Morgunblaðið - 08.10.1957, Side 15

Morgunblaðið - 08.10.1957, Side 15
Þriðjudagur 8. október 1957 MORGUNBLAÐIÐ 15 Sámon Sturlaugsson Hinningoiorð Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama; en 'orðstírr deyr aldrigi hveim er sér góðan getr. í DAG verður jarðsettur frá Stokkseyrarkirkju, Símon Sturl- augsson bóndi og fyrrverandi formaður frá Kaðlastöðum, Stokkseyri, er andaðist í Lands- spítalanum í Reykjavík 26. sept. síðastliðinn. Hann var fæddur að Starkaðar- húsum, Stokkseyri, 12. febrúar 1895, sonur Sturlaugs bónda og formanns þar, Jónssonar Sturl- augssonar Jónssonar Bergssonar í Brattsholti. Móðir Símonar var Snjáfríður Nikulásdóttir frá Stokkseyrarseli. Símon var yngst ur 6 systkina er upp komust, en faðir hans lézt þegar hann var fárra vikna gamall. Með móður sinni og systkinum ólst hann upp og vandist þegar í æsku land- búnaðar og sjávarstörfum, sem urðu aðalstörf hans á lífsleiðinni. Árið 1918 kvæntist hann Viktoríu Kolfinnu Ketilsdóttur bónda að Kaðlastöðum og tók þá við búi tengdaforeldra sinna, en þau dvöldu hjá honum til æviloka og reyndist hann þeim sem bezti sonur í langvarandi veikindum þeirra. Símon og Viktoría eign- uðust 3 börn: Ketil vélstjóra, Sturlu bílstjóra, báðir kvæntir og búsettir á Selfossi og Bjarnfríði húsfreyju á Stokkseyri. Á Kaðlastöðum bjó Símon lag- legu sveitabúi, þrefaldaði töðu- feng jarðarinnar og lagði kapp á að eiga góðar skepnur og fara vel með þær. Þó hygg ég að hann hefði getað tekið undir með skáldinu: Land mitt liggur að hafi, þar landrými á ég nóg. Þótt horfi ég upp til heiða, er hugurinn út við sjó. Tólf ára gamall byrjaði hann sjóróðra með Jóni bróður sínum og sjó sótti hann á vetrum yfir 40 vertíðir eða svo lengi sem heilsa og þrek leyfði, þar af for- maður margar vertíðir. Auk þess réri hann flest haust og vor að meira eða minna leyti. Sjósókn var Símoni áreiðanlega að skapi, enda hafði hann í rík- um mæli beztu kosti sjómanns- ins: Hugrekki og snarræði ásamt útsjón og fyrirhyggju. Óvíða í verstöðvum á landinu reynir meira á þessa eiginleika, en á hinni brimasömu innsiglingu Stokkseyrar, þar sem bilið er oft mjótt milli lífs og dauða, enda margur vaskur drengur hlotið þar vota gröf. Farsæll var Símon í störfum sínum bæði á landi og sjó. Meðan hann var formaður sigldi hann skipi sínu ætíð heilu í höfn með skipverja alla heila á húfi. Eitt sinn átti hann manna ríkastan þátt í björgun báts með brotna vél og 7 menn innanborðs í veltu- brimi á Stokkseyrarsundi. öðru sinni bjargaði hamn á sundi konu, sem hafði farið í sjóinn við skips- hlið úti fyrir Þorlákshöfn. Lýsa þessi atvik vel skaphöfn Símon- ar. í bæði skiptin var um björg- un úr bráðri lífshættu að ræða; þar þurfti að bregða við skjótt og öruggt og í bæði skiptin vannst taflið við Ægi konung, sem ó- gjarnan sleppir því sem hann .er að hremma. Ekki komst Símon hjá því að taka að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir sveitunga sína, þótt hann að allra dómi væri um of hlédræg- ur í þeim efnum. Hann sat í hreppsnefnd um árabil, var for- maður nautgriparæktarfél., for- maður Ekknasjóðs Stokkseyrar og hafði með höndum ýmis þess háttar störf. Fulltrúi á fjórðungs- þingum Fiskifél. íslands mörg síðustu árin og var mjög áhuga- samur um allt er viðkom sjó- sókn og fiskveiðum. í landsmálum fylgdi Símon alla tíð Sjálfstæðisflokknum að málum og hafði trú á