Morgunblaðið - 12.06.1957, Side 9
Miðvikudagur 12. júní 195T
MORGVNBLAÐIÐ
9
Mynd þessari var nýlega smyglað út úr Estlandi og er hún talin mjög einkennandi fyrir byggingar-
lag það sem tíðkast þar í landi við þjóðfélagskerfi sósíalismans. I»ar sem helköld krumla ríkisvaldsins
grípur alls staðar inn, hefur almenningur lítinn áhuga á að vanda verk sín. — Húsið á myndinni var
byggt fyrir tveimur árum. Nú verður að reisa skásíífur við þuð svo það ekki hrynji.
Þjóðernisstefna Estlendinga blómgast
undir kúgun og n/lend uskipulagi
Hvenær sem bilbugur fyndist d rússneska
kúgunarvaldinu mun uppreisn brjótast út,
segir August Rei forsætis rdðherra útlaga-
stjórnar Estlendinga
AUGUST REI, forsætisráð-
herra hinnar einu löglegu
ríkisstjórnar Estlands, heim-
sótti fsland yfir hvítasunnuna.
Stjórn hans varð að flýja land,
vegna innrásar Rússa og hef-
ur nú aðsetur í Stokkhólmi.
En hann segir við fréttamann
Mbl. — Stjórnin situr í Stokk-
hólmi aðeins til bráðabirgða,
því að einhverntíma mun sá
dagur upp renna að rússneski
innrásarherinn verður að
hverfa úr landi og Estland rís
upp á ný sem frjálst og óháð
ríki.
Forsætisráðherrann er 71 árs
að aldri. Sá aldur sést þó ekki
á honum, heldur er hann kvik-
ur í hreyfingum sem ungur
maður, örskjótur til svars og
enn er hann brennandi af
áhuga fyrir því sem fyrir hon-
um er mál málanna, frelsi
þjóðar sinnar.
★
UPPREISN GETUR
BLOSSAÐ UPP
— Hvernig álítið þér þá að
Estlendingar uni nú hinu rúss-
neska hernámi?
— í stuttu máli sagt, það er
ákaflega spenna í landinu. All
ar upplýsingar að heiman
benda til þess, að upp úr geti
soðið, hvenær sem er. Þetta
sést m. a. skýrt jafnvel af þeim
blöðum, sem kommúnistar
sjálfir gefa út í Estlandi. Að
vísu er máske ekki líklegt að
Estlendingar einir rísi upp,
því að þeir hafa ekki afl á við
rússnesku stórþjóðina. En ef
bylting kviknaði í sjálfu Rúss-
landi er enginn vafi á því að
jafnskjótt myndi kvikna upp-
skjótt sem nokkurn bilbug var
að finna á hernaðarveldi zars-
ins.
— Haldið þér að Estlendingar
heima hafi fregnað atburðina í
Ungverjalandi?
— Já, svo virðist sem Estlend-
ingar þekki glöggt til þeirra at-
burða, þrátt fyrir þögn valdhaf-
anna um þá. Vafalaust hefur al-
menningur hlýtt á útvarpssend-
ingar frá vestrænum löndum um
þessa viðburði og fréttir hafa
borizt einnig með ýmsum öðrum
hætti. Og það er ég viss um, að
fólkið heima í Estlandi hefur
fylgzt með þeim atburðum af
sérstökum áhuga. Ungverjar eru
frændþjóð okkar. Við Estlending
ar, Finnar og Ungverjar erum
allir af sama úgríska þjóðstofn-
inum og höfum all-næma sam-
kennd.
SUNDRUNG MEÐAL
' KOMMÚNISTA
— En viljið þér þá svara einni
spurningu, herra forsætisráð-
reisnarbál í Estlandi, sem og
öllum Eystrasaltsríkjunum.
Að því Ieyti er ástandið líkt
og í byltingartilrauninni 1905.
Þá brauzt út uppreisn jafn-
herra. Eins og allir vita, þá kvikn
aði ungverska byltingin upp úr
ágreiningi í sjálfum kommún-
istaflokknum. Er nú um nokkurn
slíkan ágreining að ræða í hin-
um ráðandi kommúnistaflokki
Estlands?
