Morgunblaðið - 23.08.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.08.1957, Qupperneq 12
12 MORCVNBLAfílÐ FBstudagur 23. ágúst 195T !A ustan Edens eftir John Steinbeck 112 i □- Drengimir leíddu öbru um allt húsið, — opnuðu skápa og komp- ur, til þess að sýna henni vaska, salemi og kertahjálma, sem enn lágu í umbúðunum og biðu þess að grotna í sundur. Alls staðar var þefur af raka og blautum pappír. Börnin læddust á tánum og þau töluðu ekkert, af ótta við bergmálið frá veggjum hins auða húss. Þegar þau voru aftur komin. in*t í stóra salinn, litu tvíburarnir á gest sinn. — „Lízt þér vel á stað inn?“ spurði Aron í hálfum hljóð- um, vegna bergmálsins. „Ja-á“, viðurkenndi hún Hik- andi. „Við leikum okkur stundum hérna“, sagði Cal borginmann- lega. — „Þú getur komið hingað og leikið þér við okkur, ef þig langar til þess“. „Ég á heima í Salinas", sagði Abra í þeim tón, að þeir skildu, að þeir stóðu andspænis æðri veru, sem ekki hafði tíma til barnalegra leika. Öbru varð þegar Ijóst, að hún hafði gert að engu þeirra dýr- mætasta fjársjóð og enda þótt hún þekkti veikleika karlmanna, þá geðjaðist henni samt vel að þeim og svo var hún líka hefðarkona. — „Ég ætla stundum að koma, þegar við ökum hérna framhjá, og leika mér með ykkur", sagði hún alúðlega og báðir drengirnir voru henni þakklátir. „Ég ætla að gefa þér kanínuna mína“, sagði Cal alit í einu. — „Ég ætlaði að gefa pabba hana, en þú mátt eiga hana, ef þú vilt“. „Hvaða kanínu?" „Þessa sem við skutum í dag — beint í gegnum hjartað, með ör. Hún hreyfðist 'lTarla“. Aron leit til hans gremjulega: „Það var ég. .. .“ Cal greip fram í fyrir honum: „Þú mátt fara með hana heim til þín. Hún er afskaplega falleg". „Hvað ætti ég svo sem að gera við gamla, skítuga kanínu, alla blóðuga?" sagði Abra. Þýðing Sverrn Haraldsson □----------------------□ „Ég skal þvo hana alla, láta hana í kassa og binda utan um hann með snæri“, sagði Aron. — „Og ef þú vilt ekki borða hana, þá geturðu haldið jarðarför, einhvern tíma þegar þú hefur tíma til þess — í Salinas". „Ég fer til reglulegra jarðar- fara“, sagði Abra. — „Ég var við eina í gær. Þar var blómahlaðinn eins hár og húsið hérna". „Viltu ekki eiga kanínuna okk- ar?“ spurði Aron. Abra horfði á gula hárið hans, sem nú var úfið og hrokkið og augun, sem virtust full af tárum og hún fann iðandi löngun brenna í barmi sér, sem er upphaf ástar. Hana langaði jafnframt til að snerta Aron og hún gerði það. — Hún lagði hönd á arm hans og fann hann titra undir fingrum sér. — „Jú, ef þú setur hana í kassa", sagði hún. Sem hinn óumdeilanlegi sigur- vegari, virti Abra nú fyrir sér sigurvinninga sína. Hún var hafin upp yfir allan hégómaskap, núna þegar öll andspyrna var brotin á bak aftur. Hún var þegar farin að bera hlýjan hug til þessara drengja. Hún tók eftir slitnu, út- þvegnu fötunum þeirra, sem Lee hafði bætt og stagað. „Vesalings börn“, sagði hún með móðurlegri umhyggju í rómnum. — „Er pabbi ykkar vondur við ykkur? Ber hann ykkur?" Þeir hristu höfuðið. Þeir voru áhugafullir, en ruglaðir. „Eruð þið mjög fátækir?" „Hvað áttu við?“ spurði Cal. „Sitjið þið í öskunni og verðið að sækja vatn og hrís?“ spurði Abra, sem bersýnilega sótti allan sinn vísdóm í ævintýrin, sem henni höfðu verið sögð. „Hvað er hrís?“ spurði Aron. Hún kom sér hjá að svara spurningunni með því að látast ekki heyra hana. — „Aumingjarn ir litlu", sagði hún og henni fanst sjálfri hún halda á litlum töfra- sprota með glampandi stjörnu, í hendinni, eins og hinar góðu dísir í ævintýrunum. — „Eigið þið vonda stjúpmóður, sem vill drepa ykkur?" „Við eigum enga stjúpmóður", sagði Cal. „Við eigum hvorki móður né stjúpmóður", sagði Aron. — „Mamma okkar er dáin“. Orð hans eyðilögðu söguna, sem hún var þegar farin að semja í huganum, en gáfu henni jafnframt efni í aðra. Töfrasprotinn var horfinn, en í þess stað hafði hún nú stóran hatt með strútsfjöður á höfðinu og hún hélt a stórri körfu, fullri af dýrustu réttum. „Aumingja