Morgunblaðið - 08.10.1957, Page 19
Þriðjudagur 8. október 1957
1lOr.CVNTtLAÐIÐ
19
Akranes vann 5:0
í KALSAVEÐRI á sunnudaginn fór fram bæjakeppni í knattspyrnu
milli Reykjavíkur og Akraness. Leikurinn var leiðinlegur eins og
veðráttan og lélegur. í fyrri hálfleik brá fyrir knattspyrnu en það
hvarf í hinum síðari er úthaldsleysi og þreyta fór að segja til sin.
Akurnesingar sigruðu með 5 mörkum gegn 0. Voru þeir vel að sigri
komnir. Dómari í leiknum var Magnús Pétursson og átti hann sinn
þátt í að setja „sirkusblæ" á þennan leik, sem knattspyrnuíþróttar-
innar vegna hefði verið betur óleikinn.
* Forföll
Forföll voru mikil í báðum lið-
um — og kom það einkum illa
út fyrir Reykjavíkurliðið. Þar
vantaði þrjá af beztu mönnum
Rvíkur í dag. Halldór Halldórs-
son, Reyní Karlsson og Guðmund
Guðmundsson. Vörn Reykjavík-
urliðsins var eins og vængbrot-
inn fugl vegna fjarveru þessara
manna og svo hins að Björgvin i
markinu var mjög miður sín.
Forföllin í AkranesliðinuCDonni,
Kristinn, Helgi) fylltust betur
einkum vakti innherjinn, Gísli
Sigurðsson athygli.
hórður Þórðarson var bezti
maður Akranesliðsins. Hann og
Sveinn Teitsson voru sívinnandi
og tókst einum eins vel upp og
í fyrri leikum. Margt gerði Þórð-
ur laglega mjög.
★ Mörkin
Hann fékk og að leika nokkuð
'aus því Halldór Lúðvíksson var
honum ekki erfiður. Þórður skor-
aði fyrsta markið er 12 mín voru
af leik. Komst hann í gegnum
vörn Reykjavíkur hægra megin
mjög auðveldlega og sendi að
marki. Björgvin var „úti að aka‘
og knötturinn skoppaði í stöng og
inn.
Eftir miðjan hálfleik skoraði
Þórður aftur. Nafni hans Jónsson
gaf fyrir frá vinstri. Þórður Þórð
ar skallaði hátt og öllum á óvart
fór knötturinn yfir Björgvin í
netið. Þetta mark má skrifa á
reiknings Björgvins — hví ekki
að slá?
Varla mín. síðar eru Akurnes-
ingar í sókn. Þórður á skot sem
varið er — en dómarinn flautar
vítaspyrnu. Það mun á sára fárra
vitorði hvað skeði. En staðan
hafði breytzt á tæpum 2 mín úr
1:0 í 3:0 og raunverulegii bar-
áttu var lokið.
Ilafsteinn Sveinsson var
3:01,2 ldst. með 42,2 km
Léttist um 4 hg í Maraþonhlaupimi
ir Síðari hálfleikur
Það brá fyrir í fyrri hálfleik
á smáköflum vilja til að gera vel
en það var vart hægt að segja
um seinni hálfleik. Reykjavík
átti eitt sæmilegt tækifæri í fyrrj
hálfleik er Skúli miðjaði og Þor-
björn spyrnti viðstöðulaust að
marki — en yfir. Akurnesingar
áttu hins vegar mun fleiri tæki-
færi en góð skot sáust varla, þeir
léku upp í mark — og eitt sinn
bjargaði Hreiðar, bezti maður
Reykjavíkurvarnarinnar á línu.
í síðari hálfleik áttu Reykvík-
ingar eitt laglegt upphlaup og
skaut Dagbjartur framhjá. Tvö
tækifæri önnur fengu þeir er dóm
arinn dæmdi þeim vítaspyrnu.
Það vita fáir fyrir hvað þær voru.
En í bæði skiptin var spymt beint
á markvörð. Spyrnti Þorbjöm 1
fyrra skiptið og Guðm. Óskars-
son í hið síðara. f eitt skipti upp
úr hornspyrnu bjargaði Helgi
Hannesson á línunni lausum
skalla Karls Bergmanns sem áður
hafði komið inn fyrir Skúla Niel-
sen. Og eitt bezta tækifæri
Reykjavíkur var er Ánu Njálsson
átti skot í stöng undir leikslok.
