Morgunblaðið - 14.02.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.02.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. febr. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 9 Enginn ætti að gerast leikari, hann geti ekki hugsað sér lífið nema dn þess „Við fæddumst víst með þessum öskopum,, Spjallað við nemendurna í Leik- skóla Þjóðleikhússins og Harald Björnsson kennara þeirra — E'KKI SKRÆKJA SVONA! kallaði leikstjórinn. Það skil- ^ ur enginn hvað þér segið. Talið þér lægra, en ekki með skapofsa. Síðan fær röddin á sig rómantískan blæ, þegar þér ávarpið Pétur Gaut. Já, en gleymið því aldrei, ungfrú, að þér eruð stolt stórbóndadóttir, og hagið yður sem henni sæmir! Það var Haraldur Björnsson, einn af aðalkennurum Leik- skóla Þjóðleikhússins, sem þessar föðurlegu leiðbeiningar mælti í einni kennslustund skólans nú í vikunni, en þangað vorum við Ólafur komnir í blaðamannaheimsókn. Það var verið að leika atriðið á Heggstöðum úr Pétri Gaut eftir Ibsen. Og unga stúlkan hlýddi orðum kennarans út í æsar, eins og reyndar allir nemendurnir, því eftir því sem við komumst næst eru allir nemendur skólans staðráðnir í því að verða stórar stjörnur á íslenzkum leiklistarhimni, er stundir líða fram, og að því marki vinna þeir með óþreytandi elju alla daga. ¥ IjAÐ á enginn að leggja fyrir sig leiklist, nema hann geti ekki hugsað sér að lifa lífinu án hennar, sagði Haraldur. Og hér uppi undir rjáfri í Þjóðleikhúsinu er starfandi einn þýðingarmesti þáttur leikhússins. Þetta unga fólk er fram- tíðin í íslenzkri leiklist. Það tekur við af okkur, sem eldumst og látum af störfum. Þetta unga fólk er þegar ákveðið að ganga í ævilanga þjónustu hinnar mislyndu húsfreyju, Talíu. Það eyðir öllum frístundum sínum í leikhúsinu, að loknum vinnudegi. Skól- inn er í tvo tíma á degi hverjum og svo taka við aukahlutverk í öllum þeim leikritum, sem leikhúsið sýnir. Áhuginn er ódrepandi; engin önnur hjástundavinna kemst að, og þegar ég hefi spjallað við nemendurna stundarkorn segi ég við sjálfan mig, að líklega sé ekkert annað ungt fólk á landinu, sem vinni af svo alvörugefinni ástundun samkvæmt þeirri köllun, sem hefir knúið það til að velja sér leiklistina að lífsstarfi. Þessar þrjár usgu og fallegu stúlkur eiga sér allar þann fegurstan óskadraum að verða leikkonur er tímar líða fram. Þær eru f.v. Sigríður Steingrímsdóttir, Dóra Reyndal og Ása Sigurðardóttir. Eg sezt niður á lágt sviðið og spjalla við nemendurna. Þeir eru sex mættir í tímann en ein stúlka er fjarstödd. Allir eru þeir um tvítugt, þó er ein stúlkan Sig- ríður, ekki nema 15 ára. Sam- kvæmt reglunum hefði hún alls ekki átt að fá inngöngu í skól- ann, en hún stóð sig svo vel á inn tökuprófinu, að engum datt í hug að spyrja hana um aldur, fyrr en hún hafði staðizt prófið með prýði og var komin inn í skól- ann. Einn piltanna Flosa Ólafsson sá ég fyrir nokkrum árum í Mennta skólaleikum, þar sem hann strax var næsta efnilegur gam- anleikari, og nú er hann einn af rauðliðum Peppóne í leikritinu um hann og Don Camillo. Aðrir nemendur eru þær tvær stúlk- urnar Ása Sigurðardóttir og Dóra Reyndal, og Einar M. Guðmunds- son og Bragi Jónsson. Þetta unga fólk stundar allt vinnu sína til kl. fimm á daginn Stúlkurnar eru á skrifstofum og piltarnir leggja stund á verzlun- arstörf, rafvirkjun og járnsmíð- ar. Það er hversdagsheimur þeirra, morgun og dagstarf, en þegar líða tekur á kvöldið halda þau upp í ævintýra- og óskaheim sinn í steinhöllinni við Hverfis- götu. Þannig er þeirra líf tvöfalt og það er mikill kostur segir Har- aldur Björnsson. f öllum höfuð- borgum eru leikskólar starfandi í einhvers konar mynd, en þeir eru allir dagskólar. Þar verða nemendurnir því að helga sig leiklistinni allan daginn og leggja niður borgarleg störf sín. En ef framgangur þeirra á listabraut- inni verður ekki sem skyldi, reynist þeim nemendum hálfu erfiðara að taka áftur til við borgarastörf, þar sem þeir hafa horfið frá þeim, um alllangan tíma. Því er okkar skóli mun betri, segir Haraldur að með honum er nemendunum kleift að stunda störf sín eftir sem áður. Ég spyr hina ungu leikara, hver hafi verið ástæðan til þess að þeir ákváðu að leggja fyrir sig leikhússtörf. Þeim vefst tunga um tönn, en flest segjast þau þó hafa fæðzt með þessum ósköpum og ekki verið í rónni fyrr en þau komust á fjalirnar. Ása kom fyrst fram á sviðið í Iðnó