Morgunblaðið - 07.06.1957, Síða 1
44. árgangur
126. tbl. — Föstudagur 7. júní 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Óhagnanleg skýrsla
SÞ. um Ungverjaland
New York, 6. júní:
FRÁ ÞVÍ var skýrt í fyrradag, að hin sérstaka Ungverjalands-
nefnd S.Þ. væri að leggja síðustu hönd á ýtarlegustu skýrslu,
sem birt hefur verið um október-byltinguna í Ungverjalandi. Skýrsl-
an er um 100.000 orð og byggð á samtölum við 111 flóttamenn,
skýrslum erlendra sendiráða í Búdapest, ungverskum blöðum og
tímaritum og fregnum útvarpsstöðva í Ungverjalandi og víðar.
Skýrslu þessari er nú að fullu
lokið eftir þriggja mánaða ötult
starf fimm manna nefndar undir
forsæti danska þingmannsins
Alsing Andersen, og verður hún
lögð fyrir Allsherjarþing SÞ. í
næstu viku.
í skýrslunni er lýst „dýrslegu
grimmdaræði“ kommúnistastjórn
arinnar, þegar byltingin var
bæld niður.Þá eru þar ennfremur
ummæli kunnugra manna, sem
virðast staðfesta þann þráláta
orðróm, að Kadar hafi ekki orðið
auðsveipt verkfæri Bússa, fyrr en
búið var að pynda hann og jafn
vel vana.
Áreiðanlegar heimildir hjá S.
Þ. herma, að skýrslan staðfesti
það, að grimmdaræðið náði há-
marki undir ógnarstjórn Avó-
anna, hinnar alræmdu öryggis-
lögreglu, eftir að rússneski her-
inn hafði barið niður uppreisn
þjóðarinnar.
Meðferðin á Kadari, sem talin
er munu skýra að nokkru blinda
hlýðni hans við Rússa, tekur ekki
yfir nema örstattan kafla skýrsl-
unnar. Er þar m. a. sagt, að hann
bókstaflega hneigi sig í duftið
i hvert sinn sem Rússi er ná-
lægur — svo magnaður er ótti
hans orðinn.
Sagt er, að hinn raunsæi og
hlutlægi tónn skýrslunnar
skapi greinilegt mótvægi gegn
þeim hryllilegu atburðum,
sem hún lýsir. Nefndin telur
sig hafa sönnur fyrir því, að
hinar pólitísku aftökur í Ung-
verjalandi hafi haldið áfram
látlaust til skammrs tíma, og
séu að líkindum enn í algleym
ingi. Hefur nefndin fengið í
hendur fjölda prentaðra til-
kynninga og brefa til ættingja
hinna dauðadæmdu, þar sem
skýrt er frá því, að pólitískar
aftökur hafi farið fram.
í skýrslunni er skýrt frá því,
að í fyrstu hafi uppreisn alþýð-
unnar í Ungverjalandi undir for-
ustu menntamanna verið tiltölu-
lega friðsamleg, en það hefði
breytzt strax og fréttist um
grimmdarverk Avóanna. Hins
vegar hófust ekki verulegir bar-
dagar, fyrr en rússneski herinn
skarst í leikinn.
Ncfndin telur sig ennfremur
geta slegið því föstu, að Imre
Nagy hafi aldrei komið til hugar
að kalla á rússneska herinn til
að bæla niður uppreisnina. Þá
segir ennfremur, að nauðungar-
flutningar á frelsishetjunum og
mönnum, sem grunaðir eru um
and-konrmúniskar tilhneigingar,
hafi verið framkvæmdar í stórum
stíl, og hafi menn einkum verið
fluttir til Sovétríkjanna yfir Rúm
eníu.
H. C. Hansen gefur
ráðherrum sínum bitmúl
KAUPMANNAHÖFN 6. júní —
„Dagens Nyneder" skýrir frá
því í gær, að meðlimir dönsku
stjórnarinnar hafi nú fengið bit-
múl. Á ráðherrafundi í fyrradag
sló Hansen forsætisráðherra í
borðið og fékk samráðherra sína
til að heita því að vera orðvarari
í ummælum sínum um samning-
ana, sem gerðir voru, áður en
stjórnin var mynduð, og um sam-
band ráðherranna innbyrðis.
