Morgunblaðið - 07.06.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 07.06.1957, Síða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 7. júní 1957 Andrés Andrésson klœðskeri 70 ára I. ÞESS er ósjaldan getið í forn- sögum vorum að þeir, sem koma við sögu, hafi verið forvitrir, hafi getað sagt fyrir óorðna hluti, ver- ið draumspakir og dulvísir, svo að fátt hafi komið þeim á óvart. Það er borin augljós virðing fyr- ir sjötta skilningarvitinu í fs- lendingasögunum, á það er litið sem eðlilega staðreynd eins og sjón eða heyrn. Og hinir for- vitru voru eigi aðeins gæddir óvenjulegtim hæfileikum til dul- skynjana, heldur kunnu þeir jafnframt oftast margt fyrir sér, en það merkir að þeir vissu eigi aðeins fleira en aðrir, heldur gátu þeir og margt, sem aðrir gátu ekki, áttu huldar vættir að hjálparöndum, eða voru í þjón- ustu þeirra, ef menn vilja heldur orða það svo. Og þeir, sem beittu kunnáttunni einvörðungu til gagns og góðs, voru gifturíkari öðrum mönnum. Líkt og fornsögurnar bera þjóð- sögur vorar sjötta skilningarviti kynstofnsins órækt vitni. Að ytra búningi speglast í þeim skáldskaparhneigð og hugmynda flug þjóðarinnar, en kjarni þeirra er brot af lífi og lífsreynslu kyn- slóðanna í landinu. Það hefur illu heilli farið svo á vorri öld, að dulvísi þjóðarinnar hefur sætt lítilsvirðingu boðbera hinnar köldu skynsemi. En litir hinnar sérkennilegu þjóðmenn- ingar vorrar fölna, auðkenni hennar mást og hyljir hennar grynnast að sama skapi og þessi þáttur er vanræktur og lítils- virtur. II. ÞVÍ athyglisverðara og ánægju- legra er það að kynnast á þess- ari öld mönnum, sem hinir fornu sagnaritarar myndu hafa kallað forvitra. Ég hefi kynnzt einum slíkum, Andrési Andréssyni, kaupmanni og klæðskerameist- ara, sem á sjötugsafmæli í dag, og í tilefni af þeim tímamótum í lífi hans eru þessar línur. Þótt segja megi að hið opin- bera starfssvið hans hafi verið í fyrirtæki hans, í alla staði merkt og mikið starf, eru mér þó hug- leiknari þeir hæfileikar hans, sem eru óskyldir því starfi, og það, sem hann hefir unnið í kyrr- þey. Það hefir ekki farið fram hjá samtíð Andrésar, þótt hann sé hlédrægur, að hann er gædd- ur mjög fágætum andlegum hæfileikum. Fátt kemur honum á óvart og margt er honum gef- ið að sjá í anda og kunna fyrir sér sém öðrum er eigi léð. Og því hóf ég máls á þá lund að minnast hinna dulvísu og fjöl- vísu kunnáttumanna fornsagn- anna, að þeim er oft lýst svipað og hann er. Andrés Andrésson er vissulega barn tveggja heima. Auk þess heims, sem vér skynjum öll með honum, á hann skynheim í anda sínum, þar „heyrir“ hann og „sér“ og þaðan er við hann „tal- að“. Og það er ekkert dularfyllra eða óeðlilegra við þann heim í hans augum, honum er jafneðli- j legt að tala um báða þessa heima við vini sína og hrærast í báðum. Ef ókunnugir væru viðstaddir kynnu þeir e. t. v. að vera van- trúaðir og hugsa um ýkjur eða ofskynjanir, jafnvel brögð í tafli. En þeir, sem þekkja Andrés Andrésson, vita með öruggri vissu, að sannorðari og heiðar- legri mann getur vart, svik eru ekki til í hans munni. Að vísu getum vér nefnt allt ofskynjan- ir, sem vér skynjum ekki sjálf, og átt við með því, að það sé hugblekking og tál. En þeir, sem geta ekki við því gert að þeir skynja fleira en aðrir, vita með sjálfum sér, að skynjanir með sjötta skilningarvitinu eru jafn áreiðanlegar og skynjanir með skilningarvitum líkamans. Aðrir verða svo að trúa þeim, eða efast, eftir því sem efni standa til. Og vegna þess, að ég þekki engan ólíklegri til að blekkja nokkurn mann en Andrés Andrésson, þori ég að tala um and- lega reynslu hans sem blá- kalda staðreynd og jafnframt