Morgunblaðið - 27.03.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.03.1957, Qupperneq 12
12 MORCUWBLAÐ19 Miðvíkucl 27. marz 1957 — Lcndbúnaðuritm Framh. af bls. II. var hann enn með 12 kýr. En þá var meðalnythæð þeirra 5106 lítrar og meðalfita 4,77 prósent. Af þessu sjáum við að það er engia ofætlun að krefjast 3000 lítra ársnytar, það er öllu fremur lágmarkskrafa. Þarna er eitt at- riði í rekstri búanna, sem bænd- ur geta bætt og verða að bæta þó það taki nokkur ár. Eflaust em þau fleiri ef að væri gáð. REKSTUR MJÓLKURBÚSINS Þá vil ég drepa á síðasta atrið- ið, sem er rekstur mjólkurbúsins. I svo stórri stofnun getur stór- fé farið í súginn á einum einasta lið án þess að á beri, ef ekki er höfð sterk gát á. Um þetta hefur maður engar heimildir nema reikningana, en af þeim verður lítið ráðið. Einn liður reiknings- ins ber þó ótvírætt með sér að eitthvað er bogið við hann. Sá liður er flutningarnir að búinu. Þeir eru hvorki meira né minna en 50 pc. hærri hér en vestan heiðar miðað við svipaðar vega- lengdir. Miðað við framleíðslu árs ins 1955 gerir þessi mismunur 1,8 millj. kr. Þetta ætti að vera auðvelt að laga. Ótrúlegt er að þetta sé eini liðurinn, sem hægt væri að færa niður, ef vel væri leitað. Þá vil ég minnast á nýbyggingu ' búsins. Það fyrsta, sem blasir við veg- farandanum, er sú ömurlega sjón að brotin hafa verið niður verð- mæt hús með æmum kostnaði til að koma fyrir þessum nýju bygg- ingum, eins og hvergi væri hægt að reisa þær nema á þessum eina bletti. Þetta er bersýnileg og ó- afsakanleg sóun á fé. Bersýnilegt er, að framkvæmd þessa stór- virkis hefur í mörgum greinum verið óhagkvæm. Stafar það einkum af ónógum undirbúningi, sem síðan veldur töfum í fram- kvæmdinni. Teikningar og áætl- anir hafa verið ófullnægjandi eins og sjá má á því, að í byrjun var talið að byggingin mundi kosta 14 milljónir. En síðast þeg- ar ég heyrði af þessu var áætlun- in komin upp i 22 milljónir. Hinn nýi reikningur ber með sér að komið er í hana 14,5 millj., vélar tæpar 4 millj. Gera má ráð fyrir að enn þurfi hátt í það annað eins ié áður en allt er fullgert. Er þvi mál að stinga við fótum og halda á málinu með fyllstu festu og forsjá. (Formaður félagsins upplýsti á fundinum að kostnaðaráætlun byggingarinnar í heild væri nú komin upp í 43 millj. kr. að minnsta kosti. Sýnir það hvað undirbúningslítið var af staf far- ið). TILEFNI TII, TORTRYCGNI Eg veit að allur þorri bænda er tortrygginn á ráðsmennsku þessara fjármuna og tilefnin eru orðin fjölda mörg. Skal ég nú, eins og til athugunar fyrir stjórn- ina, drepa hér á þrjú ólík dæmi, sem öll hljóta að vekja grun- semdir. Hér austan fjalls eru fáeinir bændur, sem hafa aðstöðu til að seija mjólk sina sjálfir beint til neytenda, og þá fyrir fullt út- söluverð. Einn þessara bænda — en engir aðrir — fær þar á ofan niðurgreiðslu ríkissjóðs greidda í sinn vasa. Hann hefur þvi feng- ið árið 1955 kr. 4,31 fyrir hvern lítra, þegar aðrir bændur fengu kr. 2,86. Annað dæmi þessu óskylt vil ég nefna sem uggvekjandi er. Einn af stjórnarmönnum mjólk- urbúsins hélt nýlega fræðsluer- indi í útvarpið og verður ekki annað