Morgunblaðið - 23.08.1957, Side 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Föstudagur 23. ágúst 1957
JAFNAÐARMANNAFLOKKURINN
í VESTUR-ÞÝZKALANDI
KOSNINGABARÁTTAN í
Vestur-Þýzkalandi harðn
ar með hverjum degi. —
Þar ber mest á tveimur hinum
stóru flokkum, flokki Adenauers
annars vegar, sem nefnir sig
kristilega demókrata og jafnaðar-
mannaflokknum hins vegar.
Jafnaðarmannaflokkurinn í
Þýzkalandi á sér langa sögu. —
Hann hefur á liðnum árum orðið
eins konar fyrirmynd annarra
jafnaðarmannaflokka. Fyrir fyrri
heimsstyrjöldina voru þýzkir jafn
aðarmenn mjög í fararbroddi fyr-
ir flokksbræðrum sínum í Ev-
rópu og má segja, að jafnaðar-
mannaflokkarnir á Norðurlönd-
um séu að nokkru eins konar af-
kvæmi hans. Þegar styrjöldin
1914 brauzt út, stóðu jafnaðar-
menn að mestu óskiptir með
stjórninni og samþykktu meðal
annars þær fjárveitingar, sem til
styrjaldarinnar þurfti. Eftir
styrjöldina tóku jafnaðarmenn
völdin og réðu um hríð að kalla
einir í landinu. Þeim tókst að
berja niður með harðri hendi,
uppreistir kommúnista rétt eftir
stríðslokin og fyrsti forseti lýð-
veldisins var kosinn úr þeirra
hópi. En mjög bráðlega misstu
jafnaðarmenn tökin. Það kom
ekki sízt af því, að þeim tókst
ekki að koma efnahagskerfi lands
ins í rétt horf. Peningarnir urðu
að engu, hin mikla verðfallsalda,
sem Þjóðverjum er enn í fersku
minni, skall yfir og gerði flest
verðmæti að engu. Það er eitt hið
mesta gjaldeyrishrun, sem síðari
tíma saga kann frá að greina.
Þetta varð til þess að jafnaðar-
menn misstu m áhrif sín.
Btjórnmálaflokkarnir urðu marg
ir í landinu og stjórnarfarið am
margt mjög á reiki og er ýmis-
legt í sögu Þjóðverja frá þeim
tímum ekki alveg ólíkt því, sem
gerzt hefur í stjórnmálum Frakka
eftir styrjöldina síðari. Þegar
Hitler komst til valda, var flokk-
ur jafnaðarmanna bannaður, eins
og aðrir flokkar, en flokksmenn-
irnir héldu uppi nokkurri neðan-
jarðarstarfsemi, eins og það er
kallað og margir forystumenn
flýðu land og héldu þar uppi
eins konar flokksstarfsemi í út-
legðinni. Þegar styrjöldinni lauk,
endurskipulögðu þýzkir jafnað-
armenn flokk sinn undir forystu
dr. Kurt Schumacher. Schu-
macher var um margt mjög mik-
ill hæfileikamaður. Hann var
áróðursmaður svo af bar og er
viðbrugðið þeim eldmóði, sem
skein út úr ræðum hans. Hann
var mjög fatlaður maður eftir
veru í fangabúðum og sjúkdóma,
vantaði hann bæði annan fót og
handlegg. Schumacher var jafn-
an heilsulítill maður og andað-
ist árið 1952.
★
Þegar styrjöldinni lauk og
Þjóðverjar fengu nokkru þar á
eftir rétt til að taka mál sín
í eigin hendur, bjuggust margir
við að jafnaðarmenn mundu
taka forystuna. Þegar styrjöld-
inni lauk, höfðu Englendingar
varpað frá sér forystu Chur-
chills og jafnaðarmenn tóku við
völdum. Ýmsir bjuggust við að
Þjóðverjar mundu nú leita á
náðir jafnaðarmanna og fela
þeim forustuna í endurreisn
landsins. Þetta fór ekki þannig.
Ástæðurnar til þess eru margar.