stórmerka staðreynd, svo margt og mikið sem honum hefur boðið í grun, fyrir augu og eyru í and- anum, um ævina. Um það er þó eigi unnt að fjölyrða hér, en mik- ið tjón er það sálvísindum og sannleiksleit yfirleitt þegar það láist að rannsaka vandlega hæfi- leika slíkra manna. Öllu því, sem Andrési Andrés- syni er gefið að skynja og orka í andanum umfram aðra menn, hefir hann beitt í auðmýkt hjart- ans til góðs, til þess með guðs hjálp að bæta úr böli, enda er gifta hans mikil. Ótrúlegur fjöldi fólks um land allt hefir sótt til hans hollráð, styrk og uppörvun, enda munu nú hlýir straumar þakklætis leika um hann úr öll- um áttum. Hann hefir jafnan far- ið dult með náðargáfu sína eins og göfugum sæmir, en henni var ekki með öllu unnt að leyna sem betur fór jafnótvíræð og hún er. Orð hefir farið af honum og borizt frá manni til manns, orð góðvildar og hjálpfýsi og óvenju- legs styrks í andanum. Og hin einu laun, sem hann hefir kosið sér til handa á þessu sviði, hin dýrmætustu allra launa að vísu, eru þau, að sjá ríki ljóssins breið- ast út, lífið sigra til líkama og sálar. Giftan hefir ekki aðeins verið Andrési Andréssyni hliðholl á einu sviði, heldur öllum, í starfi hans og atvinnurekstri, í félags- málaþátttöku hans og í einkalífi hans. í rauninni hygg ég að hann sé ekki mikill fjármálamaður, hann hugsar lítt um þau mál. Allt um það hefir fyrirtæki hans blómg- azt jafnt og þétt síðan hann stofnaði það 1911 með tvær hendur tómar, ég hygg mest fyr- ir bjartsýni hans og eljusemi, heiðarleik í öllum viðskiptum, persónulegar vinsældir og giftu þá, er góðum manni fylgir. f einkalífi sínu hefir Andrés uppskorið eins og hann hefur sáð, borið með sér gæfu og upp- skorið hana ríkulega með hjart- ans þakklæti til gjafarans allra góðra hluta. Hann fæddist og ólst upp í stórum systkinahópi að Hemlu í Vestur-Landeyjum, átti ástríka og myndarlega for- eldra, Andrés Andrésson óðals- bónda þar og Hólmfríði Magnús- dóttur konu hans. Hann unni þeim mjög, ekki sízt móður sinni, og hefir hún verið honum hjarta nærri alla ævi. Eftir framhalds- nám í iðn sinni í Kaupmanna- höfn, kvæntist Andrés Halldóru Þórarinsdóttur, ættaðri héðan að sunnan, árið 1910, og lifðu þau saman í farsælu hjónabandi með börnum sínum unz Hall- dóra lézt árið 1940. Börn þeirra eru tvö, Hólmfríður, gift Svan- birni Frímannssyni, bankastjóra, og Þórarinn forstjóri, sem er hægri hönd föður síns í fyrir- tækinu, kvæntur Kristínu Hinriksdóttur. Eins víst og það er að Andrés harmaði mjög konu sína, jafn- víst er hitt að hann er mikill lánsmaður í síðara hjónabandi sínu. Hann kvæntist 1944 Ingi- björgu Stefánsdóttur frá Stakka- hlíð í Loðmundarfirði, góðri og glæsilegri konu eins og hún á kyn til, og eiga þau 4 börn í æsku, Sigrúnu, Berglind, Andrés og Stefán. Þessum kæru vinum okkar biðjum við hjónin allr- ar blessunar í nútíð og framtíð og þökkum dýrmæta vináttu og trygg'ð á liðnum árum Andrés Andrésson hefur jafn- an verið hlédrægur en hefur þó ekki komizt hjá því, vegna hæfileika sinna og trúmennsku, að gegna opinberum störfum í félagsmálum. Hann hefur átt sæti í stjórn stéttarfélags síns, verið formaður Rangæinga- félagsins í Reykjavík og starfað lengi í Guðspekifélaginu, sem hann hefur miklar mætur á. Loks hefur Andrés verið for- maður Óháða safnaðarins frá stofnun hans 1950, og þar og þá lágu leiðir okkar saman. Ég vona og veit að þær skiljast ekki meðan báðir eru á lífi. Það yrði allt of langt mál að fjölyrða um það gagn og þá heill sem Andrés hefur beint og óbeint unnið söfn- uðinum. Ég læt hér nægja að segja í stuttu máli eins og er, að hann hefur verið söfnuðin- um ómetanlegur og