Morgunblaðið - 08.10.1957, Page 8

Morgunblaðið - 08.10.1957, Page 8
8 MORGVISBT AÐIÐ Þriðjudagur 8. október 1957 FRA S.U.S. RITSTJÖRI: ÞÓRIR EINARSSON Magnús Þór&arson, sfud. jur.: Þjótjvíijinn og Mcskvumótib Furðuþögull hefur Þjóðviljinn verið um Moskvumótið og skal engum getum að því leitt, hvað valda muni. Fyrir fáeinum dög- um síðan birtust þar þó loks nokkrar athugasemdir við grein ar mínar um mótið eftir einn úr íslenzku fararstjórninni, Hörð Bergmann, sem jafnframt er full- trúi kommúnista í Stúdemaráði. Höfundur Þjóðviljagreinarirnar er bæði súrt og sár og skal ég ekki lá honum það. Hins vegar mun ég leiðrétta hér fullyrðing- ar hans. 1. Hann telur greinar mínar skrifaðar til þess að staðfesta fréttaflutning Mþl. af ástandinu í Sovétríkjunum. Ekki er nema gott eitt til þess að vita, að mér og Reuter skuli bera saman. Ann- ars er hreinn óþarfi að fara í austurveg til að leita fréttunum staðfestingar, því að svo rækilega hefur sjálfur Krjúsoff staðfest ílest það, sem kommúnistar hafa hingað til stimplað „Morgun blaðslygi,“ „Tíma-sannleika‘• eða „Alþýðumoggaróg.“ Var þó sumt af því næsta ótrúlegt, en sem sagt: Krjúsoff hefur staðfest það eftirminnilega. 2. Greinarhöfundur telur penna minn svo múlbundinn, að ég hirði ekki um að skýra frá því, að ég telji einhvers virði. Ég tók það þó skýrt fram, að kynni okkar af Rússum hafi einmitt gert mótið mikils virði. Greinarhöf. vitnar í ummæli mín um, að mér hafi nokkuð þótt til ræðu Fedins koma, en segir svo: „Fróðleiks- fúsir lesendur fá ekki svo mikið sem einn staf um það, serrt grein- arhöfundj þótti einhvers virði á þessu bókmenntanámskeiði... “ Ég segi þó einmitt, að mér hafi þótt hún „einhvers virði“. Ef hann á við það, að ég hefði áxt að endursegja ræðuna, þá verð ég að hryggja hann með því, að ég hef hana ekki á handa á milli og treysti mér ekki til þess að rekja hana án þess. 3. Bilað hátalarakerfi er alls ekki aukaatriði á bókmenntanám skeiði, a. m. k. ekki fyrir bá, sem ekkert heyrðu eða skildu. 4. Greinarh. finnst gæta mót- sagnar milli þeirra ummæla minna, að mótið hafi verið haldið í pólitískum tilgangi, og þessarar setningar: „Þrátt fyrir að reynt var að tala sem minnst um póiitik I sambandi við festivalið, gátu Rússar þó ekki alltaf stillt sig“. Það er ómótmælanleg staðreynd, sem ég hef þegar sýnt fram á í greinum mínum, að mót þetta, eins og öll önnur af sama tagi, var haldið í pólitískum tilgangi. Hins vegar var það auðvitað aldrei tilætlunin að þruma marx- ískar áróðursræður í tíma og ótíma yfir þátttakendum, enda hefði slíkt borið vafasaman ár- angur. Áróðurinn átti að vera eins lítið áberandi og unnt var, lævís en markvís áróður fyrir kommúníska stjórnarhætti, eins og raunar hefur verið viðurkennt af kommúnískum aðilum (sbr. til vitnun mína í Trybuna Ludu í fyrstu greininni). Það voru því mistök af hálfu stjórnenda, þeg- ar hann varð svo fráhrindandi og fælandi, að menn neyddust til að ganga út af fundinum. Litla ánægju held ég og, að íslenzkir þátttakendur hafi haft af píla- grímsferð í brautargöngum neðanjarðar í Leningrad til altar- istöflu af Stalín. Þar þurftu menn að hlýða á fjálglega prédikun um verðleika harðstjórans, sem þegn arnir þorðu fyrst að níða dauðan. Þegar ég gekk í grafhýsi þeirra Leníns og Stalíns, var enginn blómsveigur færður þeim frá ís- lenzkum göngumönnum. Hins vegar skýrir Auðunn Guðmunds- son frá því í Alþýðublaðinu að þegar hann gekk fyrir líkin, hafi íslenzka fararstjórnin keypt helj- armikinn kranz til þess að leggja auðmjúklega við dyrnar og votta þannig hinum gamla harðstjóra virðingu sína í nafni íslenzkra þátttakenda. Ekki hefði a. m k. j sakað, þótt við hefðum verið látn- : ir greiða atkvæði um það, nvort I við kærðum okkur um að leggja 1 blóm við fótstall Stalíns. 