Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 7
Swwn»í?>ff»r 2S. <l«s. 1*5<J
MOR G'V tf ItL A'B IB
33
'Ylji h a ftj Uörö
öröámart
Fyrsta stórskald Ungverja
FYRIR 101 ARI lézt Mihaly
Vörösmarty, eitt mesta ljóð-
skáld 19. aldar, í Pest 55 ára að
aldri. Hann lézt vitskertur eins
og tveir af ungverskum skáld-
niðjum hans. Endre Ady og Attila
Jozsef. Síðustu mán. ævi sinnar
Jtegar hann var hættur að geta
talað skiljanlegt mál, skrifaði
hann kvæðið „Gamli Sígauninn",
sem einn gagnrýnandi hefur nefnt
„fegursta kvæði ungverskrar
tungu“. Sex árum fyrir dauða
hans höfðu Ungverjar beðið mik-
inn ósigur fyrir Rússum í „Fvelsis
stríðinu“ og týnt einu ástsælasta
skáldi sínu, Sandor Petöfi, sem
féll — eða öllu heldur hvarf á
vígvellinum — 26 ára að aldri.
Þegar stríðið milli Rússa og
Tyrkja hófst, eygði Vörösmarty
-— „gamli Sígauninn" í kvæðinu
.— vonargeisla fyrir langhrjáða
þjóð sína. „Hátíðardagar munu
enn renna upp yfir þennan heim“,
þrumaði hann í þessu stórbrotna
kvæði. En vonir hans rættust
ekki, hátíðin var ekki haldin, og
hann lézt farinn að andlegri og
líkamlegri heilsu.
SONUR 19. ALDAR
Vörösmarty var jafnaldri 19.
aldarinnar, fæddur árið 1800, og
um leið sannur sonur hennar.
Við fæðingu hans var Ungverja-
land miðaldaríki. Langar aldir
tyrkneskrar ltúgunar höfðu svipt
Ungverja öllum tækifærum til
þróunar, og þegar þeir losnuðu
undan Tyrkjum á 18. öld voru
þeir hrjáðir af styrjöldum og
deilum við Austurríki. Eigingirni
og miskunnarleysi hins innlenda
aðals stóð þróuninni einnig mjög
fyrir þrifum. Aðalsmenn Magy-
ara héldu dauðahaldi í forn og
úrelt sérréttindi; þeir voru und-
anþegnir sköttum, og öll skatta-
byrðin hvíldi á herðum leigu-
liða, sem lifðu og störfuðu í hálf-
gerðri þrælkun. Jafnvel á 19.
öld dóu margir leiguliðanna úr
hungri. Af þessum sökum var
engin verzlun í Ungverjalandi,
enginn iðnaður, engar millistétt-
ir og engar borgir í vestrænum
skilningi. „Þjóðfélagið var í engu
frábrugðið miðaldaskipulaginu,
og stjórnarskráin, sem byggðist
á sérréttindum aðalsins, kom í
veg fyrir pólitískar breytingar",
segir merkur ungverskur sagn-
fræðingur. Inn í þennan heim
íæddist Vörösmarty. Hann var
sjálfur af aðalsættum, en hann
átti ríkan þátt í að koma á þeim
breytingum, sem urðu I lífstíð
hans. Hundrað árum síðar var
Ungverjaland nútíma-menningar-
ríki með aðeins örfáum leifum
hins forna lénsskipulags.
RAUNSÆ BJARTSÝNI
Vörösmarty var 25 ára gamall,
þegar hann gaf út fyrsta langa
sögukvæðið, „Flótti Zalans“ og
vann sér nafn sem eitt af þjóð-
skáldum Ungverja. Ætlun hans
var að skapa Ungverjum þjoðlegt
sögukvæði svipað Nibelungenlied
eða Kalevala, en þar mistókst
honum eins og Longfellow, sem
ætlaði að gera hið sama fyrir
Ameríku með kvæði sínu Hiaw-
atha. Kvæðið hefur að geyma
gullfagra kafla, einkum upphaf-
ið, en það dó löngu á undan höf-
undinum. Enn í dag er því hrós-
að af mörgum, en lesið af fáum.