ómissandi, og að engan tel ég sjálfkjörn- ari formann í kristnum söfnuði þeirra manna, sem ég hefi kynnzt um ævina, sökum trúar- styrks hans, mannkosta og mildi. Fáa eða enga menn þekki ég, sem eiga meiri trúarstyrk og hreinleik í hjarta. Ég er þakk- látur forsjóninni fyrir að fá að kynnast slíkum manni og eiga hann að vini og ráðgjafa í líf- inu. Það er von mín og bæn á þessum tímamótum í lífi hans, að sameiginleg áhugamál okkar megi blessast framvegis sem hingað til, að gifta hans megi ávallt fylgja söfnuðinum, sem við störfum báðir fyrir, að ást- vinir hans, og vér öll, mættum njóta starfskrafta hans og um- hyggju sem allra lengst. Guð blessi minn góða vin. Emil Björnsson. Elísabel Ffeldsted / Ferjukoti — minning MÁGKONA mín Elísabet Fjeld- sted í Ferjukoti lézt í sjúkrahús- inu Sólvangi í Hafnarfirði 31. f. m. en í þeim bæ fæddist hún fyrir rúmum 90 árum, eða 21. maí 1867. Ég kynntist mágkonu minni fyrst er hún var ráðskona hjá Boilleau baróni, frönskum aðals- manni, sem um nokkurra ára skeið rak búskap á Hvítárvöll- um í Borgarfirði. Áður hafði Elísabet lært matreiðslu og hús- stjórn hjá frú R. Sivertsen, sem í fjölda mörg ár rak matsölu í Reykjavík, er þótti í þá tíð ein sú bezta hér í höfuðstaðnum. Sig- urður bróðir minn var þá bú- stjóri hjá baróninum, þau Elísa- bet felldu hugi saman og giftust árið 1899. Skömmu síðar tók Sig- urður við búi föður okkar að Ferjukoti og bjó þar til æviloka, en hann lézt 11. apríl 1938. Sig- urður var alla tíð hinn mesti rausnarmaður og hafði mikið yndi af að taka á móti gestum á heimili sínu, og var því oft sbrifar úr daglega lifinu IGÆR gerði ég hlé á störf- um um hádaginn og lagði leið mína út í Nauthólsvík. Það var sólskin og sumarhiti í lofti og enn hefur maður ekki á þessu ný- byrjaða sumri fundið svo mjög til nálægðar þess, hlýjunnar frá heitum geislum sólarinnar, og sumaryfirbragðsins í svip fólks- ins, sem þennan dag, enda setti það mót sitt á götur höfuðborgar • innar. Við sól og sjó KANNSKI var það rangt að segja að ég hefði gert hlé á störfum vegna þess, að staður blaðamannsins er ekki aðeins við ritvélina, heldur er það eitt af mörgum hlutverkum hans að fara út um bæinn og svipast um eftir því hvað nýtt sé á seyði og fréttnæmt, sem unnt sé að breyta í blýletur í dagblaði morgundagsins. Og förin út í Nauthólsvík var einmitt af þessum toga spunnin. í bifreiðinni á leiðinni þangað út eftir (inneftir segja kannski sum- ir), sagði ég við félaga minn, sem með mér var, að líklega væru engir komnir enn til Nauthóls- víkur og farnir að baða sig, svo snemma sumars, eftir alla þá kulda og rigningardaga sem yfir vora kæru borg hafa gengið að undanförnu. En ég átti ekki koll- gátuna. Ég hafði gert framtakssemi Reykvíkinga rangt til. Þegar út í Nauthólsvíkina kom var þar krökt af fólki, ungu sem gömlu, mest þó ungu. Heilsubrunnur FLESTIR flatmöguðu í iðgræn- um grasbollunum sunnan- undir og horfðu út á silfurtæran Skerjafjörðinn, sólbjartan og fagran, en þar bærðist ekki alda í sumarkyrrðinni. Börnin hlupu mörg um sandströndina, í flæðar- málinu. Sum hættu sér alllangt út í, en auðséð var á þeim, að heldur þótti þeim særinn kaidur, og einstaka kempur höfðu lagzt til sunds og nutu almennrar virð- ingar þeirra sem í sólbaðinu lágu, uppi í grasinu. Við gengum fram litla stein- bryggju, sem þarna liggur út í fjörðinn. Þar voru menn að dytta að lítilli, fallegri snekkju, hrað- bát, sem flugmálastjórnin siglir um fjörðinn. Til vinstri handar blasti baðströndin við, heillandi í sólskininu, heilsubrunnur og hreystigjafi þeirra sem þangað leita. Það er full ástæða til þess að brýna það fyrir ungum sem gömlum að leita