Morgunblaðið - 31.03.1957, Blaðsíða 8
8
MORCUlSBLJfttn
Sunnud. 31. marz 1957
ifttMnHfr
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Afl þeirra hluta,
sem gera skal
ÞEGAR um er að ræða hvaðan
taka á afl þeirra hluta, sem gera
skal — peninga til alls konar
framkvæmda — þá er ekki nema
um tvær aðaluppsprettur þess
fjár að ræða: sparifé landsmanna,
sem liggur í bönkum og spari-
sjóðum og svo erlend peninga-
lán. Sú skoðun stingur upp
höfðinu að bankarnir og spari-
sjóðirnir hljóti alltaf að hafa nóg
fé, en það sem þessar stofnanir
hafa til ráðstöfunar byggist að
mjög verulegu leyti á því hvað
einstaklingarnir í landinu á hverj
um tíma eru fúsir til að spara og
geyma fé sitt í lánastofnunum.
Tvö meginskilyrði fyrir
sparnaði
Það er margt, sem getur ýtt
undir sparnað, en þó kemur þar
vafalaust fyrst og fremst tvennt
til greina. í fyrsta lagi, að al-
menningur hafi slíkar tekjur að
nokkuð verði þar afgangs, sem
hægt er að leggja til hliðar og í
öðru lagi, að fólkið hafi trú á
því að verðgildi þess, sem það
leggur fyrir haldist en rýrni ekki.
Séu þessi tvö skilyrði fyrir hendi
ætti spariféð að aukast og lána-
stofnanir því að fá aukna mögu-
leika til að láaa fé til nytsam-
legra framkvæmda.
Þróunin á síðustu árum
Á síðasta áratug má segja að
hið fyrra skilyrði af þeim, sem
talin eru hér að ofan, hafi jafn-
aðarlega verið fyrir hendi. Mjög
stór hópur manna hefur haft
nokkurn afgang, sem leggja mátti
til hliðar og sumir mikinn. Spari-
féð hefur líka aukizt jafnt og
þétt en þó mjög misjafnlega. Til
dæmis var nýmyndun spariíjár
árið 1949 aðeins 31 millj. kr. en
192 millj. kr. 1954, síðasta árið
áður en verkfallaaldan mikla
skall yfir og ný verðbólga í henn-
ar kjölfar. Á árunum 1949—1951
var nýmyndun sparifjár tiltöiu-
lega takmörkuð. Þá var verðlag
ört hækkandi og almenningur
hafði ekki trú á, að verðgildi
fjárins mundi haldast. En árið
1951 hófst nýtt tímabil, þar sem
segja má að spariféð streymdi
k»n í lánsstofnanir, miðað við
það sem áður var. Svo miklu
munaði að aukning sparifjár
jókst um meira en helming árið
1954 miðað við árið 1952.
Verkfallið árið 1955
olli stefnubreytingu
Það, sem hér hafði verið að
verki var einfalt og liggur ljóst
fyrir. Á árunum 1949—51 fór
verðlag yfirleitt hækkandi, eins
og áður er vikið að. Almenningi
þótti verðgildi peninga standa á
ótraustum fótum og kaus þá
íremur að kaupa eitt og annað
UTAN UR HEIMI
Pólsk æska:
Við lærðum að ljúga
— og hræsna
fyrir þá fjármuni, sem afgangs
voru, heldur en leggja þá til hlið-
ar. Það var þá almennari skoðun
en síðar varð að telja betra að |
eiga tiltekin hlut eða eitthvert
áþreifanlegt verðmæti, en geyma
peninga í banka. En þegar leið
á árið 1951 varð hér mikil breyt-
ing. Þá höfðu verið gerðar ýms-
ar ráðstafanir í efnahagsmálum,
sem vöktu á ný traust fólks á
krónunni. Gengisfellingin og það,
sem gert var til hliðar við hana
í þeim tilgangi að skapa jafn-
vægi, bar góðan árangur og verð-
íag hélzt að kalla mátti stöðugt
næstu 4 árin eða fram á sumarið
1955. Á þessu tímabili jókst spari-
féð stórlega og gaf það góðar
vonir. En svo kom stefnubreyt-
ingin við verkföllin 1955, al-
menningur missti aftur þá trú,
sem hann hafði fengið á gildi pen-
inganna og sparifjármyndunin
dróst mjög saman þannig að ár-
in 1955 og 1956 nam hún raun-
verulega aðeins um helmingi
þess, sem var árið 1954.
