Morgunblaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 3
Sunnud. 31. marz 1957
MORGV1VBLAÐ1Ð
S
Cr verinu
Þórir Þórðarson, dósent:
AÐ ÞEKKJA GUÐ
^ TOGARARNIR
Síðustu viku var tíðin ekki
upp á það bezta hjá togurunum,
heldur stormasöm suma dagana,
austanátt. Oftast mun þó hafa
verið togveður.
Aflabrögð voru fremur léleg
eins og áður. Aðeins eitt eða tvö
skip hafa fengið það, sem telja
má sæmilegan afla, t.d fékk Marz
210 lestir eftir viku útivist. Voru
70 lestir af aflanum ýsa. Má það
teljast ágætt nú orðið, þegar afl-
inn kemst upp í 30 lestir að
meðaltali á dag.
Nokkur skip eru enn fyrir
norðan, þar sem aflahrotan var
um daginn. Kom eitt þeirra, Sur-
prise, inn í vikunni. Var hann
eitt af fyrstu skipunum, sem hittu
á fiskinn þarna. Var aflinn 280
lestir eftir um 14 daga útivist eða
20 lestir á dag. Má það heita gott,
þegar tekið er tillit til þess, hve
langt er sótt, og einnig þess, að
marga daga hamlaði veður
mjög veiðum. Mörg skip, sem
norður fóru, eru hins vegar kom-
in suður aftur með lítinn afla,
og virðist svo sem ekkert hafi
orðið úr þessari hrotu.
Fiskur er nú orðinn mjög
tregur undan Jökli.
Ekki eru spurnir af því, að
fiskur hafi fengizt í flottrollið.
Marz fékk t.d. sinn afla í botn-
vörpuna.
Mjög eru skiptar skoðanir
manna á „Bankafiskiríinu“. Bum-
ir eru bjartsýnir, aðrir ekki. T.d.
leizt skipstjóranum á Marz ekki
sem bezt á það. Aðrir halda að
fiskur komi nú nógur á Bankann
í páskastrauminn, *en nýtt tungl
er í dag. Segjast sumir skip-
stjórar aldrei hafa lóðað jafn-
mikið og nú á Bankanum, en
hvort það er fiskur, síld eða síli
vita þeir ekki. Var hér um þykkt
belti að ræða, 15 metra frá botni.
Góuþræll var á mánudaginn
var. Má segja að góan hafi verið
góð, a.m.k. hér sunnanlands,
stöðugar gæftir.
^ FISKLANDANIR
Neptúnus ............ 104 tn.
Saltfiskur 80 —
Jón forseti . ..'....... 219 —
Geir.................... 196 —
Skúli Magnússon....... 143 —
Marz ................... 210 —
Karlsefni ............ 156 —
Yfirleitt hafa skip þessi verið
fast að hálfan mánuð úti, nema
Marz, eins og áður getur.
Mikið af þessum fiski hefur
farið í herzlu, og hefur verið lítið
að gera í flestum frystihúsunum.
^ BÁTARNIR
Aðeins tveir bátar róa enn
með línu frá Reykjavík. Hefur
afli þeirra verið mjög lélegur,
sem sjá má af því, að annar
þeirra fékk 5 lestir yfir vikuna,
en hinn 15 lestir.
Hjá netjabátunum, sem landa
daglega, hefur aflinn verið skárri,
en engan veginn góður. Vikuafl-
inn hjá þeim var, gærdagurinn
ekki talinn með: Ásgeir 45 tn.,
Barði 41 tn. og Kristín 27 tn.
Nokkrir netjabátar, sem liggja
úti, komu inn í vikunni: Helga og
Rifsnesið með 45 tn. hvor og
Björn Jónsson með 25 tn.
Aflahæstu bátarnir frá áramót-
um:
Helga .......... 352 tn.
Rifsnes ........ 234 —
Barði ......... 285 ____
Ásgeir ......... 230 —
Björn Jónsson . 216 —
Hafþór.......... 200 —
Kristín ........ 158 —
Vestmannaeyjar
Fyrrihluta vikunnar var hæg
norðanátt fram á fimmtudag, en
þá brá til allhvassrar sunnan-
áttar.
Hjá netjabátunum var afli
mjög misjafn, einstaka bátar
fengu góðan afla alla daga vik-
unnar. — Þriðjudagurinn var
almennasti afladagurinn. Gerðu
menn sér þá vonir um, að nú
væri hrotan að byrja, en svo
reyndist þó ekki, því daginn eftir
var mjög lítill afli.
