Morgunblaðið - 02.11.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.1957, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. nóv. 1957 MORCmSBL AÐIÐ 11 Kurare-lyfið veitti honum Nóbelsverðlaun Daniel Bovet kynntist því i Brasilíu STOKKHÓLMI. — Eins og kunnugt er, fékk ítalski (hann er þó fæddur í Sviss) vísinda- maðurinn Daniel Bovet Nó- belsverðlaunin í læknisfræði. Helzta afrek hans í læknis- fræði er uppgötvun kurare- svefnlyfsins. Það er unnið úr eitri, sem Indíánar í Suður- Ameríku hafa notað á örva- odda. Hefur þetta nýja lyf Bovets haft mikla þýðingu fyrir læknisfræðina. Ágæti lyfs Bovets er aðallega fólgið í því, að það hefur engin slæm áhrif á sjúklinginn, en veitir læknum þó lengri tíma til uppskurðar en áður var og einnig hefur það í för með sér, að vöðvarnir slappa af betur en áður var. Þá má geta þess, að Bovet fékk Nóbelsverðlaunin einnig fyrir þátt sinn í uppfinningu lyfs við asma og öðrum ofnæmissjúkdóm- um. Hann hefur notið ágætrar aðstoðar eiginkonunnar, sem einnig er vísindamaður. Hún er ítölsk. Þegar Bovet var tilkynnt, að hann hefði fengið Nóbelsverð- laun, sagði hann, að það kæmi sér mjög á óvart. Hann hefði ekki einu sinni vitað, að hann hefði verið meðal „kandídat- anna“. En við hjónin förum auð- vitað til Stokkhólms að veita verðlaununum viðtöku, bætti hann við. — Hann skýrði blaða- mönnum ennfremur frá því, að áhugi hans hefði beinzt að kur- are, þegar hann var á ferðalagi í héruðunum í kringum Amazon- íljótið. Þá komst hann í kynni við þetta hræðilega eitur og fór að velta því fyrir sér, hvort ekki mundi hægt að nota það til góðs. — Þess má að lokum geta, að Bovet er aðeins um fimmtugt, en samt hefur hann gefið út um 250 vísindagreinar um læknisfræði. ★ INDJÁNARNIR kalla eitur þetta Urari eða Woorari. Er það kemst í blóðið, lamazt fórnardýrið, það getur ekki ándað og kafnar. Aft- ur á móti er það meinlaust, ef það kemst ekki í blóðið og geta menn því etið það, ef engar risp- ur eru á vörum eða þörmum. En ef það kemst í blóðið, þá er dauð- inn vís. Þess má geta hér, að nauðsynlegt er að nota kurare- svefnlyfið með öðrum deyfinga- lyfjum. Dönsku blöðin segja, að kurare hafi verið reynt við ill- kynjuðum meinsemdum með góð- um árangri. Kuraré er unnið úr berki trjáa af strychnos-ættinni, en plöntur þessar vaxa í Guyana, Venesúelu og Brasilíu. Börkurinn er tekinn og soðinn og úr maukinu er eitr- ið svo búið til. — Á einum stað í Suður-Ameríku er eitrið notað á"allsérstæðan máta: Ungu stúlk- urnar nota það sem vopn gegn þeim herrum, sem gerast of nær- göngulir við þær. Þær bera arm- bönd með oddhvössum prjónum, sem kurare hefur verið smurt á. Ef óvelkominn aðdáandi Ijemur við armbandið, stingur hann sig og deyr á svipstundu. 