Morgunblaðið - 31.01.1957, Side 2

Morgunblaðið - 31.01.1957, Side 2
2 MORCVNBLADIÐ Fimmtudagur 31. jan. 1957 — Fyrirspurn Sigurðar Bjarnasonar Framh. af bls. 1. um, sem einnig hafa lengstum verið ein beztu fiskimið landsins, bæði fyrir togara og vélbáta. Afleiðingar þessarar stað- reyndar hafa orðið geigvænlegar fyrir bátasjómenn og útvegsmenn á Vestfjörðum. Afli þeirra hefur rýrnað stórkostlega og veiðar- færi þeirra hafa svo mánuðum skiptir verið í hers höndum. Svo rammt hefur kveðið að uppvöðsiu og ágangi erlendra togara á þess- um slóðum að íslenzkir bátasió- menn hafa ekki einu sinni verið óhultir um líf sitt fyrir þeim. Vélbátar hafa verið sigldir nið- ur og sjómenn farizt. Þegar fiski- göngur hafa komið á grunnmiðin, t.d. út af ísafjarðardjúpi, þar sem flestir bátar stunda veiðar, hafa togararnir hópazt þangað og upp- urið þær á skömmum tíma. EÐLILEG ÓÞOLINMÆÐI Þegar á þetta er litið sætir það vissulega engri furðu þótt vest- firzkir sjómenn og útvegsmenn séu orðnir óþolinmóðir og lang- eygir eftir ráðstöfunum til frek- ari verndunar bjargræðisvegi þeirra. Mun gegna svipuðu máli um fólk í þeim landshlutum öðr- um, sem þarfnast frekari friðun- araðgerða. FYRIRHEIT RÍKISSTJÓRNARINNAR Þegar núverandi hæstvirt ríkis- stjórn tók við völdum 24. júlí sl. rar m. a. þannig komizt að orði í málefnayfirlýsingu hennar: „Ríkis.stjórnin leggur á- herzlu á stækkun íslenzku landhelginnar og telur a ff stækkun friðunarsvæðisins í kring um landið sé nú brýn nauðsyn vegira atvinnuöryggis landsmanna og mun því beita sér fyrir framgangi þessa rnáls". Ég hefi leyft mér að bera fram fyrirspurnir til hæstvirts utan- ríkisráðherra um það, hvaða ráð- stafanir ríkisstjórnin hyggist gera í þessu stóra máli og til efnda á fyrirheiti málefnasamnings síns. í fyrsta iagi er um það spurt, hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin hyggist gera til frekari útfærslu fiskveiðitakmarkananna. I öðru lagi, hvenær vænta megi slíkra ráðstafana. í þriðja lagi, hvort ríkisstjórnin telji ekki tímabært, að gefa þingi og þjóð skýrslu um þær umræð- ur, sem fram hafa farið á alþjóða vettvangi undanfarið um land- helgismál og yfirráðaréttinn yfir auðæfum hafsins. Ég tel það skipta miklu máli, að hæstvirt ríkisstjórn, sem sjálf hefur gefið fyrirheit um aðgerðir í þessum máium, svari þessum fyrirspurnum greinilega og veiti þjóðinni þannig upplýsingar, sem nauð- synlegt er að komi fram ein- mitt nú. SVAR UTANRÍKISRÁÐHERRA Utanríkisráðherra tók næstur til máls. Kvaðst hann mundu svara síðustu fyrirspurninni. Tveimur hinum fyrri mundi sjáv arútvegsmálaráðherra svara. Ráðherrann kvað landhelgis- málin hafa verið rædd í laga- nefnd Sameinuðu þjóðanna á s.l. sumri. Síðan hefði það komið fyrir 6. nefnd Allsherjarþings SÞ. Þar hefði það ekki þótt nægilega undirbúið til þess að taka um það endanlega ákvörðun á þessu þingi Sameinuðu þjóðanna. Hinn 20. desember sl. hefði svo verið samþykkt í nefndinni að leggja til að boðað skyldi til al- Iðjuiélogar MUNIÐ að tryggja ykkur full félagsréttindi í Iðju og sækið félagsskírteini ykkar á skrif- stofu félagsins, Þórsgötu 1. Skrifstofan er opin kl. 4—6 e. h. daglega. þjóðaráðstefnu um málið og freista þar með að taka afstöðu til þess. Hefði fulltrúi íslands beitt sér gegn þeirri afstöðu. Ennþá hefði þessi tillaga 6. nefndarinnar ekki verið tekin fyrir á Allsherjarþinginu. Meðan málið bíður afgreiðslu þar, sagði utanríkisráðherra, hef ég ekki talið rétt að hefja um- ræður um það hér heima. „EKKI HÆGT AÐ SEGJA HVERJAR EÐA HVENÆR" Sjávarútvegsmálaráðh., Lúðvík Jósefsson, talaði næstur. Hann kvað