Þjóðverjar hafa fyrir augum
sögu hins gamla jafnaðarmanna-
flokks og hversu honum mistókst
eftir heimsstyrjöldina fyrri. Al-
menningur treysti þeim ekki til
þess að takast á hendur hina
erfiðu endurreisn eftir rústir og
hrun styrjaldarinnar. Þó varð
flokkurinn mjög sterkur en það
var samsteypa flokks Adenauers
og tveggja smærri flokka, sem
sigraði. Það er kunnugt, hve
stjórn Adenauers tókst með af-
brigðum vel að reisa hag lands-
ins við. Því skyldi þó ekki
gleymt í þessu sambandi, að jafn-
aðarmannaflokkurinn á þar sinn
hlut að, vegna þess að hann
gætti hófs í stjórnarandstöðunni
og studdi jafnan stjórnina til
þess, sem flokkurinn taldi góð
mál. Jafnaðarmenn fóru heldur
aldrei út á þá braut, að misnota
þau tök, sem þeir höfðu á verka-
lýðshreyfingunni í landinu en
þau eru mikil. Að þessu leyti
má segja, að jafnaðarmahnaflokk
urinn þýzki eigi sinn góða hlut
að endurreisn landsins, jafnvel
þó að hann hafi ekki haft bein
áhrif á stjórn sambandslýðveldis-
ins, síðan heimsstyrjöldinni lauk.
★
í annað skipti fóru kosningar
í landinu fram í september 1953
og vann samsteypa Adenauers þá
aftur mikinn sigur. Fékk hún
hreinan meirihluta í þinginu, en
þó munaði aðeins 1 atkvæði. Við
þessar kosningar hafði það eink-
um mikil áhrif hve vel hafði
gengið að koma efnahagsmálum
landsins í gott horf. „Hið þýzka
undur“, sem svo er kallað, hafði
gerzt og almenningur þakkaði
það framar öllu hinni viturlegu
fjármála- og viðskiptamálastjórn
Adenauerstjórnarinnar. Kjósend
urnir voru því ekki á því að
skipta um og sýna atkvæðatöl-
urnar að munurinn var allmikill
á milli samsteypu Adenauers og
jafnaðarmanna þar sem Adenau-
er-flokkurinn, CDU/CSU, fékk
244 þingmenn, en jafnaðarmanna
flokkurinn aðeins 151.
Við kosningarnar sem nú fara
í hönd, gera jafnaðarmenn sér
nokkrar vonir um að vinna meiri
hluta og takist þeim það ekki
einum, hafa þeir nokkra von um
að samsteypa geti ,tekizt með
þeim og hinum svonefnda FDP-
flokki, eða frjálsum lýðræðissinn
um, eins og þeir kalla sig. Þéssi
flokkur var í fyrstu í samste.ypu
Adenauers, en klofnaði og gekk
nokkur hluti hans þá úr sam-
steypunni. Jafnaðarmenn gera
sér vonir um að þessi flokkur
eflist nú nokkuð og það mikið
að nægi til þess, að samband við
hann gæti veitt þeim öruggan
meirihluta.
Þegar litið er á kosningastefnu-
skrá jafnaðarmanna nú við þess-
ar kosningar, verður ekki sagt
að hún beri mikinn svip af sósíal-
isma. í stefnuskránni eða stefnu-
yfirlýsingunni segir meðal ann-
ars: „Stjórn jafnaðarmanna
mundi tryggja gildi peninganna
og sjá fyrir jafnvægi í verðlag-
inu. Hún mundi halda uppi
frjálsri viðskiptalegri þróun og
frjálsri samkeppni." Þjóðnýting
er hvergi nefnd á nafn. Við fyrri
kosningar hafa jafnaðarmenn þó
haft þjóðnýtingu á vissum svið-
um á stefnuskrá sinni, en nú hafa
þeir talið hyggilegast að fella allt
tal um það niður. Mörgum jafn-
aðarmönnum þykir sem stefnu-
yfirlýsingin sé nokkuð loðin og
óákveðin, hún greini flokkinn
ekki nægilega skýrt frá öðrum,
og beri um of svip af því, að um
sé að ræða samkeppni við hina
frjálslyndu stefnu Adenauers.
