Morgunblaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1957, Blaðsíða 1
20 stður 44. árgaagttr 72. ÚA. — Midvfkttdagttr 2«. marz 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsinz Pað var sannkallað vorveður í gær, heiður himinn, sólskin og hiti. Snjóa er farið að leysa í byggð sunnanlands — og vorið gæti verið á næstu grösum þess vegna. Margir eru þó svartsýnir og segja, að „páskahretið“ komi á sínum tíma. En hvað um það. Við verðum að láta hverjum degi nægja sína þjáningu hvað veðr- áttunni viðkemur — og mynd þessi, sem G. Sverrisson tók í gær, gæti vel verið tekin að vorlagi. Bermudafundi Macmillans og St.Laurent lokið Bretur fd miklar birgðir uran- íum frd Kanoda Hamilton, Bermuda, 26. marz. — Einkaskeyti fi'á Reuter. FUNDUM þeirra Macmillan, forsætisráðherra Breta, og St. Lawr- ent, forsætisráðherra Kanada, lauk í kvöld. Utanríkisráðherr- arnir Lloyd og Pearson ræddust eiimig við í dag — og skýrði talsmaður brezku stjcs'narinnar svo frá, að samkomulag hefði náðst með Bretum og Kanadamöimum í öllum aðalatriðum dagskrár- málanna. 4 Fréítamaður Reuters sagði í kvöld, að víst væri talið, að for- sætisráðherrarnir hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að þjóðirnar yrðu neyddar til þess að greiða Egytum siglingagjöldin af Súez- skurðinum, t-il þess að sigling- ar kæmust í eðlilegt horf á ný. Hins vegar munu forsætisráð- herrarnir hafa heitið hvor öðrum að gefa hvergi eftir, ef Egyptar ætluðu sér að beita einhverja ein- staka þjóð órétti hvað viðkemur siglingum um skurðinn — þar eð skurðurinn væri viðurkennd alþjóðasiglingaleið. Talið er, að „Ef þeir hafa barið þig, þá gerðu þeir rétt >44 Búdapest, 26. marz. Einkaskeyti frá Reuter: FYRRUM foringi í ungverska hernum var í dag leiddur fyrir rétt í Búdapest, sakaður um morð — í uppreisninni í haust. Kvartaði sakborningur- inn yfir þvi, að rússneskir leynilögreglumenn hefðu bar- ið hann í fangelsinu. Hinn opinberi ákærandi spurði hann m.a. hvort hann hefði verið barinn af rúss- nesku leynilögreglunni „er hann laug og neitaði morð- ákærunni“. Herforinginn svaraði ját- andi — og hélt áfram: Ég veit ekki hvaða rétt rússneska Ieynilögreglan hefur til að berja mig. Ég er ungverskur ríkisborgari. Ákærandinn barði þá í borð ið og hrópaði hástöfum: Ef þeir hafa barið þig, þá hafa þeir gert rétt. Morðingi. Áður hafði eitt vitnanna borið það, að ungverskir frelsisvinir hefðu misþyrmt Súezskurðurinn opn- aður eftir mánaðamóf KAIRO, 26. marz: — Búizt er við því, að Súez-skurður- inn verði að fullu hreinsaður um mánaðamótln og eðlileg- ar siglingar geti hafizt um hann — ckki síðar en hinn 5. april. — Reuter. þessum sama manni vegna þess, að þeir héldu hann vera á snærum ungversku leynilög- reglunnar. — Reuter. Brezkt flugfélog tilkynnir sölu tveggjn Viscount-flugvéln til Flugfélngs íslunds Nairobi, Kenya, 26. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BREZKA flugfélagið „Hunting Clan Air Transport Limited“, sem er sjálfstætt fyrirtæki, tilkynnti í dag, að það hefði selt Flugfélagi íslands tvær flugvélar af gerðinni Viscount. Hefur félagið fest kaup á flugvél- um annarrar gerðar til þess að annast áætlimarferðir milli Bretlands og Austur-Afríku. Ástæðan til þess, að flugfélagið seldi Viscount-flugvélar sínar nú er sú, að brezka stjórnin lagði bann við því að það notaði þær á þessari flugleið. Sagði talsmaður flugfélagsins, að brezka síjórnin hygðist með þessu gæta hagsmuna BOAC, sem er í eigu rikisins. Samkvæmt lögum frá áiinu 1946 er það á valdi stjórnarinnar á