Morgunblaðið - 02.08.1957, Page 6
6
MORCUNBLAÐ1Ð
Fötudagur 2. ágúst 1957
AÐVÖRUN TRUMANS FYRRV.
B AND ARIKJ AFORSET A
TRUMAN fyrrv. Bandaríkja-
forseti hefir ekki mikið
látið á sér bera síðan
hann lét af embætti. Að vísu hef-
ur hann skrifað endurminningar
sínar, sem þykja allmerk bók og
ennfremur hefur hann látið til
sín heyra við einstöku tækifæri
og er jafnan gefinn gaumur að
þvi, sem hann hefur fram að bera.
Nýlega birti Truman blaðagrein,
sem kom út í fjölmörgum ame-
rískum blöðum og þar á meðal
stórblaðinu New York Times.
Greinin er skrifuð í tilefni af
þeirri stjórnarbreytingu, sem orð-
ið hefur í Rússlandi og fjallar
um hvers megi af henni vænta
og hver sé hin rétta afstaða vest-
rænna manna í þessu sambandi.
í greininni er ýmislegt athyglis-
vert og verður hún rakin hér á
eftir í megin dráttum.
Mér finnst, segir Truman, að
vestrænir menn ætu raunar að
láta sér í léttu rúmi liggja og
ekki láta það hafa áhrif á ákvarð-
anir sínar hvort einræðið í Rúss-
landi er í höndum hersins, er
hernaðarlegt einræði eða er í
höndum stjórnmálamanna, eins
eða fleiri. Vestrænir menn ættu
líka að fara varlega í það að
gefa rússnesku þjóðinni tilefni
til að halda, að þeim sé það ljúf-
ara að hernaðarlegt einræði sé
í Rússlandi heldur en ef ein-
hverjir af þeim stjórnmálamönn-
um, sem telja sig erfingja Stalins,
berjist til valda. Þangað til rúss-
neska þjóðin sjálf vaknar til vit-
undar um að það er hún, þjóðin,
sem á að taka valdið í sínar
hendur þá hljóta lýðræðisþjóð-
irnar í vestri að horfa tortryggn-
um augum til sérhverrar stjórn-
ar, sem í Rússlandi er, sama hvort
í taumana heldur hermaður eða
stjórnmálamaður.
Því verður ekki neitað að eins
og útlitið er nú virðist svo sem
herinn sé í þann veginn að fá úr-
slitaáhrif á rússnesk stjórnmál,
heldur Truman áfram. í fyrsta
sinn síðan byltingin var gerð
1917 hefur atvinnuhermaður feng
ið úrslitaáhrif í stjórn landsins.
Krúsjeff varð að fá aðstoð Súkovs
marskálks til þess að geta ýtt af
höndum sér þeim Moíotov, Malen
kov og Kaganovich. Það var líka
mjög táknrænt að Sjúkov mar-
skálkur, sem er atvinnuhermað-
ur, tók að sér að gefa út yfir-
lýsingu varðandi stórpólitísk efni
og taldi sig þá mæla í nafni rúss-
nesku þjóðarinnar og kommún-
istaflokksins.
Við eigum að fylgjast vel með
því sem gerist í Rússlandi í fram-
haldi af þessari seinustu umbylt-
ingu, því vel má vera að hún
hafi verið upphaf nýrrar sögu-
legrar viðburðarásar. Þegar ein-
ræði stjórnmálamanna verður
gegnsýrt af innbyrðis deilum um
völd þá er hernaðareinræði venju
lega það sem við tekur. Þetta
sýnir sagan glögglega allt frá
Alexander mikla, Július Caesar
og Napoleon eftir frönsku stjórn-
arbyltinguna, og líka eru þeir
Hitler og Mussolini dæmi um
svipað.
Það er alveg sama hvort Súkov
marskálkur tekur nú einn völdin
í Rússlandi eða skiptir þeim með
sér og Krúsjeff, sem hann bjarg-
aði, að það er staðreynd að sér-
hvert einveldi, hvort sem því er
haldið uppi af einum manni eða
klíku, er stjórnarfar, sem fram-
þvingar vilja sinn gagnvart þjóð-
inni en fær ekki völd sín frá
henni. Vestrænir menn hljóta að
líta tortryggnum augum á sér-
hvert einveldi og hermaður í
stóru einræðisríki hefur í þeirra
augum ekkert aðdráttarafl og þá
ekki heldur Súkov, sem átti hlut
að hinni villidýrslegu kúgun á
ungversku þjóðinni.
