Morgunblaðið - 08.10.1957, Side 10
10
MORCVHBT4ÐIÐ
Þriðjudagur 8. október 1957
Ctg.: H.t. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
AOairitstjórar: Valtýr Stefánsson Cábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, sími J3045
Auglysingar: Arni Garðar Krisunason.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og algreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 30.00 á mánuði innaniands.
I lausasölu kr i 50 eintakið.
„GÓD SKILYRÐI"
EFTIR því sem Tíminn
skýrir frá nýlega, hefur
Eysteinn Jónsson, fjár-
málaráðherra, látið sér þau
orð um múnn fara á fundi í Fram-
sóknarfélagi Reykjavíkur fyrir
stuttu, að núverandi stjórn hefði
„góð skilyrði til að leysa efna-
hagsvandamáiin“. Ekki er þó nán
ar frá því skýrt í Tímanum í
hverju þessu „góðu skilyrði" eigi
að vera fólgin. Samkvæmt því,
sem Tíminn hefur eftir E. J. á
hann að hafa tekið svo tii orða:
„Kvað hann mjög mikla erfið-
leika framundan í þeim efnum, og
þyrfti það engum að koma á
óvart, sem hefði fylgst með gangi
framleiðslunnar á þessu ári“.
En síðar í sömu greininni,
segir svo blaðið eftir ráðherran-
um, að „ráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar og þingmeirihlutans í
framleiðslumálunum hefði örfað
framleiðslustarfið". Það er vand-
séð, hvernig á að koma því heim
og saman á annan bóginn, að
efnahagsvandræðin nú stafi sér-
staklega af „gangi framleiðsl-
unnar á þessu ári“ og að á hinn
bóginn hafi ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar „örfað framleiðslu-
starfið“. Ruglingurinn og fálmið
hjá Eysteini Jónssyni, þegar hann
er að reyna að verja þá glap-
ræðisstjórn, sem situr hér við
völd, er í samræmi við ráðaleysið
hjá ríkisstjórninni allri og hon-
um, sem fjármálaráðherra, alveg
sérstaklega.
★
Ríkisstjórnin hefur „góð skil-
yrði“ til að leysa efnahagsvanda-
málin, segir Eysteinn Jónsson.
Hann og samráðherrar hans hafa
nú setið við völd í meira en eitt
ár og ekki leyst neinn vanda.
Við þetta má raunar bæta því,
að Eysteinn Jónsson hefur verið
fjármálaráðherra samfleytt í 7
ár og ekki er kunnugt að hann
hafi leyst neinn efnahagsvanda
á þeim tíma. Eftir 6 ára setu
E. J. í því starfi, lýsti formaður
flokks hans og núverandi for-
sætisráðherra því yfir, að efna-
hagslífið væri „helsjúkt". Ey-
steinn Jónsson var fjármálaráð-
herra á árunum 1934—1939. Þá
steðjaði efnahagsvandi að þjóð-
inni. Undir fjármálastjórn E. J.
jókst sá vandi fremur en minnk-
aði og árið 1939 varð E. J. að
gefast upp, þótt hann hefði næg-
an þingmeirihluta á bak við sig
og afhenda fjármálastjórnina í
hendur Sjálfstæðismönnum. Ey-
steinn Jónsson hefur ef til vill
oft haft „góð skilyrði“ til þess
að leysa efnahagsvandamál, en
hann hefur ekki gert það og mun
heldur ekki gera það.
★
Óhæfni Eysteins Jónssonar og
þeirrar skatta- og haftastefnu
sem er uppistaðan í hugmyndum
hans um fjárstjórn, er augljóst
mál. En hér lcemur lika annað
til greina. Efnahagsvandamál
þjóðarinnar ná til hennar allrar.
Þau snerta allar stéttir og starfs-
greinar. Þar er enginn undan-
skilinn. Til að leysa þau mál þarf
yfirsýn um aimannahag og vilja
til að greiða úr þeim vandamál-
um, sem fyrir liggja án hlut-
drægni og áníðslu í garð eins eða
annarra. Efnahagsmálin eru þjóð-
mál í þess orðs hreinasta skiln-
ingi. En sú ríkisstjórn, sem nú
- ENGIN SKILYRÐ1
situr að völdum, miðar ekki
störf sín við þjóðmál heldur
flokksmál og valdastreitu. Þess
vegna hefur efnahagsvandinn
stóraukizt á því rúma ári, sem
ríkisstjórnin hefur setið, í stað
þess að minnka. Hér hefur þró-
unin orðið hin sama og í valda-
tíð Eysteins Jónssonar 1934—’39.