stjómina vinna að undirbúningi að útfærslu fisk- veiðitakmarkanna. Hefði hún nú t.d. boðað til fvmdar með full- trúum frá hinum ýmsu landshlut- um til þess að heyra álit þeirra og sérsjónarmið. Ráðherrann kvað ekki hægt að segja hverjar næstu aðgerð ir í friðunarmálunum yrðu eða hvenær þær yrðu gerðar. Vrði nú að hinkra við og sjá hverju fram færi á þingi Sam- einuðu þjóðanna. BREYTT UM HLJÓÐ Sigurður Bjarnason þakkaði ráðherrunum svör þeirra. En ekki kvaðst hann geta verið á- nægður með svar sjávarútvegs- málaráðherrans. Hann hefði lýst því yfir að það eina, sem stjórnin hefði gert væri að boða til fundar til þess að spyrja það fólk, sem rányrkjan væri að koma á vonarvöl, hvað það teldi að gera bæri. Um það þyrfti enginn að vera í vafa. Sigurður Bjarnason kvað það auðsætt að mjög væri nú breytt um hljóð í Lúðvík Jós- efssyni frá undanförnum ár- um. Áður hefði hann talið út- færslu fiskveiðitakmarkanna fyrir vestan, norðan og austan sjálfsagða og hægðarleik. Nú lýsti bann því yfir þrátt fyrir fyrirheit málefnasamnings stjórnarinnar að ekki væri hægt að segja neitt, hverjar næstu friðunaraðgerðir yrðu eða hvenær ráðizt yrði í þær. Sigurður kvað það skoðun sína, að enda þótt taka yrði nokkurt tillit til þess, sem gerðist á alþjóðlegum vett- vangi í þessum málum yrðu fslendingar þó fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig og hika ekki við að halda fram bar- áttu sinni af fullri'festu. Því aðeins hefðu þeir sigrar unn- izt, sem raun bæri vitni á þessu sviði, að forvígismenn íslendinga hefðu ekki fyrst og fremst spurt útlendinga að því, hvað þeir mættu gera. Hér væri um að ræða stórkost- legt hagsmunamál mikils fjölda fólks í landinu. Baráttunni fyrir útfærslu fiskveiðitakmarkanna mætti því ekki linna. Hann kvað því miður ýmislegt benda til þess að hæpið væri að treysta á for- ystu núverandi sjávarútvegsmála ráðherra í þessu stórmáli. EKKI SKIPT UM SKOÐUN Lúðvík Jósefsson talaði aftur og var allreiður. Kvaðst hann ekki hafa snúizt neitt í þessu máli. Væri það hinn mesti óþarfi af Sigurði Bjarnasyni að vera að reka á eftir sér. Hann hefði boðað til fundar um málið. Væri það skrítið að fyrirspyrjandi skyldi ekki vera ánægður með þær framkvæmdir. RÆÐA BJARNA BENEDIKTSSONAR Bjarni Benediktsson tók næst- ur til máls og gerði að umtals- efni þá ráðstefnu fulltrúa hérað- anna, sem halda ætti. — Hann spurði L. J. hverjir þessir full- trúar ættu að vera og með hverj- um hætti þeir yrðu valdir. Þá kvað Bj. B. nauðsynlegt að fá að vita hver væri skoðun ríkisstjórn arinnar, hver hefði úrslitaráðin af hennar hálfu í þessu máli. L. J. hefði látið því ómótmælt, sem hefði staðið í Þjóðviljanum að þær skoðanir, sem utanríkisráð- herra hefði látið í Ijós um þetta mál væru einkaskoðanir hans. Það væri því nauðsynlegt að fá að vita hverjir hefðu um þetta úrslitaákvörðim og hvort það sem einhver ráðherra léti gera í þessum málurn væru einkaaðgerð ir hans eða aðgerðir ríkisstjómar innar allrar. Þá kvað Bj. B. nauð- synlegt að fá um það vitneskju hvort sjávarútvegsmálaráðherra hefði sérstakan fulltrúa þar sem fjallað væri um þessi mál á al- þjóðavettvangi, t.d. á þingi Sam- einuðu þjóðanna, og ef svo væri, hver sá fulltrúi væri. Þá kvaðst Bj. B. vilja mót- mæla tveimur fullyrðingum, sðm L. J. hefði viðhaft hér við um- ræðurnar. Önnur væri sú að hann hefði sagt að þeir menn, sem hefðu fjallað um þetta mál hefðu viljað binda hendur íslendinga í framkvæmd þessara mála um margra ára skeið. Þetta kvað Bj. B. algerlega tilhæfulaust. Hvorki Ólafur Thors, fyrrv. forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra, eða