Morgunblaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 4
4 MORCXJTSBt 4ÐIÐ Sunnud. 31. marz 1957 I dag er 90. dagur ársins. Sunnudagur 31. marz. Miðfasta. Árdegisflæði kl. 5,30. Síðdegisflæði kl. 17,46. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuvemdarstöðmni er opin all- an sólarhringinn. Lækr.avörður L. R. (fyrir vitjanir) er á ama stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Píæturvörður er í Ingólfs-apó- teki, sími 1330. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- iu daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. Carðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—16 nema á laugard. kl. 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 4759. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13— 16. Hafnarf jörður: — Næturlæknir er Ólafur Einarsson, sími 9275. Akureyri: — Næturvörður er í Akureyrar-apóteki, sími 1032. — Næturlæknir er Erl. Konráðsson. □ EDDA 5957427 — 2. I.O.O.F. 3 = 138418 = 8V2 O. HJÖRSEY II. Til sölu og laus til ábúðar. — Upplýsingar gefur undirritaður eigandi í síma 80717, Reykjavík. Margrét Sigurbjömsdóttir. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur fund mánudaginn 1. apríl kl. 8,30 í Sjálf- staeðishúsinu. Til skemmtunar: Upplestur: Ingimar Jóhannesson, kennari. Dans. — Fjölmennið. STJÓRNIN. Félagsmenn Stangaveiðiieiags Reykjavíkur eru áminntir um að skila umsóknum um veiðileyfi í póst fyrir 1. apríl. Annars má búast við að umsóknir þeirra komi í II. röð við út hlutun. STJÓRNIN. Starfsmannafélag I ríkisstofnanna heldur fund í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu n.k. mánudag 1. apríl kl. 20,30. Umræðuefni: Launamál kvenna. Framsögumenn: Valborg Bentsdóttir, Anna Lofts- dóttir, Inga Jóhannesdóttir og Petrína Jakobsson. Að loknum framsöguerindum verða frjálsar umræður um málið. Stjóm B.S.R.B., er sérstaklega boðið á fundinn. Öllum konum, sem taka laun hjá ríki eða bæ er heimil þátttaka í fundinum, og er þess vænst að þær fjölmenni á fundinn. FÉLAGSSTJÓRNIN. Tilkynning til múrarameistara Hafi steypuvinnu verið hætt vegna frosta, má ekki byrja vinnu aftur nema fengið sé til þess leyfi bygg- ingafulltrúa (samanber 17. grein 6. lið) bygginga- samþykktar fyrir Reykjavík. Reykjavík, 30. marz 1957. Byggingafulltrúi Re.ykjavíkur G3 Messur EHiheimilið: Guösþjonusta kl. 2 í dag. Séra Bragi Friðriksson prédikar. — Heimilispresturinn. I^Brúðkaup 1 gær voru gefin saman í hjóna- band: Ragnheiður Ágústsdóttir, Njáls götu 65 og Jón Lárus Sigurðsson, Bergstaðastræti 49. Ungfrú Guðrún Finnsdóttir frá Eskiholti í Borgarfirði og Sigur- geir Þorvaldsson, lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Þórunn Andrésdóttir, símamær og Bergsteinn Ólason, húsasmíða- meistari. Heimili þeirra verður á Dunhaga 17, Reykjavík. Nýlega: Ungfrú Hrafnhildur Þorsteins- dóttir og Einar Sigurðsson, flug- maður, Vitastíg 15. Þau verða bú- sett, fyrst um sinn, í Stavanger, Noregi. Hjönaefni Ungfrú Guðrún Guðjónsdóttir, Stórholti 23 og Sigurjón Jónsson, Laugavegi 132. IO Félagsstörf Dansk kvindeklub heldur fund á þriðjudaginn 2. apríl kl. 20,30, í Tjarnarkaffi, uppi. Súgfirðingafélagið heldur aðal fund í Silfurtunglinu mánudag- inn kl. 8,30 síðdegis. Starfsmannafélag ríkisstofnana heldur sérstakan fund um launa- mál kvenna, á morgun, mánudag. Á þennan fund er boðið öllum kon um, sem taka laun hjá ríki eða bæjarfélögum, þó þær séu ekki fé- lagar í Starfsmannafélaginu. - Nefnd félagskvenna hefur undir- búið fundinn. Framsögumenn eru: frá félaginu: Valborg Bentsdótt- \ \N ^ \ «,kulSurOi<im»» LÓAN. — Fólk hefur verið að hringja til blaðsins síðustu daga og segja frá því, að það hafi heyrt til lóunnar og nú sé hún komin, bles'unin. Steindór Jónsson, Ný- býlavegi 48/- í Kópavogi, sem var á fimmtudaginn að vinna fyrir utan húsið sitt ásamt syni sínum, sagði frá því, að þeir feðgar hefðu séð lóu þar heima við húsið. Ekki hafi verið um neina missýn að ræða, að þar hafi verið annar fugl. Sagði Steindór að sér hefði virzt lóan vera frekar mögur. Fuglafræðingar hafa oft á það bent, að stöku lóa sé hér stundum árið um kring, — verði hér „strandaglópur". Er það því spurn ing hvort held' sé hér um að ræða nýkomna lóu eða þá „stranda- glóp“ frá því í fyrrasumar. QJL m °9 !, • 0 • citýnr óteinur Skartgripir úr gulli og dýrum steinum eru öðrum fremur kjörnir til minjagjafa vina á milli. Hið forna táknmál dýrra steina talar. Dýrir steinar eru m.a. kenndir til mánaða og bera menn gjarnan stein síns fæðingarmánað- ar sér til heilla. Mánaðarsteinar næstu mánaða eru þessir: Apríl: DEMANT, BERGKRISTALL Maí: SMARAGD, SPÍNEL, CHRÝSOPRAS Júní: ALEXANDRITE, MÁNASTEINN DEMANT: Konungur gimsteinanna BERGKRISTALL: Tær og tindrandi. Tákn þolgæðis og einbeitingar hugans. SPÍNEL: Tákn rósemi. Eyðir ósættis. CHRYSOPRAS: Steinn kurteisi og hofmann- legra hátta. Verndargripur sjófarenda. ALEXANDRITE er litföróttur. Steinn hjóna- bandsins. MÁNASTEINN: Steinn vonarinnar. Ham- ingjusteinn elskenda. Úrval okkar af skartgripum er stórt og smekklegt. — Við smíðum skartgripi eftir sérstökum tedkningum. „Fagur gripur er æ til yndis“ Æm Slgmuntii ir og Petrína Jakobsson, og gestir félagsins, Anna Loftsdóttir, hjúkr unarkona og Inga Jóhannesdótt- ir, skrásetjari hjá Landssíma Is- lands. Fundurinn verður í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu og hefst kl. 8,30 e.h. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur hlutaveltu í dag í Lista- mannaskálanum. Vorboðakonur, Hafnarfirði. — Bazar félagsins verður fimmtudag inn 4. apríl og eru þær konur, sem ætla að styrkja hann, beðnar um að koma munum í Sjálfstæðishús- ið eða til frú Soffíu Sigurðardótt ur, Skúlaskeiði 2. Bazarinn verð- ur í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 8,30. Kvenfélag Laugarnessóknar. —- Afmæiisfundur á þriðjudagskvöld ið í kirkjukjallaranum kl. 8,30. Happdrætti Neskirkju. — Þeir, sem vilja veita aðstoð við sölu á happdrættismiðum í happdrætti Neskirkju, eru heðnir að gefa sig fram í félagsheimili kirkjunnar kl. 2—4 í dag, sunnudag. Sérstaklega er vonazt eftir því, að ungar stúlk- ur og piltar í sókninni veiti aðstoð sína í þessu efni nú um helgina. EBI Ymislegt Tilkynuingar, sem birtast eiga í Dagbókinni, þurfa að vera konm ar til blaðsins fyrir kl. 4, sé efnið bundið við næsta dag. Er fólk, sem skiptir við Dagbókina vinsamleg* ast beðið að hafa þetta í huga, þar sem ekki verður hægt að gera und antekningar á þessu fyrirkomu- lagi. - Margar hamingjuóskir. — 1 til- efni af 50 éra afmæli frú Þórunn- ar Sigurðardóttur, símstöðvar- stjóra á Patreksfirði, bárust henni höfðinglef.ar gjafir frá slysavama deildinni Unni á Patreksfirði, — kirkjukórnum og vinum hennar hér á staðnum. Ennfremur frú stjórn og starfsfólki slysavarna- félagsins í Reykjavík. Eitthvað á þriðja hundrað skeyta fékk hún, víðs vegar að og um 100 manns heimsótti hana í tilefni þessara merku tímamóta. — Karl. Æskan, 3. tbl. 1957 er komið út. Efni er m. a.: Æfintýri nútímans. Skórnir hans Abul Kasems. Steinn inn sem hitti sendandann. Banda- ríkjaför Helga V. Ólafssonar. — Manntaflið. Samkeppni um ljós- myndir. Handavinnuhornið. Snjór- inn og börnin. Læknar fjarverandi Bjarni Jónssou, óákveðinn tíma. Staðgengill: Stefán Björnsson. Ezra Pétursson óákveðinn tima. Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn- laugsson. Friðrik Björnsson fjarverandi frá 1 apríl til 18. apríl. — Stað- gengill Victor Gestsson. Garðar Guðjónsson fjarverandi frá 1. apríl, um óákveðinn tíma. —■ Staðgengill: Jón H. Gunnlaugsson Hjalti Þórarinsson fjarverandi óákveðinn tíma. — Staðgengill: Alma Þórarinsson. flflAheit&samsknt Eoikið á Hvaisneá, Sa-ai:il. Mbl.: G P kr. 100,00; gömul kona 200,00; S G 100,00; A S 100,00} N 100,00; Breiðfirðingur 100,00} H C 150,00; 3 bræður 100,00; G * 100,00; kona 200,00; A S B 50,00} í S B 50,00; V K 200,00; H J 200,00; N N 100,00. Fjölskyldan að Hraunsnefi, afh. Mbl.: 1 S B kr. 50,00; H J 200,00} N N 100,00; A S 100,00; Breið- firðingur 100,00; N 50,00; G P 100,00; H C 150,00; I G 100,00. LatnaSi íþróttamaSurinn, afh. Mbl.: N N krónur 500,00. SlasaSi maSurinn, afh. MbLl N kr. 50,00; Þ K 20,00. Söfn Natturgripasaímð: Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14— 15. Listasafn ríkisins er til húsa í Þj óðminj asafninu. Þjóðminj asafn ið: Opið á sunnudögum kl. 13—1« og á þriðjudögum, fimiutudögum og laugardögum kl. 13—15. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.