Morgunblaðið - 31.01.1957, Side 8

Morgunblaðið - 31.01.1957, Side 8
8 MORCVNBLAfíin Fimmtudagur 31. jan. 1957 tJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr, 1.50 eintakið. Þegar allt um þrýtur Þegar allt um þrýtur í herbúð- um Framsóknarflokksins, þegar óvinsældir og svik núverandi rík- isstjórnar fara dagvaxandi, þeg- ar samvinnan við kommúnista skapar honum enn aukna andúð og þegar úrræðaleysi fjármála- spekinga hans, sem lofuðu nýjum úrræðum í efnahagsmálunum, þá á Tíminn aðeins eitt hálmstrá, sem hann reynir að ríghalda sér L Þetta hálmstrá er staðhæfing- in um að „ríkisstjórn Ólafsi Thors“ hafi sett allt í „strand" í efnahagsmálunum. Hún hafi auk þess valdið almennri kyrr- stöðu í öllu athafnalífi þjóðar- innar. Var Eysteinn valdalaus sprellikarl? Ennþá einu sinni er ástæða til þess að benda á það, að í ársbyrj- un 1955 lýsti annar leiðtogi Fram- sóknarflokksins, Eysteinn Jóns- son, því yfir, að þeir erfiðleikar, sem þá steðjuðu að efnahagslíf- inu væru fyrst og fremst sök stjórnarandstöðunnar, kommún- ista og Alþýðuflokksins. Komm- únistar vildu langt verkfall til þess að gera mikla bölvun, sagði Eyst. Jónsson, þegar hann ræddi um verkföllin miklu, sem komm- únistar gengust fyrir á árinu 1955. Hann kvað hina nýju skatta, sem stjórnin neyddist til að leggja á til þess að auka stuðn- inginn við sjávarútveginn, vera rökrétta afleiðingu af hinum lán- lausu verkföllum og þeim aukna framleiðslukostnaði, sem af þeim haf§i leitt. Dómur Eysteins Jónssonar var með öðrum orðum sá, að efnahagserfiðleikarnir væru ekki „ríkisstjórn Ólafs Thors“ að kenna heldiur þvert á móti kommúnistum og krötum. En segjum nú, að „strandkenn- ing“ Tímans væri rétt. „Ríkis- stjórn -Ólafs Thors“ hefði siglt öllu í strand? Hver væri þá hlutur Eysteins Jónssonar? Sat hann ekki í þess- ari ríkisstjórn? Réði hann bók- Staflega engu? Lék hann þar að- eins hlutverk sprellikarls til þess að skemmta „íhaldinu“? Nei, bæði Eysteinn Jónsson og aðrir leiðtogar Framsóknar- flokksins, sem sátu í „ríkisstjórn Ólafs Thors“ höfðu sínar skoðan- ir á hlutunum og fylgdu þeim fram, enda hældi Tíminn þeim þá á hvert reipi fyrir að móta stefnu stjórnarinnar á flestum sviðum. Framsóknarmálgagnið taldi þá stjórnina líka einhverja hina at- hafnasömustu, sem hér hefði set- ið. „Strandkenningin" á þess vegna enga stoð í raunveruleikanum. Tímamenn hafa sjálfir lagt fram ríkan skerf til þess að afsanna hana og sýna fram á sinn eigin yfirborðshátt og kjánaskap. Athafnamesta ríkis- stjórnin Þegar litið er yfir störf ríkis- Stjórna undanfarinna áratuga verður það ljóst, að fáar stjórn- ir hafa verið jafnathafnasamar og síðasta ráðuneytið, sem Ólafur Thors veitti forstöðu. Á engu tímibili, þegar e.t.v. er undan- skilið tímabil nýsköpunarstjórn- arinnar, hefur jafnalhliða fram- kvæmdum verið haldið uppi í landinu. Ef stiklað er aðeins á stærstu málum þessarar stjórnar kemur þetta í ljós: Stjórnin hófst handa um alls- herjar-rafvæðingu landsins. Hún lagði grundvöll að stórkostlegum umbótum í húsnæðismálum þjóð- arinnar. Hún hóf byggingu semants- verksmiðju og studdi stórfellda aukningu vélbátaflotans. Tíminn segir að ríkisstjórn Ól- afs Thors hafi ekki beitt sér fyrir aukningu togaraflotans. En hvers vegna ekki? Vegna þess að ekk- ert samkomulag náðist um það við Framsóknarflokkinn. