Morgunblaðið - 08.10.1957, Qupperneq 13
t>riðjudagur 8. október 1957
MOnGVlSBT AÐIB
13
íþróttahennaror þakka íþrótto-
fnlltrna vel nnnin störf
AÐALFUNDUR íþróttakennara-
félags íslands var haldinn í
Reykjavík 27. sept. sl. Fundinn
sátu óvenjulega margir íþrótta-
kennarar víða af landinu.
Formaður félagsins, Stefán
Kristjánsson, skýrði frá störíum
á liðnu ári. Helzta verkefni fé-
lagsins var að gangast fyrir sýn-
ingum á skólaíþróttum til'minn-
ingar um 100 ára afmæli skóla-
íþrótta í landinu. Voru skóla-
íþróttasýningar haldnar um
land allt, en hátíðasýning var í
Þjóðleikhúsinu. Þessar sýningar
þóttu takast mjög vel. Félaginu
hafa borizt kveðjur og þakkir fyr
ir þessar sýningar frá Gylfa Þ.
Hraðfrystihúsið heiur veitt hreppsbúum mikla vinnu.
Morgisnheimsókn suður í Voga
Rætt v/ð Jón G. Benediktsson forstjóra
ÞEGAR minnzt er á verstöðvarn-
ar suður með sjó, eins og Suður-
nesin eru oftast kölluð í daglegu
tali hér í Reykjavík, hættir mörg-
um við að gleyma einni elztu
veiðistöðinni þar um slóðir: Vog-
um í Vatnsleysustrandarhreppi,
byggðinni norðan við Stapann,
þaðan sem svo margar sagnir eru
komnar um Stapa-draug.
Það sem veldur þessari
gleymsku manna á Vogunum er
vafalaust það, hve það
litla sjávarþorp hefur átt erfitt
uppdráttar. En það á samt sína
merkilegu sögu. Fyrr á árum var
þar mikil útgerð og athafnalíf.
Um daginn áttum við leið suð-
ur með sjó og þá brugðum við
okkur sem snöggvast í Vogana,
en þar hittum við Jón G. Bene-
diktsson framkvæmdastjóra hrað
frystihússins þar. Jón sem um
langt skeið hefur verið helzti
framkvæmdamaður í Vogum, er
þar fæddur og uppalinn.
Eins og í öðrum verstöðum hér
um slóðir réru menn þar í gamla
daga á opnum áraskipum. —
Menn sóttu sjóinn fast úr þessu
plássi og hingað komu menn um
larigan veg til sjóróðra á vertíð.
Á vetrarvertíðum voru hér í
hreppnum 1000—1200 manns,
enda gengu þá sex áraskip frá
stærstu útvegsbændunum hér í j
hreppnum. Hér hefur útgerð æ'
síðan haldizt að vísu mismunandi I
mikil eins og gengur og geríst, j
sagði Jón G. Benediktsson.
Það varð samdráttur í útgerð-
inni er skútuöldin hófst og lenti
í algjöran öldudal þá er togar-
arnir komu til sögunnar. Þá fóru
héðan úr hreppnum á togarana
dugmestu sjómennirnir, enda
urðu sumir þeirra skipstjórar á
þeim, og jafnan síðan hafa héðan
verið fleiri eða færri skipstjórar
á togaraflotanum. Ég minnist
þess, sagði Jón, að um skeið voru
sex menn héðan úr Vatnsleysu-
strandarhreppi skipstjórar á ný-
sköpunar togurum.
Nú, þéssi straumur hinna ungu
manna á togarana hafði víðtæk
áhrif á vöxt og viðgang útgerð-
arinnar hér og það svo að það er
ekki fyrr en upp úr 1940, að
skriður komst á ný á útgerð og þá
fer fólkinu brátt að fjölga á nýj-
an leik.
En ekki má þó fara svo geyst
yfir sögu, að ekki sé minnzt á
stofnun Útgerðarfélags Vatns-
leysustrandarhrepps. Stofnun
þess var vissulega átak og átti
þar frumkvæðið Árni Kl. Hall-
grímsson. Þetta félag lét byggja
tvo báta úti í Danmörku. Þeir
komu 1931. Þá var byggð hér
fyrsta bryggjan, trébryggja og
einnig fiskverkunarhús. Þessi
mannvirki standa enn, en fisk-
húsið er að falli komið Bryggj-
an stendur að nokkru enn þá cn
er ónothæf.
Þegar bátarnir voru komnir og
fiskverkunarstöðin tilbúin.