— Já, og ástandið er að mörgu
leyti svipað og var í Ungverja-
landi fyrir byltinguna. Mennta-
menn, sem áður höfðu neyðzt til
að fylgja kommúnistum að mál-
um eru í uppreisnarhug. Rithöf-
undarnir krefjast þess að horfið
verði hið bráðasta frá skoðana-
kúgun og sögufölsunum Stalin-
tímabilsins. Þetta hefur þegar
haft nokkur áhrif. Tekin hefur
verið úr umferð kennslubók í
sögu Estlands, er samin hafði
verið á Stalin-tímanum og var
að sjálfsögðu full af staðlausum
stöfum og rangfærslum. Margir
rithöfundar hafa hafnað hand-
leiðslu kommúnistaflokksins í
verkum sínum og fyrir nokkru
gerðust þau undur að bókmennta-
tímarit eitt birti ástarkvæði. En
í 10 ár hafði það tímarit ekki
birt ástarkvæði nema til Stalins.
RAKOSI ESTLANDS
HEITIR KÁBIN
í Sovét-Estlandi heldur enn
völdum þjóðsvikari og Rússa-
leppur sá, sem líkja má við
Rakósi í Ungverjalandi. Hann
heitir Ivan Kábin og hafði um
langan aldur búið í Rússlandi.
Var hann með líkum bætti og
Rakósi búinn að týna sínu eig-
in þjóðerni og orðinn miklu
mcira Rússi en Estlendingur.
Þegar hann komst til valda
fyrir náð Stalins 1949, fram-
kvæmdi hann hreinsun í est-
neska kommúnistaflokknum.
Voru þá þúsundir andstæðinga
hans í flokknum myrtir eða
sendir í þrælabúðir.
En Kábins-armurinn á nú
við meiri örðugleika að stríða
en áður, því að eftir dauða
Stalins slepptu Rússar þeim
úr þrælabúðunum. Þeir sem
eftir lifðu hafa nú snúið heim.
Þeir hata Kábin og sjá það
sem æðsta takmark sitt að
klekkja á honum. Þessi hópur
heflur líka aðstöðu og fylgis-
menn Nagys í Ungverjal. og
Gomulka í Póllandi. Sá er þó
mundurinn, að Rússar myndu
aldrei fallast á þjóðlegan
kommúnisma í Estlandi. Allt
slíkt myndu þeir brjóta vægð-
arlaust á bak aftur því að þeir
telja landið hluta af sjálfum
Sovétríkjunum.
VANDAMENN GEYMDIR
SEM GISLAR
— Þér sögðuð að ferðalög væru
nú orðin auðveldari til og frá
Estlandi. Hafa menn fengið að
ferðast frá landinu til Vestur-
Evrópu?
— Ja, frjálsar eru ferðirnar
ekki, en í fyrra fékk 100 manna
hópur frá Estlandi að fara í
skemmtiferð m.a. til Finnlands
og Svíþjóðar. í þennan hóp voru
valdir menn sem kommúnistar
þóttust geta treyst. Samt var það
mjög eftirtektarvert í ferðinni
voru engin hjón saman. Ef maður
talaði við karlmann í hópnum, þá
upplýsti hann að kona hans hefði
orðið eftir heima, og ef maður
talaði við konu í hópnum, þá upp
lýsti hún, að eiginmaður hennar
sæti heima í Estlandi. Var eng-
inn vafi, hvað hér var á seyði,
makanum var haldið eftir sem
gísl.
Eitt af verkefnum þessa hóps
átti að vera að sannfæra útlaga
Esta, um það að allt væri blessað
og gott heima og nú skyldu þeir
snúa heim. Árangurinn varð
samt nokkuð annar, því að ferða-
fólkið gat ekki dulið óánægju
sína yfir bágum lífskjörum í
heimalandinu.
AND-SÓSÍALÍSKAR FERÐA-
SÖGUR BANNAÐAR
Þegar ferðafólkið kom heim,
tóku sumir að skrifa ferðaþætti
í estnesk blöð, þar sem þeir
lýstu því hve lífskjör manna í
Vestur-Evrópu væru miklu
betri. Þeir lýstu bílunum, hve vel
fólkið væri klætt og hve íbúðar-
húsin væru vönduð. Nokkru sið-
ar brást estneska kommúnista-
stjórnin hart við og gaf út reglu-
gerð, þar sem bannað er að skrifa
slíkar and-sósíalískar ferðasögur.