7/&M2L Uppþot í sænskri knattspYrnu? JTejr Cunnar Cren aStur til Ítalíu SÆNSKI knattspyrnmsnillingur. inn Gunnar Gren hefur aff und- anförnu unniff hvern sigurinn af öffrum. Hann fékk aftur áhuga- mannaréttindi eftir áratugalang- an feril sem atvinnumaður á ítalíu. Vann hann óþekkt sænskt liff frá deild til deildar og hefur aff undanförnu veriff meff í lands liffum Svía og unniff þar hvern persónulega sigurinn af öffrum. Síðasta stórsigurinn vann hann í sænska landsliffsbúningmim fyr- ir 10 dögum, er Norffmenn og Svíar háffu landsleik og Svíar sigruffu 3:0. Yfirburffaleikur Svía er ekki hvaff sízt talinn eiga ræt- ur sínar að rekja til elzta manns sænska liffsins, Gunnars Gren, en hann er 37 ára gamall. Sænska íþróttablaðið segir frá því 16. þ.m. að lengi hafi verið búizt við að Gren fengi aftur til- boð frá Ítalíu. Við síðasta lands- leik hans (gegn Norðmönnum) óx grunur manna um að svo myndi fara. Blaðið átti samtal við Gunnar Gren, og segist hann hafa fyrir löngu fengið tilboð frá Genúa á Ítalíu um að verða þar tæknilegur framkvæmdastjóri. Kveðst Gren hafa sagt Genúa- mönnum, að hann myndi sjá til og hugsa sig um. Síðan segir Gunnar Gren blað- inu, að þó leikurinn við Norð- menn kunni að hafa aukið á á- huga ítalanna, þa muni hann enn bíða og sjá til — fram yfir heims meistarakeppnina næsta ár. Og síðan segir Gren: Ég vil gera öllum það ljóst, að ég kom heim til Svíþjóðar aftur m. a. af því að ég vildi gefa sænskri knattspyrnu það litla, sem eftir er af kunnáttu minni. »Það eru ýmsir sem ekki virðast hafa skilið þetta og lagzt gegn mér og reynt að slíta mig úr tengslum við landsliðið.Ég vil ekki með þessu segja, að ég líti á mig sem einhvern sigurvegara, en þó skal því ekki neitað að maður er ánægður með að sæmilega vel hefur gengið. Ánægjulegast fyrir mig er, heldur Gren áfram að ég finn mig frískan og vel þjálfaðan. Ég verð að leita langt aftur í timann til að finna mig í betri þjálfun en ég er nú í. Ég hef átt ánægju- lega daga með liðinu og nú síð- ast verið í góðum félagsskap í landsliðinu, segir Gren að lok- um við hið sænska blað. En greinin er athyglisverð, eink um ef það er rétt að þessi, einn bezti knattspyrnumaður Svía allra tíma, skuli vera að hugsa um að „flýja land“ aftur vegna þess að einhver þröngur hringur Svía vill ekki hafa hann í lands- liðinu, þó tug- og hundruð þús- undir og milljónir manna víða um lönd viti hver öndvegisknatt- spyrnumaður hann er. i I i SKAK i 1 i DAGANA 22.—27. ágúst fór fram í Vín skákkeppni milli fjögurra landa. Rússar sigrúðu í keppninni eins og við var að búazt og hlutu 41 vinning af 60. Júgóslavía 34. Tékkóslóvakía 24 'k og Þýzkal. 2OV2. Þarna var samankomið harð snúið lið og má þar nefna heims- meistarann Smyzlof, Tal, Spassky, Bronstein og svo fram- vegis. Eftirfarandi skák er frá keppninni milli Júgóslava og Tékka. Ikov, sem hefur hvítt er einn hættulegasti andstæðingur F. Ólafssonar á svæðakeppninni í Hollandi. Svörtu mönnunum stýrir Dr. Alster, sem tefldi hér á stúdentaskákmótinu í sumar. Hv. Ikov. Sv. Dr. Alster. Niimzoindversk-vörn. 1. d4, Rf6. 2. c4, e6. 3. Rc3, Bb4. 4. e3, b6. 5. Rge2, Re4. (í þessari stöðu er leikurinn hæp- inn. Betra er 5...... Bb7 cða 5.... Ba6.) 