Morgunblaðið - 08.10.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 08.10.1957, Síða 6
6 MORGVNBL 4 ÐIÐ Þriðjudagur 8. október 1957 Indverjar biðja um lán tíl að forða hruni Fjármálaráðherra Indlands T.T. Krishna- machari hefur undan farið verið á ferð í Lundúnum, Washington og Ottawa í Kanada. Hann sat fund Alþjóðabankans í Washington og fjármálaráðstefnu brezka samveldisins að Mont Tremblant í Kanada. Engin dul er á það dregin, að erindi hans er að eins eitt, að reyna að út- vega risavaxin erlend lán. Fái hann þau ekki, er hætt að efna hagslegt öngþveiti skapist í Ind- landi strax á næsta ári, með því að núverandi fimm ára uppbygg- ingaráætlun landsins hrynji til grunna. Hvar sem Krishnamachari hef- ur komið hefur honum verið sýnd full velvild. Persónulega er hann kunnur á Vesturlöndum. Þessi T. T. Krishnamachari fimmtugi maður hefur setið sem fulltrúi Indlands á þingi S.Þ. Við krýningu Elízabetar Bretadrottn- ingar var hann fulltrúi lands síns. Það er almennt viðurkennt, að hann er gáfaður maður og vin- samlegur Vesturlöndum. ★ Hins vegar er með öllu óvist, hvort velvildin kemur þannig fram i verki, að óskir hans um lánveitingu rætist. Jafnvel meðal Vesturlanda- búa er nú þröngt um lánsfé og enda þótt það hafi komið í ljós, að Indverjar hafa staðið sérlega vel í skilum með af- borganir af fyrri lánum, geðj- ast Vesturlandabúum ekki alls kostar að stjórnmálaþróuninni og munu ekki fúsir á að leggja fé til efnahagsáætlunar, sem stefnir æ meir í þjóðnýtingar- átt. Vesturlandabúar hafa sjálfir fengið óræka reynsiu fyrir því að slík efnahagsmála- stefna er óhagkvæm og sóunar söm, auk þess sem þeir óttast að hún kunni á endanum að leiða til ofríkis stjórnarvald- anna og til kommúnisma. ★ Fyrsta fimm-ára áætlunin í Ind landi stóð 1951—1956. Fól hún f sér að lífskjör skyldu batna með aukinnj neyzlu samfara stór felldri fjárfestingu í stóriðnaði, raforkuverum og öðrum fram- kvæmdum. Tókst allvel að fram- fylgja henni, svo nú er viður- kennt að kjör almennings hafi batnað verulega, þótt enn séu þau að vísu langt undir því sem tíðkast á Vesturlöndum. Gallinn er aðeins sá, að nú er að koma æ betur í ljós, að Ind- verjar hafa sett markið of hátt. Og sama virðist vera uppi á ten- ingnum í annarri fimm-ára á- ætluninni, sem hófst 1956. Þegar fyrri áætlunin hófst áttu Indverjar miklar gjald- eyriseignir í öðrum löndum, aðallega i Bretlandi. En smám saman tók að ganga verulega á þær, því að aðsóknin var mikil bæði til kaupa á vörum til neyzlu og fjárfestingar. Ef gjaldeyriseyðslan heldur áfram í sama mæli og verið hefur síðustu mánuði, þá þrjóta allar dollara og sterl- ingspundaeignir Indverja ein- hvern tíma næsta vor. Fáist ekki erlent stórlán, þýðir það öngþveiti í viðskipta og efna- hagsmálunum. Indverjar hafa sem sagt spennt bogann of hátt. Ef þeir ekki draga úr eyðslunni á ein- hverju sviði, eða fá lán, þá er hætt við að algert öngþveiti taki við, sem bráðlega myndi gæta i pólitískri upplausn. Indverska stjórnin hefur þegar látið framkvæma bráðabirgða- ráðstafanir til að bægja voð- anum frá dyrum. Innflutn- ingsleyfi á þriðja fjórðungi ársins voru skorin niður og eykst sá niðurskurður enn á síðasta ársfjórðungnum. Þessi niðurskurður er einkum á neyzlu vörunum, en einnig allmikill á hráefnum til iðnaðarins, svo að