Morgunblaðið - 31.01.1957, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.01.1957, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 31. jan. 1957 Stofuskápar klæðaskápar, kommóður, sængurfataskápar, í fjölbreyttu úrvali. Húsgagnaverzlun, Guðmundar Guðmundssonar, Laugavegi 166. GSæsiiegf úr<val af Barnaskóm Oft er vandkvæðum bundið að velja rétta stærð, þegar skór eru keyptir handa börnum. AHar verzlanir okkar hafa því sérstök mælitæki til að auðvelda viðskiptin við börnin. ( Aðalstr. 8, Laug. 20. Laug. 38. Snorrabr. 38. Garðastr. 6. I I Sorfin heiðurskona: >ór«iit<n HannesdóStir frá Blönduósi F. 15. 8. 1873. — D. 22. 1. 1957. Margt er það og margt er það, sem minningarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. D. S. JÁ, það er margt, sem minning- arnar vekur, er ég nú minnist vinkonu minnar, Þórunnar Hann- esdóttur. Það er sagt um okkur gamla fólkið, að við tölum oft um það, að þetta eða hitt, hafi verið svo gott í gamla daga, en það var einmitt á hinum góðu, gömlu dögum, sem ég kynntist Þórunni fyrst, eða fyrir rúmlega hálfri öld. Þá voru þau Þórunn og Frið- finnur Jónsson, trésmiður, mað- ur hennar, nýflutt til Blöndu- óss og höfðu keypt þar hús, er alla tíð síðan hefur borið nafnið „Finnshús". Hjónin leigðu út eina stofu í húsi sínu til skólahalds. Varð að ganga í gegnum eldhús ungu konunnar, til að komast inn í skólastofuna, og má því nærri geta, að ónæðissamt hefur verið í eldhúsinu. Ég þar á þrettánda ári og nemandi í skóla þessum. Ekki vorum við mörg skólabörn- in, líklega 10—15, en nægilega mörg til að ærslast og valda hávaða. Kennarinn áminnti okk- ur um góða hegðun, en á því vildi verða nokkur misbrestur. Við ruddumst um fast. er við fórum Fást í flestum bifreiðavöruverzlunum og kaupfélögum. Aurhlífar Brettahlífar Sólskermar Speglar Ljóskastarar StýrisáklœSi Loftnetsstengur Krómlistar á hjól Felgulyklar Kertalyklar Rafgeymar Klukkur SNJÓKEÐJUR 560x15 550x16 640x15 og keðjuhlekkir [PSteJánsson df\ Hva.Yfisgalu 103 ~ sími. 3^50 Húseigendur athugið! Málari óskar eftir lítilli íbúð, með vorinu, standsetn- ing á íbúð gæti komið til greina. Tilboð óskast send til afgr. blaðsins merkt: — „Tvö í heimili — 7674“. inn og úr skólanum. Aldrei sagði Þórunn neitt við þessum ólátum okkar, heldur brosti hún við okk- ur hlýtt og milt. En þessi hóg- værð og hlýja varð fljótlega til þess, að þegjandi samkomulag varð um það hjá okkur börnun- um, að ganga* hljóðlega um eld- húsið og þurrka af fótum okkar. Þessi voru mín fyrstu kynni af Þórunni Hannesdóttur og heim ili hennar, kynni, sem breyttust í gagnkvæma vináttu, sem haldizt hefur æ síðan. Það var því líkast, sem „Finns- hús“ væri byggt yfir þjóðbraut þvera, því að um áratugi var þar svo mikill gestagangur, dag og nótt, að ótrúlegt mátti heita, að nokkurt heimili skyldi þola slík- an átroðning. En þeim hjónum tókst snilldarvel að koma öllu heilu í höfn. Það dylst þó eng- um, að erfitt hefur þetta verið, ekki sízt fyrir húsfreyjuna, sem varð að leggja nótt með degi, í sífelldri þjónustu við aðra, en hún vana störf sín með hógværð og hjartahlýju. Hún var mjög heimakær, og þar var hún hin milda, góða drottning, sem lét friðarfána sinn blakta við hún, öðrum til blessunar. Ég hef held- ur aldrei séð jafnnáið samband innan fjölskyldu og á þessu heim- ili. En þó Þórunn væri heimakær þá fylgdist hún samt vel með hag nágranna sinna í þessu litla sveitaþorpi við Blönduós. Ef hún vissi, að í einhverj- um litla bænum væri þörf fyrir mjólk eða annað, þá annað hvort sendi hún eða fór sjálf þangað til að bæta úr sárustu þörfum, en svo hógvær var hún og hlé- dræg, að hún vildi helzt ekki að vinstri höndin vissi af því, sem hin hægri gaf. En söm voru kær- leiksverkin fyrir því. Hafi nokkur lifað eftir þeirri kenningu Jesú Krists: „Að það, sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera“, þá