Morgunblaðið - 04.10.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. okt. 1957
MORCVNBI AÐIÐ
3
Frá útför Mákonar Noregskonungs. — Myndin er tekin í Dómkirkjunni í Ósló. Fyrir miðju altari
stendur kista konungs, en t.h. norska konungsfjölskyldan.
Békakynning og bókamark-
aður í Listámannaskálanum
Föstudaginn 4. okt. verður opn
aðáir á vegum Helgafells og Bóka
útg. Guðmundar Gamalíelssonar,
bókakynning og bókamarkaður í
Listamannaskálanum. Tæplega
1300 bókatitlar verða þar til sýn-
is og sölu, einungis úr eigu Helga
fells og mest bækur sem forlag-
ið hefir gefið út og meira en þrír
fjói ðuhlrutar bóka frumsamdar á
íslenzku.
Á maikaðinum verða bækurn
ar að nokkr x leyti flokkaóac eit-
ir verði. Á sérstöku borði bæk-
ur sem kosta 2—10 kr. Þá bækur
á 10—20 kr. Flestar þessara bóka
hafa verið lækkaðar um helming
og sumar meira. Sér á borði eru
svo bækur sem kosta 50—200 kr.,
bækur valdar til gjafa.
Þrátt fyrir það þó allverulegur
hluti bókanna sé lækkaður mikið
fær hver sem kaupir fyrir 100 kr.
og fyrir hverjar hfundrað krónur
sem hann kaupir einn happdrætt
ismiða að verðmæti 100 kr. í bók-
um og er þriðji hver miði dreg-
inn út á hverjum degi og afgreitt
út á vinningsmiða næsta dag. —
Ennfremur verða 50 vinningar
greiddir út að markaðinum lokn
um valdir úr öllum miðunum,
jafnt þeim sem fengið hafa vinn
ing og hinium sem ekki hafa áð-
ur fengið vinning. Vinningarnir
eru 7 eintök af hverri af eftir-
töldum jólabókum forlagsins í
ár: Skálholti Guðmundar Kamb-
ans, Borgarætt Gunnars Gunn
arssonar, myndskreytt af Gunn-
ari yngra, Ljóðasafni Magnúsar
Ásgeirss., þar sem frumsamin
ljóð hans Síðkveld eru prentuð
með og formáli eftir Tómas,
nýrri bók eftir Þórberg Þórðar-
son, þá Vefarinn mikli hin nýút-
komna ævisaga Laxness eftir
Hallberg, sem meðal annars er
byggð á einkabréfum skáldsins
og vina hans ýmissa. Loks 15 ein
tök af veggmynd, sömu stærð og
mynd Schevings, prentuð í eðli-
legum litum tS;ir hinni beztu og
síðustu mynd Þórarins Þorláks-
sonar, Heklu, sem væntanleg er
í byrjun næsta mánaðar.
Mikill fjöldi bóka
Bækur Helgafellsforlagsins eins
fylla að mestu meðalstóra bóka-
búð. Það er því útilokað að hafa
þær almennt til sýnis og sölu í
bókabúðum. Því hefir forlagið
opnað sérstaka búð, Unuhús, fyr-
ir forlagsbækur sínar og efnir
öðru hverju til sýninga og rým-
ingarsölu hér í skálanum. Það er
óþarft að fjölyrða um það að
beztu gjafábækurnar koma ekki
út árlega, sumar þeirra eru komn
ar út áður, þó fjöldinn hafi orð-
ið að bíða með að kaupa þær.
Fyrir forlaginu vakir nú einnig
að gefa fólki tækifseri til að
kaupa jólagjafabækurnar með
fyrra móti, þeim sem hafa það
eitt markmið að gefa góða bók,
og gefa því samtímis tækifæri til
að taka þátt í skemmtilegu happ
drætti, þar sem nærri hver mað
ur er viss með vinning. í jólaös-
inni grafast oft beztu bækurnar
undir.
Ódýrar bækur
Núna fyrir jólin má enn búast
við eitthvað hækkuðu bókaverði
vegna gífurlegrar hækkiunar á
ýmsu efni til bókagerðar. Flest-
ar bækurnar sem hér eru til sýnis
eru á tiltölulega hóflegu verði.
