Morgunblaðið - 31.01.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 31.01.1957, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. jan. 1957 HVER DREPUR DRAUMA SKÁLDSINS? SERSTÆÐ ÓPERA EFTIR MENOTTI MADRIGAL (eða mandriale) var upprunalega hjarðsöngur, stutt lýrískt ljóð við sérkennilega tónlist, sem átti að túlka eða spegla textatin. Fyrstu verk af þessu tagi voru samin á 14. öld, en á 16. öld fékk madrigal-tónlistin fast form, sem hún hefur að miklu leyti haldið fram á þennan dag, þótt ýmis tilbrigði séu til af henni. ÞRÍR ÁFANGAR Verkið lýsir þremur sunnudög- um í ævi skáldsins, sem tákna þrjá áfanga í lífi þess. Fyrsti sunnudagurinn er æska skáldsins, þá er unicorn uppáhaldsskepna þess. Annar sunnudagurinn er manndómsárin, þá heldur það mest upp á gorgon. Þriðji sunnu- dagurinn er elli skáldsins, þá er manticore eftirlæti þess. Allar tákna þessar skepnur drauma skáldsins. Nýlega hefur eitt af þekktustu tónskáldum samtímans, Gian- Carlo Menotti, samið óperu í þessu sérkennilega formi. Men- otti er þegar frægur fyrir frum- leg óperuverk. Má þar t.d. nefna „Miðilinn", sem fluttur var á leiksviðinu í Iðnó fyrir nokkrum árum við mikla hrifningu áheyr- enda. SKEPNUR ÚR GODSÖGNUM Þessi nýja ópera er byggð á madrigal-tónlistinni á Ítalíu á 17. öld, einkum verkum Monteverd- is, hins djarfa og umdeilda meist- ara óperunnar á þeim tíma. Men- otti kallar verk sitt „The Unicorn, the Gorgon and the Manticore" (hér er vm að ræða 3 goðsögu- legar skepnur: unicorn hefur sköpulag hests með horn á miðju enni, og honurn ná aðeins hreinar meyjar; gorgon hefur svínstenn- ur, drekahreistur, vængi og rnann legar hendur; manticore hefur mannsandlit, blóðrauð augu, þrjár raðir af tönnum, hala með eiturbroddi sporðdrekans og rödd, sem er eins skræk og hæstu tónar flautunnar). Ménotti lýsir verkinu svo, að það sé „madrigal- dæmisaga fyrir kór, tíu dansara og níu hljóðfæri“. Eins og allar dæmisögur, flytur hún að sjálf- sögðu ákveðinn „boðskap“ eða siðalærdóm. SAMDI SJÁLFUR TEXTANN Óperan er í senn grímuleikur, ballett og kammermúsík. Men- otti hefur sjálfur samið textann, en hugmyndina fékk hann, þegar hann las hinar frægu madrigal- sögur eftir Orazio Vecchi, ítalskt TÍZKAN Borgararnir, grunnhyggnir og yfirborðslegir, hugsa um það eitt að tolla í tízkunni. Þegar skáldið sést fyrsta sunnudaginn á götum borgarinnar með unicorn í silfur- keðju, hlæja allir, en brátt er hver maður kominn með unicorn í bandi. Næsta sunnudag kemur skáldið með gorgon og segir borgurunum, að það hafi „steikt og saltað" fyrri skepnuna. Brátt hafa allir farið að dæmi þess, og nú er það gorgon, sem er í tízku. Þriðja sunnudaginn kemur skáld- ið með manticore og segir, að gorgon hafi dáið „af morði". Enn fara allir að dæmi skáldsins, og nú er manticore síðasta tízkan. En þegar skáldið birtist ekki aft- ur, eru borgararnir æfir, fara í stóri fylkingu til kastalans til að depa skáldið fyrir „glæpi“ þess. HVERNIG GETUR HANN DREPIÐ ÞÁ? Þeir koma að skáldinu þar sem það liggur fyrir dauðanum, um- kringt af unicorn, gorgon og manticore, sem tákna drauma þess í æsku, á manndómsárunum og í ellinni. í áhrifaríkum fjór- radda víxlsöng talar kórinn fyrir munn skáldsins og spyr: „Hvernig gat ég drepið afkvæmi ímyndun- ar minnar, sem ég hafði alið með svo miklum kvölum?" Gian-Carlo Menotti. Menotti lét þess getið nýlega, að þessi orð mættu gjarna verða „erfðaskrá" hans. Verkið fékk fá- dæma góðar viðtökur, og einn gagnrýnandi spáði því, að með því mundi madrigal-tónlistin endurvakin. Um tólfta madrigal- sönginn sagði Menotti: „Hann er dýpri og persónulegri en nokkuð annað, sem ég hef skrifað. Ég mundi vilja, að hann yrði leikinn við jarðarför mína“. VIÐKVÆMNI OG KÍMNI Óperan hefur „boðskap“, en hún er samt ekki prédikun. Hún er hugðnæm dæmisaga og gott leikhúsverk. Þó er ekki í henni sami ofsinn og í sumum fyrri verkum Menottis. Hún er full af viðkvæmni og skáldskap, en öðr- um þræði er hún gáskafull og