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins fluttu hvað eftir annað frumvörp um togarakaup. En þau strönduðu alltaf á andstöðu Framsóknar- manna. í þessu sambandi má einnig á það benda, hvernig Ólafur Thors brást við þegar Noíðfirðingar urðu fyrir þvi óláni, að missa togarann Egil rauða, og urðu að leita stuðnings ríkisstjórnarinn- ar. Hann veitti þeim þá allan þann stuðning, sem stjórnin gat veitt, til þess að eignast nýtt skip. Fær núverandi stjórn ekki lán? Ríkisstjórn Ólafs Thors lét ekki við það sitja að ákveða fram- kvæmdirnar. Hún útvegaði fé til þeirra. Hún tryggði það fé, sem talið var nauðsynlegt túl ralf- væðingarinnar, hún útvegaði lán fyrir vélum og erlendum kostn- aði vegna sementsverksmiðjunn- ar, hún fékk stórfé til smáíbúða- deildar og veðlánakerfis meðan hún fór með völd, og hún veitti miljónatugum til sjóða og lána- stofnana sjávarútvegs og land- búnaðar. Ríkisstjórn Ólafs Thors út- vegaði með öðrum orðtum fé til allra þeirra framkvæmda, sem hún hófst handa um með- an hún fór með vþld. Hvaða heilvita maður gat ætlazt til þess aff hún tryggði komandi ríkisstjórnum fjármagn til framkvæmda? En hvernig er með lánsútveg- anir núverandi stjórnar? Hefur hún fengið nokkuð nema dollar- ana, sem hún fékk fyrir að éta ofan í sig allar yfirlýsingar í varnarmálunum? (Eitt stjórnar- blaðið kallaði þá „30 silfurpen- inga“!). Þýzka lánstilbóðið Loks má á það minna, að Ól- afur Thors hafði fengið tilboð um 400 millj. kr. lán í Vestur- Þýzkalandi. Ekki er ólíklegt að þar hefði fengizt allmiklu hærra lán. Á það hafði ekki reynt. Formaður Sjálfstæðisflokksins skildi þannig með sæmd við fjár- stjórn lands síns. Hann hafði for- ystu um miklar framkvæmdir, tryggði þjóðinni velmegun og stöðugt batnandi lífskjör, og lagði grundvöll að margvíslega bættri aðstöðu landsmanna á komandi árum. Því miður hefur þróunin verið tafin um skeið. Kommúnistar móta í bili stjórnarstefnuna á ís- landi. UTAN UR HEIMI Læknirinn lætur varnarlyfið í sprautuna, Elvis er orðinn hræddur,mamma reynir að róa drenginn. að mun hafa verið fyrir um það bil þremur árum, að hinn víðfrægi Presley kom inn á útvarpsstöð eina í Banda- ríkjunum. Daginn eftir átti móð- ir hans afmæli — og hélt Presley á hljómplötu undir hendinni, sem hann hafði sungið afmælisljóð inn á — og vildi fá leikna fyrir móð- ur sína í útvarpinu daginn eftir. í þessari útvarpsstöð var Presley „uppgötvaður“, eins og það er kallað. Hvorki manneðlisfræðing- ar né aðrir vísindamenn munu í þá tíð hafa talið „uppgötvun" þessa merkilega, eða álitið að hún mundi marka tímamót í heimssögunni. Æskulýðurinn var hins vegar á öðru máli, því að innan skamms snérist bókstaflega allt um Presley. Hljómplötur hans voru seldar svo milljónum skipti — og „söngur" hans barst á öld- um ljósvakans út um allan heim myrkranna á milli. Ekki batnaði það, þegar Presley fór til Hollywood og hóf að leika í kvikmyndum. Afleið- ingarnar urðu vítækar, því að eig- endur kvikmyndahúsa beggja vegna Atlandshafsins urðu að endurreisa hús sín eftir hverja sýningu, ef svo mætti segja. Einnig hlutu margir lögreglu- þjónar og fjöldi unglinga marg- ar skrámur bæði við kvikmynda- sýningarnar og dansleiki þar sem andi Presleys lá í loftinu. Sá eini, sem hagnaðist á öllum lát- unum, var