Það sem forlagið hefir leyfi til
að selja af málverkaprentunum
simum hér í bænum og nágrenni
verður selt núna á markaðinum.
Sérstaklega skal fólki bent á
myndirnar tilbúnar til sending-
ar til útlanda, pakkaðar í alúm-
íníumhólka. Vart mun hægt að
benda á betri gjöf handa útlend
iiigum eða íslendingum erlendis
en málverk eftir Scheving, Ás-
grím eða Þorvald.
Á markaðinum er lítið eitt gam
alla bóka og nokkrar sérútgáfur
og einnig nokkur eintök af fá-
einum Laxness bókum í fyrstu
útgáfu. Að öðru leyti verða öll
verk Laxness seld í heild gegn
afborgunum og nokkur önnur
verk, en ekki einstakar bækur.
Gunnar Dal
skrifar un
Sókrateis
ÚT ER KOMIN ný bók eftir
Gunnar Dal rithöfund, sem nefn-
ist Sókrates. Þetta er heimspeki-
legt rit þar sem höfundurinn
greinir með skemmtilegum stíl
sínum, frá þeim manni, sem ve-
fréttin í Delfí sagði á sínum tíma,
að væri vitrasti maður veraldar-
innar, vegna þess, að hann viður-
kenndi að hann vissi ekki neitt.
í bókinni er fyrst skýrt frá við-
horfum manna fyrir daga Sókra-
tesar og umhverfi hans í Aþenu
lýst. Síðan er greint frá kenning-
um Sókratesar og þeim straum-
hvörfum sem þær hafa valdið
í hugsun manna.
Þá ræðir Gunnar Dal örlög
Sókratesar, sem voru þau, að
hann var dæmdur til að taka inn
eitur. En hver var dauðasökin.
Um það hefur mikið verið rætt
og ritað á umliðnum öldum. Hin
opinbera ákæra var að hann hefði
hvatt unga menn til lagabrota og
hermdarverka. En Gunnar segir
frá því með skýrum rökum og
ljósum orðum, að sök nans var
sú, að hann hvatti unga menn til
að hugsa sjálfstætt. En með því
var hætt við að gagnrýni á vald-
hafana hæfist, enda gagnrýndi
Sókrates þá og.
★
Gunnar Dal hefur sökkt sér
niður í rannsóknir á heimspeki-
kenningum mannssögunnar. Til
þess að fá sem víðfeðmastan
skilning á þeim hefur hann ferð-
.
til
Feriufélag ísloads efn'r
fervor í Gullborgarfiraun
NÆSTKOMANDI sunnudag, 6.
október, efnir Ferðafélag íslands
til ferðar vestur í Gullborgar-
hraun í Hnappadal og er tilgang-
urinn sá að gefa mönnum kost á
að skoða hella þá, er fundizt
hafa þar í hrauninu nú í sumar.
Er þarna um að ræða hin merki-
legustu náttúrufyrirbæri, er ætla
má, að marga muni fýsa að
skoða. Samanlagt hafa þarna
fundizt 8 hellar, og er sá lengsti
430 m. I þeim helli eru mjög sér-
kennilegar dropsteinsmyndanir.
Það hefur viljað brenna mjög
við að ferðamenn, sem komið
hafa í hraunhella hérlendis, hafi
brotið niður dropsteinsdröngla og
kerti. Er slíkt hin mesta óhæfa
og verður reynt að sjá um að
slíkt komi ekki fyrir í Gullborg-
arhraunshellunum. Er bannað að
fara um dropsteinahellinn nema
undir fararstjórn einhvers kunn-
ugs manns, sem treysta má til að
sjá um, að ekki verði framin þar
nein skemmdarverk. Fleiri hellar
eru þarna girnilegir til skoðun-
ar. í næstlengsta hellinum, 185 m
löngum, er veggur hlaðinn af
mönnum, 74 m innan við hellis-
munnann. Þarna er og hellir, 60
m langur, sem minnir á innsta
hluta Raufarhólshellis, en er
miklu aðgengilegri. Fararstjóri í
þessari för verður Gísli Gestsson
safnvörður, en hann kannaði
þessa hella næstsíðustu helgi og
mældi þá ásamt Sigurði Þórarins
syni og fleirum.
azt til Indlands og einnig til
Grikklands, þar sem hann dvald-
ist við nám heilt ár. Af öllum
grískum heimspekingum varð
honum Sókrates kærastur og
kemur það í Ijós í þessari bók,
hve mikla undirstöðu heimsspek-
innar hann telur Sókrates hafa
lagt, Er bókin skrifuð af sérlegri
vandvirkni.