spáð er auknu atvinnuleysi í lok ársins. Þetta eru þó aðeins bráðabirgða aðgerðir og er þess varla að vænta, að hægt sé að draga úr neyzlunni svo nokkru nemi. Ind- verskur almenningur er kominn á bragðið, að hægt er að bæta kjör hans og það getur þegar haft stórkostlegar stjórnmálaaf- leiðingar, ef þar er skorið á þráð- inn. Auk þess sem takmarkanir á innflutningi neyzluvarnings munu hafa í för með sér svartan markað og óviðráðanlega verð- bólgu. ★ Allt bendir því til þess, að Indverjar verði, hvort sem stjórnarvöldunum líkar það betur eða ver, að skera niður fjárfestingaráæltanir sínar. Það er víst að fjárfestingin sem jókst um hvorki meira né minna en 43% s.I. ár er megin- orsök þess, hve gengið hefur á gjaldeyriseignirnar. Þetta gerir Krishnamachari fjármálaráðherra sér ’jóst en hann vonar þó, að hægt yrði að bjargast og halda fimm-ára áætl- uninni næstum óskertri ef Banda ríkjamenn vildu lána Indverjum 600 milljónir dollara. Hér er að sjálfsögðu um rlsa- vaxna upphæð að ræða. En fjár- málaráðherrann mun benda á það, að með slíku láni yrði Ind- landi bjargað yfir verstu örðug- leikana. Þetta sé fé sem gefi skjótt góðan arð í verksmiðjum og öðrum framleiðslutækjum. Þetta eru þó rök, sem ekki sannfæra alla fjármálamenn. Þeir munu telja, að þetta sé aðeins upp hafið af margra ára efnahags- örðugleikum Indlands, sem fylgja iðnvæðingu hvers lands. Og ein- mitt á þessum árum eru óteljandi tækifæri fyrir Vesturlönd að festa fé á öruggari og arðmeiri stöð- um. Það væri miklu frekar, að Bandaríkjamenn til dæmis vildu lána féð, af hreinum pólitískum ástæðum. Á því sviði hefur Kris- hnamachari meira til síns máls, þegar hann bendir á, að nú sé að renna upp örlagastund fyrir Indland. Hann getur komið beint til Bandaríkjamanna og spurt þá: „Hvað viljið þið leggja mikið fram til þess að Indland verði ekki kommúnismanum að bráð“. Og síðan getur hann bætt við, að ef Bandaríkja- menn vilja ekkert sinna þessu sé ekki annað fyrir höndum en að fimm-ára áætlunin hrynji og upplausn verði í þjóðfélag- inu, sem geti endað með valda töku kommúnista. Þetta munu Bandaríkja- menn einnig skilja fullkom- lega. En þeir eru í vanda stadd ir. Bandarískur almenningur er orðinn þreyttur á skatta- álögum vegna aðstoðar við önnur ríki og var t.d. mjög áberandi, að Bandaríkjaþing skar niður tillögur Eisenhow- ers forseta um slíka aðstoð og hefði jafnvel viljað skera þær enn meira niður. Þá munu slíkar lánveitingar ekki hafa góð áhrif á verðbólg- una, sem vestrænar þjóðir eru nú að glíma við. Lánveitingar frá Bretum hafa þegar orðið örð- ugri vegna hinnar stórfelidu hækkunar bankavaxtanna, sem einmitt var framkvæmd til að berjast við verðbólguna. Aðstaðan er því örðug hjá Vesturlöndum, að veita Indverj- um þá aðstoð sem þeir biðja um. Hér er hins vegar mikið í veði og vert að fylgjast vel með, hvernig mál þessi þróast. 