5. Orðbragð greinarhöfundar, ' sem er nokkuð geðillskulegt, | verður mun hógværara, þeg- ! ar hann minnist á kostn-1 aðarhlið mótsins, og er það1 engin furða. Nú er mótið sagt kostað af „hinum alþjóðisga mótssjóði“ og af rússnesku happ- drætti. Það gerist sanria.lega ekki oft nú orðið, að nokkur reyni að verja þá fornu staðh^.fingu kommúnista, að festivölin séu ekki kostuð af ríkissjóðum komm únistaríkjanna. Auðunn Guð- mundsson segir í Alþbl. 14. sept.: „Sjálfir gáfu Rússar þær upplýs- ingar, að mótið kostaðj ríkissjóð þeirra a. m. k. 600 milljónir rúblna, sem er rúmlega ?400 milljónir á íslenzku gengi“. Þetta bygg ég sízt of lágt áætlað. — Svo væri ekki úr vegi, að kveðin væri niður sú ljóta saga, sem um bæ- inn gengur, að sá hluti þátttöku- gjalds íslendinga, sem ekki var yfirfærður, hafi runnið beint í ónefndan flokkssjóð, og endur- kröfur gætu numið um haifri milljón króna. Reikningana á borðið. góðir menn! 6. Ekki stangast það heldur á, þótt ég segi, að gestgjafinn hafi viljað ráða mestu um það. sem gestirnir áttu að sjá og heyra, en svo hafi ég sjálfur farið nvert sem mér sýndist. Það fer nefni- lega margt öðru vísi en æfk ð er. Eins og ég hef áður sagt var beinlínis tekið fram við okkur, að við ættum jafnan að fara í túlksfylgd. en sem betur fór var slíkt óframkvæmanlegt. Margir munu þó allan tímann haía verið undir eftirliti, því að þeir hættu sér ekki ókunnugum og kortlaus- um út í hina víðáttumiKiu og villugjörnu borg. Sterkasta vopn gestgjafans til þess að halda þátt- takendum innan ramrna festivals ins var einmitt kortleysið. Höf. Þjóðviljagreinarinnar segir, að öllum hafi verið- gefið kort af borginni. Að kalla blað þatta kort er fjarri öllu sanni, sem sjá má af því, að af 3700 götum í Moskvu borg (uppl. eins túlksins) voru 59 markaðar á myndina. Ég er fús til að sýna þaulvönum farða- mönnum mýnd þessa, og veit ég, Sani'uandsjiing utgra SjáifstæiHsmauna hefst í Reykjavík laugardaginn 26. október kl. 9.30 fyrir há- degi. Félögin eru beðin að tilkynna nöfn fulltrúa sinna sem fyrst. — að enginn þeirra myndi treystast til að styðjast við hana eina, ef hann ætti einn saman, mállaus og ókunnugur, að ferðast um borg- ina. Þetta atriði var einna hvass- ast gagnrýnt i sambandi við fram kvæmd mótsins af öllum þeim, sem ekki fóru einungis austui til þess að syngja og dansa eftir sovézku hljómfalli. — Annars má geta þess í sambandj við ráðríki rússnesku gestgjafanna, að enga vissi ég fremur kvarta undan því en einmitt þá menn í farar- stjórninni, sem mest unnu 7. Greinarhöfundi þykir það bera vott um „óvenjulega glögg- skyggni" mína, að ég skuli segja eftir dagsdvöl í austur-þýzkri borg, að endurreisn gangi afar seint og að hernaðarandi sé þar mikill. Við komum til borgarinn- ar kl. hálfsjö að morgni og fórum þaðan um kveldið. Allan daginn gekk ég með „alþýðuhermör.r- um“ um borgina þvera og endi- langa. Það er blindur maður, sem ekki sér á þeim tíma, hvort endur byggingin hefur gengið fljótt og vel eða seint og illa eins og þarna mátti greinilega sjá. Sægur vopn- aðra her- og lögreglumanna talar líka sínu máli, svo og vígorða- borðar og skilti, sem fest eru upp um alla borgina og einkum er beint gegn bræðraþjóðinni fyrir vestan. 