sagt en að vel fari á því. Þar hélt hann því fram, að bóndi gæti lifað á 12 kúm — á 12 kúm. — Var hann að styðja verðjöfn- unarkröfur Norðlendinga með þessu? Eða var hann að sann- færa þá, sem fleiri kýr eiga, um að þeir væru ofhaldnir? Eða hvað á slík markleysa að þýða? Þriðja tilefnið til tortryggni, sem ég vil nefna, er leyndin yfir rekstri og stjórn búsins. Við höfum fulltrúa, sem eiga að vinna með stjórninni fyrir okkar hönd. Spyrji maður þá hvað gerist er svarið alltaf, að þeir viti ekkert og fái ekkert að vita. Hins vegar getur stjórnin notað þá til að samþykkja gerðir sinar og fyrirætlanir, jafnvel þó þær brjóti bág við hagsmuni bænda og vilja, eins og t.d. Þor- lákshafnarlánið. Hvernig er það. Eru þessir fulltrúar ekki annað en viljalaust og meðvitundarlaust járntjald utan lun stjórnina? — Mér er ekki kunnugt um að nein ákvæði séu í lögum mjólkurbús- ins um launung stjórnarathafna. Er ekki kominn tími til að setja fullkomnari lög og reglur fyrir starfsemi stjómarinnar, og kveða skýrt á um hversu víðtækt um- boð fulltrúanna skuli vera? Þetta ástand er í fyllsta máta tortryggi- legt. Eg hef nú stuttlega sýnt fram á, að landbúnaðurinn er í alvar- legri fjárþröng. Ég hef einnig sýnt fram á, að vandræði þessi eru ekki óviðráðanleg, ef ríkis- stjórnin stendur við skuldbinding ar sinar og bændur og foringjar þeirra standa heilhuga saman um að bæta allan rekstur mjólkur- framleiðslunnar. Ú tflutningsverzlun Duglegur reyndur verzlunarmaður, helzt með xnálakunnáttu óskast strax. —Tilboð merkt „Útflutningsverzlun — 7763“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. Bólstruð húsgögn í miklu úrvali. Athugið verðið og hina góðu greiðsluskilmála hjá okkur. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar, Laugavegi 166. Vorblíðan endaslepp í Danmörku KAUPM.HÖFN — Svo sem okkur rekur minni til var veturinn 1955—56 Norðurlandabúum mjög harður og sumarið kom óvenju seint. Nú eftir áramótin brá svo við, að snjóa tók upp löngu fyrr en venja er til — og í Danmörku var t.d. reglulegur sumarhiti í sl. viku. Danir voru þegar farnir að hyggja til sumarsins — og var mikið rætt um veðrabreytingu þessa. Á sama tíma í fyrra voru Eystrasalt og Eyrarsund ísi lögð — og Danir bókstaflega að krókna úr kulda. Fyrir síðustu helgi mátti líta blómabreiður í skrúðgörðum og jörð var farin að grænka. Vorið var komið, sögðu menn. En um helgina kólnaði mjög 1 veðri — og er líða tók á sunnu- daginn fór að snjóa. Á mánudag var jörð alhvít — og hafði meira að segja kyngt niður það mikl- um snjó, að á Jótlandi varð sums staðar að taka snjóplóga í notkun til þess að hreinsa af akvegum. Óttazt er, að kuldakast þetta hafi mjög slæm áhrif á gróður. inn, ef ekki bregður aftur til hlý- viðris mjög fljótlega. Benedikt Magnússon Vallá, Kjalarnesi Minniingarorð „Og holdið varðist í hæstu neyð og sálin barðist við sjálfan deyð. Svo löng var nóttin, unz lauk við skál við horfinn þróttinn, en heila sál“. ÞETTA ljóð hefði eins getað verið ort um Benedikt frá Vallá, svo ógleymanlega fellur hann inn í þá mynd, er Matthías dregur hér upp. Ávallt síðan sé ég skáldið við hans sjúkrabeð, snortið