Morgunblaðið - 02.08.1957, Qupperneq 2
2
MORC1J1SBL4Ð1Ð
Fötudagur 2. ágúst 195T
*
Tölufalsanir Þjóðvilians lag-
færbar um 20 milij. á einum degi!
Enn eru þó tötur bIaðs ins
brenglaðar og falsaðar
ÞJÓÐVTLJINN heldur áfram
að falsa tölur í sambandi vtð
niðurjöfnun útsvara. Höfund-
ur þessara árása á niðurjöfn-
unarnefnd Beykjavíkur er
Ingi R. Helgason, annar full-
trúi kommúnista í bæjar-
stjórn Reykjavíkur.
Sú framför er þó orðin, að
I. R. H. neyðist nú til að leið-
rétta falsanir sínar að nokkru,
er röng að því leyti, að burtfell-
ingar útsvara í bæjarreikningun-
um miðast eðlilega við útsvör
árið áður, og notar því I. R. H.
hér rangar tölur. En út í þetta
skal ekki farið lengra, því al-
menningur hefur hvorki ánægju
né upplýsingu af löngum tölu-
þvælum, — og þá ekki sízt, þeg-
ar allt er ýmist brenglað eða
beinlínis falsað, eins og er hja
I. R. H.
Mergurinn málsins í sambandi
við árásirnar á niðurjöfnunar-
nefnd er þessi:
1) Niðurjöfnunarnefnd hefur
ætíð lagt útsvörin á í samræmi
við fjárhagsáætlun og lögin um
útsvör, og aldrei komið hærri
upphæð til innheimtu en heimilt
er.
2) öll niðurjöfnunarnefndin,
án tillits til stjórnmálaflokka;
hefur ætíð verið sammála um
aðferðir við álagningu útsvara og
hvaða útsvarsstiga skuli nota.
Ekki er ástæða til að gera smá-
grein 1 Tímanum í gær að um-
talsefni, með því að hún er að-
eins bergmál af Þj óðvilj anum,
eins og oft endranær.
HátíðahÖld um verzlunar
mannahelgina í Tívolí
og munar það bvorki meira
né minna en 20 millj. króna
frá því í fyrradag. Er það vel
af sér vikið á einum degi. Nú
er það, sem Ingi telur 'að níð-
urjöfnunarnefnd hafi „rænt“,
þó ekki orðið nema um 25
milij. kr. í stað 45 millj., sem
Þjóðviljinn skrifaði um á dög-
unum.
Þarna gleymir I. R. H. þó, að
I hverjum bæjarreikningi árið
1951—1956 er liður, sem heitir
„oftalin útsvör" og eru það út-
svör ,sem talin hafa verið til
tekna áður, en síðan verið felld
niður. Nemur þetta samtals 1,6
millj. kr. á umræddu árabili.
Auk þess hirðir Ingi ekki um,
að 16,6 millj. kr. voru við reikn-
ingsuppgjör 1956 ekki enn inn-
heimtar frá fyrri árum. Það, sem
þá er eftir, er það rúmlega eina
prósent, sem innheimzt hefur upp
í þau 5—10%, sem útsvarslögin
fyrirskipa, að lögð sKuli á fram
yfir það, sem fjárhagsáætlun
bæjarins tiltekur. I. R. H. til leið-
beiningar, skal honum bent á,
að hann gleymir alltaf að reikna
með þessum 5—10%, sem laga-
skylda er að leggja á, og munar
það nokkrum tugum milljóna á
því tímabili, sem hann reiknar
með. Loks skal honum bent á,
að töluröð hans í þriðja dálki
á öftustu síðu Þjóðviljans í gær
MYNDARLEG og fjölbreytt há-
tíðahöld verða í Tívolí um verzl-
unarmannahelgina, svo sem
venja hefur verið undanfarandi
ár.
Það er orðin föst venja Reyk-
víkinga að gera sér dagamun um
þessa helgi, og skemmtigarður
Reykvíkinga hefur um mörg und-
anfarandi ár sett svip sinn á há-
tíðahöldin.
Að þessu sinni standa hátíðar-
höldin í þrjá daga, laugardag,
sunnudag og mánudag ,og hefur
verið vel til þeirra vandað. —
Skemmtiskráin er fjölbreytt.