Ástandið í Estlandi er nú með
þeim hætti, að slíkar frásagnir
af velsæld á Vesturlöndum eru
aðeins til þess fallnar að auka
kurrinn. Það er sérstaklega land-
búnaðurinn sem liggur í rústum,
vegna tilrauna kommúnista með
samyrkjubú. Kjör samyrkju-
bændanna eru fyrir neðan allt
það sem þekkist á Vesturlöndum,
enda flýja menn strax og þeir
geta úr sveitunum. Matvæla-
skortur er í þessu landi, sem áður
hafði mikla matvælaframleiðslu,
og er ekki hægt að líkja yfirráð-
um Rússa í Estlandi við neitt
annað en argasta nýlenduskipu-
lag. Fyrir nokkru var reist stór
rafmagnsvirkjun við Narva, en
rafmagnið er ekki fyrir Estlend-
Frh. á bls. 14
Við eyðum ekki tímanum í að
ræða mjög, það sem á undan er
gengið, aldalanga kúgun þýzkra
aðalsmanna og rússneskra keis-
aradæmisins á hinni baltnesku
smáþjóð, né heldur hina hörmu-
legu atburði ,þegar Rússar tóku
Estland með herveldi árið 1940
og hafa síðan beitt skefjalausri
grimmd til að bæla niður frelsis-
kenndir þjóðarinnar. Voru
hundruð þúsunda manna fluttir
í ánauð austur í Síberíu og aðr-
ir voru vægðarlaust myrtir af
Stalin-valdinu.
August Rei hefur fórnað allri
ævi sinni í frelsisbaráttu þjóðar
sinnar. Ungur að árum varð hann
að sitja í fangelsum keisarastjórn
arinnar og enn á hann aðeins eitt
áhugamál, að leysa þjóð sína
undan oki Rússa.
BREYTINGAR EFTIR
DAUÐA STALINS
— Fyrir nokkru márum, seg-
ir hann, var mjög örðugt að fá
fréttir frá Estlandi, þvi að það
var með öllu lokað land. Bréfa-
skipti til Vestur-Evrópu voru
þönnuð, estnesk blöð mátti ekki
senda úr landi og ferðir til og
frá Estlandi voru bannaðar öðr-
um en Rússum.
Eftir dauða Stalins hafa orðið
verulegar breytingar á þessu,
þannig að tiltölulega auðvelt er
nú að afla frétta og upplýsinga
af ástandinu í landinu. Þessum
upplýsingum söfnum við saman
og fáum við það heildarsýn yfir
þjóðlífið eins og það er í dag.
Fegurðardísir í Tívolí
í BLÍÐSKAPARVEÐRI og sól-
skini flykktust Reykvíkingar þús
undum saman suður í Tívolí, þar
sem 9 stúlkur komu fram í feg-
urðarsamkeppninni sl. mánu-
dagskvöld. — Úr hópi þeirra
óttu áhorfendur að velja 5, sem
ráðgert var- að kæmu fram á
þriðjudagskvöld og yrði þá kjör-
in úr þeirra hópi „Fegurðar-
drottning fslands 1957“. Verðlaun
hennar eru þau að hún fær rétt
til þess að keppa í ,Miss Universe*
keppninni sem fram fer í Cali-
forníu í júlí næstk. og farareyri
og útbúnað allan greiddan. Hin-
ar stúlkurnar fjórar fá einnig
vegleg verðlaun.
Auglýst hafði verið að 10 stúlk
ur myndu taka þátt í keppninni
en á síðustu stundu brast eina
kjarkinn og voru stúlkurnar því
ekki nema 9 talsins. Voru þær í
smekklegum aðskornum kjólum,
er Dýrleif Ármann hafði teikn-
að og saumað. Gengu þær fram á
sviðið og síðan út eftir palli
nokkrum sem lá langt fram í
áhorfendahópinn. Síðan stilltu
þær sér upp til hliðar við sviðið
unz allar voru komnar fram. Þá
gengu þær á ný upp á sviðið og
kynnirinn sem var Torolf Smith
fréttamaður, bað áhorfendur að
hylla þátttakendurna með fer-
földu húrrahrópL
Þessar 9 stúlkur sem þátt tóku
í keppninni voru flestar mjög
snotrar, en nokkrar þó svo a3
ekki þættú frambærilegar er-
lendis í fegurðarsamkeppni.
Dómnefnd sem skera skal úr
ef vafaatkvæði falla er þannig
skipuð: Sigurður Grímsson form.,
Bára Sigurjónsdóttir, Jón Eiríks-
son, Sonja B. Helgason og Björn
Th. Björnsson.