af ofurþunga mannlegra þjáninga, innblásið af þeim sálarstyrk er jafnvel hin „hæsta neyð“ fær ekki bugað. Hér er mikla skuld að gjalda þó seint sé á það minnzt. En hvað eru fátækleg orð? Lífið sjálft sér um skuldaskilin, umbun og synda gjöld. Hvert gott verk og ástúð- legt orð hefur sín laun í sér flógin og framtíðin nýtur launanna. Það er þó nokkur huggun við hin „harðlæstu hlið“. Það er alkunna og hefUr mörgum vakið eftirsjá, að samferðamaðurinn er þá fyrst metinn að verðleikum þegar hann er ekki lengur á veginum. Löngum er harðlyndi mannshug- ans hér um kennt og menn segja: „Góður er hver genginn". Þetta er þó ekki alls kostar rétt. Skiln- ingur okkar er takmarkaður og ýmsu háður og flest orkar tví- mælis í heimi hér. Vissulega er það af hinu góða í manneðlinu að við höldum því til haga sem lofs- vert er, en drögum fjöður yfir gallana í fari horfinna samferða- manna. Þannig er þessu farið. Þegar persónulegt viðhorf er ekki lengur til staðar verður matið oft annað og réttara. Orsak ir og afleiðingar sjáum við í nýju ljósi, stiklum á stóru, grein- um aðalatriðin frá og skiljum hvers virði líf hins burtfama hefur verið; skiljum hverju góðu hann sáði í akur mannlífsins og metum hann eftir því. Ekki þarf þó neina fjarlægð til að meta lifsgildi þess manns, er nú skal segja um nokkur orð, þó ekki væri hann algjör fremur en önnur mannanna börn. Allir, sem hann þekktu, munu sammála um að hann var sæmdarmaður og drengur hinn bezti. En eins og góðir málmar þurfa að skoðast gerla til þess að hið sanna verð- mæti þeirra verði metið til fulls, eins vissu þeir bezt sem þekktu Benedikt gerst hver ágætismað- ur hann var. Hann var af góðu bergi brotinn. Sem dæmi þess má nefna, að Benedikt Sveinsson (hinn gamli þjóðskörungur) og Magnús, faðir Benedikts, voru ná- frændur, enda bar hann ættar- mót þeirra manna, er í engu vilja bregðast því, sem þeim er til trú- að. Það mætti með sanni segja að „loforð hans voru sem handsöl annarra manca“ og orð hans stóðu eins og stafur á bók. Benedikt var meðalmaður á vöxt, tæplega þó, en bar mikla persónu hvar sem hann fór. —' Hvort heldur hann var í fjöl- menni, hversdagsklæddur við vinnu heima á búi sínu, eða hann gekk leiðar sinnar á förnum vegi. Hann var þéttur á velli, snarlegur í öllum hreyfingum, upplitsdjarfur og sviphreinn. .— Fríður var hann sýnum, ljós í andliti, skolhærður og hafði á efri árum grátt alskegg, stutt- klippt. Hann var velgefinn mað- ur og fróður um margt. Einkum hafði hann áhuga á þjóðlegum fræðum, var margs vís um grös og sjávardýr og las mikið um þau efni. Heldur var Benedikt fá- skiptinn og dulur í skapi, sein- tekinn og nokkuð tortrygginn á menn og málefni að óreyndu, en vinfastur mjög. Hann var lund- stór tilfinningamaður og varð honum því mörg skapraunin þyngri en þeim sem léttara er um að blanda geði við aðra menn. Væri hann hins vegar tekinn tali, var hann viðræðugóður og glað- vær og skemmtilegur í kunn- ingjahópi. Hann átti ríka kímni- gáfu, var góðlátlega glettinn og gamansamur þegar svo bar undir, og hafði glöggt auga fyrir því skoplega, en kímni hans var græskulaus, til annars var hann of