dr. Kristinn Guðmundsson, fyrrv. utanríkisráðherra, hefðu nokkru sinni léð máls á slíku og ef á það hefði verið minnzt af viðsemjend- um okkar þá hefði því ávallt verið lýst yfir að það kæmi ekki til greina. EINHLIÐA YFIRLÝSING ÍSLANDS Þá hefði L. J. lýst því yfir að Sjálfstæðismenn vildu láta af- greiða þetta mál á alþjóðavett- vangi. Þetta kvað Bj. B. vera rangt. Þessi mál hefðu verið af- greidd hér. Hins vegar yrði að taka skynsamlegt tillit til þess sem gerðist í þessum efnum á al- þjóðavettvangi alveg eins og L. J. hefði sagt., en jafnframt að sækja fram á við. Það sem unnizt hefði með útvíkkun landhelginn- ar hefði verið gert samkvæmt einhliða yfirlýsingu okkar fs- lendinga og nú væri svo komið að Bretar hefðu gefizt upp í and- stöðu sinni við þá ákvörðun. Lúðvík Jósefsson svaraði ekki fyrirspurnum Bj. B. né mótmælti því að hann hermdi rétt frá, því sem gerzt hefði og var umræðu þar með lokið um málið. Meðal hinna ákærðu er Piero Piccioni hljómsveitarstjóri, sonur fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sagði af sér þegar upp komst um hneykslið. Piccioni yngri er 31 árs og er hann ákærður fyrir morð. Hinir tveir höfuðsakborn- ingarnir eru Montagna mark- greifi, þekktur ævintýramaður, og Polito fyrrverandi lögreglu- stjóri í Rómaborg, 78 ára gamall. Báðir eru þeir ákærðir fyrir hlut- deild í morðinu með því að fela Piccioni og koma í veg fyrir lög- reglur*nnsókn. Níu aðrir sakborningar eru ákærðir fyrir að gefa rangar upp- lýsingar og sverja falska eiða. Allir þrír aðalsakborningarnir hafa neitað því að eiga nokkurn þátt í dauða Wilmu Montési. Móðir hennar, sem er gift tré- smið, brast í grát fyrir réttinum í dag, þegar yfirdómarinn spurði hana, hvað hún gæti sagt hon- um um einkalíf dóttur sinnar. Móðirin sagði: „Dóttir mín var dýrlingur. Hún var heiðarleg og mjög siðprúð". Báðir foreldrar Wilmu komu fyrir réttinn í dag. Þau kváðust fyrst hafa haldið, að hún hefði sjálf svipt sig lífi, af því hún hefði skilið eftir skart- Fulltrúadeildin sfyður forsetann Washington, 30. jan. Frá Reuter. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða að veita Eisenhower forseta vald til að senda efnahags- og hernaðar- hjálp til þeirra landa við austan- vert Miðjarðarhaf, sem þess æskja. Ályktunin verður nú send til öldungadeildarinnar sem mun ræða hana næstu daga. Forsetinn bað um þetta vald í ræðu, sem hann flutti báðum deildum Bandaríkjaþings 5. jan. s. 1. Útvarpið í Prag og Ríkisútvarpið skiptast á plöturn f TILEFNI af því að Ríkisút- varpið og ríkisútvarp Tékkósló- vakíu hafa ákveðið að skiptast á útvarpsefni um menningar- og þjóðlíf beggja landa, bauð sendi- fulltrúi Tékkóslóvakíu hér, Zan- tovsky, nokkrum gestum til há- degisverðar í þjóðleikhúskjallar- anum í fyrrad. Voru þar meðal viðstaddra Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og Vilhjálm ur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Þegar hafa hin fyrstu skipti fram farið og hefur Ríkisútvarp- inu borizt frá Tékkóslóvakíu all- stórt plötusafn með þjóðlegri, tékkneskri tónlist og austur þang- að mun Ríkisútvarpið senda ís- lenzka þjóðlega tónlist af plötum. Við þennan hádegisverð fluttu þeir rasður Zantovsky sendifull- trúi og Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra, sem þakkaði sendi fulltrúanum áhuga hans á efl- ingu menningarlegra samskipta íslands og Tékkóslóvakíu og minnti á að slík þróun væri hin æskilegasta meðfram því að Tékkóslóvakía væri nú eitt nelzta viðskiptaland okkar íslendinga. Sendifulltrúinn rakti nokkuð í ræðu sinni kynni Tékka af ís- lenzkum bólonenntum fyrr og