Morgunblaðið - 23.12.1956, Síða 12

Morgunblaðið - 23.12.1956, Síða 12
MORCl\BLABI Ð JÓLAIESBÖK BARNANNA i t t Bmfevers staðar, einhvern tfma var tH hetmskur kani, og hann var auðvitað talsvert montinn, eins og þeirra er vmu. Kann ábtí nokkra kjúkiinga og konu eina væna, ©g konan hún var reyndar mesta fyrirmyndar hæiw. Og svo var það einn daginn, að sagði hann við frúna.: — Sýnist þér ég ekki vera dásamlegur núna? Hann stóð á öskuhaugnum á aðeins öðrum fætí, en eiginkonan var að leita krökkunum að æti. Nú leit hún upp og horfði á hann hrifin mjög og sagði: — Þú ert hknneskur og fallegur, það sá ég á augabragði, og hvar svo sem þú ferð, mun þér gefinn verða gaumur. Ó guð minn, hve mér finnst þú annars voðalegur dcaumurl Gott fannst honum Jofið, upp á vegg með vængjaslætti hann vatt sér snúningshraður og galaði af öllum mætti, og hóf svo máls að nýju og sagði: — Veiztu væna, að mér virðist þú sért orðin bara þokkalegasta hæna? Og kjúktingarnir okkar af krökkum öllum bera. Kunningjunum verður þetta skiljanlegt að gera. Þeir verða að læra að skilja, að ég er heimsins mestí hani, hætta að skoða mig jafningja, sem nú er þeirra vani. Og nú verðurðu, kona, því bezta til að tjalda án tafar, ég hef ákveðið, að veizlu skulum við halda, og bjóða hingað stórmenni, svo allir sjái og segi, uð við séum orðin höfðingjar, en fátæklingar eigi. Ja, hvað er að heyra að tarna, hænan hrifin sagði. Hættið þið að rífast þarna, krakkar, á augabragði, og af því ég á næstunni hef afarmikið að gera, þá ætia ég að biðja ykkur að láta mig nú vera og vera ekki að tefja mig með tilgangslausu kvabbi. Tókuð þið ekki eftir því, hvað hann var að segja, hann pabbi? Hann ætlar sér að bjóða hingað öndunum og lóunum, uglunum og gæsunum og dúfunum og spóunum-------------— — ~ En haninn sagði: — Kona, nú hættirðu svona snakki, hélztu annars virkilega, að ég byði svona pakki? Ég skal ekki láta þig lifa í þeirri trúnni lengur, nei, ég ætla að bjóða tarfinum og kúnni og öllum húsdýrunum, sem að einhverju er getið, en ekki tómum fuglum, því þá getur enginn metíð. Hundinum og kettinum ég hugsa mér að bjóða, bestínum og kindinni. Því setur þig nú hljóða? — Það er af því, hani nainn, ég held ég kunni ekki að haga mér meðal stórgripa, sem ég ekki þekki. Það getur nú samt lagazt, en meðal annarra orða, hvað ætti ég að hafa til að geía þeim að borða? En haninn spurði reiður: — Því hagarðu þér svona? Heidur þú, að ég eigi að svara þessu, kona? Heldur þú, að ég eigi að hugsa um matarstritið? Heyrðu, kona, ertu bara á leiðirvni að missa vitið? Annars hélt ég naumast, að um slíkt þyrfti að ræða. Ánamaðkasúpa er held ég boðleg fæða. Vm þetta annars verður þú að vera ein I ráðum, •g voi'tu nú bara dugleg, því hófið verður bráðum. Ifiænan sá, að ek-ki myndi þýða að vera að þrátta sun þetta, og hún var ekki lengi sig að átta á því, að nú var heimilisins heiður mjög í veði, hún hugsaði þó til þess með óstjórnlegri gleði, hvað hænsnin þar í nágrenninu hefðu um þetta að segja, bún hélt þau myndu næstum af tómri öfund deyja. Stðan fór hún auðvitað að amstra, bjástra og strita vtð að undirbúa veizluna, löðrandi í svita. Þótt eldamennskan væri kannske ekki á marga fiska, og ekki þyrfti hún skeiðar, hnífa, bolla eða diska, hán þóttist á það ljóslega mundu gizkað geta, að gestir þessir kynnu að þurfa einhver feikn að éta. Og svo rann þá upp dagurinn, er hófið halda skyldi. Harúnn sínum gestum tól vei-zluborðsins fylgdi og sagði: — Kæru vinir, hér velkomnir þið verið, því vitanlegt er það, að þið stóran heiður gerið okkur með því að koma og heimboð þetta þiggja. Með þessu boði vildi ég líka mega tryggja vinskap mkin og ykkar, því vert er ekki að gleyma. Mér