8. Honum finnst ósennileg frá- sögn austur-þýzkra unglinga af ferðalagi sínu til Moskvu, en þeir voru látnir aka í vögnum að rúss- nesku landamærunum. Þar voru vagnarnir settir upp á vörufiutn- ingalest. svo að ferðin tók þá ails 7 sólarhringa, en fslendingar voru 7% sólarhring frá sínu fjarlæga landi. Hann kveðst vita af ís- lendingi, sem ferðaðist með A-Þjóðverjum í lest alla leið frá Berlín. Þetta sannar auðvitað ekkert um frásögn A-Þjóðverj- anna, sem við áttum tai við í Moskvu. Ekkert er sennilegra, en að hluti a-þýzkra þátttakenda hafi ferðazt með lest, og vitanlega var íslendingnum boðið að hafa samflot með þeim, en ekki hinum óhamingjusömu, sem urðu að láta sér lynda fyrrgreindan aðbúnað. 9. Greinarhöfundur segir rogg- inn frá því, að þessi heimsmót séu hin stærstu í heimi. Ekki er nú samt lengra síðan en í sumar leið, að skátar héldu stærra jam- boree í Englandi. 10. Hann ber ekki á móti því, að margt hafi lent í handaskolum í skipulagningu mótsins, en segir mig vilja kenna Rússum um það allt. Grípi ég jafnvel til þess ráðs „til þess að eiga hægara um vik“ að hrósa ísl. fararstjórninni, en grein- arhöfundur kveður hana bera sakarhluta. Auðvitað lá höfuðsök in hjá Rússum, og voru ýmsir í fararstjórn ekkert feimnir við að viðurkenna það austur í Moskvu, þótt nú megi ekki styggja hina rússnesku skipuleggjendur á prenti, svo að framavonum grein- arhöfundar sé ekki teflt í tvísýnu. Hins vegar minntist ég á getu- leysi fararstjórnar á einum stað, svo að ekki sleppur hún þó alveg undan svipu minni. 11. Ég minntist á það til gam- ans, að einna bezta skemmhatr- iðið á opnunarhátíðinni hafj ver- ið sá leikur fólks að brjóta saman pappírsskutlur og þeyta þeim á milli sín. Greinarhöfundi finnst þetta ekki par beysinn skemmt- anasmekkur. Ekki veit ég, hvers vegna leikur þessi varð eins al- mennur og vinsæll meðal áhorf- enda og raun bar vitni, en trúað gæti ég, að hann hafi stafað af leiðindum þeirra og löngun til- þess að leggja eitthvað sjálfir af mörkum til skemmtunarinnar í stað þess að horfa stöðugt á leiki annarra. 12. Hann segir, að dagskrár- skammtur sá (valinn af Rússum), sem okkur var útdeildur daglega, hafi verið nógu stór og jafnvel of stór, því að margir miðar hafi oft orðið afgangs á skemmtanir, sem fólk hér heima myndi fara yfir halft landið til að sækja. Hvernig er þessi fararstjórnar- maður dómbær á það? Voru mið- arnir ekki ónotaðir, af því að fólk ið langaði ekki til að sækja skemmtiatriðin? Var ekki nær að útbýta fullkominni dagskrá í mótsbyrjun og leyfa fólki síðan að velja millj atriða, í stað þess að birta örlítið sýnishorn hennar með stuttum fyrirvara í hvert skipti? Aðrar þátttökuþjóðir áttu fullkomna dagskrá, og ég endur- tek það, að það var ófyrirgeían- legt áhuga- eða getuleysi af farar stjórn að útvega hana ekki í upp- hafi. 13. Honum þykir alvarleg mót- sögn stinga upp kollinum í frá- sögninni af útvarpsvirkjanum, sem hafði ekki nema 1000 rúblur á mánuði, en ætti samt nóga pen- inga og vildi kaupa Moskovits. Ég skal játa það, að okkur íslend- ingum þótti þetta nokkuð kynd- ug yfirlýsing og ekki í neinu sam- ræmi við annað tal á því heimili enda ræddum við um það á eftir, hvort einhver misskilningur hefði ekki átt sér stað Líklega hefur maðurinn átt við það, að þótt hann ætti nóga pemnga, þá gæti hann ekki fengið bíl en