMÁLUM MEÐ KOMU BREZKA IIERSINS — Var TF—ÖRN þá fyrsta raunverulega farþegaflugvélin hérlendis? — Nei Þetta var þriðja tilraun in, sem gerð var hér til flugsam- gangna, en frá því að TF—ÖRN kom til landsins hefur þráðurinn þakka tilkomu flugvallanna, ea segja má, að hrein bylting hafi átt sér stað í þessum málum með komu brezka hersins hing- að til lands. — Já, brezki herinn hefur hald ið verki ykkar í Vatnsmýrinni áfram? — Að minnsta kosti má segja að verk okkar hafi verið vísir að þvi, sem síðar kom. Tilgangslaust var fyrir okkur •' eins og þá stóðu sak- ir að halda lengra áfram með flugbrautina. En skammur tími leið þar til brezki herinn var byrjaður á flugvellargerð á þess- um sama stað. Bygging Reykja- víkurflugvallar er að mínum dómi mesta bylting í sögu ís- lenzkra flugmála, því að Bretar fullkomnuðu völlinn svo sem kostur var á — og lögðu þar með grundvöllirin að flugmálum okk- ar. Þeir afhentu okkur flugvöll- inn að styrjöldinni lokinni — og var hann metinn á rúmlega 100 milljónir króna. í raun réttri fengum við flugvöllinn upp í hendurnar að kostnaðarlausu. Ef svo hefði ekki farið, þá væru flugmál okkar ekki kom- in á það sig sem raun ber vitni. Auk Reykjavíkurflug- vallar byggðu Bretar einnig flugvöll á Kaldaðarnesi. Og síðan komu Bandaríkjamennirnir — og byggðu þeir Keflavíkurflugvöll eins og öllum er kunnugt — og einnig flugvöllinn á Melgerðismel um í Eyjafirði. Sá völiur hefur verið notaður til skamms tíma og opnaði eftir að styrjöldinni lauk þýðingarmestu flugleið . okkar innanlands — þ.e. Reykjavík — Akureyri. LITLAR ENDURBÆTUR Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI — En hefur Reykjavíkurflug- völlur verið mikið endurbættur síðan íslendingar fengu hann í hendur? — Sáralítið, allt of lítið. Aðeins hefur farið fram á honum nauð- synlegasta viðhald flugbrautanna. — Flugskýlin eru þau sömu og upphaflega og flugstjórnarbygg- ingin einnig. f MÖRG HORN AÐ LÍTA — En hvað má lengi sitja við svo búið? Verður flugvöllurinn ekki brátt of lítill — sérstaklega, ef tekið er tillit til millilanda- flugsins? — Vissulega líður óðum að því, að við verðum að gera einhverj- ar útbótaráðstafanir. Árlega er veitt ákveðin fjárhæð til fram- kvæmda á sviði flugmála, en við höfum í mörg horn að líta. Hing- að til hefur mestur hluti þess fjár farið til nýbygginga út um allt land — og er ekki hægt að segja annað en að miðað hafi vel áfram. Hins vegar er það alveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.