Það er allt útlit fyrir að spari-
fjármyndun muni enn dragast
saman í ár. Nú er það ekki ein-
göngu vaxandi vantrú á gjald-
miðlinum og ótti við óvissu í
peningamálum, sem þessu veld-
ur. Nú hefur almenningur ekki
slíkan afgang til að leggja til
hliðar, eins og áður var. Kaup-
geta hefur dregizt saman og er
það í fyrsta sinn um langt skeið,
sem það fyrirbrigði hefur gert
vart við sig.
Af þessu leiðir að það fé, sem
lánstofnanir hafa til ráðstöfun-
ar, dregst mjög saman. Afleið-
ingar þess gera víða vart við
sig. Eins og kom fram í svari
bankanna til ríkisstjórnarinnar,
sem birt var hér í blaðinu í gær,
þá telja þeir að sá samdráttur
sem orðið hefur á sparifjáraukn-
ingunni valdi því, að bankarnir
geti nú ekki lagt fé til húsbygg-
inga, eins og farið hafði verið
fram á, en af hálfu ríkisstjórnar-
innar var gefið í skyn að frá
bönkunum þyrfti í ár um 40
millj. kr. í þessu skyni. Vita-
skuld kemur sú lánsfjárkreppa,
sem stafar af minkandi sparnaði
ekki niður á þessum framkvæmd-
um einum, heldur miklu víðar.
Það er lífsnauðsyn að reisa enn
á ný við traust almennings á ís-
lenzkum gjaldmiðli. Slíkt traust
er ein styrkasta stoðin undir
velgengni landsmanna. En það
er glöggt, að sú ríkisstjórn, sem
nú situr að völdum endurreisir
ekki þetta traust. Almenningur
vantreystir henni. Menn sjá ekki
annað en verðhækkanir á verð-
hækkanir ofan, minnkandi at-
vinnumöguleika og öryggisleysi
á öllum sviðum. Um stjórnvölinn
halda flokkar, sem enga sam-
heldni hafa sýnt og liggja í ill-
deilum, sem hvenær sem er
gætu valdið stjórnarkreppu og
eftirfylgjandi stjórnmálalegum
óróa. Á slíkum tímum verður al-
menningur svartsýnn fremur en
bjartsýnn, verður uggandi um
sinn hag. Sá ótti kemur ekki
sízt fram í vaxandi vantrausti á
gjaldmiðli landsins og fjármálum
þess í heild.
A Heldur þú, að það borgi sig
að trúa á hugsjónir?
A Er hagnaður af því á 20.
öldinni að vera hetja?
A Hefur þú fundið tilgang til-
verunnar? Ef svo, þá
hvern?
Hver er stærsti draumur
þinn?
A Hvern viðburð lífs þíns tel-
ur þú markverðastan?
........ 16 spurningar alls.
A að er pólska æsku-
blaðið „Sztabdar Mlodych", sem
leggur þessar spurningar fyrir
lesendur sína; og svörin eru marg
vísleg — og bera þess vott, að
breyting hefur orðið á í Póllandi.
Margir tóku þátt í skoðana-
könnuninni. Fólk af öllum stétt-
um þjóðfélagsins, á öllum aldri
og með mismunandi pólitískar
skoðanir.
,,/i uðvitað eigum við að
trúá á hugsjónir" — svarar
22 ára kennslukona í Ostro-
wiec. „Maður án hugsjóna er
yfirleitt ekki mikilsvirði. —
Persónulega get ég ekki hugs-
að mér lífið án hugsjóna. Ég
vil vera góð og heiðarleg .. “.
IL
lugsjónirnar skapa allt
af vandræði“ — segir 23 ára
embættismaður í Varsjá í
svari sínu. „Margs konar hug-
sjónir hafa verið settar fram
fyrir okkur. Tíminn hefur leitt
í ljós gildi þeirra. Sumar hafa
reynzt eintóm lygi, aðrar ver-
ið settar fram af sjúklegu hug-
myndaflugi, sem jafnan hafa
endað með hreinum skrípa-
leik. Hvað er hugsjón? Barátt-
an fyrir heimsfriði? Uppbygg-
ing sósíalismans hjá okkur?
Margra ára reynsla hefur leitt
í ljós, að hún er ekkert nema
innantómt og þýðingarlaust
orðagjálfur. Allt frá því að
„uppbygging sósíalismans“
hófst hér í landi hefur okkur
verið innrætt, að við ættum
að mennta okkur vel og síðar
ætti föðurlandið að hljóta
ávextina af vinnu okkar. Við
lærðum. Við lærðum að ljúga,
við Iærðum að hræsna, við
lærðum að koma aldrei til dyr
anna eins og við erum klædd,
því að minnsti grunur um
„óhollustu“ okkar gat bundið
endi á líf okkar, gert að engu
framtíðaráform okkar. Æska
okkar var „grá“ og tilbreyt-
ingarlaus. ZMP (pólska æsku-
lýðsfylkingin) megnaði ekki
að gera neitt þrátt fyrir fög-
ur orð og fyrirheit. Við vor-
um einkennileg æska — án
æskuskeiðs“.