Foringi jafnaðarmanna nú heit-
ir Erich Ollenhauer. Hann tók við
forystu flokksins eftir að Schu-
macher leið. Ollenhauer er fædd-
ur 27. marz 1901 í Magdeburg og
varð þegar 'á unga aldri framar-
lega í flokksstarfseminni. —
Snemma á árinu 1933 varð hann
miðstjórnarmaður flokksins en
flýði land, þegar Hitler tók við
völdum og fór fyrst til Prag en
síðan til París og London og var
þar um styrjaldarárin. Árið 1946
kom hann aftur heim og tók þá
þegar til starfa í flokknum og
komst þar í fremstu röð. Því er
ekki að leyna að allmikil óá-
nægja er með forystu Ollenhau-
ers innan flokksins. Margir telja
að hann sé alltof mildur og svip-
laus og samanborið við Adenau-
er sé alls ekki eftir honum tekið.
Hann sé góðmenni og hinn lipri
flokksmaður en standist ekki bar
áttuhug og krafti Adenauers
nokkurn snúning. 1 kosningabar-
áttunni hefur þetta óneitanlega
þótt nokkuð koma fram. Aden-
auer hefur haldið uppi mjög
harðvítugum áróðri gegn jafn-
aðarmönnum og komið þeim í
varnarstöðu. Flokksmennirnir
setja það líka út á Ollenhauer að
hann snúist til varnar í stað sókn
ar og láti „þann gamla“, eins og
Adenauer oft er kallaður, snúa
á sig í áróðrinum. Adenauer hef-
ur tekið upp þann hátt, sem
amerísk forsetaefni hafa, að fara
í einkalest um landið og halda
ræður á mörgum stöðum, þar sem
lestin nemur staðar. Ollenhauer
notar hins vegar litla flugvél og
flýgur stað úr stað og heldur
Ollenhauer
ræður sínar. Ollenhauer er góður
ræðumaður, kjarnyrtur og flytur
mál sitt mjög skörulega. Sá, er
þetta ritar hefur eitt sinn hlust-
að á Ollenhauer, að vísu ekki á
stjórnmálafundi, og er maðurinn
allur hinn skörulegasti í ræðu-
stól.
Jafnaðarmönnum í Þýzkalandi
hefur þótt það hinn mesti ó-
greiði, hvernig Rússar og stjórn-
in í Austur-Þýzkalandi hafa snú-
izt við þýzku kosningunum. Það
hefur komið áberandi í ljós, að
Rússum er mjög illa við Aden-
auer og er þess að minnast að
Krúsjeff hélt harða ræðu gegn
Allmörg orð um simann
ENN tala ekki aðeins í sím-
ann, heldur líka um símann.
Breytingarnar, sem nýlega urðu
á símakerfi Reykjavíkur, hafa
valdið því, að símamálin liggja
fólki þungt á hjarta, og hefur
Velvakandi fengið allmargar at-
hugasemdir um þau að undan-
förnu. Skulu nokkrar þeirra
raktar hér:
1. Um leið og fólk fær nýjan
síma greiðir það í eitt skipti fyrir
öll svokallað stofngjald. Gjald
þetta hækkaði fyrr á þessu ári úr
1400 í 1800 krónur. Þessi hækkun
er gömlum viðskiptavinum sím-
ans auðvitað óviðkomandi. En
það virðast ekki allir á einu máli
um, hverjir teljast gamlir við-
skiptamenn í þessu sambandi. —
Einum 400 eða 500 mönnum var
veitt bráðabirgðaúrlausn á síma-
leysisárunum á þann hátt, að
þeir fengu millisamband frá öðr-
um símum. Þeir borguðu sitt
fulla stofngjald og töldu sig þar
með orðna símnotendur. Nú hafa
þeir fengið sjálfstæð númer, en í
kjölfar þeirrar ánægjulegu breyt
ingar kom reikningur: gerið svo
vel að greiða 400 kr. vegna hækk-
unar á stofngjaldi. Kunpingi Vel-
vakanda fékk þessa sendingu og
varð bálreiður.