Hátíðahöldin hefjast á laugar-
dagskvöld kl. 21,15 en garðurinn
verður opnaður kl. 20. Þá verður
leikþáttur undir stjórn Ævars
Kvarans, Baldur Georgs sýnir
töfrabrögð, hin góðkunna söng-
kona Hanna Ragnars syngur dæg-
urlög. Úrsus sýnir aflraunir og
Karl Guðmundsson fer með gam-
anþátt. Loks verður dansað á Tí-
voli-pallinum til kl. 2 við undir-
leik hljómsveitar Sigmundar
Júlíussonar.
A sunnudag verður margt til
skemmtunar, Kl. 16,15 hefst sið-
degisþáttur hátíðahaldanna þann
dag. Af skemmiatriðum má neína
nýstárlegt einvígi yfir Tívolí-
tjörninni, og má búast við, að
einhver fái þar ófrjálst bað. Þá
verður kappróður yfir Tívolí-
tjörnina. Gjafapökkum verður
varpað úr flugvél. Um kvöldið
verða fjölmörg skemmtiatriði,
leikþáttur, aflraunasýning, gam-
anþáttur Karls Guðmundssonar
o. fl. Dansað til kl. 1.
Hámark hátíðahaldanna verð-
ur á mánudag. Síðdegis hefst
skemmtun kl. 16,15 og verður
margt til skemmtunar. — Um
kvöldið verður fjölþætt skemmti-
skrá: aflraunasýning, búktal,
dægurlagasöngur, pökkum varp-
að úr flugvél, og í einum þeirra
verður farseðill til Englands með
ms. Gullfossi. Þá verða bráð-
skemmtilegir leikþættir þeirra
Áróru og Emiliu, og heitir einn
þeirra „Uppmæling vegna feg-
urðarsamkeppninnar". Þá er
gamanþáttur Karls Guðmunds-
sonar. Kl. 12 á miðnætti verður
flugeldasýning. Dansað verður
til kl. 2 eftir miðnætti, og lýkur
þá hátíðahöldunum.
Skemmtitæki garðsins verða
opin allan timann. Ferðir verða
frá Búnaðarfélagshúsinu með
Strætisvögnum Reykjavíkur alla
dagana.
Ungverskt flóttafólk
og Þjóðviljinn
SVO sem alkunnugt er, hefur
ungverskt flóttafólk verið sér-
stakur þyrnir í augum Þjóðvilj-
ans og aðstandenda hans og í því
blaði hefur verið reynt að gera
Rauða kross íslands tortryggi-
legan fyrir að hafa átt frum-
kvæðið að komu þess hingað.
í Þjóðviljanum í gær og í fyrra
dag er haldið áfram við sömu
iðju af því tilefni, að undirrit-
aður bauð ekki Þjóðviljanum að
hitta að máli ungverska skák-
manninn Pal Benkö.
Þegar blaðamenn við nokkur
biöð hér í bæ fóru þess á leit við
undirritaðan, að fá tækifæri til
að hitta ungverska skákmanninn,
taldi ég sjálfsagt að greiða fyrir
því, hins vegar taldi ég ekki rétt
að boða til fundarins í nafni
Rauða krossins og hafði hann því
á sjálfs mins vegum. Bæði mátti
gera ráð fyrir því, að skákmað-
urinn kynni að segja fleira en
hann vildi láta hafa eftir sér og
vafasamt að sýna Þjóðviljanum
glíkan trúnað og svo hitt, að það
var bein móðgun við skákmann-
inn að bjóða honum að setjast
til borðs með þeim mönnum, sem
I blindu trúarofstæki eru reiðu-
búnir til að leggja blessun sína
yfir hvers konar óhæfuverk til-
tekinna valdhafa og nú síðast hin-
ar svívirðilegu aðfarir sovét-
stjórnarinnar og leppa hennar
gagnvart ungversku þjóðinni.
Gunnlaugur Þórðarson.
Onassis gerir risahöfn
BRÚSSEL, 1. ágúst: — Belgíska
ríkisstjórnin tilkynnti í dag, að
hún sé að semja við gríska
milljónamæringinn, að hann sjái
um gerð einnar stærstu hafnar í
Evrópu við Zeebriigge í Belgíu.
Forsætisráðherra Belgíu kvaddi
fréttamenn á sinn fund og skýrði
þeim frá þessum merkilegu samn
ingum. Hann sagði m.a. að haf-
skipafloti heimsins ykist nú
hröðum skrefum og væri nauðsyn
legt að haga hafnargerðum svo
að lægi fengist fyrir risaskipin,
sem nú eru í smíðum.