launhæðin. Tónlistin er fornleg og gefur textanum sérstæðan blæ. Menotti hefur fylgt hinum gömlu formum madrigal-tónlistarinnar dyggilega, en þau hafa fengið nýtt líf í höndum hans. Hann hefur enn sannað, að hann er eitt frumlegasta og mikilvirkasta tón- skáld nútímans. s-a-m. Víðtækur njósnahringur Rússa í USA afhjúpaour Stærsta njósnamál í Bandaríkjunum eftir Rósenberg-réttarhöldin BANDARÍSKA sambandslögreglan, FBI, hefur handtekið í New York tvo karlmenn og eiginkonu annars þeirra og eru þau sökuð um að hafa selt Rússum bandarísk hernaðarleyndarmál. Talið er að þessar handtökum séu aðeins byrjun að afhjúpun víðtæks njósnahrings. Eru starfsmenn rússneska sendiráðsins í Bandaríkj- unum flæktir í málið. Edgar Hoover yfirmaður FBI tilkynnir að rannsókn þessa máls hafi staðið yfir í 13 ár og muni þetta vera stærsta njósnamálið þar í landi síðan Rósenbergsmálið stóð yfir árið 1952. Samsæli fyrir Jakobínn Johnson skáldkonu KALIFORNÍU í janúar. — Frú Jakobínu Johnson, skáldkonu, var haldið fjölmennt samkvæmi af dr. K. S. Eymundson og frú hans á heimili þeirra í San Francisco, þ. 12. jan. s.l. Var skáldkonan í nokkurra daga heimsókn í Oakland í boði bræðranna Vigfúsar og Haildórs Helgasona og frænda þeirra Vig- fúsar Jakobssonar og konu hans. Dr. Eymundson, formaður ís- lendingafélagsins í Norður- Kaliforníu, bauð gesti velkomna, en íslenzki konsúllinn, séra S. O. Thorlákson, ávarpaði skáldkon- unz. Frú Jakobína mælti nokkur orð og las upp við hinar beztu undirtektir nokkur af kvæðum sínum, sum frumort á íslenzka tungu og önnur kvæði íslenzk, er hún hafði þýtt á ensku, enda fer frúin með skáldskap af mik- illi tilfinningu og alúð. — Átta manna kór íslendingafélagsins, undir stjórn frú Louise Guð- munds, söng nokkur ættjarðiw- lög. Fram voru bomar bæði ís- lenzkar (rúllupylsa, rúgbrauð, hnoðuð terta) og amerískar kræs- ingar. Enda þótt frú Jakobína sé komin nokkuð yfir sjötugt fæst hún enn við kveðskap. Sál henn- ar er hin síunga sál listamanns- ins. Hún kallaði Ijóðagerð sína ekkert annað en ævingu og að sér væri nokkuð sama, hvaða dóm samtíminn legði á hana. Þetta væru æfingar, sem sér væri un- un að, æfingar undir næsta líf, en þar vonaði hún, að hún mætti enn kveða. Nýjasta ljóðasafn frú Jakobínu, „Kertaljós", mim koma út í nóv- ember næstkomandi. Þótti öllum íslenaingum og ís- landsvinum þar góður gestur, er frú Jakobína Johnson var. Menotti og ballettmeista) inn John Butler (t.h.) ásamt „skepn- unum“ þremur. tónskáld á 16. öld. í 12 madrigal- söngvum, 6 millileikjum hljóm- sveitar og einu hergöngulagi seg- ir Menotti skemmtilega sögu af skáldi, sem lifir einangrað í kastala, geispar á fundum borg- aranna og fer hvorki í kirkju né heimboð nágrannanna. ÁTAKANLEGFEGURÐ Þetta gáskafulla og skemmti- lega verk verður átakanlega fag- urt, þegar kórinn syngur með allt að því trúarlegum innileik: Ó þið fávísu menn sem látizt finna hvernig aðrir þjást, þið, ekki ég, eruð kærulausir drápsmenn drauma skáldsins. VÍÐTÆKUR NJÓSNAHRINGUR Hinir handteknu menn eru báð ir ættaðir frá Lithaugalandi. Þeir eru Jacob Albam 64 ára og Jack Soble 53 ára, ásamt 52 ára konu hins síðarnefnda, sem er af rúss- neskum ættum. Hjónin hafa bandarískan rikisborgararétt og leikur grunur á að þau hafi verið þungamiðja í víðtækum njósna- hring. Þau fluttust til Bandaríkj- anna frá Japan 1941, en strax shriúar úr daglega lifinu SÍÐAN snjórinn kom hafa ýmis vandkvæði skapazt varðandi unglinga á götum bæjarins Ein versta plágan er hve mjög þeir hanga aftan í bílum í hálkunni og láta þá draga sig. Hættulegur leikur ETTA er sem gefur að skilja stórhættulegur leikur og ættu foreldrar að taka sig saman um að vara börn sín við þessu, því litið þarf út af að bregða til þess að slys verði og illa fari. Annar bíll sem á eftir kemur á iðulega erfitt með að stöðva sig í hálkunni og hætt er við að börn- in geti lent undir bílnum sem þau hanga í þegar hann hægir ferðina. En það er líka fleira. Nokkuð hefur borið á því