hvaða flugleiðum sjálfstæð flug- félög halda uppi ferðum — svo og hvaða flugvélagerðir þau nota. Eisenhower eigi mikinn hlut i þvi, að málalok urðu þessi. Macmillan og fylgdarlið hanc héldu heimleiðis í kvöld. SEINNI FRETTIR í sameiginlegri yfirlýsingu, er þeir Macmilian og St. Laur- ent gáfu í kvöld á Bermuda, segir, aö forsætisráðherrarnir hafi skipzt á skoðunum og sam ræmt afstöðu stjórna sinna tð Súez-deilunnar og hagkvæm- asi.rar lausnar hennar. Segir og, að Bermudaráðstefnan hafi sýnt, hve mikils virði náin samvinna og vinátta sé sam- veldislöndunum. — Afstaða þeirra til heimsvandamálanna sé hin sama — og bæði lönd- in mundu vinna í sameiningu að heillavænlegri lausn þeirra. Þá var og tilkynnt, að Kanada- menn mundu láta af hendi við Breta uranium að verðgildi 115 milljónir dollara — næstu fimm árin. Fyllri frásögn *f yfirlýsingunni hafði ekki bor- izt, er blaðið fór í prentun. Allt bendir til þess < ð fundur HammarskjÖlds og Nassers hafi borið mikinn árangur Hammarskjöld fer heimleiðis i dag Kairo, 26. marz. — Einkaskeyti J'rá Reuter. HAMMARSKJ ÖLD, framkv.stj. S.Þ., mun á morgun halda flug- leiðis til New York með viðkomu í Beirut, en hann hefur að und- anförnu setið fundi með egypzk- um ráðamönnum og rætt Súez- vandamálið sem kunnugt er. Talsmaður S.Þ. skýrði frá þvi í kvöld, að viðræður Hammar- skjölds og egypzku stjórnarinnar hefðu verið mjög „nytsamar“ eins og komizt var að orði. Að- allega hefur hann átt í viðræð- um við Nasser og persónulega ráðgjafa hans, en í dag ræddi hann við Fawsi utanríkisráð- herra. Fawsi hélt einnig hálfrar stund ar fund með ambassadorum sjö ríkja í Egyptalandi, og skýrði hann afstöðu Egypta gagnvart deilunni um Súez-skurðinn. Fréttamaður Reuters hefur það eftir áreiðanlegum heimildar- manni í Kairo, að mikill árang- ur hafi náðst á fundum þeirra Hammarskjölds og Nassers, en samt hafi ekki náðst fullt sam- komulag um frjálsar siglingar ísraelsmanna um Súez-skurðinn. Allt þykir hins vegar benda tál þess, að leitað verði til Alþjóða- dómstólsins í Haag um lausn deilunnar. Enn er ekki ljóst, í hvaða formi það verður gert — hvort dómstóllinn verður beðinn ráða, eða leitað úrskurðar. ★ ★ ★ Þá segir, að Nasser hafi skýrt Framh á bls. 19 Bretar vora við sigl- ingum um Súez LONDON, 26. marz. — Brezka stjórnin hefur varað brezka skipaeigendur við því að sigla um Súez-skurðinn fyrst um sinn. Ástæður eru m. a. sagðar þær, að ekki sé tryggt að allar sprengj ur hafi verið fjarlæðar úr skurð- inum. Ekki mun brezka stjórnin gefa út neina opinbera yfirlsýingu um afstöðu til deilunnar um Súez- skurðinn fyrr en Hammarskjöld hefur gefið skýrslu um viðræð- «r sínar við Nasser. Hins vegar er það tillaga brezku stjórnarinn ar i máli þessu, að siglingagjöld verði greidd sérstökum sjóði í Alþjóðabankanum, en Egyptar fái síðan helming fjárins til eig- in afnota. Hinn helminginn skuli bankinn varðveita þar til deil- an hefur verið jöfnuð að fullu. Sjáið þið „fljúgandi diskinn“, sem er þarna hátt á lofti? Þenn- an „disk“ eru Bandaríkjamenn óðum að fullkomna — og ætla hann til notkunar í innrásarher. Ekki er flugtæki þetta stórt, að- eins hreyfillinn. En það ber heldur ekki nema einn mann, sem stendur ofan á því — og heldur sér sennilega dauðahaldi í hringmyndaða grind, sem á að auka á öryggistilfinninguna. Þessi „fljúgandi diskur“ getur flogið hvort sem er — beint nið- ur eða upp — og hvorki er til framendi né afturendi á honum, því að hann er jafnvígur á allar hliðar. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.