Hafnarmálaráðherra Belgíu
Omer von Audenhoven gaf þær
upplýsingar að belgíska ríkis-
stjórnin hefði skipað samninga-
nefnd, sem setið hefði fundi með
fyrirtækinu .Olympic Shipyards',
én félag þetta annast hafnargerð-
ir og á Onassis hreinan meiri-
hluta hlutabréfa. Samið hefur
verið m.a. um gerð tveggja þurr-
kvía fyrir 65 þúsund og 100 þús.
smálesta skip. Einnig verður ráð-
ist í að byggja skipasmíðastöð,
er getur smíðað 100 þús. smá-
lesta skip.
í sjálfri höfninni verða aðstæð-
ur til að taka á móti 80 þúsund
smálesta skipum. Þarf geysimikl
ar framkvæmdir til þess, því að
Zeebrúgge-höfn er lftil. Verkið
verður þó ekki hafið fyrr en
eftir tvö ár.
Loftárás á vlrki i O ma n
BAHREIN, 1. ágúst: — Brezkar
orrustuflugvélar gerðu í dag loft-
árás á virkið í Nizwa, en þar er
talið að aðalbækistöð uppreisn-
arherjanna í Oman sé.
1 tilkynningu brezka flughers-
ins um þessa árás segir að skotið
hafi verið á virkið og nokkra
skála umhverfis það. íbúar bæjar
ins voru aðvaraðir með 48 klst.
fyrirvara. öruggar fregnir herma
að fimm orrustuflugvélar hafi
tekið þátt í árásinni og flugmenn
hafi ekki orðið varir við að neinir
væru á stjái í virkinu.
Talsmaður uppreisnarforingj-
ans eða imamins, eins og hann er
kallaður, gaf út þá tilkynningu
í Kairo, að Tarek Bin Taimur
bróðir soldánsins af Múskat hefði
verið tekin höndum af uppreisn-
armönnum og 55 af liðsmönnum
soldánsins hefðu farizt í þeim á-
tökum.
Einn af fulltrúum brezka utan-
ríkisráðuneytisins, sem dvelst í
Oman hefur látið í ljósi undrun
yfir þeim fregnum að bróðir
soldánsins hafi verið handtek-
inn, því að síðla dags á miðviku-
dag hefði hann haldið fund með
fréttamönnum í Múskat og ekki
sé vitað um neina vopnaviður-
eign aðfaranótt fimmtudagsins.
Fulltrúinn varaði menn við að
trúa fréttatilkynningum þeim
sem uppreisnarmenn gæfu út í
Kairo. Þær hefðu oft við ekkert
að styðjast.
Fyrir nokkru luku þrír íslenzkir starfsmenn varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli verkstjóranámskeiði, ,Management Course',
sem heimilar þeim að veita. forstöðu ákveðnum stofnunum og
verkefnum á vegum varnarliðsins. Myndin sýnir er þeim voru
afhent prófskírteini við lok námskeiðsins. — Talið frá vinstri:
Leslie B. Shaw, foringi herráðs varnarliðsins, Jón Bergsson, að-
stoðarverkstjóri við vélaviðgerðir, Friðrik Jóhannsson, verk-
stjóri við veitingahús hersins, og Kristján Júlíusson, yfirverk-
stjóri þvottahúss og efnalaugar.
Blindraheimili verður reisl á vegamólum
Hamrahlíðar og Slakkahlíðar
Teikningu hússins er þegar lokið
AÐALFUNDUR Blindrafélagsins
var haldinn 15. júií 1957 í húsi
félagsins Grundarstíg 11. Á fund-
inum voru rakin störf félagsins á
árinu, reikningar lesnir og skýrð-
ir, og gefið yfirlit um hag þess.
Reikningar sýndu að hrein
eign í árslok var kr. 1,016,000 og
tekjuafgangur ársins 176 þús. kr.
Merkjasala félagsins hafði geng-
ið vel, gjafir og áheit fóru vax-
andi, og m. a. gaf Einar M. Jóns-
son félaginu stofn að sjóði er ber
nafnið Helen Kelier sjóður, og
skal vöxtum hans varið til glaðn-
ings blindu fólki. Samanburður
við liðin ár sýnir að afkoma árs-
ins var góð, fjárhagur fer sífellt
batnandi. — Starfræksla vinnu-
stofunnar gekk vel á árinu.