Flestir bátarnir eru með net
sín við og á Selvogsbankanum,
þótt nokkrir hafi reynt á heima-
Bankanum og orðið þar varir, en
ekki neitt sem orð er á gerandi.
Tveir bátar eru enn austur frá,
út af Hjörleifshöfða, Gullborg og
Björg.
Hjá handfærabátum hefur afl-
inn úpp á síðkastið verið lélegri
en áður, enda stirð sjóveður og
oft landlegur.
Vinnslustöðvarnar höfðu tekið
á móti fiski fram til 29. þ. m.
eins og hér segir:
Tn. ósl.
Vinnslustöðin.............. 6015
Hraðfrystist. Vestmeyja .. 5660
Fiskiðjan.................. 4672
ísfélag Vestmeyja.......... 3326
Auk þessa salta einstakir út-
gerðarmenn afl<f sinn sjálfir.
Aflahæstu bátarnir frá áramót-
um til 29. þ. m.:
Gullborg........... 524 tn. ósl.
Stígandi .......... 473 — —
Kristbjörg ........ 434 — —
Björg SU........... 434 — —
Víðir SU........... 432 — —
Snæfugl SU ........ 419 — —
Þetta eru þeir bátar, sem kom-
izt hafa yfir 400 lestir. Bezti róð-
urinn í vikunni var hjá Gylfa,
31 lest.
Akranes
Afli var mjög tregur síðustu
viku, 2, 3 og 4 tn. Komst hæst
upp í 6—7 tn.
Leitað hefur verið um allan
sjó, allt vestur í Breiðubugt (Koll
ál), Jökultungur og svo á heima-
miðum sunnarlega og norðarlega,
og virðist hvergi fisk að fá, og
það er orðið alveg sama djúpt
úti, þar sem var svolítið skárra
um tíma.
Tveir bátar eru hættir, Fylkir
og Svanur.
Aflahæstu bátarnir til 27. þ.m.:
Sigurvon ........... 310 tn. sl.
Höfrungur ......... 305 — —
Guðm. Þorlákur .... 299 — —
Bj. Jóhanness. ...... 298 — —
Skipaskagi ......... 297 -----
Reynir ............. 296 — —
Keílavík
Róið var hvern dag vikunnar,
þó var nokkur stormstrekkingur
á fimmtudaginn.
Afli var mjög lélegur, algeng-
astur 2—5 lestir, þótt einstaka
bátur fengi eitthvað skárra. Þrír
bátar leituðu alla leið suður á
Selvogsbanka, en þar var sízt
betra, því aflinn var verðlítill
fiskur. Nú er ekki orðið neitt
betra úti í dýpinu en annars
staðar.
Nokkrir bátar róa með net á
Faxaflóamið, og eru aflabrögð
hjá þeim ekki betri en línubát-
anna.
Hainarijörður
Afli hinna tveggja línubáta var
mjög lítill síðustu viku, 1—4 lest-
ir í róðri.
Þrír netjabátar hafa lagt upp
afla sinn daglega, og hefur afli
þeirra einnig verið tregur, 3—8
lestir í róðri.
Flestir netjabátanna liggja úti,
en þó hafa sumir lagt upp afla
sinn daglega í öðrum verstöðvum,
Grindavík og Þorlákshöfn. Aflinn
hefur verið misjáfn, komizt upp
í 20 lestir einstaka dag.
Nokkrir útilegubátar komu inn
fyrir helgina og voru með upp
í 40 lestir, eftir 4—6 daga útivist.
Aflahæstu bátarnir frá áramót-
um til 29. þ.m.:
Línubátar:
Hafbjörg ............ 184 tn. sl.
Guðbjörg ............ 152 — —
Línu. og netjabátar:
Faxaborg ............ 264 — —
Fagriklettur......... 260 — —
Reykjanes ........... 211 — —
Flóaklettur ......... 190 — —
Netjabátar eingöngu:
Ársæll Sigurðsson .. 278 — —
Fjarðarklettur...... 251 — —
Fákur................ 177 — —
Jóh. Einarsson...... 120 tn ósl
Bjarni riddari kom inn í vik-
unni með 177 lestir, Ágúst með
208 lestir og Surprise með 280 lest
ir af ísvöðrum fiski.
ALVARLEGAR HORFUR
HJÁ SJÁVARÚTVEGINUIM
Aflaleysið veldur nú mönn-
um æ þyngri áhyggjum, og maður
spyr mann: Hvar lendir þetta?
