Morgunblaðið - 08.10.1957, Síða 3
Þriðjudagur 8. október 1957
MORCVHBL AÐIÐ
3
'Uppdrátturinn sýnir, hvernig braut fyrsta gervihnattarins var kringum jörðina fyrstu þrjá snún-
ingana. Honum var skotið upp með flugskeyti frá norðurströnð Kaspíaliafsins. Hélt hann fyrst
í suðaustur, allt að 65. suðlægri breiddargráðu. Þá hélt hann ferðinni áfram í norðausturátt hinum
megin við jörðina, þar til hann komst upp að 65. norðlægri breiddargráðu. Eftir það sneri
hann aftur í suðaustlæga átt, en hafði verið 96'A mínútu hringinn. Á þessum tíma hafði jörð-
in hreyfzt nokkuð, sVo að hnötturinn fer ekki yfir sömu staði í annarri umferð, heldur svo-
lítið vestar. Andrúmsloftið færist með jörðinni. en þar sem hnötturinn er fyrir utan andrúms-
loftið fylgir hann ekki með við snúning jarðarinnar.
Hugsanlegt að rússneska gervitunglið
sjáist hér þrisvar á nóttu^
RÚSSNESKA gervitunglið legg-
ur leið sína yfir Island á hverri
nóttu og er líklegt að sjá megi
það í sjónaukum, er það fer yfir
landið. Radiómerki þess heyrast
og greinilega hér á landi. Eftir-
farandi upplýsingar um tunglið
létu þeir próf. Trausti Einarsson
og Karl Eiríksson rafmagnsverk-
fræðingur, Mbl. í té í gærkvöldi.
★
Gervitunglið fer yfir ísland
tvisvar á hverri nóttu, og í þriðja
skiptið rétt sunnan við landið.
í öll skiptin heyrist vel til þess
á 15 og 7,5 m öldulengd, og það
gengur hér um bil í hvirfilpunkt
! og skilyrði til þess að sjá það
j ættu að vera tiltölulega góð í
. björtu veðri. Tekizt hefir að mæla
j tímana nákvæmlega þegar það
gengur hér yfir, en lega brautar-
innar er ekki eins örugg. bó er
j hægt að gefa bráðabirgðaupplýs-
ingar um tímana þegar tunglið
gæti sézt. Vegna þess hve ís-
land liggur norðarlega feilur sól
á gervitunglið, þótt hér sé mið
nótt, og kemur þess vegna til
greina að sjá það fimm sinnum
á nóttu. Hér verða þó aðeins
nefnd nánar þau þrjú skiptin
sem hagstæðust eru.
Tímarnir eru miðaðir við að-
faranótt 8. október, en næstu
daga þarf að bæta við þá um 3
mín. á sólarhring.
1) Tunglið ætti að sjást fyrst
kl. 3,46—3,54. Kemur tunglið upp
j myrkvað í suðvestri en gengur
hér um bil upp í hvirfilpunkt kl.
3,48 og er þá bjart.
2) Kl. 5,23—5,33. Kemur upp
í yestri og gengur austur yfir
landið og er við hvirfilpunkt kl.
5,26.
3) Kl. 7.00—7,13. Kemur upp
í vestri til norðvesturs og gengur
sem næst í hvirfilpunkt kl. 7,05.
Til þess að sjá tunglið er vænieg-
ast að fylgjast með hvirfilpunkti
og umhverfi hans á þessum til-
greindu tímum. Ekki er vitað
hvort tunglið getur þá sézt með
berum augum en væntanlega
sýnilegt í venjulegum sjónauka.
Hraði gevitunglsins í nánd við
hvirfilpunkt er þannig, að það
fer 30 gráðu horn á mínútu en
hægar fjær þeim stað.
Radioáhugamönnum er bent á
Mynd þessi var lekin í Rússlandi fyrr á þessu ári og symr
rússneska eldflaug, sem verið er að skjóta.
að radiomerkín frá tunglinu heyr
ast mjög vel á hinum tilgreindu
tímum, á tíðninni 20005 og 40002
kílórið á sekúndu.