Jón G. Benediktsson
vetrarvertíð 1931, blés ekki sér-
lega byrlega fyrir útgerðarfélag-
inu, en þá fóru eríiðir timar í
hönd sem allir vita. — En þrátt
fyrir það, tókst félaginu að starfa
áfram í nokkur ár og það veitti
fólki hér allpiikla atvinnu
í byrjun héimsstyrjaidarinnar
síðustu lifnar yfir útgerðinni í
Vogum á ný. Nokkrir bátar hófu
þá róðra með línu. Voru bátarnir
flestir sex að tölu. Þeir veiddu
fyrir Englandsmarkað. — Næst
gerist það í útgerðarsögu Voga,
að hraðfrystihúsið er reist þar og
tekur það til starfa 1943. Það hef-
ur síðan verið starfrækt og hefur
Jón G. Benediktsson verið fram-
kvæmdastjóri þess.
Rekstur hússins hefur gengið
allvel, sagði Jón. — Nokkur síð-
astliðin ár höfum við greitt í
vinnulaun um 900.000 kr. árlega
til hreppsbúanna.
— Hvað um hin miklu hafnar-
mannvirki hér?
Þessi mannvirkjagerð hófst
1944. — Við enda hafnargarðs-
ins er nú hægt að losa samtímis
4—5 báta. — En þó miklum á-
fanga hafi verið náð með þessum
hafnarmannvirkjum, þá verður
ekkj hjá því komizt að lengja
enn bryggjuna um 15—20 metra
og dýpka méðfram heani að sjálf
sögðu, en þegar þessu er lokið
verður komin hér bezta höfn í
alla staði.
í fyrra sumar var bryggjan
lengd. Áætlun vitamálastofunnar
var, að með þeirri fjárveitingu
sem til hafnarinnar var veitt,
500.000 kr., myndi verða hægt að
lengja bryggjuna um 12—-14 m.
—-En reyndin varð önnur, sagði
Jón, því fyrir 650 þus. kr. tókst
að lengja hana um hvorki meira
né minna en 26 metra.
Mér mun vera óhætt að full-
yrða að sjaldgæft sé að slíkar
framkvæmdir verði langt fyrir
neðan kostnaðaráætlun. — Hall-
dór Ágústsson i Ásgarði hér í
Vogunum hafði verkstjórnina
með höndum.
— Hvernig er þá útgerðinni
komið í dag?
Á síðustu vetrarvevtíð lögðu
fjórir bátar afla sinn hér upp,
auk nokkurra trillubáta. Einn
hinna stærri fjögurra báta lagði
c er að sjú Luú íorna höiuouo-
afla sinn upp hér að staðaldri
yfir vertíðina. Við höfum orðið
að kaupa hingað fisk ti) vinnslu
úr nálægum verstöðvum. Það ber
þó ekki að skilja þetta á þann
veg að hér sé skortur á vinnuafli
í hraðfrystihúsinu, eða að ekki sé
aðstaða til að hagnýta aflann hér.
Þetta ástand er vissulega alvar-
legt fyrir okkur og veldur þeim
áhyggjum sem að þessu starfa
hér hjá okkur, eins og þú getur
bezt séð á því að margir hrepps-
búar lögðu sinn skerf fram til
hafnarframkvæmdanna, í þeirri
von að takast myndi að glæða
atvinnulífið með aukinni útgerð
og bættum hafnarskilyrðum. —
Þetta er vissulega alvörumál fyr
ir okkur, endur tók Jón.
— Hér hefur byggðin aukizt
mikið?
Jú það hefur allmikið verið
byggt hér að undanförnu og nú
hefur plássið verið skipulagt. —
Ibúðarhúsum hefur fjölgað um
helming á síðustu 10 árum. Það
er því orðið mjög aðkallandi að
leggja hér holræsi um þorpið
Um þetta hafa verið gerðar áætl-
anir, sem eru fjárfrekar og munu
kosta rúma 1 millj. kr., það er
að segja þar sem byggðin er
þéttust. Er tala íbúanna nú kring-
um 400.
Vatnsveitufélag var hér stofn-
að fyrir um 2 árum, en það er
takmark þess að leggja vatn i
húsin hér og eru nú 15 hús komin
í samband við vatnsæð þorpsins.
Formaður þessa félags er Eirík-
ur Kristjánsson.
Þannig hafa hér orðið tölu-
verðar framkvæmdir á undan-
förnum árum sagði Jón. En segja
má að samtímis hafi landbúnaði
hér farið mjög hnignandi. Hið
gamla höfuðból hér Stóru-Vogar
eru í eyði, og eigandi þess Jón
Waage austur á fjörðum. Þið
munuð sjá að jörðin er í algörri
niðurníðslu, húsið grotnar niður
ár frá ári, en það var þó í eina
tíð veglegt hús. Það stendur opið,
en útihúsin ýmist fallin eða að
falli komin og í vetrarveðrum hef
ur bárujárnið af þessum húsum
verið að fjúka hér á milli hús-
anna, og stafar vegfarendum af
þessu hætta. — Okkur þykir leitt
að sjá þetta gamla höfuðból fara
svona.
Þyngsti dilkurinn
28 kg.
BORGARNESI, 7. okt. — Slátr-
un stendur nú sem hæst. Þungi
dilka er í meðallagi. Að hurðar-
baki var fyrir skömmu slátrað
dilk, einlembingi sem vog 28 kg.