athafna- frelsi og framtaki einstaklingsins til hags og heilla fyrir þjóðar- heildina. Ekki lét hann þó stjórn- málaskoðun ráða mati sínu á mönnum né málefnum og bakaði sér hvorki með því né annarri breytni sinni óvinsældir enda óhætt að fullyrða, að hann hafi aldrei neinn óvildarmann átt. Síðastliðið vor kenndi hann meins þess er dró hann til dauða. Hann var búinn að segja það fyr- ir áður, hvað sér yrði að aldur- tila, og kvað sér ekkert að van- búnaði að halda í hinztu ferð. Trúarvissa hans var örugg. í 9 vikur og þó lengur, háði hann stranga baráttu við „manninn með ljáinn“ og beið að lokum þann ósigur, sem allir bíða, fyrr eða síðar. Okkur vinum og kunningjum Símonar, og raunar öllum sem höfðu af honum nokkur kynni, finnst skarð fyrir skildi. Þessi stóri, dugmikli og glaðsinna mað- ur er horfinn af sjónarsviðinu. Hann var einstaklega heimilis- kær og umhyggjusamur heimilis- faðir og vekur því fráfall- -hans að sjálfsögðu mestan söknuð hjá nánustu skyldmennum: Eftirlif- andi konu, sem reyndist honum ástrík eiginkona í nær 40 ár; börnum hans sem bera foreldr- um sínum og uppeldi fagurt vitni; tengdabörnum, sem hann elskaði sem eigin börn og þau litu á sem sinn annan föð- ur; aldraðri konu, sem var á heimili hans allan hans búskap, og síðast en ekki sízt sakna barna börnin afa, sem allt vildi fyrir þáu gera og bókstaflega bar þau á höndum sér. En minningarnar lifa, margar og hugljúfar. Ástvinum hans votta ég dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Vinur. Verzlunarhúsnæði óskast til kaups eða leigu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag merkt: Strax — 6894. Unglingur óskast til innheimtu nú þegar, hálfan eða allan daginn. Vátryggingarskrifsfofa Sigfúsar Sighvafssonar hf. Lækjargötu 2, Nýja Bíói Fáið hreinni, hvitari tennur og ferskt munnbragð notið COLGATE Chlorophyll Toothpaste H afnarfjör&ur Vantar unglinga eða eldri menn til að bera blaðið til kaupenda. — Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna, Strand- götu 29. Skrifstofuhúsnœði í miðbænum til leigu nú þegar. Tilboð merkt: ,,6902“ sendist afgr. blaðsms fyrir miðvikudags- kvöld. Gjaldendur í Kópavogi eru minntir á greiðslu skatta ársins 1957. Lögtök eru þegar hafin hjá þeim, sem engin skil hafa gert. Skrifstofan er opin á föstudögum kl. 5—7 e.h. auk venjulegs skrifstofutíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Innréftingar og hurðir Get bætt við mig nokkrum innréltingum og hurð- um til húsa til afgreiðslu strax. Húsgagnavinnusf. Ástráðs /. Proppé Akranesi, simi 87 Bakarí Til sölu er húspláss fyrir bakarí í verzlunarhúsi voru við Miklubraut—Skaftahlíð. Tilboð sendist Agnari Gústafssyni, Austurstræti 14, sími 22870, en hann veitir allar nánari upplýsingar eftir kl. 3 daglega. Veggur hf. Diesel Framkvæmum viðgerðir á olíuverkum með full- komnustu tækjum og af æfðum fagmönnum. — Góð varahlutaþjónusta. BOSCH umboðið á íslandi Bræðurnír Ormsson hf. Vesturgötu 3 — sími 11467 (3 línur) JaBSCO LENSIDÆLUR fyrir fiskibáta eru heimsþekktar fyrir gæði JABSCO dælur eru nú í fjölda mörgum íslenzkum fiski- bátum og eru sérstaklega gerðar til að lensa með og dæla sjó á dekk. — Nokkur stykki væntanleg. Þeir, sem pantað hafa eru beðnir að endurnýja pantanir sínar. Einkaumboð: Vélaverkstæði BjÖrns & Halldórs Ingólfsstræti 11 — Sími 22220

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.