Akurnesingar sýndu það sem
sýnt var að öðru leyti. Tvívegis
skoruðu þeir. Þórður Jónsson
komst í gegn vinstra megin og
gekk eiginlega með knöttinn í
netið. Hið siðara skoraði Þórður
Þórðar með lausu skott í bláhorn
ið eftir að hann brauzt laglega
í gegn einn síns liðs.
Það má annars furðulegt kall-
ast hve léleg knattspyrnan var.
Þarna áttu að vera komnir sam-
an allir beztu knattspyrnumenn
landsins. Veðrið skemmdi að vísu,
en æfingaieysið sagði fljótt til
sín og það er greinilegt að flestir
eða allir hafa löngu hætt að æfa,
eða að æfingin er ekki raunhæf
að öðrum kosti. Það má heita van
sæmd að bjóða tryggum áhorf-
endum upp á knattspyrnu sem
þessa og knattspyrnudóm sem
þennan.
HAFSTEINN Sveinsson frá Sel-!
fossi vann á sunnudaginn þá þrek |
raun að hlaupa í kalsaveðri Mara'
þonhlaup. Lagði Hafsteinn af I
stað frá Kambabrún um kl. 3 og
lauk hlaupinu á Melavellinum |
rétt yfir kl. 6. Var hann 3:01,02
klukkustundir á leiðinni þessa
42,195 metra sem Maraþonhlaup-
ið telst á síðustu áratugum \era.
Magnús Guðbjörnsson KR hijóp
síðastur íslendinga Maraþon-
hlaup á undan Hafsteini, Var það
....... ■jSSgSjwS'*.....
Hafsteinn Sveinssor
1928 og var vegalengdin þá talin
vera 40,2 km. Tími Magnúsar var
2:53,06 klst. Tími var tekin á Ilaf-
steini við það mark og var hann
2:49,01,2 klst.
★ Stormur og rigning
Hafsteinn hafði vind í bakið
mestan hluta leiðarinnar og létti
það undir með honum. En á móti
kom kuldinn og má hiklauSt
telja að Hafsteinn gæti betur í
hlýju veðri og lygnu. Fyrstu 10
km hljóp Hafsteinn á 37 mín og
hélzt hraði hans óbreyttur um 20
km í viðbót. Hafsteinn k-nndi
ekki þreytu fyrr en komið var
niður undir Elliðaár. Þá fór hann
einnig að kenna svima.
★ Á Melavellinum
Allþrekaður var hann er
hann kom inn á Melavöllinn að
viðstöddum fjölda fólks. Þar
þurfti Hafsteinn að hlaupa
1100 metra og sennílega hefur
það verið erfiðasti kafli leið-
arinnar. Hljóp Magnús Guð-
björnsson með honum 1 hring-
inn. Var Hafsteinn þá svo
þreyttur að hann gekk er hann
hafði vindinn í fangið.
★ 4 kg
fþróttalæknir skoðaði Hafstein
eftir á og taldi hann ekki hafa
haft meint af. En þess má geta
að sama vogin sýndi hann 4 kg
léttari eftir hlaupið en fyrir. Það
er ekki óeðlilegt því útgufun
vatns úr líkamanum er mikill
við svo langa og mikla áreynslu.
Þetta hlaup Hafsteins er mikil
þrekraun, miðað við veður og það
að hafa ekki hlaupafélaga sér
við hlið.
Félagslái
Aðalfundur
KnaUspyrnufélagsins Fram
verður haldinn í Félagsheimil-
inu í kvöld kl. 20,30. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Félag-
ar mæti vel og stundvíslega.
— Stjórnin.
Sunddeild Ármanns!
Æfingar eru byrjaðar. Sundæf-
ingar verða í vetur á þriðjudögum
og fimmtudögum kl. 7—8,30 og
föstudögum kl. 7,45—8,30. Sund-
knattleikur kl. 9,50—10,40 á mánu
dögum og miðvikudögum. — Fjöl-
mennið. Verið með frá byrjun. —
— Stjórnin.
Enn ókyrrð
í San Marino
SAN MARINO, 7. okt. — And-
kommúnistastjórnin í \ San
Marino lét þau boð út ganga í
dag, að hún mundi innan skamms
taka öll völd í landinu í sínar
hendur. Fréttamenn segja, að
sennilega muni stjórnin hafa
fengið aðstoð vopnaðra sveita og
hyggist fjarlægja kommunista-
stjórnina (sem neitar að láta völd
in í hendur meirihlutastjórn
andkommúnista) með valdi úr
ráðhúsinu, þar sem hún hefur
búið um sig.