Harry S. Truman
Með þolinmæði og einbeitni
hygg ég að við getum viðhaldið
heimsfriðnum og í fyllingu tím-
ans minnkað byrðina af vígbún-
aðinum. En ég vil minna stjórn-
málamenn okkar á hin brotnu lof
orð og framkomu Kreml-manna,
að öðru leyti, sem ekki er til þess
fallin að vekja traust. í þessu
sambandi verður alltaf að muna
það að við eigum hér við klíku
en ekki við þjóð, klíku, sem ekki
telur sjálfsagt að standa við gerða
samninga. Þessi klíka í Kreml og
það er alveg sama hve oft hún
breytir um mynd, heíur fyrst og
fremst það áhugaefni að halda
sjálfri sér við völd í Rússlandi
og í framhaldi af því að leita
eftir heimsyfirráðum.
í meira en áratug var Molotov
tákn og oddviti hinnar þrákelknis
legu og tillitslausu stefnu Rússa.
Molotov reyndi að eyðileggja
hvert það samkomulag sem kom-
izt var að við Stalin. Ég fann
það að þegar ég hafði sjálfur
reynt samninga við Stalin, þá
reyndi Molotov alltaf að blanda
sér 1 málin og koma því til leið
ar að það samkomulag, sem gert
hafði verið, yrði rofið. Þegar ég
hitti Molotov í fyrsta sinn, nokkr
um dögum eftir að ég varð for-
seti, þa benti ég honum á þá
erfiðleika í sambúð við Rússa,
sem stöfuðu af því hve Rússar
héldu illa þá samninga, sem þeir
gerðu. Ég sagði Molotov, að hann
yrði að athuga, að friður væri á
valdi tveggja en ekki eins aðila
og að lýðræðisþjóðirnar héldu
ætíð samninga sína og væntu þess
að Rússar gerðu hið sama. Molo-
tov kvartaði yfir því, að þannig
hefði enginn maður talað til hans
fyrr en ég sagði: „Standið við
samninga ykkar og þá mun held-
'ur ekki verða talað við ykkur
á þennan hátt“. Mér var það þeg-
arí upphafi ljóst að Molotov var
hinn mesti Þrándur í götu fyrir
því, að hægt væri að taka upp
vinsamlega sambúð við Rússa.
Reynslan sýndi, að hann vildi
raunverulega aldrei neina samn-
inga. Hans hlutverk var að koma
af stað árekstrum og valda trufl-
unum á alþjóðamálum. Á hinn
bóginn virtist Stalin stundum
vera sáttfúsari og það bar við að
ég hafði ástæðu til að vona að
ég gæti komizt að samkomulagi
við hann og lét það í ljósi. En
Stalin var af þessum sama skóla
st j órnmálalegra ofbeldisseggja
og hann stóð heldur ekki við það,
sem hann hafði lofað, en kom á
yfirborðinu fram sem friðelsk-
andi og reiðubúinn til samvinnu.
Stalin notaði Molotov til þess að
breiða yfir það, sem honum sjálf
um bjó í brjósti.
Þrátt fyrir þá reynslu sem við
höfum af stjórnmálamönnum
hætta við að reyna að komast að
Sovétríkjánna megum við ekki
samkomulagi. En við verðum að
sjá um, að þeir búi við fullt ör-
yggi, sem ætlast er til að fórni
einhverju af því sem þeir hafa
komið sér upp í öryggisskyni til
þess að auðvelda afvopnun. Á
endanum mun vafalaust nást sam
komulag um afvopnun og þá sér
staklega takmörkun kjarnörku-
vopna vegna þess hve hættuleg
þau eru þannig að til lengdar
verður ekki staðið á móti sam-
komulagi um svo voðaleg vopn
Það var árið 1945, sem ég ósk-
aði eftir afvopnunarráðstefnu og
hafði þá í huga að komið yrði á
eftirliti með öllum vopnabúnaði,
hverju nafni, sem hann nefnist,
innan Sameinuðu þjóðanna.