Þegar flokkarnir, sem nú ráða,
eru athugaðir, verður þetta líka
Ijósara. Framsóknarflokkurinn
er byggður upp í kringum einn
tiltekinn rekstur, samvinnurekst-
urinn, og Eysteinn Jónsson er
einn mesti valdamaður í mesta
og raunar einasta auðhring lands-
ins, S.Í.S. Flokknum er haldið
uppi af þessum samtökum og mið
ast allt við að viðhalda sérrétt-
indum þeirra og pólitísku valdi.
Þetta kemur ljóslega fram í
skattamálum og á fjölda mörgum
öðrum sviðum. Þá er kommún-
istaflokkurinn. öllum er ljóst að
hann miðar aldrei sínar aðgerðir
við annað en hagsmuni hins al-
þjóðlega kommúnisma en íslenzk
þjóðmálastefna er honum fram-
andi. Loks er svo Alþýðuflokk-
urinn, sem nær til tiltölulega
lítHs hóps manna og er vanmegna
og reikandi. Valdamenn þess
flokks kjósa fremur sendiherra-
stöður í fjarlægum löndum held-
ur en að berjast í vonleysi
flokksins heima á íslandi. Alþýðu
flokkurinn miðar sína baráttu
líka fyrst og fremst við sam-
keppnina við kommúnista um
atkvæði og áhrif innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Það má því
ljóst vera að enginn af þeim
flokkum, sem nú sitja við völd,
hefur skilyrði til að leysa efna-
hagsvandamálin á breiðum og
hlutlausum grundvelli. Það hef-
ur líka komið ljóst fram síðan í
fyrra, enda hefur allt sigið á
ógæfuhlið síðan. Flokkar, sem
miða allt sitt við tiltekinn rekst-
ur, eins og S.Í.S. eða aðra þrönga
og takmarkaða hagsmuni, hafa
aldrei „góð skilyrði“ til að leysa
þjóðmál eins og efnahagsmólin.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
flokkurinn, sem nær til allrar
þjóðarinnar. Hann er eini flokk-
urinn, sem hefur skilyrði til að
reka raunverulega þjóðmála-
stefnu. Hann einn mundi verða
fær um að leysa efnahagsvand-
ann. En til þess þyrfti hann al-
geran þingmeirihluta. Flokkur-
inn þyrfti þá að vera óháður
klíkuflokki, eins og Framsóknar-
flokknum og vandræðastefnu
Eysteins Jónssonar. Og sá tími
mun líka upp renna. En fyrr en
gengið verður að því að leysa
efnahagsvandann sem þjóðmál,,
munu þau mál ekki verða leyst.
Efnahagsvandamálin verða ekki
leyst með neinni „eysteinsku"
skattpíningar og ríkisafskipta.
Framtak og athafnaþrá þurfa að
fá að njóta sín. Það traust, sem
við höfum glatað meðal banda-
manna og nágranna þarf að end-
urreisa. íslenzka krónan þarf
aftur að verða að krónu.
Þau verkefni, sem hér blasa
við geta hinir eysteinsku flokkar
aldrei leyst. Sjálfstæðisflokkur-
inn einn gæti gert það en með
því eina móti að fá einn að
ráða stefnunni. Með eysteinskuna
fyrir myllustein um hálsinn get-
ur enginn gert það, sem gera
þarf.
UTAN UR HEIMI
Leiksystir Önnu Frank
ANNA FRANK er orðin heims-
kunn. Dagbók hennar hefur verið
þýdd á fjölda tungumála og
kemur út hér fyrir jólin. Gert hef
ur verið leikrit, sem byggt er á
dagbókinni, og verður það sýnt
í Þjóðleikhúsinu í vetur. Grem-
in, sem fer hér á eftir í laus-
legri þýðingu er eftir Moshe
Brilliant og birtist í „The New
York Times Magazine" í vor sem
leið. Segir þar frá Lies Goosens,
leiksystur önnu Frank, en hún er
nú hamingjusöm húsmóðir í
Israel.
„Köld og hungruð, krúnurökuð
og klædd grófum ólögulegum
fangaklæðum þærlabúðanna stóð
Anna Frank við þröskuld dauð-
ans og fékk eina ósk sína upp-
fyllta. Hún hitti aftur beztu vin-
stúlku sína og leiksystur.
í hlýju rúmi sínu á loftinu í
bakhúsinu í Amsterdam, þar sem
Frank-fjölskyldan leyndist, hafði
Anna beðið fyrir bekkjarsystur
sinni, Lies Goosens, sem átti
heima í næsta húsi, en hafði ver-
ið tekin af nazistum. „Hvers
vegna erum við svo fjarlægar
hvor annarri núna?“ reit þessi
viðkvæma unga stúlka í dagbók
sína á loftinu í Amsterdam, dag-
bókina sem nú er orðin heims-
fræg.