þar eð við gátum ekki skilið hann upphaflega öðru vísi en ég skýrði frá, vildi ég ekki fara að gera honum upp ummæli í samræmi við sennilega tilgátu. — Mánaðár- tekjur heimilisins námu alls um 2000 rúblum, þar sem konan var líka útvarpsvirki. Kvenfólk inn- ur nefnilega allt úti meðal al- mennings, svo að heimilistekjur eru drýgri en kaup eigmmanns gefur til kynna, enda ekki hægt að lifa af því einu saman eins og víða annars staðar. Þótti ýmsum undarlegt að sjá kvenfólk vinna hin erfiðustu störf, svo sem múr- verk, götulagningu, járnbrautar- lagningu o. þ. h. Skák ein við hótel okkar var malbikuð, og stakk það í augun að sjá kvenfólk vinna erfiðastá starfið, ganga all- an daginn eins og vél með bik á skóflu, en karlmaðurinn vann allt hið léttasta. Með slíkri ger- nýtingu vinnuaflsins gegr.ir það mestu furðu, að þjóðarauður og uppbygging skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. — Það mun því rétt hjá greinarhöfundi, að ekki komi til mála, að réttur og sléttur útvarpsvirki í Sovétríkju..um hafi efni á að kaupa sér bifreið. 14. Greinarhöfundur vill ekki trúa þeirri frásögn, að útvarps- tæki í Rússlandi séu einungis gerð fyrir þarlendar stóðvar. Þetta er þó ekki annað en það, sem okkur var sagt oftsinnis í Moskvu, þar á meðal á tveimur heimilum. Greinarhöfundur seg- ir ekki hægt að smíða þess konar tæki, en ég ætla að láta honum sjálfum eftir að kynna sér þau mál! Á báðum heimilunum voru dregin fram sérstök tæki til þess að hlusta á vestrænar stöðvar og voru bæði smíðuð upp úr eldri tækjum og mjög af vanefnum gerð. Tæplega væru þau smíðuð og notuð, ef hægt er að kaupa betri tæki í verzlunum. 15. Greinarhöfundur eyðir nokltru rúmi í að viðurkenna margt í greinum mínum, svo sem það, að til sé húsnæði í Moskvu, sem sé „jafnvel verra“ en hér gerist! Þakka skyldi. Hann játar, að ekki sé vatnsleiðsla í öllum húsum heimsborgarinnar og seg- ir, að launamismunur sé „óeðli- lega mikill“. Þrátt fyrir þetta og annað fleira er „ekkert ,k“ takandi á skrifum mínum að hans dómi, sem byggist eingöngu á hinni ótrúlegu en ófullnægðu bíl- löngun útvarpsvirkjans. Frh. á b)s. 13. Framtíð ís'enzks landbúnaðar Ráðstefna ungra bænda og annars ungs fólks i sveitum landsins AÐ frumkvæði Sambands ungra Sjálfstæðismanna verður ráðstefna um framtíð íslenzks landbúnaðar haldin í Reykja- vík í þessum mánuði. Ráðstefnan hefst föstudaginn 25. okt. og henni lýkur daginn eftir. Þar verða fluttir fræðilegir fyrirlestrar, rætt um landbúnaðarmál og gerðar ályktanir um þau. Allt ungt Sjálfstæðisfólk í sveitum landsins er velkomið á ráðstefnuna, og er æskilegt, að það hafi samband við stjórn SUS eða einstök félög sambandsins. Oagskrá Fösfudagur 25. október. Kl. 10 Ráðstefnan séít: Formaður SUS, Ásgeir Pétursson. Ávarp: Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins. Kosið í nefndir. Kl. 10.30 Erindi: Ný viðhorf í landbúnaðarmálum (Árni G. Eylands). Kl. 11.15 Nefndarstörf. Kl. 2 Erindi: Véltæknin í landbúnaðinum (Guðmundur Jánsson, skóiastjóri, Hvanneyri). KI. 2.45 Nefndaálit og umræður. Kl. 6 Hópferð að Korpúlfsstöðum. Kvöldverður í boði Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra. Kl. 9 Nefndaálit og umræður. Kvikmyndasýning. Laugardagur, 26. október. Kl. 11 Erindi: Búfjárræktin og framtíðin (Haraldur Árnason, ráðunautur, Sjávarborg). Kl. 11.45 Ráðstefnunni slitið. Um kvöldið verður væntanlega leikhúsferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.