höfuðpaurinn Presley, því að hann mun nú hafa marg- föld ráðherralaun. A síðasta ári var hafin í Bandaríkjunum mikil herferð gegn mænuveiki — og voru mæð- ur kvattar til þess að koma sem fyrst með ungbörn sín til næsta læknis og láta sprauta í þau varnarlyfi. Herferðin þótti ekki takast nægilega vel svo að marg- ir nafntogaðir menn voru fengn- ir til þess að ljá málefninu stuðn- ing sinn og hefja áróður fyrir mænuveikivarnarlyfinu. Og þar sem Presley er nú orðinn einn frægasti maður lands síns — var einnig leitað hófanna hjá hon- um. Þannig talaðist til, að lækn- ir kæmi með Persley á hljóm- leika og gæfi honum sprautu á sviðinu — andspænis fullskipuð- um sal áheyrenda. Móðir hans ætlaði einnig að vera viðstödd. Og nú rann kvöldið upp. Er hetjan hafði „sungið" nokkur lög, kom læknirinn fram Skopteiknari tímaritsins „Mad“ lítur á hlutina öðrum augum en flestir aðrir. Þannig er Presley í hans augum — mad. á sviðið — ásamt móður hans. Læknirinn tók upp sprautuna. Nú átti loksins að gera mænu- veikina útlæga úr Bandaríkjun- um. öll börn skyldu nú fylgja fordæmi Presleys — hins mikla Presleys. En hvað var þetta? Söngvaranum virtist ekkert gefið um þennan lækni — átti að neyða aumingja Presley til þess að láta sprauta sig? Stundin var runnin upp — og það runnu tvær grímur á Presley. Hann ók sér til og skalf, hann var hræddur. Það fór kliður um salinn. Móðir Presleys fór að hughreysta hann — og sagði, að þetta væri alls ekkert sárt. Læknirinn fyllti sprautuna — og svo, stakk hann nálinni í holdið — og sprautaði. Sársauka- drættir komu á andlit „söngvar- anas“ — og margar stúlknanna á meðal áhorfenda féllu í ómeg- in. Atburðurinn hafði ógnþrung- in áhrif á þær. Athöfninni var lokið, hættan var liðin hjá. Á- heyrendur litu varfærnislega upp eins og fólk, sem skríður upp úr loftvarnabyrgi eftir harða loft- árás. Óttinn er enn ekki horfinn úr andlitum þeirra. „Það er ekki víst að allar óvinaflugvélarnar séu farnar. Þær leynast alls stað- ar.“ Elvis Presley brosti. Þetta var ekki svo sárt eftir allt saman. Hann brosti eins og hinn sanni sigurvegari, tók gítarinn sinn á ný og hóf upp raust sína. Óttasvipurinn hvarf smátt og smátt af andliti áheyrendanna. Presley kom eins og hinn mikli hermaður — eftir loftorrustuna — hreinsaði skýin af himninum og sannfærði fólkið um að óvina- flugvélarnar væru farnar. Það var sól og heiðríkja. Rock and roll — Elvis Presley — gaman, gaman. Samkoman endaði eins og allar aðrar slíkar. Nýir stólar komu í stað þeirra gömlu, sem brotnuðu. Þessari sögu fylgja engar upp- lýsingar um það hversu árangurs ríkt tillag Presleys varð í bar- áttunni gegn mænuveiki. En, þegar jafnmikils metnir menn og hugdjarfir sem hetju-„söngvar- inn“ Presley leggja sig fram — ja, þá hlýtur árangurinn að verða góður. Góður árangur NEW YORK, 29. jan. — Hermála- ráðherra Breta, Duncan Sandys, átti í dag 6 klst. viðræður við Wilson, landvarnaráðherra Banda ríkjanna. Að viðræðunum lokn- um var gefin út yfirlýsing þess efnis, að þær hefðu gengið að óskum og með þeim hafi verið lagður grundvöllur að nánara samstarfi Breta og Bandaríkja- manna í hermálum. — Duncan Sandys hefir einnig rætt tvisvar við Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. — Reuter

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.