6. Dc2, Bb7. 7. a3, Bxc3t 8. Rxc3, f5. (Svartur hefði valið 8.... Rxc3. 9. Dxc3, d6 og síðan Rd7. og e5. með viðun- andi stöðu, hefði hann scð fyrir næsta leik hvíts. 9. d5!, Rxc3. 10. Dxc3, 0—0. 11. b4! exd5? (Það sýnir sig skjótt, að peðið er eitrað. Sjálfsagt var 11..... Df6. 12. Dxf6, Hxf6. 13. Bb2, Hf7 14. Hdl, exd5. 15. cxd5, d6 og hvítur hefur betri stöðu vegna h - svartur hefur góða varnarmöguleika.) 12. Bb2, Df6. (Ef 12.Hf7. 13. 0—0—0 með sterkri sókn.) 13. Dxf6, gxf6. 14. 0—0—0, dxc4. 15. Bxc4f, Kg7. 16. Hhgl (Svartur er útilokaður frá því að koma mönnum sínum á drottningarvæng í baráttuna t.d. 16. d6. 17. g4, fxg4. 18. Hxg4t, Kh8. 19. Bxf6f, Hxf6. 20. Hg8 mát.) 16. — h5. 17. Bd3, Be4. 18. g4! ABCDEFGH I i i W ■ ■ m ■ II ■ ■iBi §1 B-ipáB m * ■ ABCDEFGH 18. Bxd3. (Eitthvað betra var 18. hxg4. 19.Bxd4, fxe4. 20. Hxg4f, Kf7. 21. Hxe4, d6. 22. Hc4, Ra6.) 19. gxh5t, Kf7. Steinunn Oddsdóttir frá Óslandi — minning FRÚ Steinunn Oddsdóttir frá Óslandi í Höfnum andaðist á Landakotsspítala 23. okt. s.l. eftir stutta legu á 82. aldursári. Útför hennar fer fram frá Kirkjuvogs- kirkju í Höfnum í dag. Frú Steinunn var af göfugu bergi brotin. Hún fæddist að Lundi í Lundarreykjadal 7. jan. 1876, og voru foreldrar hennar hm þjóðkunnu merkishjón séra Oddur Vigfús Gíslason og kona hans, Anna, dóttir Vilhjálms'óð- alsbónda og dbrm. í Kirkjuvogi, Hákonarsonar. Þegar Steinunn var tveggja ára, fluttist hún-með foreldrum sínum að Stað í Grinda vík, þar sem séra Oddur þjónaði til ársins 1894 að hann flutti al- farinn með fjölskyldu sinni til Ameríku. Þar var hann prestur íslenzkra safnaða í Nýja íslandi og Selkirk. Séra Oddur er oftast kenndur við Stað í Grindavík, þar sem hann gerði garðinn frægan sem frömuður slysavarna hér á landi, svo sem kunnugt er. Sjáif- ur var hann mikill sjómaður. Síðustu ár ævinnar stundaði hann lækningar og var skráður í lækna félag Bandaríkjanna. Þau Anna og séra Oddur eignuðust 13 börn, og var Steinunn þriðja barn þeirra. Steinunn var ung tekin í fóstur af þeim sæmdarhjórmm Helga Sivertsen og Steinunci Vilhjálms dóttur, móðursystur sinni, og flutti því ekki úr landi með for- eldrum sínum. Ólst hún upp hjá fósturforeldrum sínura fyrst á (Fari kóngurinn yfir á h-línuna getur hann auðveldlega lent i mátneti 19....Kh6. 20. Hd3, d6. 21. e4! fxe4. 22. Hg6f næst Hdg3 ) 20. Hxd3, d6. 21. Hc3, Rab. (Til athugunar kom 21....... c5. 22. Hd3, Ke6. og svartur hefur mögu- leika á að verjast.) 22. Hc6, Hac8. 23. h6, Ke6. 24. h7, Rb8. 25. Hc4, Rd7. 26. Hg7, Hh8. (Hér sleppir svartur möguleikanum á að leika c5 og skákin er senn á enda.) 27. Hc6!, a6. 28. a4, a5. 29. bxa, bxa. 30. Bc3, Rc5. 31. Kc2, Rxa4. 32. Bxa5, Rc5. 33. Bxc7, Rb7. 34. Hb6, Hxc7þ (Ef 34....Rc5, kemur 35. Hxd6j og mát í tveimur.) 35. Hxc7, Rc5 Þessi leikur er ekki afleikur, vegna þess að svartur tapar ridd- aranum einnig ef hann leikur 35...,. Ra5. 