að unglingar kasti snjókúlum í bíla og veit ég um að þannig brutu þeir fram- rúðuna í einum fólksbíl og fór hún í smámola sem þe-yttust framan í bílstjórann. Þama var mildi að ekki hlauzt slys af, en þetta er hinn versti ósiður og ætti að aftakast með öllu. Strák- ar sitja og sumir um að kasta í gangandi fólk og víst ér það engu skárra framferði. Grýlukerti á upsunum IFROSTUNUM og blotanum sem skiptast á myndasí mikl- ir klakagrönglar á húsþökunum. Á göngu minni um Austurstræti hér nýlega sá ég að á upsum all- margra húsa hengu þessi grýlu- kerti. Rétt er að minna húseig- endur á að hreinsa grýlukertin af þökum vegna þess að hæg- lega geta hér hlotizt slys af, enda þess dæmi að banaslys hafa orðið þegar klaki af húsþaki hefur fallið í höfuð mönnum. Ökuskóli lögreglumanna FTIRFARANDI bréf fékk ég í gær frá J. O.: Nýlega hefur það verið aug- lýst að lögregluþjónar væru bún- ir að stofna umferðarskóla og kenndu nú okkur sem hafa vild- um á bifreið. Ég verð satt að segja að lýsa því yfir, að þessi fregn kom mér á óvart. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að lögregluþjónar hefðu alveg nóg að gera við það að vernda okkur borgarana og það væri ærið verkefni. En nú ætla þeir sér, að loknu löngu dagsverki og göngu á göt- um bæjarins, að talca að sér um- fangsmikið aukastarf við að kenna okkur á bíl. Að vísu hefur þetta þó margar góðar hliðar, m. a. þá, að ekki ætti að skeika miklu um rétta umferðarkennslu hjá þeim, því fáir þekkja allar reglur þar gerr en þeir. Fylgja fleiri á eftir? EN þessi nýi ökuskóli lögreglu- þjóna opnar fleiri gleðilegar leiðir. Hingað til hefur t.d. opin- berum starfsmönnum svo sem bifreiðaeftirlitsmönnum verið bannað að kenna á bíl í sínum frí- tíma og liggur þó við að þeim standi kennsla í bifreiðaakstri nær en lögregluþjónunum? Og svo lengra sé farið má minna á að á sínum tíma var starfsmönnum Rafveitu Reykja- víkur bannað að taka að sér raf- lagnir í aukavinnu. Nú er það gleðilegt fyrir þessar stéttir að ætla má, eftir að lögregluþjónar stofna þannig til annars umfangs- mikils starfs ásamt aðalstarfi sínu að þessar stéttir fái á sama hátt að nota að frjálsu frítíma sinn og öll starfsbönn þeirra verði upphafin. En eins og ég áður sagði þá þykir mér það leitt ef hinn nýi ökuskóli lögregluþjóna verðui til þess að þyngja of mjög aðalstarf þessara árvöku varða laganna. árið 1944 voru þau orðin með- limir í njósnahring, sem rúss- neski sendifulltrúinn Zubilin stofnaði í Bandaríkjunum. Hoover yfirmaður FBI gefur það í skyn í skýrslu sinni um þetta mál, að þetta muni haia verið aðalnjósnahringur Rússa í Bandaríkjunum. Rannsókn á starfsemi Zubilins hófsi fyrir 13 árum og í nokkur hin síð- ustu ár hefur FBI verið kunn- ugt um starfsemi annarra með lima njósnahringsins. ÆTLUÐU ÚR LANDI En FBI lét nú til skarar skríða vegna þess, að Soble-hjónin og Jacob Albam voru -byrjuð að undirbúa brottför sína úr landi. Voru þau tilbúin til brottfarar úr landinu á ólöglegan hátt, þegar lögreglan kom að þeim og hand- tók þau. hernaðarleyndarmál Rannsóknarréttur hefur þegar verið settur í máli hinna hand- teknu. Til að byrja með eru þau ákærð fyriY að hafa afhent rúss- neskum sendimönnum tvær skýrslur um hernaðarleyndamál. Önnur skýrslan var 26 vélritaðar síður og hin 5 síður. Búizt er við að mál þetta verði strax á næstu dögum miklu víðtækara, því að FBI hefur fleiri grunaða í neti sínu. Ssðustu skipin laus úr kreppu KAIRO, 28. jan. — Síðustu skip- in sem lokuð voru inni á Súez- skurði komust í dag út. Þau voru júgóslavneska flutningaskipið Dinara og flutningaskipið African Count sem siglir undir fána Líberíu. Egypzkir leiðsögumenn fylgdu þeim. Wheeler hershöfðingi sem stjórnar hreinsun skurðarins sagði að 22. flakinu yrði rutt úr vegi eftir tvo daga. Verður sigl- ingaleið þá opin frá Port Said og 75 km í suður, en á þeim stað liggur dráttarbáturínn Edgar Bonnet sokkinn þvert um skurð- inn. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.