hreinskilinn, því meiningu sína sagði hann hvasst og um- búðalaust. „Mér lízt vel á dreng- inn, en hann er dálítið háðslegur, eins og hann Benedikt þarna“, sagði grannkona Benedikts um frænda hans, en þau áttu oft í brösum. Benedikt var stífur í lund, nokkuð svo, og þykkju- þungur, gat verið óvæginn ef því var að skipta og lét þá ógjarnan hlut sinn. Bersögli hans var al- kunn hver sem í hlut átti. Til- svörin hvöss og hittu í mark, en hann var óáleitinn og ekki hefni- gjarn, en næst skapi var honum þá að fylgja boði meistarans, aS stappa rykið af íótum sér og hverfa þar frá. Ein var dygð meðal annarra mannkosta Benedikts, en það var hve bóngóður maður hann var, Það má fullyrða að hann gat ekki neitað nokkurs manns bón. Ég hef engan vitað lausari á fé, ef aðrir þurftu þess með, af þeirri kynslóð er svo að segja mátti afla hverrar krónu með súrum sveita. Þó var hann sparsamur viS sjálfan sig og vildi verja öllu vel, jafnt tíma sem fjármunum. Vin- átta hans var ævarandi þegar hún annars var fengin og sá hann þá ekki til gjalda, sem hann gerði raunar aldrei, hvort heldur var í greiðasemi við náungann eða velgerðum við vini og vandamenn. Svo var hann óeigin- gjarn við vini sina, að naumast gátu þeir sýnt honum það tóm- læti að hann veitti þvi eftirtekt, ef hann aðeins fékk tækifæri til að miðla þeim af gnægð tryggð- arinnar. Benedikt var eins og fyrr er drepið á, nokkuð íhaldssamur og ekki ginkeyptur fyrir nýjungum, en þetta var þó meira í orði og áhrif frá þeim tímum er ólu hann og hans samtíðarmenn. Nú á dög- um hefði hann eflaust orðið einn af forystumönnum í landbúnaði á opinberum vettvangi, svo var hann áhugasamur og framsýnn bóndi. Hin sterka framfaraalda hefði eflt áhuga hans og hrifið hann með sér, en meðfædd hóf- semi var þar á réttum stað, þvi einnig forystumönnum er var- færni hagkvæm. Og þó Benedikt væri nokkuð tortrygginn á það nýja var það ekki af andúð sprottið, heldur hinu að hann vildi fá nokkra sönnun þess að hið nýja tæki því gamla fram, Hitt var fjarri honum að berja höfðinu við steininn. Sæi hann kosti og yfirburði nýjunganna lét hann brátt sannfærast. Þvi f hjarta sínu elskaði hann nýjungar og framfarir, þráði eitthvað meira og háleitara en hinn litlausa hversdagsleika, þráði vináttu og sálufélag við aðra menn i rikara mæli en honum veittist. Bene- dikt var einn þeirra manna er aldrei fá sinni innstu þrá svalað. Ólög lífsins ásamt hans duldu skapgerð urðu þess valdandi að hæfileikar hans og mannkostir nutu sín ekki nema að hálfu leyti. Hann var alla ævi, að ég ekki segi, á rangri hillu, en á lægri hillu en honum hæfði. En mann- dómsmaðprinn tekur örlögunum eins og pau koma fyrir og því varð honum sem öðrum fleirum. mr-kick - m-ma Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefnL Njótið ferska ioftsins innan buss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUK GÍSLASON & CO. H. F. Síini 81370 Úlvarpsvirkjar, rafvirkjar kaupféiög Höfum fyrirliggjandi: Lampasnúrn hvítt Plast 2x0,75 mm. Rafmagnsrör %” og Ídráttavír 1,5 Plast. LÚÐVÍK GUÐMUNDSSON Laugaveg 3b — Sími 7775

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.