Þessi uppástunga strandaði á
Rússum. Ef að svo hefði ekki far
ið, hefðum við verið búnir að ná
samkomulagi um afvopnun fyrir
langa löngu síðan. Bandaríkja-
menn hafa alltaf verið fyrstir til
að stinga upp á afvopnun.
Eftir styrjöldina afvopnuðust
þeir á undan öðrum en sú fórn
var notuð til þess af einræðis-
herrum Rússa að teygja klærnar
lengra en áður. Ef Bandaríkin
hefðu ekki afyopnast, þegar þau
gerðu það, má vera að saga ver-
aldarinnar hefði orðið önnur ea
hún hefur orðið. Atburðirnir
sýndu að jafnskjótt sem Banda-
ríkin minnkuðu herstyrk sinn þá
rek hver árásin aðra. Fyrst kom
Japan, Þýzkaland og Ítalía og síð-
an komu ofbeldisverk Rússa og
kommúnista í Kína.
Þetta eru megindrættirnir 1
grein Trumans. Hann er þar
sömu skoðunar og margir aðrir
í Bandaríkjunum, að Rússum sé
sízt af öllu treystandi þannig, að
það sé mjög óvarlegt af Banda-
ríkjamönnum að samþykkja
nokkra verulega afvopnun með-
an stjórnarfar sé í Rússlandi, eins
og það er nú.
Þeir menn sem þessu halda
fram hugsa sem svo, að ef Banda-
ríkjamaan slaki til á vopnabún-
aði sínum, muni Rússar fc'átt
fyrir allt eftirlit, verða tilbúnir
til að svíkja alla samnirga og
reka síðan á eftir rýtinginn í bak
lýðræðisríkjanna. Svo róttæk er
tortryggnin í garð Rússa. Grein
Trumans er eitt af því, sem ber
vott um þetta og þessar skoðanir
eru það áberandi að vafalaust
hafa þær sína þýðingu í sam-
bandi við þær umræður, sem nú
fara fram um afvopnun.
Kappreiðar hestamanna-
félagsins Stíganda
SAUÐÁRKRÓKI, 22. júlí. — Hin.
ar árlegu kappreiðar og góðhesta
keppni Hestamannafélagsins Stíg
Til góðhestakeppninnar mættu
13 hestar og mátti þar sjá glæsi-
lega gæðinga. Farandbikar Stíg-
anda hlaut Blesi Árna Guðmunds
anda í Skagafirði fóru fram á sonar á Sauðárkróki og er það í
Vallabökkum sunnudaginn 21.
júlí. Veður var dýrðarfagurt og
mannfjöldi á bökkunum, sem
skemmti sér vel.
shrifar úr
dagieqa lifinu
Svar til Þjóðleikhússins
frá framkvstj. B.Í.L,
Sveinbirni Jónssyni
1 A 000 00 + 3 000 00 + 2 583 10
IV = 15 583 10 kr.
Það er rétt með farið hjá Vel-
vakanda að Bandalag íslenzkra
leikfélaga greiddi Þjóðleikhús-
inu kr. 13 000 00 — þrettán þús-
und krónur — fyrir eina sýn-
ingu og æfingu sem Riksteatret
hafði hér í byrjun sl. mánaðar.
Auk þessa fær Þjóðleikhúsið
tekjur af skemmtanaskatti þeim,
sem greiddur var af fjórum sýn-
ingum leikflokksins. Hlutur Þjóð
leikhússins varð kr. 2 583 10 eða
samtals kr. 15 583 10.