Hansen hefur orðið vitni að því
með síaukinni gremju, að ráð-
herrar Réttarsambandsins hafa
PARÍS, 6. júní. — Rússneski
hlauparinn Albert Ivanon
setti heimsmet í dag í 30 km
hlaupi á hlaupabraut. Metið,
sem er 1:35:01, var sett á Len-
in-leikvanginum í Mokvu. —
Fyrra heimsmetið, sem var
1:35:03, átti Finninn Antti
Viskari.
MeSjtan irú herhví
Merlánar iútin
BERLlN, 6. júní.
FYRRVERANDI borgarstjóri
Berlínar, Louise Schröder, sem
varð fræg undir nafninu „hetj-
an frá herkví Berlínar", lézt í
fyrrakvöld 70 ára að aldri.
Louise Schröder hafði frá
því snemma á þessu ári þjáðst
Louise Schröder
af alvarlegu hjartameini og
verið rúmföst lengi. I apríl
var henni þó leyft að taka
þátt í hátíðahöldum, þar sem
hún var útnefnd heiðursdokt-
er við háskólann í Vestur-
Berlín og heiðursborgari Ber-
línar. Upp frá því fór heilsu
hennar hrakandi.
Louise Schröder var einn af
þekktustu stjórnmálamönnum
Þýzkalands eftir stríð. Hún var
dóttir starfsmanns hjá Jafnaðar-
mannaflokknum í Hamborg og
tók snemma þátt í stjórnmálum
borgarinnar. Á árunum 1920—33
var hún fulltrúi Jafnaðarmanna
á þýzka þinginu.
Þrátt fyrir slæma heilsu hóf
hún stjórnmálabaráttu strax að
síðari heimsstyrjöld lokinni og
varð varaborgarstjóri í Berlín
1946, en þá var borgin þegar
fjórskipt milli stórveldanna. Ári
síðar varð hún yfirborgarstjóri
í Berlín, eftir að Rússar höfðu
neitað að viðurkenna kosningu
Ernst Reuters í embættið. Þegar
kalda stríðið náði hámarki sínu
með hinni frægu herkví Berlínar,
varð hún eins konar tákn þol-
gæðis og seiglu hinnar aðþrengdu
höfuðborgar. Árið 1949 var hún
kosin á þing og lagði niður borg-
arst j óraembættið.
talað mjög opinskátt og látið frá
sér fara ummæli, sem gefa ljósa
mynd af ósamkomulagi ráðherr- i
anna í nýju stjórninni. Þess vegna
hefur hann farið þess á leit, að
ráðherrarnir hætt* að láta uppi
skoðanir sínar í stjórnarsam-
vinnunni við hvern, sem hafa
vill.
Sagt er, að Hansen hafi einnig
látið í ljós áhyggjur yfir um-
mælum flokksforingja utan
ríkisstjórnarinnar þ.e.a.s. ým-
issa leiðtoga Vinstri flokksins og
Réttarsambandsins, og farið þess
á leit, að æðstu menn þessara
flokka tækju fyrir sögusagnir og
sleggjudóma.
Ber 6. tilraun
árangur ?
PARÍS, 6. júní.
Frá Reuter.
MAURICE BOURGES-
MAUNOURY, sjötti maður-
inn sem reynir að mynda
stjórn í Frakklandi, síðan
Mollet sagði af sér, komst yfir
fyrstu hindrun sína í dag, þeg-
ar hann fékk flokk sinn Rót-
tæka jafnaðarmenn til að
styðja viðleitni sína til stjórn-
armyndunar. Þessi flokkur
sem Mendes-France stjórnaði
eitt sinn, hefur verið marg
klofinn, en í dag samþykkti
þingflokkurinn með 44 atkv.
gegn 9 að styðja Bourges-
Maunoury. Mun hann þá snúa
sér að samningum við Jafn-
aðarmenn, en til að fá þing-
meirihluta verður hann líka að
semja við einn af miðflokk-
unum. Bourges-Maunoury var
landvarnaráðherra í stjórn
Mollets og studdi stefnu hans
í Alsír-málinu, en hann er
sagður fylgjandi pólitískum
endurbótum í Alsír.