suður í Naut- hólsvík, ef þeir hafa tíma og tækifæri til þess, og góðviðrið heldur áfram næstu dagana. Bet- ur er ekki hægt að verja löngum sólardegi. Gamla konan og rósirnar IGÆR var líka mikill hátíðis- dagur í sögu Dana, „Grund- lovs“-dagur þeirra. Um miðjan dag átti ég leið fram hjá Lækjar- torgi, og gekk um gangstéttina fyrir framan Stjórnarráðið. Þá tók ég eftir því að öldruð kona og virðuleg, var í þann veginn að leggja vönd rauðra rósa að fót- stalli styttu Friðriks konungs 8. stjórnarskrárgjafans, þar sem hann stendur þarna hnarrreistur á grasblettinum fyrir framan Stjórnarráðið við hlið Hannesar, og réttir fram höndina. Konan lagði rósirnar á stallinn og vék síðan dálítið til hliðar ásamt lít- illi telpu, sem var með henni i förinni og hefði mætavel getað verið dótturdóttir hennar. Síðan stóð hún þarna í grasinu drykk- langa stund og virti fyrir sér þennan merka konung í sögu Danmerkur og íslands, sem svo mjög kom við sögu frelsisbaráttu okkar á öldinni sem leið. Síðan tók gamla konan í hönd litlu telpunnar og leiddi hana út úr Stjórnarráðsgarðinum og innan stundar voru þær horfnar í mann- mergðina á götunni. Straumur fóiksins hélt áfram, enginn hafði, að því er virtist, tekið eftir þessari stuttu, en há- tíðlegu athöfn, sem þarna fór fram á miðjum sólskinsdeginum í hjarta Reykjavíkur. Þar voru engar ræður og engar lúðrasveit- ir, en þó fannst mér ekki minna til um þetta litia atvik en marg- ar stórhátíðirnar, þegar íslenzk kona vottaði löngu liðnum dönsk- um konungi virðingu sína — eða var hún ef til vill af dönsku bergi brotin og minntist á þennan iát- lausa, en fagra hátt, eins af þjóð- höfðingjum sínum? Ég veit það ekki, en blómvönd- urinn litli, sem nú liggur við fót- stall Friðriks 8. í Stjórnarráðs- garðinum sýnir, að minningarnar um góðar gerðir og góða menn lifa lengi að þeim látnum. gestkvæmt í Ferjukoti, bæði af skyldum og óskyldum. Voru all- ar móttökur gesta rómaðar mjög, ekki sízt vegna frábærrar hæfni húsfreyjunnar við öll húsmóður- störf. Elísabet hafði gott lag á að láta gestum sínum líða vel og var manni sínum mjög sam- hent um gestrisnina, og hefi ég ekki komið á yndislegra sveita- heimili en Ferjukot. Margir Reyk víkingar eldri sem yngri, nutu sumarleyfa sinna hjá hjónunum í Ferjukoti, oft sama fólkið ár eftir ár. Einnig voru oft útlendir gestir hjá þeim á sumrin. Var heimilíð því stórt, vanalega 15—■ 20 manns að sumrinu og eins og að líkum lætur eru mikil um- svif og ærið að starfa á slíku sveitaheimili. Elísabet var fríð kona sýnum og fyrirmannleg í framkomu, stillt en þó stjórnsöm og var all- ur heimilisbragur mjög til fyr- irmyndar, allt gekk hávaðalaust og húsfreyjan elskuð og virt af öllum. Um 40 ára skeið stóð hún við hlið Sigurðar bróður míns með rausn og prýði. Vegna allra sinna mörgu mannkosta tel ég hana eina merkustu konu Borg- arfjarðar á sinni tíð. Þau hjónin eignuðust eina dótt- ur, Sesselju, konu Sigurðar Guð- brandssonar, mjólkurbússtjóra í Borgarnesi. Syni Sigurðar, bróð- ur míns, Kristjáni, sem nú býr í Ferjukoti, gekk hún í móður- stað. Hann er kvæntur Þórdísi Þorkelsdóttur úr Borgarnesi. Meginhluta sinnar löngu ævi var Elisabet afburðaheilsu- hraust, en fyrir nokkrum árum kenndi hún vanheilsu og má segja að síðustu 3—4 árin væri hún alveg þrotin að heilsu og kröftum. Eins og svo margir aðrir, dvöld um við hjónin oft í Ferjukoti og nutum gestrisni og ástríkis þeirra Elísabetar og Sigurðar, og eigum við þaðan margar hugljúfar minningar. Fyrir það allt þökk- um við af alhug. Blessuð sé minning Elísabetar Fjeldsted í Ferjukoti. Lárus Fjeldsted.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.