Tíðnin hækkar meðan tunglið
nálgast, en lækkar meðan það
fjarlægist, en hefir rétt gildi,
þegar tunglið er næst athugunar-
stað. Sum heimilisviðtæki, sem
ná 15 m. öldulengd, gætu náð
merkinu frá tunglinu sem slitr-
óttri radiobylgju er tifar um
þrisvar sinnum á sekúndu.
Það skal að lokum tekið fram
að eldflaugarhylkið sem fylgir
gervitunglinu er sem svarar
tveimur mínútum á eftir því og
er ef til vill betur sýnilegt en
gervitunglið sjálft.
STAKSTEINAR
*
Teikningin sýnir stærð rússnesku
eldflaugarinnar í samanburði við
stærð mannsins. Má glöggt sja,
að hún er miklu stærri en flug -
skeyti það sem Bandaríkjamenn
eiga stærst nú, en það er markað
svart inn í rússneska flugskeyt-
inu. Bandaríkjamenn segja, að
það sé aðeins kortur á fjárveit-
ingu, sem hafi hindrað þá í að
smíða stærri fiugskeyti.
Glæsilegur samkomusalur
UMFR tekinn í notkun
A LAUGARDAGSKVÖLDIÐ bauð Ungmennafélag Reykjavíkur til
kaffisamsætis í nýjum samkomusal í Félagsheimili sínu við Holta-
veg í Laugardal Var þar margt gesta, forýstumenn íþróttahreyf-
ingarinnar og borgarstjóri ásamt eldri og yngri Ungmennafélags-
mönnum. Samkomusalurinn er stór og glæsilegur og var tekin í
notkun með samsæti þessu. Er hann annar áfangi UMFR í bygg-
ingamálum félagsins.
arsson form. UMFÍ, Gísli Ólafs-
son frá ÍSl, Gísli Halldórsson frá
ÍBR, Erl. Ó. Pétursson frá íþrótta
félögunum í höfuðstaðnum. —
Form. UMFR, Birna Björnsdóttir,
flutti skörulega ræðu og síðan
töluðu eldri og yngri Ungmenna-
félagar.
Samkomusalurinn sem nú er
tekinn í notkun er stór og glæsi-
legur. Hann er annar áfangi í
byggingaframkvæmdum UMFR
en upphafið var fordyri þessa
salar. Þar hefur verið sunnu-
dagaskóli að undapförnu. Hinn
nýi salur er næstu tvo vetur leigð
ur hluta úr dögum Reykvíkur-
bæ, en þar verður rekinn skóli.
Næsti áfangi i byggingafram-
kvæmdum UMFR er íþróttasal-
ur, búningsherbergi og fleira til
heyrandi, en eitthvert hlé verður
nú á framkvæmdum.
Kveðjur og gjafir bárust frá
ýmsum, m. a. Þorsteini Einars-
syni íþróttafulltrúa og Jóhannesi
Jósefssyni veitingamanni
Hófinu stýrði Kjartan Berg-
mann, en Stefán Runólfsson
form. bygginganefndar flutti að-
alræðuna, lýsti sögu hins 15 ára
félags og bygginaframkvæmdum
þess. Hann þakkaði stuðning sem
félaginu hefur verið sýndur, sér -
staklega þakkaði hann borgar-
stjóra og bæjarstjórn fyrir mik-
inn stuðning og ekki sízt lóðina,
sem hann kvaðst telja þá „beztu
í bænum“.
Næst talaði Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri. Ræddi hann
um nauðsyn æskulýðsheimila og
íþróttamannvirkja í hverju íbúða
hverfi bæjarins. Kvað hann bæj -
arstjórn vilja stuðla að slíkum
framkvæmdum og það mál væri
komið á góðan rekspöl þó mikið
væri enn óunnið í þeim efnum.
Hann ræddi um mannvirkin í
Laugardal, glæsilegustu íþrótta-
mannvirki landsins, sem tekin
hefðu verið í notkun að nokkru
í sumar.