Velvakandi bar málið und-
ir Bjarna Forberg bæjar-
símastjóra. Hann sagði, að milli-
samböndin hefðu verið neyðar-
úrræði og til leiðinda bæði fyrir
símann og viðskiptavini hans.
Þau voru dýr í uppsetningu, ekki
sízt ef sá, er millisambandið
fékk, og sá, er númerið hafði,
bjuggu hvor í sínu bæjarhverfi.
Einnig kvað bæjarsímastjóri all-
ar viðgerðir hafa verið erfiðar og
kostnaðarsamar. Taldi hann milli
sambandsmennina því ekki geta
kvartað yfir því, að ekkert hefði
Adenauer, þegar hann kom til
Austur-Þýzkalands nú fyrir
skömmu. En einmitt þetta þykir
mörgum Þjóðverjum bera vott
um að Adenauer sé nú á réttri
leið. Jafnaðarmenn hafa tekið
mjög skarpa aðstöðu gegn því
sem þeir kalla íhlutun Rússa og
austur-þýzku leppstjórnarinnar í
þýzku kosningabaráttuna.
★
Að undanförnu hafa miklar
skoðanakannanir farið fram í
Vestur-Þýzkalandi, því eftir-
væntingin í sambandi við kosn-
ingarnar er mjög mikil og eru
þær taldar hinar þýðingarmestu,
sem farið hafa fram í Evrópu
eftir að styrjöldinni lauk. Það
hefur komið í ljós í þessum skoð-
Bogasal Þjóðminjasafnsins um
miðjan september.
Nú eru senn liðin þrjú ár síðan
félagið hélt fyrstu sýningu sína
og var þá tala félagsmanna um
100. Síðan hefur tala þejrra nær
þrefaldazt. Má vænta þess að
margir hafi í fórum sínum mynd-
ir til sýningar. Það skal tekið
fram, að þátttaka er heimil utan-
félagsmönnum.
Myndir á sýninguna þurfa skil-
yrðislaust að berast fyrir 1. sept-
ember. Boðsbréf með reglum um
þátttöku liggja frammi í öllum
ljósmyndaverzlunum í bænum.
Að síðustu má geta þess að
stjórn félagsins hefur unnið að
því að fá úrval mynda á sýning-
una frá áhugaljósmyndurum í
Feneyjum og standa vonir til að
það megi takast. Væntanlega
verða einnig sýndar vérðlauna-
myndir úr ljósmyndakeppni tóm-
stundaþáttar útvarpsins.
(Frá Félagi áhugaljósmyndara).
verið fyrir þá gert, og aðalatriðið
væri, að millisamband og venju-
legur fullgildur sími, væri tvennt
ólíkt frá sínum bæjardyrum séð.
2. Maður nokkur segist alloft
þurfa áð hringja í síma 1 10 00
eins og fleiri, en það er hið al-
menna númer pósts og síma í
Reykjavík. Hann telur það mikið
mein, hve seint er svarað, og um
daginn segist hann hafa hringt
tvisvar sinnum árangurslaust —
hélt hann á tístandi tólinu í full-
ar 50 sekúndur í hvort skipti, en
þá hættu hringingarnar, og ekki
var um annað að ræða en velja
númerið að nýju og taka á þolin-
mæðinni.
3. Maðurinn kvartaði einnig
yfir því, að á sumum tímum dags
ins heyrðist illa, hvað ungfrú
klukka segir. — Bæjarsímastjóri
sagði í þessu sambandi, að tæki
þau, sem notuð eru við þessa
símaþjónustu, væru orðin gömul,
og hefðí fyrir alllöngu verið tekið
að vinna að því að fá þau end-
urnýjuð. Tekst það væntanlega,
áður en langt um líður.
4. Og svo eru menn alltaf að
tala um það, að ómögulegt sé að
þekkja sundur sóninn, sem gefur
til kynna, að hringingar séu i
fullum gangi, og sóninn, sem seg-
ir, að númerið sé á tali. Og menn
segja líka, að nýja símaskráin sé
óhandhæg og þeir verði blindir
á stuttum tíma af að rýna í hana.