hefur Þórunn Hannes- dóttir gert það. Um það vitnaði öll hennar framkoma, sem var fáguð og kærleiksrík. Þeir voru margir sjúklingarnir er hún tók inn á sitt heimili til lengri eða skemmri dvalar, og þá fór hún um húsið eins og líkn- arengill, til að lina þjáningar og græða meinin. Ekki var þetta þó gert til að auka tekjur heimil- isins, því mér er kunnugt um að gjaldið var aukaatriði, hitt aðal- atriði, að hjálpa öðrum. Það ligg- ur í augum uppi, að samhent hafa hjónin verið í þessu, sem öðru, þó að meira mæddi á hús freyjunni með líknarstörfin. Þær voru miklar vinkonur, Þórunn og móðir mín, og sú vin- átta hefur gengið í arf til okkar barnanna þeirra. Ég minnist þess með þakklát- um huga, hve oft Þórunn kom til móður minnar, sérstaklega eft- ir að hún varð fyrir þeirri þung- bæru reynslu að missa sjónina. Þegar Þórunn . kom til móður minnar, settist hún á rúmstokk- inn hjá henni eða á stól við rúm- ið, tók svo hendi hennar í sína og hlýir straumar innilegrar vin- áttu og kærleika fyllti hjörtu þeirra. Á þennan fagra hátt, flutti Þórunn sólskin inn til móður minnar. Árið 1947 fluttust hjónin til Reykjavíkur. Þeirra var sárt sakn að á Blönduósi og víðar um Húna þing.Minning þessara mætu hjóna munu lengi lifa norður þar. Þess má geta hér, að Hulda, yngsta dóttir hjónanna, var alla tíð með foheldrum sínum heima á Blönduósi og fluttist með þeim suður. Hún annaðist þau til síð- ustu stundar af svo mikilli ná- kvæmni og fórnfýsi ,að þess eru fá dæmi. Þó að aldurinn og þreytan væru nú farin að segja til sín, undu þau hjónin. Þórunn og Friðfinn- ur, hag sínuin vel hér í Reykja- vík í skjóli þriggja dætra sinna á Gunnarsbraut 34. En enginn gengur ævibraut öllum skuggum fjarri Sigurinn er að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. Þ. Erl. Á langri ævi hljóta að skiptast á skin og skuggar, og svo mun líka hafa verið hjá þeim góðu hjónum er ég hefi minnzt hér. En lifandi trú á mátt þess góða, fagra og bjarta, sigraði alla skugga. En oft dregur fljótt skugga fyr- ir lífsins sól og svo var það árið 1954, að þungur skuggi féll yfir heimilið á Gunnarsbraut 34, er þau hjónin misstu ástkæra dóttur sína Gunnhildi. Mikilhæfa ágætis konu. Og fyrir Þórunni «fór nú að verða stutt á milli stórra skugga, því árið 1955 missti hún mann sirin og nú í vetur, systur sína, Jónínu, húsfreyju á Auð- ólfsstöðum. En Þórunn var enn hin sterka eik, sem bognaði en brast ekki, undan þungum lífs- ins stormi — og þó — þrekið fór ört þverrandi og nú hefur þessi heiðurskona hlotið hvíld og er horfin inn í eilífðina, til ástvina sinna þar. Dætur hennar, Hulda og Sig- ríður, áttu því láni að fagna, að geta annazt hana til síðustu stund ar, og gerðu það með svo miklu ástríki og umhyggju, að lengra verður tæplega komizt á því sviði. Skafti bróðir þeirra, sem býr í Keflavík, kom oft til að finna elsku mömmu, því hann er ást- ríkur og góður sonur. Ég enda svo þessar fátæklegu línur, með hjartans innilegu þakklæti til Þórunnar, fyrir alla tryggð og vináttu við okkur hjón- in og systkini mín á Blönduósi, um leið og ég flyt börnum hennar og tengdabörnum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þeirra huggun verður, að þau syrgja góða móður. Því hvað er ástar- og hróðrardís og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfugri móður? Svo kvað M. J. og ég tek undir það af alhug. Árni Ólafsson Eden heils- ast illa LUNDÚNUM. — Þær fregnir berast af líðan Edens, fyrrum forsætisráðherra Breta, að honum heilsist ekki sem bezt. Eins og kunnugt er, þá er Ed- en á leið til Nýja-Sjálands á- samt konu sinni. Voru þau boð in þangað af stjórn landsins. Fréttamenn segja, að Eden sé verri til heilsunnar en ætlað var í fyrstu. Hann hafi þjáðst talsvert af innanmeini, en auk þess hafi hann misst minnið í lengri eða skemmri tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.