Morgunblaðið - 11.09.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 11. sept. 1957 MORGVNBLAÐIÐ 11 SjÖtugur r dag: Einar Jónsson, Bakka í DAG er Einar Jónsson bóndi á Bakka í Landeyjum sjötugur. Hann er fæddur í Seljalands- seli undir Eyjafjöllum hinn 11. sept. 1887, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar og konu hans Ólaf- ar Eyjólfsdóttur. Með þeim flutt- ist hann að Tjörnum undir Eyja- fjöllum, 11 ára gamall, vorið 1899. Og þar eyddi Einar sínum æsku og manndómsárum, því þar stóð heimili hans í yfir 40 ár. Að Brúnum í sömu sveit flutti hann búferlum 1940, eftir að ágangur vatna hafði útilokað, að haldið yrði áfram búskap á Tjörnum. Milli Tjarna og Brúna er ekki löng leið en Einari og konu hans voru sporin frá Tjörnum þung spor. Oft var að vísu vandséð, hvernig tækist að ráða fram úr vandamálum líðandi stundar. En það var sem hulin verndarhendi veitti liðsinni, þegar dekst var í álinn. Á Brúnum bjuggu þau hjónin svo í nokkur ár, eða þar til þau fluttust að Bakka í Landeyjum árið 1947, þar sem þau hafa búið síðan. Vorið 1922 gekk Einar að eiga Kristbjörgu Guðmundsdótt- ur. Þar eignaðist Einar svo heil- steiptan og traustan lífsförunaut að betri myndi ekki. Þau Kristbjörg og Einar eign- uðust 12 börn. Af þeim eru 8 á lífi. Auk þess eignaðist Einar son áður en hann kvæntist. öll eru börn Einars dugmikið og efnilegt fólk. Slík er umgjörðin að sögu Ein- ars á Bakka í þessi ár. En innan þeirrar umgjörðar er baráttusaga þar sem ekki gafst tóm til að hugsa um eigin vellííSan. Um- hyggja fyrir eiginkonu og börn- um spurði ekki um slíkt. Lífið var fórn, oft blandin gleði og hamningju, en oft hvíldu skugg- ar yfir. Afkomuöryggið skorti. Einar hefur ekki verið heilsu- hraustur um langt bil. En um slíkt var ekki fengist. Kröftun- um var beitt til hins ýtrasta, svo að heimilið liði ekki tilfinnan- legan skort, og var þó betra að um hinar brýnustu þarfir væri einungis hugsað. Umfram þær var ekki um neitt að ræða. Sú saga er alkunn og mun vera saga flestra, sem líkt hefur verið ástatt um pg Einar á Bakka. En Einar stóð ekki einn. Konan hans var honum framúrskarandi sam- hent, áreiðanlega ekki ofsagt, þótt sagt sé frábær. Ráðdeild og þrifnaður sátu í öndvegi. Það er sannkallað afrek, að koma hinum stóra barnahópi til manns. Að vísu voru þrír drengj- anna þeirra að mestu aldir upp á heimilum í nágrenninu. Og myndi ekki á því mega vel sjá, hversu þungt var fyrir fæti, eða hver lætur börn sín frá sér, þó til góðs fólks sé, fyrr en annað er fullreynt. Á meðan Einar bjó á Tjörnum, lagði hann á sig mikið erfiði til að bæta jörðina þar, þó að ristu- spaði væri oft eina verkfæri,ð sem tiltækt var. Ég man vel, hversu mér fannst Einari alltaf farast túnasléttunin vel úr hendi. Ég man líka, hve góður sláttu- maður Einar var á þessum árum. Væri hægt að kalla einhvern list- fengan við slátt, myndi ég segja að Einar hefði verið það. Á vetrum var alla jafna farið til verstöðva á Suðurnesjum eða í Vestmannaeyjum. Þær ferðir voru yfirleitt mjög erfiðar. Og þá kom í hlut húsmóðurinnar að annast bæði úti og inniverk. Þá var heldur ekki einskis um vert að hún var enginn meðalmaður. Og þá var líka oft gott, að stutt var milli bæjanna á Tjörnum og nágrennið gott. Á báðum bæjun- um uxu samtímis upp mörg börn á svipuðum aldri. Þar ríkti þess vegna oft gleði, jafnt á björtum vordögum sem dimmum vetrar- kvöldum. Það er fagurt um að litast á Tjörnum. f norðri og skammt undan Fljótshlíðin og Eyjafjöll- in eins og traustur varnarvegg- ur, í suðri Vestmannaeyjar, brim- sorfnir útverðir, í austri Mýrdals- fjöllin og til vesturs sér til Ingólfsfjalls og Hellisheiðar. Jörð in grösug og þurrlend, mikið gæðaland. f fjarska mátti heyra vatnanið, þar sem Markarfljót bylti sér til sjávar. Það var þess vegna' margs að sakna, þegar heimilið á Tjörnum, sem staðið hafði í rúm 40 ár, var flutt það- an. Ég man Einar frænda minn frá þessum árum. Alltaf léttan í spori, glaðan og ræðinn. Einar hefur alltaf verið mjög fróðleiks- fús og bókhneigður. Hann hefur alltaf haft brennandi áhuga á vandamálum líðandi stundar og hefur þá jafnan á þeim sínar ákveðnu skoðanir. Hann er hrein lyndur og hreinskiptinn. Hjálp- samur öllum þeim, sem slíks voru þurfandi og ósárt um, þótt nærri væri gengið eigin hag. Eins og áður er að vikið hafa hjónin á Bakka misst fjögur börn, öll í æsku. Var