Þykir það með afbrigðum gott.
Heimtur hafa verið góðar af
fjalli Síðasta leit er eftir og verð-
ur hún farin í þessari viku Áætl-
að er að slátra alls á verzlunar-
svæði Borgarness um 55 búsund
fjár. Er slátrunin nú um það bil
að verða hálfnuð. — Friðrik.
Gíslasyni menntamálaráðherra og
Benedikt G. Waage, forseta
íþróttasambands íslands. Félagið
hefur í hyggju að láta gera líkán
af fyrsta íþróttasalnum, sem
byggður var við Lærða skólann í
Reykjavík, nú Menntaskólann.
Þá ætlar félagið að gangast fyrir
því, að skrifuð verði saga skóla-
íþrótta á íslandi.
í sambandi við blaðagrein eftir
Ásdísi Erlingsdóttur „íþróttafull-
trúinn og skólamálin," sem birt-
ist í Morgunblaðinu 19. sept. sl.,
samþykkti fundurinn með öllum
greiddum atkvæðum gegn einu
að lýsa andúð sinni á hinni
persónulegu árás á íþróttafull-
trúa ríkisins, vottaði honum fullt
traust og þakkaði vel unnin störf.
Ennfremur lýsti fundurinn yíir
undrun sinni á þeirri staðhæfmgu
greinarhöfundar, að kennarar
hefðu uppeldismálin aðeins að
hjáverkum. Taldi fundurinn þessa
fullyrðingu fjarri sanni.
í stjórn félagsins fyrir næsta
ár voru kjörin Stefán Kristjáns-
son formaður, Valdemar Örnólfs-
son ritari og Elín Sigurvinsdóttir
gjaldkeri. f varastjórn voru kjör-
in Eiríkur Haraldsson og Krist-
jana Jónsdóttir. Fundi varð ekki
lokið og verður framhaldsaðal-
fundur haldinn fljótlega.
(Frá stjórn íþróttakennara-
félagi íslands)
- Síðo S.U.5.
Framh. af bls. 6
16. Ekki dámar greinarhöfundl
sú staðreynd, að aragrúi port-
kvenna þrífst góðu lífi í borginni,
en viðurkennir þó, að rnenn séu
misjafnlega fundvísir á þær. T. d.
hafi Þórbergur, sem enginn
myndi væna um að færi ekki með
rétt mál (sbr. Rauðu hættuna,
sem nú þyrfti að endurprenta
ásamt Gerska ævintýri Kiljans)
fullyrt, að vændi væri úr sögunni
í Moskvu. Það stendur líka í rúss-
nesku alfræðibókinni, að skækju-
lifnaður sé gersamlega horfinn í
Sovétríkjunum, þar eð hann þríf-
ist eingöngu í kapítalískum lönd-
um. En ég vil benda greinarhöf-
undi á að kynna sér grein eftir
fundvísa blaðamenn við Trud,
sem er málgagn verkalýðssam-
takanna í Moskvu, ef ég man rétt.
Þar er fyrir stuttu síðan drepið á
þetta „erfiða vandamál" í Moskvu
og tekið fram, að ekki sé'lengur
hægt að þegja yfir þessu pjóð-
félagsmeini.
17. Greinarhöfundur segist
hvergi hafa orðið var við drukk-
inn mann á almannafæri í
Moskvu. Ég fer nú að halda, að
hann hafi lítt haldið sig á al-
mannafæri, því að svo áberandi
var þetta fyrirbæri. En hann var
líka í fararstjórn, og man ég ekki
betur en að menn, sem störfuðu
í henni, kvörtuðu undan því, að
þeir gætu ekkert séð af borginni
vegna starfa síns, því að dag og
nótt sætu þeir önnum kafnir í
hótelkamesi sínu, en hxns vegar
mættu þeir ekki gleyma því, að
þeir færu ókeypis á mótið. Það
væri eina huggunin. Nú rifjast og
upp fyrir mér, að eitt sinn mætti
ég fararstjórn að næturlagi niðri
í borginm af tilviljun, svo að eitt-
hvað hefur hún skoðað sig um,
og í sömu andrá urðum við varir
við drykkjuskap á almannafæri.
Ég vona, að þetta rifjist einnig
upp fyrir greinarhöfundi.
18. Eins og sjá má, snertir
Hörður ekkert atriði, sem máli
skiptir, í greinum mínum, en
sparðatíningur hans er svo ná-
kvæmur, að hann hlýtur að vera
tæmandi. Því skilst mér, að hann
geti skrifað undir allt annað.
Ef því er samt ekki þann veg
farið, vildi ég biðja hann að gera
nákvæma grein fyrir öllum pen-
inga- og gjaldeyrismálum í sam-
bandi við förina, því að fólk er
að vonum allforvitið að frétta
nánar af þeim.
Við bíðum í eftirvæntingu.