Kennsla að hefjasf í
Barnamúsíkskólanum
SMÁDRENGUR með hljóðpípu
er táknmynd Fjölskyldu þjóð-
anna, — sýningarinnar, sem nú
stendur yfir í Iðnskólanum. Hann
hlær við þeim, sem þangað koma,
áhyggjulaus og lífsglaður. —
Sveinstaulinn frá S.-Ameríku
hverfur úr göngum skólans eftir
nokkra daga, en þá taka aðrir
pípuleikarar við, — skemmtilegr-
að því leyti, að úr flautunum
þeirra koma tónar. Með öðrum
orðum: Barnamúsikskólinn tekur
þarna til starfa innan skamms.
Fréttamaður Mbl. leit inn í
húsakynni skólans á 5. hæð Iðn-
skólans í fyrradag, þar- sem inn-
ritun fer fram kl. 4—6 daglega.
Reykj avíkurbær lét skólanum
þetta húsnæði í té í haust, og hafa
starfsskilyrðin batnað að miklum
mun við það. Þá greiðir bærinn
laun eins kennara, og var frétta-
manninum sagt, að þessi aðstoð
öll leiddi til þess, að unnt væri
að stilla skólagjöldum í hóf.
í Barnamúsikskólanum eru
börn 5 ára og eldri. — f forskól-
anum svonefnda eru 5—7 ára
börn. Þau koma einu sinni í viku
og eru eina klukkustund 10—15
saman, — syngja, dansa og leika
sér. Þau fá í hendur ýmis slag-
hljóðfæri við barna hæfi og una
við leiki, sem miða að því að
þjálfa líkamann í taktbundnum
hreyfingum. Megináherzlan er
lögð á hljóðfallið, enda eru hreyf-
ingar bundnar hljóðfalli góð und-
irstaða lífrænnar tónlistariðkun-
ar. Þessi kennsla heldur áfram
öll skólaárin og er samofin
öðrum námsgreinum skólans.
Að forskólanum loknum taka
við 3 aðalbekkir og síðan fram-
haldsbekkir. í 1. bekk eru börn-
in í hóptímum tvisvar í viku, og
er þar lögð áherzla á heyrnar-
þjálfun og blokkflautuleik. Píanó
og harpsíkordkennsla í smáhóp-
um hefst svo í 2. bekk, og þá er
tekið að fást við tæknileg atriði,
sem flautuna varða. í þessum
bekkjum er einnig kennd tón-
fræði og söngur, þ. á. m. kór-
söngur.
Róbert A. Ottósson verður
skólastjóri í vetur, og tekur hann
við af dr. Edelstein, stofnanda
skólans. Aðrir kennarar eru Ingi-
björg Blöndal, Ingólfur Guð-
brandsson og Stefán Edelstein.
Aqætt slarf
EINS og áður er getið voru skóla-
garðar starfræktir hér í Stykkis-
hólmi í fyrsta skipti í sumar og
var kennari Kristín Þórðardóttir.
Voru garðarnir á vegum Barna-
verndarfélagsins en styrktir af
Stykkishólmshreppi.
Uppskeru er lokið i görðunum
og var hún ágæt. Alls unnu börn-
in í rúmar 650 stundir auk þess
farið í grasasöfnun og skógrækt-
arferðir. Þótti starfsemi þcssi tak
ast vel og eru nemendur hinir
ánægðustu með starfið og árang-
urinn. Á.