móðurleysingjarn- ir“, sagði húr. hrærð. — „Ég skal ganga ykkur í móður stað. Ég skal lialda á ykkur og rugga ykkur og segja ykkur falleg ævintýri". „Við erum of stórir", sagði Cal. — „Þú getur ekki einu sinni loftað okkur". Abra sneri sér frá Cal og virti ekki þennan hroka hans svars. — Hún sá að ævintýrið hafði gripið Aron sterkum tökum. Augu hans Ijómuðu og það var því likast sem hann lægi nú þegar í Örmum henn ar og aftur fann hún til ástríkra tilfinninga í hans garð. Hún sagði vingjarnlega: — Segðu mér eitt, Aron. Var útför móður ykk- ar fjölsótt?" „Við munum það ekki“, sagði Aron. — „Við vorum svo litlir þegar hún dó“. „En hvar er hún grafin? Þið gætuð sett blóm á leiðið hennar. Við setjum alltaf blóm á leiði þeirra ömmu rg Alberts frænda". „Við vitum það ekki“, sagði Aron. Það var kominn einhver eftir- væntingarsvipur á andlit Cals, sem jafnvel gat virzt sigrihrós- andi. Hann sagði sakleysislega: „Ég skal spyrja pabba að því hvar leiðið hennar sé og þá getum við farið þangað með blórn". „Ég skal koma með ykkur", sagði Abra. — „Ég kann að búa til krans. Á ég að sýna ykkur, hvernig á að fara að því?“ Hún tók eftir því að Aron hafði ekkert sagt við þessu. „Langar þig ekki ti; að búa til krans?“ „Jú", svaraði hann. Hún varð að koma við hann aft- ur. Hún klappaði honum á öxlina og snerti kinn hans. — „Mömmu þinni myndi þykja svo vænt um það“, sagði hún. — „Fólk, sem er dáið situr uppi í himninum og sér allt sem hér gerist. Það hefur pabbi sagt mér. Hann kann kvæði um það“. „Ég ætla að fara og búa um kanínuna. Ég á ennþá öskjuna, sem buxurnar minar komu í“. — Hann hljóp ú4- úr gamla húsinu. Cal horfði á eftir honum og brosti. „Að hverju ertu að hlæja?“ spurði Abra. „Oh, ekki neinu“, sagði hann, og hafði ekki augun af henni. Hún mætti augnaráði hans hik- laust og reyndi að þvinga hann til að líta undan, en tókst það ekki. 1 fyrstu hafði hann fundið til feimni og uppburðarleysis, en nú var það úr sögunni og sigur- gleðin yfir því, að hafa brotið vald Öbru á hak aftur vakti hjá honum hlátur. Hann vissi að hún tók bróðurinn fram ýfir hann, en slíkt var honum ekki nýtt fyrir- bæri. Næstum allir mátu Aron meira, en har.., — Aron með sitt gyllta hár og hina opinskáu hrein- skilni. Tiifinningar Cals leyndust hinsvegar innst inni í hugarfylgsn um hans og gægðust fram, reiðu- I búnar að hörfa eða hef ja árás. Hann var byrjaður að refsa Öbru fyrir það að hún tók Aron frarn yfir hann Of það var honum ekki nýtt heldur. Hann hafði gert það alveg frá því er hann í fyrsta skipti uppgötvaði mátt sinn til þess. Munurinn á þeim bræðrum verð ur kannske hezt dreginn fram á eftirfarandi hátt: — Ef Aron fann mauraþúfu í litlu rjóðri í kjarrskóginum lagðist hann á magann og athugaði hið flókna líf mauranna. — Hann sá suma þeirra flytja heim mat, eftir maurastígunum, en aðra bera hvít egg. Hann sá hvernig tveir íbúar þúfunnar ráku saman fálmarana og röbbuðu þannig saman, þegai' þeir mættust á förnum vegi. Klukkustundum saman gat hann legið kyrr á sama stað og fylgzt með þessu undarlega og athafna- sama félagslífi. Hefði hins vegar Cal rekizt á þessa sömu mauraþúfu, þá hefði hann sparkað henni um og troðið hana undir fótum sér og fylgzt með því af mixlum áhuga, hvernig hinir dauðskelfdu maurar brugð- ust við hættunni. Aron var ánægð ur með það að fylgjast með tilver- unni, eins og hún var, en Cal varð að breyta henni. Cal dró ekki þá staðrejmd í efa, að fólki geðjaðist betur að bróður hans, en hann hafði fundið Skátar Stúlkur piltar Haustmót skátafélaganna í Árnessýslu verður haldið 30. ágúst til 1. september. Þátttaka tilkynnist í skátaheimilið milli kl. 8—10 fyrir 25. þ. m. skátafélögin í reykjavík. Kvenfélag Neskirkju efnir til berjaferðar að Brúarhlöðum mánudag 26. ágúst-, ef næg þátttaka fæst. Félagskonur eru vinsamlegast beðnar að tilkynna þátttöku sem fyrst til Nönnu Hall- grímsdóttur, sími 14560 og Maríu Heiðdal, sími 16093. Farið verður frá Neskirkju kl. 10 f. h. M A R K U S Eítir Éd Uodd BUT WHAT ? CHEKRY, I KNOW VOU DON'T WANT TO TALK ABOUT _ MARK BUT... oh, NOTHING ... FOKGET IT/ YOU KNOW, SCOTTY, L, T HAVE AN IDEA... IF LOUISE LEEDS AND MARK . ARE GOINS TO PUT A A-COLT IN THE HORSE 41 3Ö£J\SHOW. WHV OON'T J WE ENTER AND fá&ir BEAT THEM -g ífi/V SILLY ? HEy LOOK AT THAT... ISN'T ’ THAT l CUTE? 1) — Heyrðu, þú vilt ekki tala on Markús, — en. ... 