fráfall þeirra allra hið mesta harmsefni þeim, sem til þekktu. Tvær litlar stúlk- ur, sem báðar hétu Lóa, aðeins komnar á legg, og tveir synir, Leifur og Þórarinn, sem báðir fórust af bátum við Vestmanna- eyjar. Tók þá út alveg á sama ' hátt og á mjög svipuðum slóð- um, hvorn veturinn eftir annan. Öll voru þau mannvænleg og hvers manns hugljúfi. Ég rek þá sorgarsögu ekki frekar hér. öll- um, sem þekkja til, er hún í fersku minni. Og marga vini áttu Bakkahjónin þá. Allir vildu rétta fram hönd til hjálpar og hugg- unar. En í svo stórri sorg, fær enginn mannlegur máttur aðgert. Börn og ungmenni, sem hníga í valinn, mitt í blóma lífs síns og þegar hinar björtustu vonir, sem við þau eru bundnar, virðast vera að rætast, fær enginn bætt: foreldrum. Björt bernskumynd, sem eftir stendur er hin eina líkn í þeim harmi. Það þarf hetju- lund, sanna hetjulund til að taka svo miklum missi. Sá, sem það hefur reynt, getur vart orðið sam ur eftir. Kæri frændi. Einhver frægustu orð, sem sagan geymir, eru þau sem Nelson, hinn breski herfor- ingi, sagði við menn sína, áður en hann lagði í sína síðustú orustu. Þau voru: England þarfn- ast þess að hver maður geri skyldu sína. Þegar þú lítur yfir liðna tíð er margs að minnast. Gleði og sorg hafa sótt þig heim. Gæfa þín hefur verið fólgin í samfylgd góðrar konu, sem aldrei brást, gleðin hefur verið sönn- ust og mest, þegar börnin þín brostu við þér, sorgin sárust þeg- ar þeim var svift burt. En hvort sem gleði ríkti eða sorgarský hvíldu yfir varstu hinn sívökuli, umhyggjusami faðir, með það eitt í huga, að reynast I heimili þínu vel. Sá, sem slíkt | gerir hefur vissulega gert skyldu j sína. Megir þú njóta þess. I S. E. H. Pússningasandur Fínn og grófur, til sölu. — Sími 19296. Útlend hjón óska eftir íbúð, 2—4 herb. Upplýsingar í síma 11031. Múrarar Múrara vantar til að múra 60 ferm. íbúð. — Upplýsing ar í síma 24706. Dugleg afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlka óskast nú þegar, herbergi getur komið til greina Matstofan Hvoll Hafnarstræti 15, Einar Eiríksson. Saumastúlkur 1—2 vanar saumastúlkur óskast nú þegar. Verksm. Mínerva Bræðraborgarstíg 7, IV. hæð. Frá Bifreiiasölunni Njálsgötu 40. Höfum ávailt kaupendur að flestum tegundum og ár- göngum bifreiða. B:freiðasalan Njálsg. 40. — Sími 11420. TIL SÖLU 2 svefnstólar og bókahilla með skápum (pólerað birki) Til sýnis að Laugavegi 62, uppi £ dag. TIL LEIGU 1 herbergi með aðgangi að eldhúsi, fyrir húshjálp. — Tilboð óskast fyrir 15. september, merkt: „H-ús- hjálp — 6482“. Unglingssfúlka óskast til sendiferða og létt- ari starfa. — Nærfatagerðin s.f. Hafnarstræti 11. Uppl. ekki í síma. Sólrík 3ja herbergja Kjallara-ibúð til leigu í Suð-vesturhænum. Tilboð merkt: „Róleg — 6483“, sendist afgreiðslu blaðsins. Barnanáttföt Vorum að taka fram ódýra sendingu af þýzkum barna- náttfötum og náttkjólum. Olympia Laugavegi 26. STÚLKA Óska eftir einu herb. og eld húsi eða eldunarplássi. Má véra lítið. Vil taka að mér að sitja hjá börnum á kvöld in, eftir samkomulagi. Tilb. sendist afgr. Mbl., fyrir 12. þ. m., merkt: „Þörf — 1001 — 6457“. — Til sölu Austin 10 model 7946 Bíllinn er í mjög góðu standi. — Til sýnis og sölu við bifreiðaverkst. Jóns Friðgeirs, Hálogalandi, í dag — sími 33510. Vanur IJtvarpsvirki óskast sem fyrst. Ceorg Ámundason Viðtækjavinnustofa, Sími 15485. Innheimtumaöur Vil ráða nú þegar vandaðan og duglegan innheimtumann. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Eiginhandar umsókn, er greinir aldur, menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 15. þ mán. merkt: „Ábyggilegur —6462“. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis að Skúla- túni 4, fimmtudaginn 12. þ. m. frá kl. 1_3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri klukkan 5 sama dag. — Nauðsynlegt er að taka fram síma- númer í tilboði. Sölunefnd Varnáriiðselgna Leiguíbúð óskast 4ra—5 herbergja íbúðarhæð óskast til leigu strax eða 1. október nk/ Fyrirframgreiðsla. IMýfa fasteignasalan BANKASTRÆTI 7 Sími 24300 ðg kl. 7,30—8.30 e. h. 18546. Nýkomð úrval af ATVINNA Ungur maður með 7 ára verzlunarreynslu að baki, óskar eftir vinnu í bókabúð. Þó getur margt annað kom- ið til greina. Hefur bílpróf. Upplýsingar í síma 32619, til næsta sunnudags. Cretonne gluggatjaldaefnum Gardínubúðin Laugavegi 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.