Fjöldinn allur af bátum hefur
ekki fyrir lágmarkstryggingu og
þá liggja ekki fyrir annað en sjó-
veð, með eftirfylgjandi mála-
relcstri og uppboðum. Vanskil eru
nú meiri hjá útvegsmönnum við
alla, sem þeir skipta við, en
nokkru sinni áður, og enginn tel-
ur sig geta beðið stundinni leng-
ur. Lánsstofnanirnar ganga eftir
sínu. Enginn talar nú um rekstr-
arlánin, en þegar jafnilla gengur
og nú, má nærri geta, hversu
erfitt menn eiga með að greiða
umsamdar afborganir og vexti af
stofnlánum. Það er ekki fyrirsjá-
anlegt annað en útgerðin komist
almennt í greiðsluþrot bráðlega.
Ef ekkert verður gei't af hálfu
þess opinbera útgerðinni til að-
stoðar, t.d. frestun á greiðslu
samningsbundinna lána og bein
aðstoð í sumum tilfellum, þá
lenda mörg skip undir hamrinum.
SALTFISKUR OG SKREIÐ
eru nú um helmingi minni en
á sama tíma í fyrra. 15. marz sl.
var var saltfiskframleiðslan mið-
að við fullstaðinn saltfisk:
1956: 12.800 tn. — 1957: 7500 tn.
1. marz hafði farið til uppheng-
ingar af kreið:
1956: 7000 — 1957: 3000
HRAÐFRYSTI FISKURINN
15. marz var framleiðslan af
hraðfrystum fiski:
1956: 8600 tn. —.1957: 10.600 tn.
Til Sovétríkjanna mátti vera
búið að flytja í lok þessa mán-
aðar samkvæmt samningi, 15.000
tn., en var búið að flytja 7500 tn.
Það horfir illa með, að hægt vei'ði
að standa við samningana við
Rússa.
IGNAZIO SILONE, hinn kunni •
ítalski rithöfundur, sagði fyrir |
þrem árum í tímaritsgrein:
....Menntastefnan (húmanism-
inn) hefur litla þýðingu fyrir oss
í dag, hvort heldur er í bókmennt
um eða heimspeki. Oss virðist
sem sjálfstraust mannsins, sem i
henni birtist, eigi sér valtan
grundvöll nú til dags. Mannkynið
er heldur illa á sig komið á vor-
um dögum. Sé gerð mynd af
manninum, sem svari frummynd-
inni nokkurn veginn, yrði hún af-
skræmd, í brotum, sundurskorin,
með einu orði sagt, tragísk". Og
hann heldur áfram: „Vér erum
hvorki trúaðir né trúlausir og
enn síður efasemdamenn. Vegna
óvissunnar í hugsun og skilningi
á sögunni neyðumst vér til að
nota siðgæðisskynjun vora sem
leiðarvísi í sannleiksleitinni....
Margir þeirra sem kristnir eru
eða tilheyra einhverjum stjórn-
málaflokki, eru á svipuðum vegi
staddir", Síðan spyr hann um það,
hvernig þá horfi, hver sé vonin,
og svarar: „Hún er grundvölluð
á innri vissu, þeirri, að vér erum
frjálsir og ábyrgir.... Vér eigum
ekkert allsherjarmeðal við mein-
semdum en eigum traustið, sem
gerir oss kleift að lifa lífinu".
Hvert er þá líf mannanna? „Það
líkist flóttamannabúðum á
einskis-manns-landi.... — Hvað
haldið þér, að flóttaménnirnir
geri frá morgni til kvölds? Þeir
verja mestum tíma sínum til þess
að segja hver öðrum sína lífs-
sögu. Sögurnar eru allt annað en
skemmtilegar, en í rauninni segja
þeir þær til þess eins, að þeir
geti gert sig skiljanlega hver fyrir
öðrum“.
Hér er ekki skotið langt frá
markinu um viðhorf líðandi dags.
Maðurinn sér ekki, kemur ekki
auga á tilgang lífsins: Guð. Lífið
er í molum, skipanin, reglan, lög-
mál mannlegrar tilveru er ekki
auðsætt, ef það er þá nokkurt. Og
EGGERT GUÐMUNDSSON held-
ur afmælissýningu á verkum sín-
um þessa dagana í bogasal Þjóð-
minjasafnsins.