Hinn 10. maí sl. var fyrst farið
þess á leit að fá Þjóðleikhúsið
lánað vegna fyrirhugaðra sýn-
inga hér í Reykjavík. Undir-
tektir voru það daufar að fram-
kvæmdastjóri B.Í.L. gerði sér
ferð til menntamálaráðherra og
bað um liðveizlu í málinu og var
þeirri beiðni mjög vinsamlega
tekið. Hinn 20. maí sl. var málið
ítrekað með bréfi til Þjóðleikhúss
ins. Þar segir meðal annars:
„Þar sem Þjóðleikhúsið kemur
til með að njóta óbeinna tekna
af fyrirhuguðum sýningum leik-
flokksins með hlutdeild sinni í
tekjum af skemmtanaskatti,
væntum vér þess að þér getið
lánað húsið án þess að reikna
leigu, en að sjálfsögðu munum
vér greiða allan beinan kostnað
í sambandi við þessi afnot“.
Svar Þjóðleikhússins barst rétt
eftir að það lagði upp í leikför
sína til Noregs og Danmerkur.
Það var hægt að fá Þjóðleikhúsið
leigt gegn 10 000 00 kr. gjaldi fyr-
ir sýningu og kr. 3 000 00 ef um
æfingu væri að ræða. Samtímis
fékk B.Í.L. bréf, þar sem til-
kynnt var að nú þyrfti þeð að
flytja úr herbergi þvi, sem það
hefur haft til afnota undar.farin
ár í Þjóðleikhúsinu. B.Í.L. átti
kost á að fá félagsheimilið Hlé-
garð í Mosfellssveit endurgjalds-
laust og sömuleiðis hið gamla
leikhús Reykvíkinga, Iðnó, gegn
mjög lítilli leigu, en í vináttu-
skyni við Riksteatret’og þar með
norsku þjóðina völdum við bezta
leikhúsið, þótt dýrt væri. Ekki
mun Þjóðleikhúsinu hafa þótt
hugur sinn koma nógu greinilega
fram í leigukjörunum. — Þegar
aðgöngumiðasalan var beðin um
að gera upp söluna fengum við
það svar að bannað hefði verið
að sleppa peningunum í okkar
hendur. Leigan yrði að greiðast
fyrst! Og þegar leiksviðsstjórinn,
Guðni Bjarnason, sem annars var
allur af vilja gerður til að greiða
fyrir sýningunni, var beðinn um
að flytja leiktjöldin úr vöru-
skemmu í leikhúsið, hafði hann
fengið fyrirmæli um að koma
ekki nærri því verki! í svari
Þjóðleikhússins hér í blaðinu
rembist það við að telja upp
starfslið og kostnað við sýnihg-
una. Undirrjtaður hefur ekki
skap til þess að elta ólar við
rangfærslur sem þar koma fram,
en bendir þó á, að Þjóðleikhúsið
þykist hafa greitt 3 000 00 kr. til
10 manna fyrir vinnu í tvo daga
fyrir „upptökur og samsetningu
leiktjalda o. fl.“ Þetta sama verk
var unnið ellefu sinnum úti á
landi og þar unnu 5—6 menn
sama verk á 5 tímum. Tt'úi svo
hver sem getur öðrum útreikn-
ingum Þjóðleikhússins. Urn ann-
an kostnað við leigu sem þessa
er mér ekki með öllu ókunnugt.
Ég man ekki betur en að hafa
sjálfur reiknað út leigu fjórum
til fimm sinnum í þágu leikhúss-
ins og kvartaði þá hvorki leigu-
taki eða leigusali.
Þjóðleikhúsið efar að almenn-
ingur óski þess að leikhúsið
„greiði sýningarkostnað fyrir er-
lenda eða innlenda leikflokka“.
Hvar og hverjir hafa farið fram
á slíkt. Hitt er ekkert efamál.
Almenningur í byggðum landsins
óskar ekki eftir því að Þjóðieik-
húsið reyni að hagnast um fá-
einar þúsundir á menningarmáli
eins og komu norska leikflokks-
ins. Það var almenningur á sýn-
ingarstöðunum út um land sem
greiddi allan kostnað við dvölina
á sýningarstöðunum og samkomu
húsinu voru látin í té enduigjalds
laust. Þessi samvinna fólksins út
um land við Bandalag íslenzkra
leikfélaga er íhugunarverð fyrir
stofnun sem kennir sig við þjóð-
ina.