„a að er einskis nýtt að
vera hetja á 20. öldinni, því
að sá maður, sem er hetja í
dag, er þjóðníðingur á morg-
Dæmi: Skalski major (fræg-
ur pólskur flugmaður), Stalin,
Tito, sem ýmist voru hetjur
eða landráðamenn". — Þannig
skrifar 21 árs hermaður frá
Bydgoszcz.
0,
g 24. ára píanóleik-
ari frá Varsjá segir: „20. öldin
er mesta hetjudáða- og mesta
svikaöld sögunnar. Ég held, að
enn geti rómantískar hetjur fyrri
tíma notið vinsælda. Hetja okk-
ar tíma á að vera maður gæddur
borgaralegu hugrekki. Allt hefur
verið gert til þess að kæfa slíkar
dáðir meðal okkar á undanförn-
um 12 árum spillingar æskunn-
ar. Sem betur fer heppnaðist það
ekki algerlega.
ér geðjast ekki að
hetjulund" — segir annar les-
andi. „Við eigum aðeins að vera
fólk, fólk, sem hefur hvorki gef-
ið sósíalismanum eða kapítalism-
anum tækifæri til þess að undir-
oka tilfinningarnar.
Hciminum mun reynast erfitt
að sneyða hjá styrjaldarbrjál-
æðinu á meðan mennirn-
ir, sem tefla á taflborði al-
þjóðastjórnmála, skipa liag-
kerfinu æðri sess en mannin-
um“.
.
Pólsk ungmenni á leið heim úr skólanum. Nú eru þau opinskárri
og segja það, sem í brjósti býr.
Pravda segir frjálsræði
pólsks æskulýðs hóflaust
Nú skortir alla „einingu i skoðunum"!
RÚSSNESKA stjórnarblaðið Pravda hefur birt bermða grein um
æskulýðsmál Póllands, þar sem það er viðurkennt, að æsku-
lýðsfylking kommúnista hafi leystst upp af sjálfu sér, þegar ungl-
ingunum var gefinn laus taumurinn. Fer blaðið hinum hörðustu
orðum um framkomu pólsks æskulýðs sem hefur hvað eftir ann-
að sýnt fjandskap sinn í garð Sovétríkjanna.
Greinin hefur vakið talsverða
athygli í Rússlandi fyrir þær
sakir, að þar kemur fram í fyrsta
skipti opinber viðurkenning á
því, að marxísk hugsjónafræðsla
í skólum Austur-Evrópu hefur
ekki borið þann árangur sem
skyldi. f henni birtast og um-
mæli sem telja má aðvörun til
rússneskrar æsku um að láta
ekki sömu villuna henda sig.
Pravda ákærir pólska æsku um
að aðhyllast nihilisma og anark-
isma. Það segir, að þegar Gom-
úlka komst til valda hafi hin
skyldubundna æskulýðsfylking
kommúnista leystst upp. f stað
hennar hafi sprottið upp eins og
gorkúlur á haug, fjöldi alls kyns
annarra æskulýðsfélaga, sem
sum hafi ekkert takmark og séu
laus í reipunum.
Blaðið getur þess, að þegar
þessir atburðir gerðust hafi jafn-
vel verið stofnað æskulýðssam-
band, sem hafi á stefnuskrá sinni
að berjast gegn sósíalismanum,
hin svoneínda Lýðræðisfylking
æskunnar. Stjórn Gomúlka hafði
þó framtak í sér að banna þá
hreyfingu.
Pravda átelur það að Gom-
úlka-stjórnin skuli hafa gefið
pólskum æskulýð lausan taum.
Nú sé svo komið að mikill
meirihluti æskunnar sé ekki í
neinum félag'sskap. Þá séu
fundir hinna ýmsu félaga
dæmalausir, — þeir líkist frek-
ar málfundum, þar sem talað
er áfram og áfram, en ekkert
uppbyggilegt starf unnið. Enn
kvartar blaðið yfir því að
„eining í skoðunum" sé nú
ekki lengur til í samtökum
æskunnar. Þar sé hver höndin
upp á móti annarri og
félagsmenn leyfi sér jafnvel
að ræða ákaflega um sjálf-
stæði æskulýðsfélaganna gagn
vart pólska kommúnistaflokkn
um. Þetta tal um að vera ó-
háður kommúnistaflokknum
hafi siðspiilandi áhrif á ungl-
ingaua. . ,