Morgunblaðið - 07.06.1957, Side 3
Föstudagur 7. júní 1957
MORGVNBLAÐ1Ð
3
Helgi Magnússon & Co.
Elzta byggingaefnaverzlun landsins
fimmtíu ára
HIÐ þekkta verzlunarfyrirtæki,
Helgi Magnússon & Co., á nú 50
ára afmæli. Það var stofnað 1907
af þeim Helga Magnússyni,
Kjartani Gunnlaugssyni og Bjarn
héðni Jónssyni, járnsmið. Eftir
rúmt ár gekk sá síðastnefndi úr
firmanu, og voru þeir Helgi og
Kjartan einkaeigendur þess, þar
til Knud Zimsen borgarstjóri
gerðist meðeigandi þess í janúar
1910. Þessir þrír sameignarmenn
skiptu þannig með sér verkum,
að Helgi Magnússon hafði um-
sjón með öllum verklegum fram-
kvæmdum, sem fyrirtækið annað
ist, Kjartan Qunnlaugsson var
framkvæmdastjóri og Knud
Zimsen var verkfræðilegur ráðu-
nautur, þar til hann gerðist borg-
arstjóri árið 1914. Hann gekk úr
firmanu á miðju ári 1941, en þeir
Kjartan og Helgi helguðu því
báðir krafta sina til dauðadags.
Helgi Magnússon & Co. hafa
aðallega verzlað með tekniskar
vörur, svo sem vatnsleiðslur, mið-
stöðvar, hreinlætistæki og alls
konar byggingarefni, vélar og
rafmagnstæki ýmiss konar. Þeir
Verzlunarhús Helga Magnússonar & Co. við Hafnarstræti.
Kjartan Gunnlaugsson
Helgi Magnússon
eru umboðsmenn fyrir ýmsar
þekktar verksmiðjur víða um
heim.
Firmað lagði vatnsleiðslur í
flest hús í Reykjavík, þegar vatns
veita bæjarins var lögð árið 1909,
" og var það fyrsta stór-verk þess.
Síðan hefur það lagt miðstöðvar-
lagnir í afar mörg hús í Reykja-
vík og úti um land, t. d. í Landa-
kotsspítalann, Pósthúsið, Lands-
símastöðina, Landsbankann í
Reykjavík og á Selfossi, skóla á
Laugarvatni, Reykjavík og Hafn-
arfirði, Samkomuhús Eskifjarðar,
flest „Bústaðavegshúsin", sem
Reykjavíkurbær lét byggja og nú
Björgvin Schram um leikinn í Belgíu:
Allt onnor og betri leiknr en við
Frakkn - einknm síðari húlfleikur
síðast í 144 raðhús Reykjavíkur-
bæjar við Réttarholtsveg.
Helgi Magnússon & Co. byrj-
uðu verzlun síná í Bankastræti 6
og verzluðu þar til 1926, en þá
flutti verzlunin í stórhýsi fyrir-
tækisins í Hafnarstræti 19 og þar
hefur það verið síðan. Fyrir þrem
árum voru húsakynnin mjög end-
urbætt og ’eru nú tvímælalaust
ein þau glæsilegustu hér í bæ.
Núverahdi aðaleigendur fyrir-
tækisins eru þau frú Oddrún
Sigurðardóttir, ekkja Helga
Magnússonar og Halldór Kjartans
son, sonur Kjartans Gunnlaugs-
sonar.
Fyrirtækið hefur í þjónustu
sinni um 20 starfsmenn. Fram-
kvæmdastjóri þess er Magnús
Helgason, Sigurjón Stefánsson,
sem starfað hefur hjá því í 40
ár er skrifstofustjóri en Kjartan
Jónsson er verzlunarstjóri.
Morgunblaðið árnar þessu
merka fyrirtæki, sem nýtur ekki
aðeins trausts og álits Reykvík-
inga heldur og um land allt, til
hamingju með hálfrar aldar
starfsafmælið og allra heilla í
framtíðinni.
EG HELD, að þó ísl. knattspyrnumenn skorti margt, þá sé það
ekki hvað sízt sjálfstraustið sem skortir, sagði Björgvin Schram
form. KSÍ er íþróttasíðan átti símtal við hann í Briissel í gærdag.
Átta gegn þremur urðu úrslit landsleiksins, en við sem á horfðum
urðum undrandi í síðari hálfleik, að sjá ísi. liðið rísa undan oki
stórra ósigra, taka yfirráð á vellinum og vinna hálfleikinn 2:1.
og blíðviðrið í Reykjavík. Þeir
héldu í gær til Lundúna, og koma
heim í kvöld.
Le Figaro segir um leikinn í Nantes
Anðveld sýning Frnkkn - ísienzkn
liðið skortir nlgeriegn lipurð
og hrnðn
★ ALLT ANNAR LEIKUR
Þessi leikur Islands var
miklu betri en leikurinn við
Frakka, sagði Björgvin. —
Belgiumenn eru mjög slyngir
knattspyrnumenn og eftir
þessl kynnl okkar af Belgum
og Frökkum veit ég ekki
hvora ég á að telja sterkari.