þegar hún var 10 ára gömul og varð þá staðráðin í því að verða leikkona og Dóra segist leggja stund á leiklist með söng- námi og auðvitað sér hún hilla undir óperuna í fjarska, þótt hún nefni það ekki. Nú er kominn tími til þess að kennslustundin í leiklist hefjist. Það er atriði úr Pétri Gaut, þegar þau talast við Pétur og Ingunn í Heggstaðahlíðinni. Sviðið er afmarkað með tveimur stólum annað fyrirfinnst ekki sviðsmuna — og leikurinn hefst. Þetta er ákaflega alvöruþrungið atriði, Pétur afneitar Ingunni, skapofsinn er feikilegur og sviptingar miklar. Bragi heldur á bókinni en hann þarf aðeins ör- sjaldan að líta í hana: Pétur: Bölvuð sé hver endur- minning, bölvuð sé hver konu- kynning. — Nema ein. Ingunn: Hver er sú eina? Hverja ert þú að meina? Pétur: Flýt þér burt, því fyrr, því bétra. Flýt þér heim. Ingunn: Nei, góði Pétur. Þannig heldur æfingin áfram. Haraldur situr á stól frammi í sal og þegar honum þykir eitt- hvað aðfinnsluvert kallar hann fram í, hærra, skýrarar, leiðréttir áherzlur og skýrir ýtarlega hver hugur og sál persónanna sé. Pét- ur og Ingunn taka því öllu fús- lega og endurtaka atriðið — og í þetta sinn gengur það mun bet- ur. Síðan er æft atriði úr „Sá sterk asti“, sem fyrir nokkrum árum var sýnt í Þjóðleikhúsinu, og þannig líður kennslustundin við æfingar og leiðbeiningar kenn- arans, hvert smáatriði er gagn- rýnt og fágað, framsögn lima- burður, raddbeiting og svip- brigði. Hér verður augsýnilega enginn óbarinn biskup. Loks er gert hlé á æfingunni og mér gefst tóm til þess að spjalla við Harald um skólann. LEIKSKÓLI Þjóðleikhússins var stofnaður fyrir 6 árum jir hann og nú hafa útskrifazt 24 nemendur. Skóli-in er tveggja vetra skóli, og til þess að fá inn- göngu þarf að standast allstrangt inntökupróf. Áður en nemend- urnir ganga til prófsins hafa þeir alla jafna stundað nám hjá einhverjum leikara, sem mælir með þeim og kennir þeim un<Jir- stöðuatriðin. Og prófið er ekki auðvelt, bæði framsögn á k æði og tvö leikatriði, þar sem nem- andinn er einn á sviðinu, án mót- leikenda, og slík raun er erfið- ari, en margur skyldi halda. Á þessu inntökuprófi falla alltaf einhverjir. Ég tel það miklu betra að stöðva menn strax, heldur en láta þá halda áfram, ef ljóst er, að þeir geta ekki öðlazt frama á leiklistar- brautinni. Þó er það erfitt og á- byrgðarhluti vegna þess, að oft geta hæfileikarnir legið djúpt, og nemendurnir verið svo „lok- aðir“ að ekki kemur strax fram hvað í þeim býr. En eftir fyrsta veturinn er aftur próf og þá er alla jafna unnt að sjá hverjir eiga að halda áfram og hverjir ekki. En það er þannig með leik- listina, að sá sem einu sinni hef- ir tekið bakteríuna losnar aldrei við hana aftur. Það er mikið áfall fyrir ungan leikara að verða að hætta námi vegna hæfileika- skorts og því er það æskilegast, að það gerist sem fyrst, áður en nokkrum tíma er eytt til ónýt- is. Ileikskóla Þjóðleikhússins er sjö námsgreinar, og skólinn starfar alla daga, tvo tíma á dag. Skólastjóri er Guðl. Rósinkranz. Leiklist kenna þeir Haraldur Björnsson, sem óhætt er að segja au sé „nestor“ skólans og Ævar Kvaran.. Raddbeitingu kennir ungfrú Hildur Kalman. Svip- brigðaleik Benedikt Árnason. Framsögn Ævar Kvaran. Skylm- ingar Klemens Jónsson, dans og plastik Erik Bidsted, og dr. Stein- grímur J. Þorsteinsson heldurt fyrirlestra í leiklistarsögu við skólann. í leiklistartímunum sem eru 6 stundir á viku eru æfðir kaflar úr leikritum, í vetur m.a. úr Galdra Lofti, Heilagri Jó- hönnu, tveimur leikritum Kamb- ans, Lénharði fógeta, Fleltkuð- um höndum og svo mætti enn lengi telja. Jafnframt náminu í skólanum fá nemendurnir lítil aukahlut- verk í þeim leikritum, sem leik- húsið sýnir á hverjum tíma. Fyrsta veturinn er það starf þeirra unnið endurgjaldslaust, á það er litið sem þátt í kennsl- unni og sumir nemendurnir taka þátt í sýningum á nær hverju kvöldi, svo nóg er að starfa. Seinni veturinn hljóta þau aftur á móti nokkur laun fyrir starf sitt. Skólanum lýkur svo að tveimur vetrum liðnum með burt fararprófi, en þar með lýkur ekki skólagöngunni, því alltaf halda Framh. á bls. 10 Það er langur vegur í leiklistinni frá byrjandanum til snilidarleikarans, þrotlaust starf og ódrepandi áhugi. VI* erum stödd i lelklistartíma hjá Haraldi Björnssyni og ungu leikararnir eru að æfa eitt atriði úr Sá sterki. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.