Hins vegar voru áhrif þess á ung-
verskan skáldskap djúptæk og
langvarandi. Áður en Vörösmarty
kom fram á sjónarsviðið, ortu
skáldin um óhjákvæmilega hrörn
un og eyðingu „ungversku þjóð-
arinnar með sína glæstu fortið".
Þessi harmsýn var upprunalega
einlæg, en varð brátt að tilgerð-
arlegu tízkufyrirbæri, sem jafn-
•■'*} (*} •:*}
vel beztu skáld Ungverja geng-
ust upp við. Vörösmarty orti líka
um „hina glæstu fortíð“, og hann
varpaði fram spurningu Jónasar:
„Hvað er nú orðið okkar starf í
sex hundruð sumur? Höfum við
gengið til góðs götuna fram eft-
ir veg?“ Svar hans er tvímæla-
laust jákvætt. Þó var hann fjarri
því að vera áhyggjulaus bjavt-
sýnismaður. Hann dró upp óhugn
anlegar myndir af samtiðinni, og
sá fram á enn dekkri framtíð.
En hann trúði eigi að síður á
,,hátíðardagana“, sem koma
mundu — hann trúði á þa allt
frá guðmóði æskuáranna íram
til dapurra og hugsjúkra efri ára.
EINÖRÐ ÆTTJARÐARÁST
Ættjarðarástin var sterkasta
ástríða Vörösmartys. Hann bar
í brjósti brennandi ást til hinnar
kúguðu og hamingjusnauðu þjóð-
ar, og hann þráði frelsi hennar.
Kommúnistar saka hann um að
hafa vanrækt hið „þjóðfélagslega
innihald“ í skáldskap sínum. En
því má ekki gleyma, að hin ein-
arða og ákafa ættjarðarást hans
var alveg ný af nálinni á þessum
árum hinnar klassísku tilgerðar.
Árið 1823, sama ár og Petöfi fædd
ist, neitaði jafnvel hinn fram-
sækni Karoly Kisfaludy að prenta
eitt af kvæðum Vörösmartys,
vegna þess að í því stóð orðið
„smali“, sem ekki var talið prent-
hæft. Það féll í hlut Petöfis að
hefja smalann til meiri virðingar,
en margir álitu, að með þvl hefði
hann grafið undan virðingu skáld
skapar. Ady var fyrsta stórskáld
Ungverja, sem kvað um óróman-
tíska eymd öreiganna, en það
varð meginefnið í skáldskap
Attila Jozsefs tæpum hundrað ár-
um eftir daga Vörösmartys.
KYRRLÁTT LÍF
Vörösmarty lifði öfgalausu og
tilbreytingalitlu lífi sem ungur
maður. Hann átti tvö ástarævin-
týri — ef þau geta þá kallazt því
nafni — sem voru ósköp hvers-
dagsleg og viðburðalítil. í æsku
varð hann ástfanginn af Etelku
Perczel, heimasætunni á heimil-
inu þar sem hann bjó og kenndi,
en hann átti aldrei áræði tii að
játa henni ást sína. Mörgum ár-
um síðar, þegar hann var 41 árs
gamall, hitti hann á heimili skáld-
bróður síns, Bajza, mágkonu hans,
Lauru Csajaghy, varð ástfanginn
af henni og gekk að eiga hana.
