Morgunblaðið - 07.06.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.06.1957, Qupperneq 8
MORVVNBLAfíin Föstudagur 7. júní 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Þá og nú Marshall-samstarfið UM þessar mundir eru tíu ár lið- in frá því, að Marshall, þáver- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hélt hina frægu ræðu í Harvard, sem Marshall-áætlun- in er sprottin af. Þessa afmælis hefir verið minnzt víða um lönd, og höfum við íslendingar einnig ástæðu til að gera það með gleði. Sannmæli er, sem sagt hefur verið, að hagsæld sú, sem nú ríkir í Vestur-Evrópu, eigi ekki sizt ræktur sínar að rekja til Marshall-samstarfsins. En þess ber að minnast, að af hálfu Bandaríkjamanna var eng- an veginn ætlazt til þess, að hjálp þeirra næði eingöngu til lýðræð- isríkja Evrópu, heldur var kom- múnistaríkjunum einnig boðið til samstarfsins. Tékkóslóvakía hafði þegar tekið boðinu, þegar for- ystumenn hennar voru kallaðir til Moskvu, og þeim settir slíkir úrslitakostir, að þeir neyddust til að afturkalla þátttöku sína. Sagði þá Masaryk utanríkisráðherra: „Við fórum til Moskvu sem full trúar sjálfstæðs ríkis, en snúum heim, sem erindrekar kúgaðrar þjóðar“. Með þessu skildi á milli feigs og ófeigs. Rússar mögnuðu ör- birgðina meðal þeirra þjóða, sem þeir undirokuðu, en hinar frjálsu þjóðir hófu samstarf, sem orðið hefur þeim til mikillar blessunar. Hér á landi urðu flestir lýð- ræðissinnar sammála um þátt- töku í þessari samvinnu. Af þá- verandi forystumönnum skar Her mann Jónasson sig úr. Hann reyndi eftir föngum að hindra og torvelda aðild íslands, en þá hafði hann enn ekki þreytt sam- flokksmenn sína með kommún- ista þjónkuninni svo, að þeir höfðu kraft til að veita honum viðnám og völdu hinn betri kost. ísland naut margs konar t\ag- ræðis af efnahagssamvinnunni. Auðveldað var fyrir um vöru- sölu, nauðsynja aflað til lands- ins til að bæta úr harðindum, véla og annarra framleiðslutækja aflað, Sogsvirkjun framkvæmd og áburðarverksmiðja byggð, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Allt horfði þetta til góðs og var því þýðingarmeira sem á þess- um árum gengu harðindi yfir stóra landshluta og síldveiðibrest urinn gerði feiknatjón. Sú að- stoð, sem fengin var, bætti nokk- uð úr þessum skakkaföllum, þó að hún jafnaði þau engan veginn til fulls. Aldrei voru sett nein skilyrði um hersetu Bandaríkjamanna hér í þessu sambandi, né hefðu þáverandi ráðamenn í þessum efnum léð máls á samblöndun þessa tvenns. Þeir töldu íslend- ingum ekki vandara um að taka þátt í þessari samvinnu en öðrum frjálsum þjóðum, sem voru miklu efnaðri og lengra komnar í upp- byggingu atvinnuvega sinna. — Þeirri þátttöku mætti hins vegar engan veginn blanda saman við nauðsyn á vörnum íslands. Meta yrði alveg sjálfstætt, hvort sú nauðsyn væri fyrir hendi íslands vegna eða ekki. Ef svo væri, yrði að ganga til samstarfs um varn- irnar, annars ekki. UTAN UR HEIMI Verzlað með varnir íslendingar hafa því miður ekki borið gæfu til að halda fast við þessar skoðanir. Eftir frum- hlaupið 28. marz 1956, varð hitt ofan á, að núverandi valdhafar tengdu nýja varnarsamninga við fjárhagsaðstoð landinu til handa. Sú niðurlæging varð enn átakan- legri fyrir það, að