Þar eru um hundrað vei'k til
sýnis, og eru það bæði sýnishorn
af vinnubrögðum málarans frá
fyrri árum og ný verk. Þó verð-
ur ekki litið á þessa sýningu sem
yfirlitssýningu — til þess er henni
of þröngur stakkur skorinn og
er það skiljanlegt í ekki stærri
salarkynnum.
Málverk, teikningar og hús-
líkön eru þar til sýnis, og það,
er vakti mesta eftirtekt mína af
þessum verkum, voru húslíkönin.
Þar kemur glöggt í ljós, hver völ-
undur Eggert Guðmundsson er,
og hvern fínleik hann getur lagt
í svo nostursama vinnu. En því
þó er það eitthvað. En hið eina,
sem vér eigum er, að vér eigum
hverir aðra. Og vér segjum lífs-
sögu vora, aftur og enn aftur, til
þess að gjöra aðra hluttakendur
vorra kjara og til þess að eignast
hlutdeild annarra um kjör vor.
Heimspekin upplýsir oss ekki um
Guð, guðfræðin gerir það ekki
heldur. Vér þekkjum hann ekki,
þekkjum. aðeins hverir aðra og
þær tilfinningar og þá lífsþrá,
sem bærist í brjósti voru og hinna
í flóttamannabúðum Sílónes.
Þetta fer „ískyggilega" nærri
um vitund kristinnar trúar. í
Biblíunni segir nefnilega einnig,
að vér þekkjum ekki Guð. f guð-
fræðinni er þetta stundum klaufa
lega orðað þannig, að Guð opin-
beri sig sem hinn hulda Guð.
Það sem raunverulega er átt við
er það, að mannleg þekking þekk
ir Guð ekki. Jóhannesarguðspjall
segir: „Enginn hefur nokkurn
tíma séð Guð“. Og Jesús segir í
sama guðspjalli: „Og hann þekkið
þér ekki“.
Vér þekkjum hann ekki, og
höldum áfram að segja hverir
öðrum það, sem fyrir oss hefur
borið. En þá er það að einn í
flóttamannabúðunum, segir furðu
lega sögu. Hann er einn af oss,
en þó er hann frábrugðinn. Hann
er tötrum klæddur eins og vér,
samt skín af honum einhver birta.
Og hann segir sögu sína, langa og
þreytandi á köflum, því hann
hefur víða verið og margt séð og
heyrt. Allt í einu segir hann:
„....Ekki megna ég að gjöra
neitt af sjálfum mér. Ég dæmi
eins og ég heyri ,og minn dómur
er réttvís, því að ég leita ekki
míns vilja, heldur vilja þess, sem
sendi mig“.....,og hann þekkið
þér ekki, en ég þekki hann“.
Hann þekkti Guð. Og hann
gekk til vor hvers og eins eins og
forðum daga við vatnið og sagði
við oss, sem þekktum hann ekki:
Fylg þú mér.
verður heldur ekki neitað, að ein-
mitt þessi hæfileiki verður hon-
um fjötur um fót í myndgerð.
Þar verður þess mjög vart, að
fínleikinn verður þess valdandi
að það listræna fær ekki notið
sín. Sannast því hér enn einu
sinni, að list og hagleikur eru
ekki eitt og hið sama.
Ég skal ekki þreyta menn með
aðfinnslum og nöldri í þessum
fáu línum, en eitt sannar þessi
sýning: að Eggert Guðmundsson
er ekki í flokki þeirra listamanna,
sem skapað hafa þá myndlist,
sem hæst ber meðal þjóðarinnar,
og erfitt er að finna verkum hans
stað í þeirri þróun, er orðið hef-
ur á undanförnum árum í mynd-
list hérlendis og erlendis.
Valtýr Pétursson.
Byggingarfyrirtæki
óskar að ráða vélritunarstúlku nú þegar. Æskilegt
að viðkomandi kunni enska hraðritun. Tilboð er
greini aldur, menntun og fyrri störf, ásamt með-
mælum, ef til eru, sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. mið-
vikudagskvöld merkt: „Vélritun — 7765“.
SMÍÐUM úti on innihurðir. innréttinaar
allskonar. Framkvæmum einnig allskonar trésmíða- vinnu. — Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. — Upplýsingar Dyngjuveg 1 og í síma 81731.
Félag framreiðslumanna • Almennur fundur á morgun (mánudag) kl. degis í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: Samningarnir. STJÓRNIN. 5 síð-
Sýning Eggerts Gnðmnndssonor