Því var það enn ánægjulegra
að sjá, hvað ísl. liðið megnaði
t síðari hálfleik. Þá náði það
vei saman og lék vei. Áttu
þar allir hlut að, ekki sízt Guð
jón, Sveinn og Rikharður með
sínum alkunna dugnaði.
★ BREYTINGAR A LIÐINU
Liðið var þannig í þessum
leik, að Björgvin lék í marki.
Kom hann í stað Helga sem togn-
aði í öxl í leiknum við Frakka
og treysti sér ekki í annan leik,
þó meiðsli hans séu ekki alvar-
leg. Gunnar Leósson og Jón
Leósson voru bakverðir en Krist-
inn Gunnlaugsson lék sem mið-
framvörður. Halldór Halldórsson
sem hafði þá stöðu í leiknum við
Frakka, lék nú vinstri innherja-
stöðu í stað Gunnars Guðmanns-
sonar. Að öðru leyti var liðið
óbreytt.
★ 5 MÖRK BELGtUMANNA
t fyrstu var um of mikinn
varnarleik að ræða, en þó ekki
eins og í Frakklandi. Björgvin
í markinu var mjög tauga-
óstyrkur, enda er hann ung-
ur og óreyndur, en á fram-
tíðina fyrir sér. En honum
voru í byrjun nokkuð mislagð-
ar hendur.
Belgíumenn náðu að skora
fimm mörk. Þá tókst Þórði
Þórðarsyni að skora. Var mark
hans failegt mjög. Enn skor-
uðu Belgíumenn 2 mörk og
stóð 7:1 í hálfleik.
Þegar út var komið var ísl.
liðið eins og annað lið. Þó
náðu Belgíumenn 8. marki
sínu, en síðan hafði ísland
síðasta orðið í þessum leik,
náði mjög góðum kafla og
Þórður Þórðarson og Ríkharð-
ur skoruðu hvor sitt markið.
Símasamband við Brússel var
ágætt, gagnstætt því, sem var
við París er Mbl. ræddi við
knattspyrnumennina þar. Við
spurðum því nánar um „klaufa-
mörkin“ í leiknum við Frakka,
og Björgvin Schram sagði að þau
hefðu verið þannig, að tvívegis
hefði Helgi verið búinn að verja
skot, en sóknarmenn Frakka
sóttu að honum og fengu mörk
upp úr því. í hið þriðja sinn
fór knötturinn að okkar dómi
aldrei yfir línuna, en dómarinn l
dæmdi að svo hefði verið.
Við höfum séð í þessum leik-
um, sagði Björgvin, að það er
tilgangslaust að rígbinda liðið í
vörn. Það verður að reyna að
hrinda knettinum fram og sækja
á þegar færi gefast. Það tókst, en
aðeins ekki fyrr en í síðara hálf-
leik í síðara leiknum.
Veðrið í Brussel var gott, en
nokkuð svalt og öfunduðu_ knatt-
spyrnumennirnir þá er heima
sitja er þeir fréttu um sólskinið
★ ★ ★ MBL. hefur fengið
franska blaðið Le Figaro frá 3.
júní sl. en á íþróttasíðum þess er
nokkuð ritað um leik Frakka og
íslendinga. Hér birtast glefsur úr
greininni, sem var undir fyrir-
sögninni: „11 menn Frakklands
höfðu auðvelda sýningu".
„Sigur Frakklands • í þessum
leik staðfestir að hinir norrænu
gestir geta ekki tekið þátt í und-
irbúningskeppni heimsmeistara-
mótsins með sigurvonir, heldur
aðeins til að vera með. En það
má segja gesáunum tii hróss, að
góður andi var í liðinu. Þeir vildu
reyna að komast í gegnum
frönsku vörnina. f tilraunum
þeirra til þéss varð Frökkum auð-
veld leiðin gegnum vörn þeirra.
Ef við er bætt, að ísl. liðið, sem
var skipað hraustlegum mönnum
en ekki að sama skapi liðiegum,
vantaði algeriega hraða í Ieik,
þá er auðskilið, að okkar leik-
menn nutu algers frjálsræðis í
hreyfingum. Þeim til mikillar
gieði tókst þeim að skora þegar
á 5. mín., þökk sé Oliver sem
náði knetti, sem markvörður
missti.
Það er annars athyglisvert, að
5 fyrstu mörkin voru öli gerð
eftir fallega uppbyggðan sam-
leik, en markskotin öll að þess-
um samleik loknum voru fram-
kvæmd í barningi við mótherja
og þá oftast við markvörðinn,
sem ekki hafði gott vald á knett-
inum.
Framlína franska liðsins stóð
sig vel í þessari velheppnuðu
sigurgöngu, þrátt fyrir það að
fyrir þeim varð veggur varnar
manna ísl. liðsins.