75 ára i gær: Indriði Helgason rafvirkjameistari SJÖTIU og fimm ára varð í gær Indriði Helgason rafvirkjameist- ari á Akureyri. Indriði Helgason er víðkunnur maður, sem braut- ryðjandj og frumkvöðull í raf- virkjun og einn traustasti iðnað- armaður í þeirri grein hérlendis. Hann fæddist 7. október 1882 í Skógargerði í Fellum, þar sem Gísli bróðir hans býr enn. lndriði lauk búfræðingsprófi frá Eiðum 1908 og dvaldist næstu árin við nám erlendis. Sótti hann sem margir aðrir ágætir ísletidingar á þeim tíma lýðháskó'lann í Askov og var þar við nám tvo vetur. Að því loknu hóf hann nám í rafvirkj un í Danmörku og lagði stund á það árin 1908—11. Indriði ílentist á Akureyri og stofnaði þar raf- tækjafyrirtækið og verzlunina Electro Co. árið 1922. Heíir Indr- iði rekið það fyrirtæki síðan með miklum myndarbrag. Snemma tók Indriði þátt í fél- agsmálum og var kjörinn til for- ystu um ýmis mál. Á Akureyri hefir hann tekið virkan þátt í opinberum máium og má þar til n'efna að hann var í stjórn Iðn- ráðs Akureyrar frá stofnun þess og tók við formennskunni þremur árum seinna og gegndi henni um fjölda ára. Þá hefir hann og farið með formennsku í Iðnaðarmanna- félagj Akureyrar og gegnt mörg- um fleiri trúnaðarstörfum fyrir stétt sína. í bæjarstjórn Akur- eyrar var Indriði kosinn 1938 og sat þar fram á síðustu ár. Var hann ætíð ötull málsvari Sjálf- stæðisflokksins. Indriði er kvænt- ur Laufeyju Jóhannesdóttur og hefir þeim orðið fjögurra barna auðið. Vinir Indriða senda honum beztu hamingjuóskir á þessum tímamótum og árna honum allra lxeilla um framtíð. Þróun sögunnar er ekki á bandi byltingarinnar VARSJÁ, 5. okt. tlngur komm- únískjur heimspekútgur Leszek Kolakowski hefur birt greinar í Nowa Kultura, málgagni pólska rithöþundafélagsins, sem hafa vakið stórfellda athygli í Pól- landi. í þeim staðhæfir hann að það sé eðlilegt að stofnaöur verði vinstrisinnaður flokkur, sem ó- bundinn sé af kenningum komm- únismans. sferifar úr daglega lifinu MÓÐIR skrifar: Ég er ákaflega ánægð með þá ákvörðun fræðsluyfirvaldanna að láta hvert skólbarna hafa kennslubækur ákeypis. Ókeypis bækur AÐ vísu er það svo að skóla- bækur kosta ekki offjár En samt er það svo, einkum og sér í lagi á barnmörgum heimiium að sá peningur dregur sig nokkuð saman. Og er þetta kærkomin ráðstöfun af þeim sökum. Svo er þetta líka trygging fyrir því að barnið fái allar bækur sem það á að lesa í skólanum, enga vanti, og líka það að það fær bækurnar strax í hendurnar. Það er líka mikill munur en ég er hræddur um að það hafi stundum orðið einhver misbrestur á því. Forstokkuð íhaldssemi SKÓLASTÚLKA ritar: Kæri Velvakandi ég les oft- ast dálkana þína, en hér um dag- inn var þar bréf, sem mér þótti alleinkennilegt. Þar var frá því skýrt hvaða álit maður einn hafi á menntun kvenna. Ég hefðj nú haldið að slíkir menn hefðu horf- ið með nítjándu öldinni en svo virðist ekki vera. Og það sem meira er og mér finnst jafnundar- legt er að síðan þetta bréf birtist í dálkunum hefi ég heyrt fleiri en einn karlmanna orða sömu skoð- anir og þar komu fram. Þeir hafa haft svipaðar mót- bárur og kvenréttindahreyfing- in varð að berjast við á fyrstu áratugum aldarinnar. En svona getur það víst stundum verið að fornar skoðanir, löngu úreltar og íhaldssamar ganga aftur sem gamlir draugar, magnaðir á ný. Ég hefði haldið allt til þessa að langskólamenntun kvenna væri talin jafnsjálfsögð og langskóla- menntun karla. Mér finnst höfuðatriðið vera það, hvort meta eigi menntun á hagnýtan mæli- kvarða. Því er ég persónulega mótfallinn. Því finnst mér ekki nema gott eitt _um það að segja þótt einhver íslendingur haldi austur til Pakistan og leggi þar stund á mállýzku, sem heitir Urdu, eða annar riti fræðigreinar um stélin á spörfuglunum. Slík