Þetta síðara er bara nöldur, en
bæjarsímastjórinn var spurður
um fyrra atriðið. — Sagði hann,
að unnið væri að því að kippa
þessu í lag. Að réttu lagi eiga að
heyrast sónmerki með stuttu
millibili — tvö merki á sekúndu
— þegar númerið er á tali, en
löng merki sjöttu hverja sek-
úndu, þegar hringir. Á þessu
geta 'menn ekki villzt, en gallinn
anakönnunum að síðan um ára-
mót hefur fylgi Adenauers farið
mjög vaxandi. Einkum virðist
það þó hafa vaxið síðan í vor
og segja skoðanakannanir, að
flokkurinn hafi nú á bak við sig
46% kjósenda en jafnaðarmenn
aðeins 35%. Sýna skoðanakann-
anirnar að fylgi jafnaðarmanna
hefur farið allmjög hrakandi á
sama tíma sem fylgi Adenauers
hefur vaxið. Þó skoðanakannan-
ir séu aldrei áreiðanlegar, eins
og reyndar hefur sýnt sig, geta
þær þó gefið nokkra vísbendingu
og eins og nú stendur er það al-
mennt álit manna, sem þekkja til
í Vestur-Þýzkalandi, að sam-
steypa Adenauers muni vinna
sigur.
Vafnsskorfur
í Árneshreppi
GJÖGRI, Strandasýslu, 21. ág. —
Tíðarfar hefur verið gott hér í
Árneshreppi, það sem af er
ágústmánuði. Þó rigndi af og til
og var talsverð rigning seinni-
hluta ’ síðustu viku. Síðan á
sunnudag hafa þurrkar vetið
góðir.
Bændur eru farnir að slá hána
og er hún vel sprottin. Engjar
eru víðast illa sþrottnar og er
þurrkunum í vor og sumar kennt
um.
Talsvert hefur borið á vatns-
skorti í hreppnum undanfarið og
eru þess nokkúr dæmi, að fólk
hefur þurft að fara marga kíló-
metra til að ná í neyzluvatn og
þvo þvotta. — Regína.
er sá, að hringingarsóninum fylg-
ir nú aukatónn. Verkfræðingar
símans herja á þetta aðskotadýr,
en það er torsótt og telja þeir sig
ekki geta lofað öðru en því, að
það muni að velli lagt einhvern
tíma á næsta vetri.
5. Og svo eru það símatækin
sjálf. Við erum sjálfsagt öll á
einu máli um það, að lífið sé
notalegra, ef hlutirnir, sem við
höfum handa á milli í daglega
lífinu, eru fagurlega gerðir. All-
ur iðriaður ætti að vera listiðnað-
ur, og við reynum, eftir því sem
smekkur og auraráð leyfa, að
velja okkur smekkleg föt, borð-
búnað og húsgögn, en síma —
guð hjálpi okkur. Við veljum
okkur ekki símatæki. Eina valið,
sem þar er um að ræða, er á
milli þess að vera símalaus eða
taka inn á heimili sitt stórt,
þungt og svart tæki. Hvers vegna
megum við ekki velja á milli
nokkurra gerða í mismunandi
formum? Og í þessu sambandi
má minna á, hve erfitt er að
flytja símatækin úr stað. Vafa-
laust væri hægt að fá tæki með
handfangi, svo að óhætt mætti
teljast að láta krakkana halda
á símanum nokkra metra án þess
að eiga á hættu, að þeir misstu
hann ofan á tærnar á sér. —
Þetta atriði var einnig þorið
undir Forberg. Hann kvað rétt
vera, að fá mætti erlendis síma-
tæki í ýmsum litum og formum.
Hins vegar þyrfti að stórauka
varahlutabirgðir símans, ef tekið
væri að flytja þau inn, og til þess
skorti fé. Lausnin virðist þá vera
sú ein, að leigja þessi tæki fyrir
hærra verð en hin. Við símnot-
endur höfum nóg við peningana
okkar að gera ekki síður en sím-
inn, en hvernig lízt mönnum á
hugmyndina?
shrifar úr 1
daglega lífinu J
Ljósmyndasýning áhuga-
Ijésmyndara í sepfemher
FÉLAG áhugaljósmyndara ætlar®----------
að halda ljósmyndasýningu í