vkðist líka sjálfum ég betur eiga heima í hópi ykkar, vinir, eii hjá hænsnum, sem ei geta eða hafa ekki vilja til minn glæsileik að meta. Og svo að lokum þetta: Hestinn vil ég hafa i hásæti við matborðið, því tignastur án vafa er hann af okkur öilum. Nú byrjum við að borða. Kn bolinn skók til hausinn og kýrin tók til orða: — Þú, hanabjálfi, þykist vilja hestinum virðing sýna, en heyra skaltu I máli þessu einnig skoðun mína. Með rausi þínu ertu bara manninn minn að smóna, og mér sýnist, að útlitið fari nú að grána, því hásætið á auðvitað maðurinn minn að skipa. Þetta er móðgun, því við hjónin erum tignust allra gripa. Og vita skaltu, hani, að við erum nú farin úr veizlu þinni, og skilið ættir þú að vera barinn. A8 svo mæltu héldu þau hjónin þaðan bæði og hölum sínum lömdu í óstjórnlegri bræði. Ég held þau megi fara!, sagði haninn og var glettinn. Og hænan reyndi að brosa og kom með fyrsta réttinn. — Gerið svo vel, sagði hún, þetta er grautur úr fræi og byggi. Gerið svo vel að borða, og vel á ykkur liggi. Hundurinn og kötturinn og hesturinn fóru að khna og hugsuðu á þessa leið, að aldrei nokkurn tima hefði þeim verið ætlað slíkt ómeti að borða, en ætluðu samt að reyna það, hneyksli til að forða. Haninn sagði: — Ójá, nú slíkt er þyngri þrautin. Ég þykist sjá, þið munið ekki fella ykkur við grautinn. Eitthvað skárra eigum við, það ætla ég að vona. Ánamaðkasúpuna! Heyrirðu það kona? Reyndu nú að flýta þér, láttu vera að lóna! Langar þig að gestirnir kalli okkur dóna og geri að þvi spé, þeim sé ei góður matur boðinn? Grauturinn er óætur, því hann er ekki soðinn. Hænan kom með maðkana og harmaði að eiga ei meira, en hesturinn sagði óþarfa að bjóða þeim nú fleira. — Þetta er, sagði hann, ósvinna, sem ekki er hægt að líða, og ekki mun ég hér eftir fleiri réttum bíða. Maðka ykkar sjálf fyrir mér þið skuluð éta, ©g mér finnst ekki lengur ég um það þagað geta, en verði bara að segja það þessum hænsnahjónum, að ég hef bara aldrei nokkurn tima kynnzt þvílíkum flómun. Gestunum fannst hesturinn hafa rétt að mæla. — Ég hélt bara, sagði kindin, ég myndi fara að æla, að ætla manni að éta svona óþverra er bara hreint einsdæmi. — Gestimir bjuggust til að fara. — Ég hafði ekki ætlað, sagði hundurinn og gelti, að hanga hér í allan dag og standa hér í svelti. í átt til hænsnakofans hann hljóp og blóðrauð tungan hékk út úr hans skolti. Hann réðist á einn ungann og át hann þarna á svipstundu, og að því búnu glotti, og ánægður hélt burtu með sínu sperrta skotti. Hesturinn sagði að lokum: — Ég veit þið okkur vélið varla hingað framar (hann beit f hanastélið og skrautlegustu fjörðunum frá því burtu svipti) hér færðu mínar þakkir, hani, samt í þetta skipti. Haninn var orðinn sneyptur og hænan farin að gráta. — Þið hefðuð átt, sagði kisa, í fyrstu minna að láta. Hani minn, ég skal þér nú heilræði eitt gefa, hættu að vera montinn, það fer þér bezt án efa. Þetta boð þitt, góði, ætti kannske að geta kennt þér kurteisi. Ég vona að það geti einnig bent þér á þann hinn mikla sannleik, sem þú verður að skilja, að það er flónska og heimska og þýðir ei neitt að vilja sýnast eitthvað meira en þú ert. Og yfirlæti er ekki til þess fallið að skipa tignarsæti. Framvegis skaltu bara vera í hóp með hænsnum þínum, það hækkar ekki gildi neins að þykja skömm að sínum. Svona mælti kisa og setti upp á sér stýrið. Síðan íóru gestimir, og búið er aevintýrið. Eunfiudagur 23. dc«. lMfi Smælki -----Það þýðlr ekkert að grewja svoaa, ég verð ekkert fljótari að kretasa skaftpottinn fyrir það. /PZ2 Skotmarkið hefur rýrnað. Á heimili laxveíðimannsins. em —-—' — — H, ea mér er svo kallt á fótnnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.