STAKSTEIMAR
Fríðindarekstur
Akureyringar þekkja vel
hvernig skórinn kreppir að í út-
svarsmálunum, þegar þannig
stendur á, að samvinnurekstur-
inn, sem nýtur stórkostlegra út-
svarsfríðinda, er höfuðatvinnu-
rekandi bæjarfélagsins. 1 þessu
sambandi má minna á, að eitt ár
nú fyrir skömmu var Samband
ísl. samvinnufélaga útsvars-
frjálst í Reykjavík og má svo
sem nærri geta, hvernig útsvars-
byrðarnar yrðu á almenningi hér,
ef samvinnurekstur væri hér i
hásæti. Blaðið „lslendingur“
gerði fyrir stuttu þetta mál að
umræðuefni í grein, sem nefnist:
„Samræmið í útsvörunum“. 1
greininni segir svo:
„Fyrst hér er á annað borð
farið að minnast á útsvarsálög-
ur, er ekki úr vegi að vekja at-
hygli á því, að samkvæmt upp-
lýsingum * á síðustu Iðnstefnu
samvinnumála (Verkam. 6. sept.)
vinna um 500 manns hjá verk-
smiðjum SÍS hér á Akureyri, og
telur Verkamaðurinn, að það sé
fljótséð „að í. verksmiðjunum
vinnur mjög stór hluti alls verka-
fólks á Akureyri". Maður skyldi
því ætla, að hér væri um mikinn
rekstur að ræða, er bæri áber-
andi hluta af útsvörum til bæj-
arfélagsins. Útsvarið fyrir yfir-
standandi ár reyndist þó ekki
meira en kr. 130.900, en á sama
tíma báru tvö önnur fyrirtæki,
sem vart hafa meira en nokkra
tugi fólks í vinnu, kr. 189,500
samanlagt. Hér virðist því vera
undarlega komið málum.“
Þetta talar sínu máli og er
mjög skýrt dæmi um hin gífur-
legu útsvarsfríðindi samvinnu-
rekstursins.
Eins og kunnugt er, eru hin
svokölluðu rekstursútsvör mjög
þungbær öllum almennum
rekstri. Þó þau séu há hér í
Reykjavík, eru þau þó sums stað-
ar miklu hærri. En einnig hér
hefur samvinnureksturinn sér-
réttindi. Kemur þetta glöggt
fram í sömu grein í blaðinu „Is-
lendingi“. Þar segir á þessa leið:
„Ef lagt væri á framleiðsluna
veltuútsvar hjá SÍS eins og öðr-
um iðnrekendum, hefði veltuúi-
svarið eitt numið 300 þúsund kr.,
í stað þess að heildarútsvarið er
aðeins rúmar 130 þús. krónur.
Áður hefir verið sýnt fram á,
hvert útsvar KEA hefði að lík-
indum orðið, ef það bæri veltu-
útsvar, eins og önnur verzlunar-
fyrirtæki. Hér kemur til annað
samvinnufyrirtæki, er lýtur
sömu lögum og KEA. Það virðist
því ekki að ófyrirsynju, að for-
ráðamenn bæja- og sveitafélaga
haldi fast á tillögu kaupstaðaráð-
stefnunnar á síðastliðnu hausti,
að samvinnufélög beri veltuút-
svar í bæjunum og sveitafélög-
unum til jafns við aðra skatt-
greiðendur þar“.
Almenningur borgar
Loks varpar svo greinarhöfund
ur fram spurningu, sem hlýtur
að vera ærið umhugsunarefni
fyrir Akureyringa og marga aðia.
Blaðið segir:
„Fyrir 25 árum bar Kaupfélag
Eyfirðinga um 13% af útsvars-
upphæðinni í bænum. Nú er
þetta hlutfall komið niður í 2 af
hundraði. Hefir rekstur Kaupfé-
lagsins gengið svona saman i
hlutfalli við annan rekstur í bæn
um, eða er einhver „maðkur í
mysunni“? Þeirri spurningu ætti
hver bæjarbúi að geta syarað
sjálfum sér“.
Afleiðingin af sérréttindum
samvinnurekstursins, eins út-
breiddur og voidugur og hann er
nú orðinn, er vitaskuld sú að út-
svarsbyrðar á öðrum rekstrj og
einnig öllum almenningi verða
miklu þyngri fyrir bragðið. Það
er sannmæli, sem sagt hefur
verið, að allur almenningur borg
ar skatta og útsvör fyrir sam-
vinnurcksturinn.