Endurfundir
Mánuði áður en Anna dó, áttu
vinstúlkurnar sorglega endur-
fundi. Þær voru aðeins aðskildar
af rammgerðri gaddavírsgirðingu
í Bergen-Belsen-þrælabúðunum.
Það var hörkufrost og vindur
þessa febrúarnótt árið 1945, en
myrkrið huldi þær sjónum hinna
skotfimu vaktmanna í varðturn-
unum, og þær hölluðu sér skjálf-
andi upp að girðingunni, sem
skildi þær að, og grétu hljóðlaust.
Anna og Lies höfðu verið óað-
skiljanlegir vinir alla tíð síðan
1933, þegar þær voru 4 ára gaml-
ar. Það var árið, sem Frank-
fjölskyldan flúði frá Frankfurt
og Goosens-fjölskyldan frá
Berlín undan ofsóknum Hitlers
og leigðu sér íbúðir í samliggj-
andi húsum. Þegar samband
þeirra slitnaði eftir að Frank-
fjölskyldan fór í felur, hugsaði
Anna svo að segja daglega til
vinkonu sinnar.
„Ó Guð“, skrifaði Anna eitt
kvöldið í dagbókina, „hvers
vegna skyldi ég hafa allt, sem
ég get óskað mér, en hún að
verða fyrir þessum hræðilegu ör-
lögum? . . . Hvers vegna ætti ég
að vera kjörin til að lifa en hún
sennilega til að deyja?“
Lies er hamingjusöm
í ísrael
örlögin voru hins vegar á end-
J anum blíðari við Lies. Lies komst
; loks til ísraels árið 1947, en henni
| hafði verið bjargað af Rauða
hernum fjórum dögum áður en
Þjóðverjar gáfust upp, úr járn-
brautarlest, sem var að flytja
Gyðinga til gasklefanna í Theres-
ienstadt. Þessi einmana munaðar-
leysingi fann nýtt athvarf á
stúlknaheimili í Jerúsalem. Þar
lærði hún barnauppeldi og var
brátt búin að fá starf sem barn-
fóstra í innflytjendabúðum, á
sjúkrahúsi og á mæðraheimili.
Lies varð það sem systur önnu,
hina fögru og duglegu Margot,
hafði dreymt um að verða: barn-
fóstra í ísrael.
Lies heldur því fram, að hún
hafi verið miklu málóðari en
Anna, þegar þær voru litlar. En
þegar hún óx, varð hún feimin
og mannfælin. En eitt sumarið
í Jerúsalem fékk fjölskylda eir
hana til að þiggja heimboð á
hvíldardaginn, og þá hitti hún
bróðurson húsráðandans, Walter
Pick, frískan, glaðan og gáfaðan
ungan mann, sem var liðsforingi
í ísraelsher. Vinátta þeirra greri
hægt, en hún blómgaðist smám
saman og árið 1950 gengu þau í
hjónaband.
Walter Pick og kona hans búa
nú í fallegri íbúð á fyrstu hæð
í rólegu hverfi Jerúsalem-borgar.
Heimilið er fullt af leikföngum,
því þau eiga þrjú börn, Yohanan
4 ára. Haim Giaeon 2 ára og
Ruthie 1 árs. Lies er önnum kafin
við húsverkin, en um helgar
halda hjónin kyrru fyrir heima,
því þau virða helgi hvíldardags-
ins að hætti rétttrúaðra Gyðinga.
Tvisvar í mánuði hafa þau heim-
boð, og koma þá vinir þeirra til
að ræða dægurmálin eða hlusta
á góða tónlist á grammófóninum.
Lies talar og les hebresku, en
henni þykir betra að lesa skáld-
sögur á hollenzku eða þýzku. Hún
hefur mest yndi af sögulegum
skáldsögum.
Þessi grannvaxna, fallega og
svarthærða kona var óþekkt þang
að til snemma á þessu ári. Þá
kom sendisveinn frá Habimah-
leikhúsinu með boðskort á frum-
sýninguna á „Dagbók önnu
Frank“, sem átti að fara fram
sama kvöld. Á nokkrum klukku-
stundum var hún gersamlega
ringluð af fréttamönnum og Ijós-
myndurum. Hún var ljósmynduð
með Ben-Zvi forseta fsraels og
konu hans. Áhugasamir útvarps-
menn komu með hljóðnemana og
áttu viðtöl við hana, og forviiið
fólkið þyrptist í kringum hana
til að sjá hana sem snöggvast.
Niðurlag á morgun.
Anna Frank fwduu.t -i. ju.ú iááá í Þýzkalandi. Hún reit
dagbók sína á lofti einu í Amsterdam, þar sem fjölskyldan
faidi sig í 2 ár fyrir nazistum.
Anna krítar á gangstéttina og Lies stendur fyrir framan
húsið í Amsterdam, þar sem Anna bjó. Þær voru 10 ára
þegar myndin var tekin.