Er á leið leikinn virtust íslend-
ingarnir vonsviknir og þreyttir
og varnarmúr þeirra fyrir fram-
an markið veiktist. Sóknarmenn
Frakka gerðu þá falleg mörk,
sem þó fuilnægðu ekki kröfum
margra áhorfenda, sem þyrsti í
einstaklingsframtak. Við skiljum
að Paul Nicolas, forráðamaður
franska liðsins vildi ekki eftir
leikinn dæma um hæfni frönsku
leikmannanna. (Til skýringar
skal þess getið að frönsk blöð
sögðu fyrirfram, að reynd yrði
ný framlína í franska iiðinu en
aftari hluti liðsins yrði gamal-
reyndir menn).
Hjá gestunum bar mest á Rík-
harði Jónssyni, sem sýndi góða
uppbyggingu og Þórður Þórðar-
son sýndi styrkleika og var
hættulegur, svo að hans varð
vel að gæta“.
SIAKSTEira
,.Tvö rúm á elliheimili“
Nokkru var friðvænlegra milil
stjórnarblaðanna í gær en verið
hafði undanfarna daga. Þjóðvilj-
inn lýkur t.d. forystugrein sinni
svo:
„Hitt er góðs viti að reynt er
að hafa leiðarann í léttum tón og
gæti bent til þess að betra skaps
sé að vænta í Alþýðublaðinu á
næstunni. Enda er nú ekki annað
sýnilegra en að svo giftusamlega
takist til, að tvö rúm fáist á elli-
heimilum erlendis fyrir þá af leið
togum flokksins sem einna mestu
þanglyndi hafa valdið á þeim bæ
um sinn“.
Kommúnistar eru auðsjáanlega
ánægðir yfir, að þeim forystu-
mönnum Alþýðuflokksins, er
helzt hafa barizt fyrir lýðfrjáls-
um stjórnarháttum, sé ráðstafað
á elliheimili og „skemmdarverka-
mönnunum" þar með fækkað.
Bann við verkföllum?
Alþýðublaðið dró þá ekki úr
þjónustu sinni við einræðið í gær.
Hannes á horninu prentar með
velþóknun þessa tillögu:
„Um þetta segir „Verkamaður“
í bréfi til mín: Ég hefi aldrei vilj-
að banna verkföll, en ég er á
þeirri skoðun, að nú eigi ríkis-
stjórnin að banna öll verkföll um
eins árs skeið að minnsta kosti.
Ástæðan fyrir þessari skoðun
minni er sú, að ríkisstjórnin hef-
ur sýnt, að hún gerir allt sem í
hennar valdi stendur til þess að
halda niðri vöruverði“.
Hér er þá — í fyrstu ósköp var-
lega — hreyft opinberlega tillögu,
sem stjórnarliðar hafa mjög rætt
í laumi sin á milli að undan-
förnu:
Bann við verkföllum í eitt ár.
Orð Guðmundar ómerkt
Til undirbúnings verkfails-
banninu hefur sú skröksaga verið
samin í stjórnarherhúðunum og
á henni hamrað endalaust, að
Sjálfstæðismenn hafi hrundið af
stað verkföllum í skemmdar-
skyni við „verðstöðvun“ ríkis-
stjórnarinnar.
Enginn hefur mótmæit þessum
ósannindum rækilegar en Guð-
mundur I. Guðmundsson i eldhús
umræðunum, er hann gerði grein
fyrir tveim helztu tilfellunum,
sem nefnd hafa verið til sönnun-
ar þessari fjarstæðu: Farmanna-
verkfallinu og Iðjudeilunni. Guð-
mundur rakti gang málanna, eins
og hann var í raun og veru, ef-
laust af því, að hann skilur, hve
mjög er ýtt undir völd Sjálf-
stæðismanna í verkalýðshreyfing
unni, ef almenningur trúir öllu
því, sem sumir stjórnariiðar segja
nú um áhrif Sjáifstæðismanna
Þar. Ákefðin í verkfallsbannið
hefur hins vegar aukizt svo síð-
ustu dagana, að orð Guðmundar
í• wb að engu höfð, og hver iaun-
sáturs-árásin eftir aðra gerð á
hann úr hans eigin málgagni.
„Allt í hennar valdi“
Málflutningur stjórnarliða ger-
ist og ærið aumlegur, þegar því
er haldið fram, að „stjórnin geri
alit sem í hennar vaidi stendur
tii að halda niðri vöruverði“. _
Þétta er boriö blákalt fram með
Hamrafells-okrið í huga, jólagjaf-
irnar upp á 300—400 milljónir og
daglegar verðhækkanir i nær
öllum efnum!
Þegar slíku er haidið fram,
furðar menn ekki á, þó stjórnar-
liðið býsnist yfir, að tii skuli vera
frjáls blöð í Iandinu, sem segja frá
staðreyndunum eins og þær eru.