Það er óþarfi að hafa þessi
skrif lengri. Fólkið á Norður- og
Austurlandi er mjög ánægt með
komu norska leikflokksins. B.Í.L.
og Riksteatret eru þakklát öll-
um samstarfsmönnum sínum og
vonandi samgleðst Þjóðleikhúsið
okkur líka og sýnir í framtíðinni
að það beri nafn sitt með réttu.
Svar Þjóðleikhússstjóra
UT af þessu bréfi Sveinbjarnar
Jónssonar hefur Þjóðleikhús-
ið beðið Velvakanda að geta þess
að það sé óhrakið að leigan fyrir
húsið á einni sýningu hafi verið
kr. 10 000 00, og ekki hærri en
það. Telur hann ekki ástæðu til
að elta ólar frekar við þessi
skrif, þar sem skýrsla leikhúss-
ins um málið í dálkunum hér í
fyrradag hafi skýrt það svo full-
nægjandi sé.
Og þá er þetta mál útrætt hér
í dálktinum.
i
Leiðrétting
VELVAKANDADÁLKUNUM
í gær kom fyrir meinlegt orða-
brengl, sem gerði það að verkum
að persónufornafnið vér stóð í
skökku falli. Setningin átti að
vera svona: „En eitt þykir mér
skorta á meðal margra hér hjá
oss, sem fróðleik unna í þessu
þjóðfélagi"
þriðja sinn ,að hann hreppir verð
launin. Næstur Blesa í þessari
keppni var Sleipnir Þorvaldar
Árnasonar í Stóra-Vatnsskarði og
þá Lýsingur Magnúsar Jónasson-
ar á Sauðárkróki, glæsihestur
mikill og djásn að fegurð.
300 m stökkið vann Fengur
Benedikts Péturssonar á Vatns-
skarði og hljóp hann sprettinn
á 27.2 sek. Fengur er nú 22ja
vetra og hefur hann mætt á öllum
kapreiðum Stíganda og nær ætíð
hlotið 1. verðlaun. Annar í þessu
hlaupf varð Sörli Marinós á Álf-
geirsvöllum á 27,6 sek. og þriðji
Hrafn Erlu Axelsdóttur í Víði-
mýrarseli á 27,9 sek.
Úrslit í 300 m stökkinu urðu
þau, að fyrstur varð Geisli Jóns
Gíslasonar á Sauðárkróki á 22,8
'sek., næstur Stjarni Baldurs
Pálmasonar í Reykjavík á 23,0
sek. og þriðji Höfrungur Bene-
dikts Benediktssonar í Vatns-
skarði.
í folahlaupi, 250 metra spretti,
hlaut 1. verðlaun Geysir Víg-
steins Vernharðssonar í Varma-
hlíð. Hljóp hann á 21 sek. Önnur
verðlaun hlaut Þytur Gunnlaugs
Jónassonar í Hátúni á sama tíma
en sjónarmun, og þriðji varð
Sokkur Sigurlaugar Markúsdótt-
ur í Reykjavík, sem hljóp á 21,1
sek.
Á skeiði voru reyndir átta
hestar, en ekki tókst til betur en
það, að aðeins einn hestanna, Lýs
ingur Magnúsar Jónassonar, lá i
skeiðinu, en náði þó ekki tilskild-
um tíma til verðlauna. Þó svona
slysalega tækist til með skeiðið
mátti þó sjá þarna skemmtileg
tilþrif á skeiði. Vonandi láta
menn þessi úrslit ekki fæla sig
frá að koma með gæðinga sína
til leiks í næstu kappreiðum og
láta þá keppa í þessu skemmti-
lega hlaupi.
Alls mættu til keppni 25 hest-
ar í kappreiðunum og 13 i góð-
hestakeppninni.
Mikil mannaferð var um Skaga
fjörð þennan sunnudag og fóru
menn í flokkum ríðandi til kapp-
reiðanna. Bílaumferð var og
geysimikil. Engar spurnir eru um
slysfarir og verður ekki annað
sagt en að þessi fjölmenna sam-
koma hafi vel tekizt. Félagsmenn
í Stíganda austan Hérðasvatna
sáu um veitingar og voru þær
rausnarlegar. — jón.