nú, en þau kynni eiga sér ^anga sögu að baki, allt frá 17. öld. gripi sína, vegabréf og mynd af unnustanum heima hjá þeim. En síðar, þegar kennslukona nokkur sagffi' þeim, aff hún hefffi fariff meff sömu lest og Wilma til Ostia, skiptu þau um skoffun og álitu aff hún hefffi látizt af slysförum. Báffir foreldrarnir aftóku þaff meff öllu, aff Wilma hefffi lifaff „tvöföldu lífi“ og átt fundi viff ýmsa ókunnuga menn. Rodolfo Montesi sagffi, aff dóttir sín hefffi aldrei veriff þannig stúlka. Eftir vitnisburff foreldranna var réttarhöldunum frestaff. Óskalög í sunnu- dagsdansalaga- þættinum ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa hlustendum kost á að velja sjálfir lögin í næsta sunnudags dans- lagaþætti, og senda kveðjur með þeim. Þeir, sem hug hafa á að not- færa sér þetta, gjöri svo vel að hringja í síma 82575 í kvöld milli kl. 9—10. Frá aðalfundi VW-klúbbsins Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ var haldinn aðalfundur í klúbb þeim er eigendur Volkswagen-bíla stofnuðu í fyrra. Áður en aðal- fundarstörf hófust var sýnd kvik- mynd frá V W - verksmiðj unum miklu í Volfsburg. Auk þess sem sýnt var hvernig einn slík- ur bill þar er framleiddur, var brugðið upp myndum frá lífi verksmiðjufólksins í Volfsburg, en þar hafa verksmiðjurnar reist heilan bæ fyrir hinn mikla fjölda starfsmanna sinna og fjölskyldur þeirra. Var þessi mynd gerð i tilefni af því er verksmiðjurnar höfðu framleitt hálfa milljón bíla og er þar sýnt er þessi vagn rennur blómum skreyttur út úr verksmiðjunni út í sólskin á stór- um leikvangi þar sem þessa áfanga var minnzt af starfsmönn- um öllum. Var þetta fróðleg og skemmtileg mynd. í fyrra var þess minnzt mjög hátíðlega, er l. 000.000. vagninn var fullgerð- ur og var sá gullsleginn. ★ Áður en gengið var til fund- arstarfa var rætt um starfsemina fram og aftur og voru menn ánægðir mjög með 2—3 ára reynslu sína af bílunum. Kom m. a. fram að umboðsmenn VW- bíla hafa rækt þjónuStu sína við bílaeigendur með þeirri prýði að önnur bílaumboð gætu tekið sig Heklu h. f. til fyrirmyndar í þeim efnum. Kosin var ný stjórn og er for- maður hennar Sveinn Sæmunds- son blaðamaður, en með honum eru Þorsteinn Þorsteinsson verzl- unarmaður, Snæbjöm Ásgeirsson skrifstofum., Eimskip og Erling- ur Helgason, skrifstofum., Eim- skip og Sveinn Guðbjartsson út- varpsvirki, Hafnarfirði. Sveinn Sæmundsson þakkaði fráfarandi stjóm fyrir það fram- tak er hún hefði sýnt með stofn- un klúbbsins, sem hefði marg- háttuðu starfi að gegna fyrir fé- lagsmenn sína. AKRANESI; 30. jan. — f stór- hríðinni í kvöld komst enn á ný ólag á rafmagnið hér og hefur af þeim söfcum verið hér Ijós aðeins annað veifið síðan kl. 6. Það‘ er talið að enn hafi háspennulínan bilað í námunda við Fiskilæk, en þar er mjög veðrasamt. —Oddur. Skók-keppnin 1. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.), ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 26. .... Ke8—H 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness,- Sv. Kristinss.) abcdefgh Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 24. Hfl—gl Hún var heiðarleg og siðprúð segja foreSdrar Wilmu Monfesi Feneyjum, 30. jan. Frá Reuter. YESTA hneykslismál frá stríðslokum á Ítalíu er nú fyrir rétti lfi í Feneyjum. Það er morðið á Wilmu Montesi, ítölsku feg- urðardísinni, sem fannst örend á sjávarströnd í apríl 1953. Hún var 21 árs gömul. í dag lýsti lcjökrandi móðir hennar því yfir, að hún hefði verið „dýrlingur". Þessi vitnisburður var gefinn, þegar rétturinn kom saman á ný eftir 4 daga hlé.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.