menntun verður aldrei mjög liag- nýt í reykvískum skilningi þar sem flest er metið til fjár. En samt getur slík menntun verið ómetanleg, því hún er undirstaða allra sannra framfara, hvort sem hún kann í andartakinu að þykja fávísleg eða ekki. Því er menntun aldrej á glæ kastað jafnvel þótt hún sé aldrei notuð til fjárafla eða starfað í þeirri grein, sem menntunin býr mann undir að rækja. Gildi menntunar VARÐANDI okkur konurnar þá hefir alveg gleymzt að taka það fram að við notum kannske ekki menntun okkar til þess að gegna ábyrgðarmiklum störfum í þjóðfélaginu, þar sem maður fær í sífellu mynd af sjálfum sér í blöðin eða lofsvert umtal á ára- mótum. En okkar starf er þó engu að síður mikilvægt. Það leggur sem sé hornsteininn að framtíð íslenzku þjóðarinnar. Það er upp- eldi barna okkar. Til þess má ekki höndunum kasta og þar kem ur menntun og góður skilningur í góðar þarfir. Bréfritarinn segir, að eng- in móðir syngi á latínu yfir börnum sínum en það er mis- skilningur. Eina þekki ég sem jafnan syngur Integer vitae yfir sonum sínum á kvöldin og ekki hefi ég frétt annað en þeir hafi hið bezta af. En það er kannske ekkj mergur málsins heldur hitt að eftir móðurinni mótast börnin og því menntaðri eða fróðari og menningarlegri sem hún er því betur verða börnin upp alin. Fréttaþulirnir SV. ritar: Ég vildi beina þeim tilmæl- um til útvarpsins að það láti ekki fréttamenn eða óvana menn lesa í útvarpinu fréttir og tilkynning- ar. Það er þraut fyrir okkur nlust endur, og það hlýtur að vera þraut líka fyrir suma þá sem lesa. Kolakowski segir í grein sinni „Saga og ábyrgð“, að þegar kommúnistaflokkurinn einn sé leyfður, þá sé ætíð hætt við að valdhafarnir hneigist til stalin- isma og alls kyns ofbeldisverka. Hann játar að hafa sjálfur ver- ið „stalinisti“ upp úr lokum heimstyrjaldarinnar og hafa þá beitt rökum gegn þessari skoð- un ,sem áreiðanlega verði nú beitt gegn honum. Síðustu tvö ár hefur hann orðið leiðtogi hóps ungra kommúnista, sem stefna að siðbót kommúnismans. Greinarnar hefjast á tvítali milli kommúnísks hugverka- manns, sem er að hætta afskipt- um af stjórnmálum og ungs kommúnista sem enn er á Stal- ín-línunni og nefnir höfundurinn hann byltingarmanninn. í samtölum þessum afneitar eldri maðurinn þeirri kenningu að tilgangurinn helgi meðalið I öðru lagi afneitar hann því að þróun sögunnar sé á bandi bylt- ingarinnar. Byltingin sé aðeins eins og hver annar atburður, er hvort sem er geti gerzt eða ekki gerzt. Það sé ekki hægt að nota framtíðina til að afsaka mein nú- tímans. í þriðja lagi hafnar hann þeirri kenningu, að fullkomið skipulag og samræming sé nauðsynlegt í baráttunni fyrir endurbótum. A1 ger samræming er stöðnun, seg- ir hann. Það er jafnvel nauðsyn- legt að heimila gagnrýni og rök- ræður meðal byltingarmanna, því ella getur byltingarþjóðfélag ið fallið í sorta ofbeldis og ógna. Að lokum segir hinn eldri kommúníski hugverkamaður: :— Ég get aldrei trúað því að hægt sé að mæla og meðhöndla sið- gæði og hugsanir manna eftir þeim hagfræðikenningum, að ef við spörum í dag getum við feng ið meira á morgun. Að með því að ljúga í dag, munum við fá sannleikann á morgun, eða að við getum grætt svo mikið á glæpum í dag, að við getum öðlazt göfug- lyndið á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.