36. Hb5. Ef 35.... Rd8. Þá Hb8 t - -æst Hg7, og g8. 36. Hxc5 Svartur gaf. Ingi R. Útskálum, en síðar i Kirkju- vogi. Steinunn Oddsdóttir giftist 28. maí 1892 Ólafi Ketlissyni frá Kotvogi, syni Ketils óðalsbónda og dbrm. Ketilssonar og konu hans, Vilborgar Eiríksdóttur. Þau Steinunn og Ólafur hófu fyrst búskap í Kirkjuvogi og bjuggu þar til ársins 1902, en þá fluttu þau að Kalmanstjörn, þar sem þau bjuggu í 26 ár. Árið 1928 seldi Ólafur Kalmanstjörn cg reisti nýbýlið Ósland á fögrum stað við Ósana í Kirkjuvogs- hverfi í Höfnum. Þar bjuggu þau hjón síðan en Ólafur dó 19. febr. 1947. Hjónaband þeirra Steinunnar og Ólafs var langt cg farsælt. Ólafur var hinn ágsitasti heimilisfaðir, ástríkur og um- hyggjusamur maki og faðir, en frú Steinunn hinn góði engill, sem allra böl vildi bæta. Á Kalmanstjörn höfðu þau Steinunn og Ólafur stórt og mann margt heimili. Hann byggði þar mikið og vandað íbúðarhús, sem á þeim tíma bar af öðrum slíkum að útbúnaði öllum. Á þessu gamla höfuðbóli rak Ólafur oftast út- gerð. ásamt búskapnum, og var þar oft margt manna bæði heimafólks og gesta. Margir sóttu þau hjón heim bæði innlendir og erlendir, því að höfðingsbragur var þar á öllu. Á heimili þeirra Steinunnar og Ólafs var gott að koma. Hlýtt viðmót þeirra hjóna og skemmti- legar viðræður ollu því, að fólki leið ávallt vel í návist þeirra. Þar.gað komu skyldir og vanda- lausir, og þar voru styrkt bönd frændsemi og vináttu. Þar var hver maður eins og heima lijá sér. Þessi voru börn þeirra Stein- unnar og Ólafs: Sigurður, kaupmaður í Reykja- vík, giftur Jónínu Guðmunds- dóttur, Anna, dó tveggja ára, .i.nna giftist Óskari Sæmundssyni frá Garðsauka, dó 1928, Eva, sem dvaldist með foreldrum sínum, Ketill, bóndi í Höfnum, giftur Elínu Guðmundsdóttur og Oddur, yfirlæknir á Reykjalundi, giftur Ragnheiði Jóhannesdóttur. Ennfremur ólu þau Steinunn og Ólafur upp þrjú fósturbörn: Steinunni Óskarsdóttur, sem gift er í Ameríku, Evu Magnúsdótt- ur, frú á Hjalteyri og Hauk Bergs son járnsmið í Reykjavík. í elli sinni og ekkjudómi naut frú Steinunn ástríkis og u.m • hyggju Evu dóttur sinnar, sem veitti húsi og heimili foreldra sinna forstöðu, eftir að aldur færðist yfir þau. Sjálf var Stein- unn í elli sinni, ekki síður en fyrr á árum vakin og sofin 1 því, sem snerti hag og velferð barna hennar og fósturbarna. Allt líf hennar var þjónustustarf eins og annarra beztu kvenna þessa lands. Hún sá aldrei nema það sem gott var hjá nokkrum manni, skyldum eða vandalausum og engin var fljótari en hún að taka upp hanzkann fyrir þá, sem lítils voru megnandi eða á einhvern hátt olnbogabörn lífsins. Þessir eiginleikar voru frá því fyrsta til hins síðasta ríkjandi í sál hennar og lágu öllum í augum uppi, þvi fylgja henni blessunatóskir allra, sem henni kynntust. I. Þ. Röskur piltur óskast til sendiferða og lagerstarfa. Friðrik Bertelsen & Co hf. Slipphúsinu — Vesturenda. Sími 16620.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.