forsætisráð- herrann Hermann Jónasson hafði fyrif kosningar sagt, að betra væri að vanta brauð en una dvöl erlends varnarliðs í landinu. Úr þeim hreystiyrðum varð harla lítið, þegar á reyndi. — Fréttamaður bandaríska stór- blaðsins „New-York Times“ á Norðurlöndum sagði frá því jafn skjótt og samningar voru gerðir hér í nóvember um áframhald- andi dvöl liðsins, að i því sam- bandi hefði verið samið um 30 millj. dollara efnah.aðstoð næstu 4 mán. Síðari atburðir sýndu raunar, að þar var málum bland- að. 'Bandaríkin munu aldrei hafa lofað nema um 11 millj. dollara, en íslenzka ríkisstjórnin heimtaði 30 milljónir. „Silfurpeningarnir eru alltaf 30“, eins og Þjóðviljinn sagði þá. Þjóðviljinn staðfesti og hinn 8/ des., að „í sambandi við hernáms samningana hefur Bandaríkja- stjórnin boðið íslendingum 160 millj. króna lán til Sogsvirkjun- arinnar . . .“. 4 millj. dollara lánveitingin úr öryggissjóði Bandaríkjanna, sem opinberuð var rétt fyrir áramót- i in, var einnig forsenda íslenzku stjórnarinnar fyrir varnarsamn-1 ings-gerðinni í desember. í Allt eru þetta því miður ó- hagganlegar staðreyndir. Ey- steinn Jónsson hefur reynt að mótmæla sannleikanum með þeim rökum, að engin slík skil- yrði hafi verið sett fyrir Mars- hall-hj álpinni á sínum tíma, og hafi það ekki heldur verið gert nú. Víst er það rétt, að varn- armálunum var aldrei blandað saman við efnahags-aðstoð í Marshallsamstarfinu. Allar full yrðingar kommúnista um hið gagnstæða eru staðlausir stafir, enda komu komrrtúnistar þá hvergi nærri og vissu ekkert um það, sem gerðist. Nú eru kommúnistar aftur í ríkisstjórn og hljóta að vita, hvað fram fer. Allra sízt mundu þeir bera á sjálfa sig sakir að ástæðu- lausu. Játning þeirra á samteng- ing Sogslánsins og varnarsamn- inganna er því örugg sönnun, enda studd margvíslegum öðrum atvikum, svo sem samtíma frá- sögn margreynds fréttamanns frá merkasta blaði í Bandaríkj- unum. Er það meira en ósenni- legt, að kommúnistar á íslandi og Bandaríkjamenn sameinuðust með þessum hætti einungis til að gefa Sjálfstæðismönnum högg- stað á núverandi stjórn! En þeirri fjarstæðu ætla málsvarar ríkisstjórnarinnar íslendingum nú að trúa. Óheilindi stjórnarliðsins í ut- anríkismálum urðu og öllum aug ljós, þegar sjálfur utanríkisráð- herrann sagði ekki orð um þau í eldhúsræðu sinni, og reyndi þar með að leiða hugann frá hinum þýðingarmestu málum. HeilbrigSisásfand batn- aði eftir dauða Stalins Kr rúsjeff var á dögun- um á ferð í Póllandi og átti þar tal við pólska blaðamenn. Varð honum tiðrætt um það hve menn lifðu nú heilsusamlegu líferni í Kreml. Nú færu höfðingjarnir þar aldrei til vinnu fyrr en kl. 9 á morgnana, útsofnir og end- urnærðir. „Við munum tímana tvenna“, sagði hann. „Stalin hafði þann leiða vana að vilja alltaf vinna á næturnar, en sofa á daginn. Samstarfsmenn hans Mátti kyrrt liggja Nelly Rivas, sem var síðasta vinkona Perons einræðis- herra í Argentínu áður en hann hrökklaðist frá völdum, hefur nú gefið út æviminningar. Stúlkan Nelly Rivas má ekki segja frá. er reynda* ekki gömul, því að hún var ekki nema 14 ára, þegar Peron átti vingott við hana. Sem vænta mátti fjalla minningarnar því eingöngu um samverustund- ir þeirra tveggja — og birtust