Kveðjur fluttu sr. Eiríkur Ein-
Gervihnöttur og stúd-
entaóeirðir
Þjóðviljinn ræður sér ekki fyr-
ir gleði yfir því, að fyrsti gervi-
hnötturinn skuli „sendur upp i
efri lög gufuhvolfsins frá Sovét-
ríkjunum“. Þessu afreki er fagn-
að sem flokkslegum sigri og seg-
ir Þjóðviljinn á laugardaginn sl.s
„-----Sovétríkin sjálf sannað,
svo að enginn fær um villzt, yfir-
burði þess þjóðfélags, sem &
fjörutíu árum hefur lyft þjóðum
þeirra úr algerri eymd og niður-
lægingu í æðsta sess vísinda og
menningar".
Víst er hér um mikið afrek að
ræða og vonandi verður það
áfangi á farsældar-braut mann-
kynsins. En meira en hæpið er
að telja það sanna „yfirburði"
kommúnismans. Kunnugt er, að
Þjóðverjar voru á valdaárum
Hitlers komnir allra manna
lengst í gerð flugskeyta. Mátti
litlu muna, að þeir „yfirburðir“
réðu úrslitum í styrjöldinni. Eng-
ir aðrir en Hitler sjálfur og
blindustu aðiáendur hans töldu
þetta sanna neitt um gæði naz-
ista-ríkisins. Viðurstyggð þess
minnkaði ekki við flugskeyta-
gerðina, sem síðar varð til mik-
illar leiðbeiningar fyrir vísinda-
menn annarra þjóða.
Stúdentaóeirðirnar í Varsjá
segja meira en smíði flugskeyta
og gervihnatta til um eðli stjórn-
arfarsins í ríkjum kommúnista.
Með hverju á nú að
kaupa þá?
Á laugardaginn birti Þjóðvilj-
inn forystugrein, sem heitir:
„Er verið að leika sama leik-
inn einu sinni enn?“
Þar segir m. a.:
>.Og þegar eftir kosningar var
mynduð stjórn, sem hét því að
hafa brottför hersins sem eitt
aðalatriði stefnu sinnar. En síðan
ekki söguna meir. Þegar talca
átti upp samninga við Bandarík-
in um brottför hersins var samn-
ingum frestað „í bili“ og siðan
hefur ekkert heyrzí um undir-
búning þess að taka þá upp á
nýjan Ieik. Þvert á móti eru all-
ar starfsaðferðir Guðmundar I.
Guðmundssonar slíkar, að engu
er líkara en að hann telji það
forsendu athafna sinna að ísland
verði hernumið um langa fram-
ííð og leggi sig í líma til þess að
afnema þær litlu tálmanir, sem
áður höfðu þó verið settar við
frjálsu framtaki dátanna hér á
landi. Og sagt er að fátt sé hon-
um meira kappsmál en að her-
námsframkvæmdir hefjist af
kappi á nýjan leik.
Það er ástæða til að segja það
afdráttarlaust, að við svo búið
má ekki standa. Loforðið um
brottför hersins er einn af hyrn-
ingarsteinum núverandi stjórnar-
samvinnu, og því aðeins stendur
sú samvinna að Ioforðið verði
efnt. Stjórn, sem sættir sig við
hernám landsins verður aldrei
kölluð vinstri stjórn og hún mun
ekki njóta síuðnings vinstri
| manna í landinu.----enn sem
I fyrr rnunu hernámsmálin ráða
árslitum um örlög og gengi
í liverrar stjórnar, sem mynduð er
á íslandi.“
Alþýðubiaðið svarar þessu á
sunnudag svo:
„Þessu er því til að svara, að
ráðherrar og þingmenn Alþýðu-
bandalagsins eru hér í sömu sök
og Þjóðviljinn vill koma á Guð-
mund I. Guðmundsson utanríkis-
ráðherra".
Auðvitað er þetta rétt. En
áhyggjur Alþýðublaðsins eru
ástæðulausar. Hótanir Þjóðvilj-
ans eru ekki iakandi alvarlega.
Ætlunin nú sem fyrr er einungis
að nota þetta mál til að knýja
fram einhver hlunnindi handa
kommúnista-broddunum.