2) — En, — hvað. — Nei, það var annars ekkert, sem ég ætlaði að segja. 3) — Sjáðu bara folaldið og hvolpinn. Hvað þau eru íalleg . — Mér var að detta svolítið í hug. Ef þau Markús og Lovísa ki'*A iicöt ix Ijoiitíiiviisýri- ingunni, — hvi getum við þá ekki líka tekið þátt í sýningunni og sigrað þau. upp ráð, eða aðferð, til þess að láta það ekki i sig fá. Hann ráð- gerði og beið þangað til hinn dáði bróðir hans gaf einn eða annan höggstað á sér og þá skeði eitt- hvað og fórnardýrið vissi aldrei hvernig eða hvers vegna. Af hefni girni bruggaði Cal sér megindrykk og sá máttur varð honurn að gleði uppsprettu. Það var sterlcasta og ómengaðasta tilfinningin í brjósti hans. Honum var á engan hátt illa við Aron. Honum var miklu fiemur hlýtt til hans, vegna þess að hann var venjulega orsök þess að Cal leit á sig sem sigurvegara. Hann hafði gleymt því — ef hann hefur þá nokkurn tíma gert sér það ljóst — að hann hefndi sín, vegna þess að hann þráði að vera elskaður og vinsæll eins og Aron. Það hafði gengið svo langt að hann tók hlutskipti sitt fram yfir hlutskipti Arons. Abra hafði vakið Cal til fram- kvæmda með því að snerta Aron og tala við hann með svo vin- gjarnlegri röddu. Viðbrögð Cals voru ósjálfráð. Hann fór strax að leita að snöggum bletti á öbru og svo glöggur var hann, að hann fann óðar einn slíkan. Sum börn vilja bara vera börn, önnur vilja vera fullorðin. Fá eru ánægð með aldur sinn. Abra vildi vera full- orðin. Hún notaði orð hinna full- orðnu og reyndi, eftir megni, að likjast þeim i fasi og framkomu sinni. Hún hafði skilið bernskuna eftir, langt að baki sér og enn skorti mikið á að hún gæti fyllt hóp hinna fullorðnu, sem hún dáði og öfundaði. Þetta skynjaði Cal og það fékk honum í hendur tæki til að rífa niður mauraþúfuna hennar. — Hann vissi nokkurn veginn hvað það myndi taka Aron langan tíma að finna öskjuna. Hann gat séð það fyrir sér hvað myndi gerast. Aron myndi reyna að þvo blóðið af kaninunni og það tæki sinn tíma. Þó yrði hann leng ur að finna snæri, en lengst þó að bincTa það vandlega utan um kassann. Á meðan vissi Cal að hann myndi byrja að vinna. Hann fann að sjálfsöryggi Öbru var hvarflandi og hann vissi, að hann myndi geta veikt það enn meira. Að lokum leit Abra undan og sagði: — „Hvers vegna glápirðu svona á mig?“ Cal leit niður á fætur hennar og lét svo augun hvarfla upp eftir líkama hennar, hægt og næstum hæðnisléga. Hann vissi, að slíkt gat jafnvel gert fullorðnu fólki órótt. Abra stóðst þetta heldur ekld lengi: — „Sérðu kannske eitthvað hlægilegt?" spurði hún. „Gengurðu í skóla?“ spurði Cal. „Auðvitað geri ég það“. „í hvaða bekk?“ „Fimmta". „Hvað ertu gömul?“ „Á ellefta árinu“. Cal hló. 3|ÍItvarpiö Fösludagur 23. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Létt lög (plötur). — 20,30 Um víða veröld (Ævar Kvaran). 20,55 íslenzk tónlist: Lög eftir Ás- kel Snorrason og Inga T. Lárus- son. 21,20 Þýtt og endursagt: — „Hvíta hindin*', eftir James Thur- Hgr (Málfríður Einarsdóttir). — 21,45 Tónleika (plötur). — 22,10 Kvöldsagan: „ívar hlújárn" eftir Walter Scott, XXXVII (Þorsteinn Hannesson flytur). 22,30 Harmon ikulög. a) Die Picos leika. b) Sig- urd Ágren og harmonikuhljóm- sveit hans leika. 23.00 Dagskrár- lok. — Laugardagur 24. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Öskalög sjúklinga (Bryndis Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,30 Tónleikar (pl.). 20.30 Tónleikar (plötur). 21,00 Úr gömlum blöðum: Hildur Kal- man sér um dagskrána. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár- lok. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.