Á fundinum var því lýst að
Lionklúbburinn í Rvík hefði gef-
ið fjölritara til þess að auka út-
gáfu ritverka fyrir blint fólk á
íslandi og ennfremur var til-
kynnt að Sameinaðir verktakar
hefðu ákveðið að gefa félaginu
mótatimbur fyrir kr. 10 þús.
vegna fyrirhugaðrar byggingar,
og þakkaði fundurinn í nafni fé-
lagsins báðum þessum aðilum.
Á fundinum urðu miklar um-
ræður um næsta verkefni félags-
ins, en það er bygging fullkom-
ins blindraheimilis í Reykjavík
og hefur þegar verið mikið unnið
að undirbúningi þess. Forráða-
menn Reykjavíkur hafa afhent
félaginu lóð á ágætum stað við
Hamrahlíð og Stakkahlíð undir
stórhýsi, og s.l. vetur gerði húsa-
meistari ríkisins teikningu af
fyrirhuguðu blindraheimili, er
verður allt í senn: vinnustofur,
skólahúsnæði, íbúðir fyrir blint
fólk, og samsvarar að öllu leyti
þeim kröfum er gera verður um
slíka stofnun, og var fyrirkomu-
lagi öllu lýst rækilega á fundin-
um.
Fundarmenn voru bjartsýnir
um framgang þessa máls, og var
lögð áherzla á að félagið yrði að
hefja byrjunarframkvæmdir þeg-
ar á þessu sumri, og var því beint
til stjórnar og byggingamefndar
félagsins að fara þegar að vinna
að því.
Að síðustu beindi fundurinn
þakklæti til allra þeirra sem hafa
stutt félagið allt frá því að það
hóf starfsemi sína og þar með
gert því kleift að ráðast í stór-
brotnar framkvæmdir. Þá heitir
félagið nú á liðsinni allra góðra
manna og kvenna í landinu til
framgangs því að hér rísi full-
komið blindraheimili sem allra
fyrst. ^
Stjórn félagsins var endur-
kjörin, en hana skipa: Benedikt
K. Benónýsson, Margrét Andrés-
dóttir, Guðmundur Jóhannesson,
Kr. Guðmundur Guðmundsson
og Hannes M. Stephensen.
í Árnessýslu helur þurrkur
humluð gróðri verulegu
Ufengi eru varla Ijáberandi ennþá
SELJATUNGU, Gaulverjabæjar-
hreppi, 30. júlí. — Heyskapur hef
ur gengið afbragðs vel hér í
sveit í sumar. Víða em mrenn
langt komnir að hirða tún sín og
á einstaka bæjum er búið að al-
hirða. Útengi eru mjög illa sprott
in eða næstum ekki Ijáberandi.
Valllendi tekið að spretta
Þessu veldur mest um vatns-
leysi í vor. Áveitur voru mjög
skamihan tíma á flæðiengjunum
og svo tóku við þurrkar sem stað
ið hafa síðan. Nú fyrst er von til
þess að valllendi fari að spretta
eftir rigningarskúrirnar sem kom
ið hafa undanfarna daga. Bændur
hér segja að annað eins þurrka-
sumar hafi ekki komið hér síðan
1939.
Fleygt fram í rignlngunni
Töðufall hefur verið allgott og
ekkert ódrýgst. Háarspretta hef
ur aftur á móti engin verið þar
til síðustu daga að henni hefur
fleygt fram í rigningunni.
Lá við skemmdum
Fyrir nokkru lá við að skemmd
ir yrðu I sandkartöflugörðum
vegna þurrkana. Var það vegn»
þess að sandagrðar hitna mjög
mikið í hitum og þurrkum og er
þá kartöflunum hætt. Vætan
kom þessvegna eins og Guðsgjöf,
áður en verra hlauzt af. KartöfL
ur eru nú að koma á markaðinn,
þótt lítið sé. Eru þær aðallega fré
Eyrarbakka. — Gunnar.
ísófópar til
Rússlands
WASHINGTON, 1. ágúst: —
Bandaríska kjarnorkustofnunin
upplýsti í dag að geislavirkir
ísótópar hefðu nú verið sendir I
fyrsta skipti frá Bandaríkjunum
til Rússlands. Eru þeir ætlaðir
til kxabbameinsrannsókna í RáS-
stj órnarríkj unum.