Fyrir nokkrum dögum var getið um það fáheyrða níðingsverk upp-
reisnarmanna í Alsir að drepa alla karlmenn, yngri sem eldri, í
þorpinu Casbah. Létu rúmlega 300 manns lífið í blóðbaðinu.
Aðeins þrír karlmenn komust lífs af og sjást þeir hér á myndinni
eftir hinn óhugnanlega atburð.
Frönsk stjórnarvöld óttast, að framhald verði á fjöldamorðum af
þessu tæi. í skriflegri skipun til uppreisnarmanna, sem féll í hendur
Frakka, segir skýrum stöfum, að hvert það þorp, sem biðji um
vernd Frakka, verði brennt og allir íbúar þess 20 ára og eldri
skotnir. t skipuninni er sérstaklega tiltekið þorpið Oundadja í
Kabylíu, og er lagt svo fyrir, að það skuli brennt og allir íbúar þess,
jafnt konur sem karlar, teknir af lífi.
Mörg þúsund Arabar frá tveimur þorpum í Melouza-héraðinu
tóku sig upp í dag og héldu norður á bóginn með allt sitt hafur-
task. Er talið að hér sé um 5000 manns að ræða. tbúar margra
þorpa í Melouza-héraðinu hafa beðið Frakka um vopn til að verja
heimili sin gegn uppreisnarmönnum.
1 morgun handtók lögreglan í París 144 Alsír-búa víðs vegar
í borginni, og verða þeir fluttir til Alsír hið fyrsta, en þar verða
þeir yfirheyrðir. t fórum margra þessara manna fundust skamm-
byssur, rýtingar og miklar fjárhæðir.
Fimmhurar í Afríku
Lourenco Marques, 6. júní. Frá Reuter-NTB:
INNFÆDD KONA í portúgölsku Vestur-Afríku hefur
alið fimmbura, fjóra drengi og eina stúlku, á
sjúkrahúsinu í Vila de Joad Belo. Fimmburarnir eru
allir á lífi og þeim líður eftir atvikum vel, segir í
fréttastofufregnum. Konan hefur áður alið tvíbura,
þríhura og fjórhura, sem allir eru á lífi. Undanfarna
daga hefur ekki verið nokkur friður í sjúkrahúsinu,
þar sem næstum allir íbúar bæjarins vilja fyrir hvern
mun sjá móðurina og fimmburana nýfæddu. Þá segir
og, að héraðsstjórinn hafi ákveðið, að konan skuli fá
ókeypis sjúkrahúsvist og læknishjálp.
Fundi Bngdud-bandaiugsins lohið
Karachi, 6. júní:
TJUNDI utanríkisráðherra Bagdad-bandalagsins lauk í dag. Hafði
* hann staðið í 4 daga. í bandalaginu, sem var stofnað fyrir 2
árum, eru írak, íran, Pakistan, Tyrkland og Bretland, en Banda-
ríkin eru meðlimir hinna þriggja höfuðnefnda þess. Þau eiga
einnig áheyrnarfulltrúa í Bagdad-ráðinu.
í dag var gefin út tilkynning að loknum fundi ráðherranna,
þar sem segir m.a., að hættan á undirróðri kommúnista í ríkjum
Bagdad-bandalagsins sé enn brýn, og því sé þess full þörf að
styrkja varnir þessara ríkja og samræma þær, þannig að þau landamærinTsíðan" þeir fóru'til
geti mætt hugsanlegum árásum. I Bretlands fyrir rúmu ári.
BogKí Finnlandi
HELSINKI, 6. júní'. Frá NTB
Tekið var á móti Búlganin og
Krúsjeff með mikilli viðhöfn í
Helsinki þegar þeir komu þangað
í dag með lest frá Rússlandi. í
fylgd með þeim voru ýmsir af
æðstu mönnum Rússa, þ.á.m.
Gromyko utanríkisráðherra. Þeir
verða í Finnlandi eina .viku.
Þetta er fyrsta för þeirra félaga
Búlganins og Krúsjeffs út fyrir