fyrstu kaflarnir í blaði einu argentísku. Var upplagið gert upptækt af stjórnarvöldunum á þeim forsendum, að efnið væri siðferðislega spillandi og skaðaði bæði höfundinn og lesendurna. urðu því að vinna hinn venju- lega vinnutíma á daginn auk þess sem þeir vöktu með foringjan- um um nætur, því að allir urðu að vera á sínum stað, ef Stalin þurfti á einhverjum að halda eða hann þurfti að fá einhverjar upp- lýsingar. En svo komst allt í eðli- legt horf þegar Stalin lézt. Nú vinnum við mjög skynsamlega“. á má bæta því við, að samkvæmt nýrri tilskipun frá Zhukov eiga allir foringjar í hernum að stunda leikfimi í klukkustund á morgnana áður en vinna hefst. Margir herforingjar vinna í ýmsum ráðuneytum í Kreml svo að líklegt má telja, að dagurinn byrji þar kl. 8 með því að foringjarnir stökkva nokkrum sinnum yfir hestinn og fara koll- Myndip þessap era teknap af Krúsjeff, er flutt var viðtal við hann í bandarískri útvarpsstöð fyrir skemmstu. hnís. Hvort þeir taka lýsið á und- an eða eftir er ekki vitað. 1 yrir utan ungverska innanríkisráðuneytið i Búdapest standa daglega margir gljáfægð- ir bandarískir fólksbilar af nýj- ustu gerð. Sagan segir, að Ung- verji einn hafi átt leið þar fram- hjá á dögunum og dokað við til þess að skoða þessa fögru gripi nánar. Annar Ungverji gekk þar um og vatt sér þá að hinum fyrr- nefnda og spurði: Hvernig lízt þér á þá þessa? Þetta eru fallegustu rússnesku bílarnir, sem ég hef séð — fal- legustu bílar í heimi — svaraði sá fyrri. Ha, veiztu ekki hvaða bílar þetta eru? Jú, ég vissi ekki hver þér voruð. Tekjuháir betlarar B andarískir betlarar eru sagðir þeir tekjuhæstu í heimi. Einn þeirra var á dögun- um gerður brottrækur úr New Jersey og gert að greiða 50 doll- ara í sekt. Hann hefur ekki verið lengi að „vinna“ upp sektina, því að daglegar tekjur hans voru 50—100 dollarar. Þessi betlari, sem mun ekki vera nein undan- tekning hvað háar tekjur snert- ir, hefur komizt upp í meira en 50 dollara á klst. H. ann heitir Gonzales og komst í fréttir dagblaðanna, er hanh var rekinn frá New Jersey. Hann er 23 ára að aldri, einhentur, og leikur á harmoniku á götum og gatnamótum, leggur hattinn sinn á stéttina við fætur sér — og vegfarendur kasta skildingi í hattinn til þess að styrkja „fátæklinginn“. Að lokn- um „vinnutima", sem sjaldan er mjög langur, er Gonzales enginn betlari. Hann býr á dýrum gisti- húsum, berst mikið á, gefur mik- ið þjórfé, og hefur meira að segja eins konar umboðsmann, sem fylgir honum jafnan eftir og sér um að „betlarinn" þurfi ekki einu sinni að bera harmoniku sína. Umboðsmaðurinn sér um allar fjárreiður, leitar að góðum „vinnustöðum", þegar þeir flytja milli borga — og gerir yfirleitt allt, sem gera þarf — fyrir gott kaup. Alif dönsku sljómarinnar í veði Gjaldeyrissfaðan versnar enn KAUPMANNAHÖFN, 5. júní: — Eins og kunnugt er, hefur hin nýja stjórn Danmerkur ákveðið að leggja fram frumvarp í þing- inu hinn 11. júní nk., þar sem gert er ráð fyrir miklum sparnaði, t.d. hyggst stjórnin fá 100 millj. d. kr. með skylduspamaði. Þá hyggst stjórnin ná 100 millj. d. kr. með nýjum sköttum á tóbak og áfengi. — Samtímis því, sem unnið er að þessu frumvarpi nem Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.