2-24-80
I. O. G. T.
Stúkan Verðandi nr. 9
Fundur í kvöld kl. 8,30. —
1. Inntaka nýliða.
2. Innsetning embættismanna.
3. Hagnefndaratriði annast
Stefán Þórir Guðmundsson
og Árni Ágústsson. — Æ.t.
Vinna
Hreingerningar
Vanir menn. Fljót og góð vinna.
Sími 23039. — ALLI.
Fram — Handknattleiksdeild
Æfingar að Hálogalandi í vet-
ur verða sem hér segir:
Sunnud.: 3. fl. karla 5,30—6,20.
Þriðjud.: 3. fl. karla 6,00—6,50.
Mfl. kvenna 6,50—7,40; Mfl. karla
7,40—8,30. — Föstud. Mfl. kvenna
9,20—10,10; Mfj. karla 10,10—
11,00. — Þjálfari verður Tryggvi
Malmquist. — Nefndin.
Sunddeild K.R.
Sundæfingar eru byrjaðar og
verða í vetur í Sundhöll Reykja-
vílcur eins og hér segir:
Böm: Þriðjudaga kl. 7,00—
7,40 e.h. — Fimmtudaga kl. 7,00
—7,40 e.h.
Fullorðnir: Þriðjudaga kl. 7,30
—8,30 e.h. Fimmtudaga M. 7,30—
8,30 e.h. Föstudaga kl. 7,45—8,30
eftir hádegi.
Sundknnttleikur: Mánudaga kl.
9,50—10,40 e.h. Miðvikudaga kl.
9,50—10,40 e.h.
KR-ingar! Mætið vel á æfingar.
— Stjórnin.
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á 80 ára
afmæli mínu.
Ebenezer Þorláksson,
Stykkishólmi.
Öllum sem heiðruðu mig á fimmtugsafmæli mínu þann
22. september, með heimsóknum, gjbfum, heillaskeytum
og hlýjum orðum, flyt ég alúðar þakkir.
Anton Einarsson,
Skeggjastöðum.
Hreingerninga-
Vanir og liðlegir menn. Sími 12173
Snmkomur
K. F. U. K. — Ad.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Hlíðar-
stjórn hefur fundinn. — Takið
handavinnu með. Hlíðarkonur, f jöl
mennið. —
Hjálp ræðisherinn
1 kvöld kl. 18,00: Bamasam-
koma kl. 20,30. — Almenn sam-
koma.
Fíladelfía
Almennur biblíulestur kl.
Allir velkomnir!
8,30.
Frænka mín
GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR
frá. Ölvisholtshjáleigu í Holtum, andaðist á Elliheimil-
inu Grund 29. september. Jarðarförin er ákveðin mið-
vikudaginn 9. okt. n.k. frá Marteinstungu í HoltahreppL
Athöfnin hefst kl. 1,30 e.h.
Fyrir hönd vandamanna.
Margrét Árnadóttir,
Laugaveg 99, Reykjavík.
Móðir okkar
HELGA STEFÁNSDÓTTIR
Þjórsárholti, andaðist að heimili sínu hinn 5. október.
Börnin.
Konan mín
SIGRÍÐUR KORNEIÁUSDÓTTIR
andaðist í Landspítalanum að morgni 6. október.
Útförin tilkynnt síðar.
Fyrir mína hönd og dætra okkar.
Óskar Sigurðsson.
Jarðarför
FINNS ÓLAFSSONAR
stórkaupmanns frá Fellsenda 1 Dölum, fer fram frá Dóm-
kirkjunni miðvikudaginn 9. þ.m. kl. 2. —
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Guðsteinn Eyjólfsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð-
arför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður
ERLINGS JÓNSSONAR
vélstjóra.
Helga Eyþórsdóttir börn og tengdaböm.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför »
KARÓLÍNU JÓHANNESDÓTTTUR
Geirþrúður Guðjónsdóttir.
Þökkum innilega öllum sem sýnt hafa okkur samúð
við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar
KRISTÍNAR ÁSU JÓNSDÓTTUR
Jón Júlíusson, Guðný Valgeirsdóttir.
Þökkum innilega samúð^ okkur veitta við andlát og
jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR
Miðtúni 26. — Guð blessi ykkur ölL
Henry Olsen
Gunnþóra Gísladóttir,
Hafliði Olsen,