Um skeið gat Laura ekki ráðið
það við sig, hvort hún ætti að
giftast Vörösmarty, og það var á
því tímabili, sem hánn orti kvæð-
ið „A Merengöhöz" (Til hugsandi
hefðarmeyjar), sem nefnt hefur
verið eitt af ódauðlegum ásta-
Ijóðum heimsbókmenntanna. Sé
kvæðið klætt úr skáldlegum bún-
ingi sínum (það á maður auðvit-
að aldrei að gera), verður það
næstum hversdagslegt. Það er
hvorki ástríðuþrunginn ástaróður
né átakanleg bæn um andsvar,
heldur einföld og látlaus áminn-
ing um hæversku. Hann segir
Lauru að setja ekki markið of
hátt, reyna ekki að vinna heim-
inn, því þá muni hún verða fyrir
þungum vonbrigðum. Hann er
auðvitað óbeinlínis að hvetja
hana til að játast sér í stað ann-
ars betri. í hinu fræga heim-
spekilega kvæði „Hugsanir í bóka
herberginu" hvetur hann okkur
til að berjast fyrir göfugum
markmiðum eftir beztu getu. En
bak við þetta rólega og blátt
áfram hljómfall finnum við ólg-
andi ástríður, heitar þrár og villt.a
drauma, sem lúta verða aga skyn-
seminnar. Mál hans er gætt sér-
stæðum töfrum og fegurð. Það
er í senn þróttmikið og blitt,
þokkafullt og taumlaust, stórbrot-
ið og gamansamt; skáldmál sem
fáar á hliðstæður. Gyulal, fræg-
asti gagnrýnandi Ungverja, hefur
sagt, að mál Vörösmartys verði
aldrei skýrt eða skilgreint. Og
þá vaknar gamla spurningin: Að
hve miklu leyti á ágæti skálda
rætur í orðavali þeirra? Hvers
vegna verða þreytandi og hvers-
dagslegir hlutir að ódauðlegum
perlum, þegar þeir eru sagðir
með ákveðnum orðum, en ekki
samnefnum þeirra?
HÆGFARA
STJÓRNMÁLAMAÐUR
Vörösmarty var stuðningsmað-
ur hinnar hægfara umbótastefnu
Szechenyis greifa fremur en
hinna róttæku áætlana Kossuths.
Hann var hræddur við bylíing-
una, „gröfina sem sveígir heilar
þjóðir", eins og hann komst oft
að orði. Hann var lcosinn á þing
með einróma atkvæðum í viður-
kenningarskyni fyrir bókmennta-
afrek sín, en hann var þöglasti
maður þingsins — hélt ekki eina
einustu ræðu. Hann greiddi jafn-
an atkvæði með hinum hægfara
meirihluta, og við eina atkvæða-
greiðsluna (um það hvort nota
skyldi þýzku eða ungversku í
ákveðnum herdeildum) reiddist
Petöfi horium og réðst á hinn
aldna vin sinn með harðorðum
skömmum. Vörösmarty tók þetta
mjög nærri sér, en svaraði með
stillingu. Þessi árekstur tveggja
fremstu skálda Ungverjalands
vakti almenna athygli jafnvel á
þéssum óróasömu tímum, og
næstu áratugina var mikið um
þessa deilu ritað. Sumir sökuðu
Petöfi um afbrýðissemi, aðrir
töldu Vörösmarty hafa f/rirlitið
hinn unga keppinaut sinn. Milli
þeirra urðu ekki neinar forrnleg-
ar sættir, en þeir gleymdu brátt
árekstrinum, enda þótt aðrn yvðu
til að halda minningunni um
hann við lýði. Þegar Petöfi fór
til vígstöðvanna, bað hann Vörös-
marty að vera guðfaðir barns
síns, sem þá var enn ófætt; og
Vörösmarty hrósaði hinum
skammlífu hæfileikum Petöfis við
mörg tækifæri eftir þetta.
Enda þótt Vörösmarty hefði
ímugust á byltingunni, þjónaði
hairn henni dyggilega, þegar hún
K O S S
frelsishetja
var gerð. Veturinn 1848 fór hann
með ríkisstjórninni til Debrecen,
og vorið 1849, þegar Habsborgar-
ættin hafði verið rekin frá völd-
um, tók hann við virðulegu en
lítilvægu embætti hjá Kossuth
rikisstjóra. Þetta var álitinn al-
varlegri glæpur en hersöngvarn-
ir, sem hann hafði ort, og þegar
byltingin fór út um þúfur, var
hann dæmdur til dauða í fjarveru
sinni. Hann fór huldu höfði
nokkra mánuði. En árið 1850 íór
að bera á geðbilun hans, sem
ágerðist við fráfall dóttur hans,
og voru honum þá gefnar upp
sakir af hinum alvalda Haynau
hershöfðingja.
