Morgunblaðið - 23.12.1956, Síða 18

Morgunblaðið - 23.12.1956, Síða 18
MORCVNBLAÐIÐ Sunnutlagur 23. des. 1956 66 því gæðin eru þau sömu og verðið óbreytt Fallegar flíkur Nauhynlegar flíkur ESTRELLA og VÍR framleiðsla VÍR-1»«|-1 - S1 ö>^5’sS>>»=í>^;=:v)>5=£>',£S: GLEÐILEG JOL! Vélsmiðjan Bjarg. i I £»=D!^!=D>=£>5^>=£>!Æö>=9«=ö>=0?=b>=í>=D:!=£»=ó>=£>?=D>=C>>‘=a Haimatjnsheimilistæki MjÓg fjölbreytt úrval Dráttarvélor h.í. HAFNAKSxit/*.!’! 23 — SÍMI 81395 — Mihaly Vörösmarty Frah. af bls. 55. hans, áður en hann varð lands- frægur. Það var láka hann, sem fyrstur kom áuga á hæfileika Aranys og gaf honum þá upp- örvun, sem hann þarfnaðist til að skrifa „Toldi“. Þafinig hafði Gyulai á réttu að. standa, þegar hann sagði, að Vörösmarty hefði menntað keppinauta sína og feng- ið hörpu lýriskrar ljóðiistar í hendur Petöfi, en hörpu sógu- kvæðanna í hendur Arany. Vörösmarty lézt 19. nóv. 1855. Jarðarför hans var hin glæsileg- asta, sem nokkurn tíma hafði sézt í Pest. Rúmlega 20.000 marns fylgdu honum til grafar fótgang- andi, og ótölulegur fjöldi vagna ók á eftir kistunni. Þetta var hátíðleg kveðja þjóðarinnar til eins mesta skálds, sem hún hafði alið, en það var líka tákn um sannleik orðanna, sem Vörös- marty hafði einu sinni skrifað: „Þverrandi að fjölda, en með ó- brotinn anda lifir þjóðin og mun halda áfram að lifa í þessu landi“. S’J'RAUMHVÖRF Enda þótt skáldskapur Vörös- martys sé ekki byltingarkenndur í pólitískum' skilningi, skapaði hann byltingu í ungverskum bók- menntum, sem er gertækari en bylting nokkurs annars ung- versks skálds, að Endre Ady ein- um undanteknum. Vörösmarty frelsaði ungverska ljóðagerð frá hinni blindu eftiröpun á klassísk- um og þýzkum bókmenntum. Hann blés henni í brjóst stolti og þjóðerniskennd. Hann sannaði, að ungversk tunga, sem fram að þessu hafði verið álitin klunna- leg og fábrotin, gat verið eins þokkafull, hljómfögur og auðug og hver önnur tunga. Hann barð- ist fyrir göfugum markmiðum, studdi frelsi, frjálslyndi og mannúð. Enda þótt hann væri ekki foringi í frelsisbaráttu þjóð- arinnar, á hann samt sinn stóra hlut í sigri hennar og sorgum. Ungverjar eru lítil þjóð eins og við íslendingar, og bókmenntir þeirra eru sömu takmörkunum háðar og bókmenntir annarra smáþjóða. Eigi að síður hafa Ungverjar átt fjögur eða fimm ljóðskáld, sem hiklaust eru á heimsmælikvarða. Vörösmarty var einn þessara skáldjöfra. Hann var ekki mestur þeirra, en hann var fyrstur. s—a—m. — Skáldið í skýjunum Framh. af bls. 54. samferðamanna og jarðlífsins. Síðasta erindi þess hljóðar svo: Þó saknar þú einskis að síðasta beði eitt síðkvöld, er dagurinn fer. Þitt minningaljóð er sem mjúk- þeyrinn kveði hann man það, sem fallegast er. Þau orð og þær gerðir í hreysum og höllum, sem hjartasvip mannanna ber. Þú sofnar í ljómann frá ljósheim- um öllum, sem lífstrúin opnaði þér“. Þannig voru hugsanir hans, er leið að kveldi. Og eins og hann sjálfur sættist við lífið og dauð- ann, mun framtíðin sættast við minningu hans, en íslenzkar bók- menntir geyma um aldur það, sem hann gerði bezt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.