VILDI EKKI VERA MESTA
SKÁLDIÐ
Endre Ady, einn af ungversk-
um skáldjöfrum þessarar aldar,
bölvaði þeim manni, sem taka
mundi sæti hans á skáldaþingi,
í ofsafengnu og áhrifamiklu
kvæði. Hinn mildi og viðmótsþýði
Vörösmarty sagði hins vegar: „Ég
vil ekki deyja sem mesta skáld
Ungverjalands". Slík ósk verður
aðeins skilin sem einlæg von
mannsins, sem ríkt hafði í ald-
arfjórðung á öllum sviðum skáld-
skapar, um enn stærri sigra niðja
sinna. Skáldskapur Vörösmartys
er margbreytilegur. Kvæði hans,
„Um dauða lítils fátæks barns“
(„Þú sefur, en sérð enga drauma.
Þú sefur, en morgunninn rennur
ekki upp“), er e.t.v. fegursta
harmljóð ungverskrar tungu. Og
„Söngurinn um Foth“ er talinn
PETÖFI
ástsælasta skáld Ungverja-
U T II
Ungverja.
bezti drykkjusöngur Ungverja,
þótt hann hæfi fyrst og frenisl
hófdrykkjumönnum. „Fagra Ilon-
ka“ er sagan um rómantískt ást-
arævintýri Ilonku, dóttur skóg-
arvarðarins, og hins dulbúna
konungs, Mathíasar. Yfir þessu
kvæði eru frábærir töfrar, og
Ilonka sjálf, sem veslaðist upp af
ástarsorg, hefur verið uppáhald
margra kynslóða. Ótalin eru þau
tár, sem Ungverjar hafa fellt yfir
örlæti móður Vörösmartys, sem
deildi einustu eign sinni, gamalli
tættri Bíblíu með annarri gamalli
og fátækri konu með því að rifa
hana í tvennt. Hinn frægi söngur
hans, „Szozat", sem flytur boð-
skap vonar og uppörvunar á
þrengingatímum, hefur orðið
annar þjóðsöngur Ungverja. Sögu
kvæði hans eru flest of löng og
flókin fyrir nútímalesendur, en
eitt þeirra þykir þó sérstakt af-
bragð sinnar tegundar. Það fjall-
ar um tvo miðaldra-kastala, sem
áttu í ófriði, en blóðbaðið í því
er svo stórkostlegt, að það heíur
stundum verið kallað „mannætu-
kvæðið“‘.
LEIKSKÁLD OG ÞÝÐANDI
Vörösmarty var líka mikilvirkt
leikskáld. Hæfileikar hans á
sviði sögukvæða voru kannski
ekki sérlega vel fallnir til að
framleiða sjónleiki, en leikur
hans „Csongor og Tiinde“, sem
er ævintýri í ljóðformi, þykir
standa „Jónsmessudraumi“ Shake
speares á sporði að því er snertir
málfegurð, enda var Vörösmarty
undir sterkum áhrifum frá Shake
speare. Annars er gaman að bera
saman ævintýraheim Vörös-
martys og ævintýraheiminn, sem
Petöfi skapaði í hinu langa kvæði
sínu, „Hetjan Janos“. Ævintýra-
land Vörösmartys er yfirheims-
legt, furðulegt, háleitt; en ævin-
týraheimur Petöfis er traustur,
jarðbundinn, heilbrigður bænda-
heimur, svo mörkin rnilli veru-
leika'og ævintýris virðast næst-
um hverfa.
Vörösmarty gerði líka margar
þýðingar á verkum Shakespeares,
sem hann hafði sérstakt dálæti á.
Hann varð fyrstur til að kynna
Shakespeare fyrir Ungverjum, en
þeir líta nú á hann sem „þjoð-
skáia sitt á sviði leikritunar”,
ei.u og einn ungverskur gagn-
rýnandi hefur komizt að cröi i
gamni. Vörösmaity reit íjölda
greina um Shakespeare,
vegna þess að hann dáði hinn
brezka skáldj'ifur og vudi, sS
eosk leiklist tæki s*ti nii.nar
þýzku, sem þá var í alglevm-
ingi
GLÆSILEG BROTTFÖR
Ósk Vörösmartys rættist áður
en yfir lauk. Hann lézt ekki sem
mesta skáld Ungverja. Það var
hann sem sá um fyrstu útgáfuna
á ljóðum Petöfis og rómaði ágæti
Framh. á bls. 67.