Morgunblaðið - 19.11.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 19.11.1957, Síða 3
Þriðjudagur 19. nóv. 1957 MORfíVISBlAÐIÐ 3 Stjórnmálanámskeið Heimdallar hófst s.l. föstudag. Þessi mynd er tekin af fyrsta fundi nám- skeiðsins. Næsti fundur verður haldinn n. k. fimmtudag. Þá flytur Birgir Kjaran, hagfræð- ingur, erindi um stefnu Sjálfstæðisflokksins. Vörugeymsluhús í vænlanlegu vegarstæði HIN stóra sementsgeymsla og vörugeymsla hlutafélagsins H. Benediktsson, að Lóugötu 2 við Grímstaðaholt stendur beint í fyrirhuguðu götustæði Hjarðar- haga. Var þetta rætt á síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráð samþ. að fela borgarritara og borgar- lögmanni að ræða við forráða- menn fyrirtækisins um kaup á skemmu þessari. Meðan rætt var um málið og það afgreitt vék af fundi Geir Hallgrímsson bæjar- ráðsmaður, en hann er sá aðilinn f.h. H. Ben. h.f., sem fyrrnefndir embættismenn bæjarins þurfa að gera kaupsamninga við. Barnastúkan Björk í Stykkishólmi . * &-------------------------- irjátíu h ara STYKKISHOLMI, 18. nóv. — Barnastúkan Björk nr. 94 í Stykkishólmi á þrjátíu ára starfs- afmæli á morgun. Er stúkan stofn uð 19. nóv. 1927, af um 30 börn- um og' unglingum. Fyrsti gæzlu- maður hennar var Stefán Jóns- son núverandi námsstjóri og var hann það í rúm 16 ár. Aðrir gæzlumenn hafa verið Bjarni Lárusson verzlunarmaður, Sess- elja Konráðsdóttir kennari, Maggý Lárentínusdóttir frú, og! síðustu sex árin hefur Árni! um, að færa barnaskólanum nauð synlega hluti og hefur hún þegar gefið skólanum vandað orgel og stundaklukku. Haldið verður upp á afmæli stúkunnar næstkomandi laugar- dagskvöld á veglegan hátt. Einn félagi stúkunnar hefur óslitið verið meðlimur þessi ár og er nú heiðursfélagi hennar. Er það frú Guðrún Kristmannsdóttir. Ekki er að efa að stúkan hefur á und- anförnum árum sett sinn svip á félagslífið í Stykkishólmi og þeir eru orðnir margir sem þaðan minnast ánægjulegra funda. Frá Helgason verið gæzlumaður henn j stofnun hafa rúmir 800 meðlimir gengið í stúkuna Oll þessi ár hefur stúkan starf- j 185. Fundarsókn að af fullum krafti og haldið um ' verið góð. 500 fundi. Auk þess sem hún hef- ur farið í ferðalög og kynnt félög- um sínum landið. Ýmsum öðrum menningarstörfum hefur stúkan sinnt og jafnan verið í traustum tengslum við barnaskólann enda hafa kennarar og skólastjóri á hverjum tíma veitt henni mjög mikilsverðan stuðning. Stúkan hefur komið sér upp á undanförnum árum afmælissjóði sem hefur það hlutverk með hönd og eru félagar hefur alltaf Næstu tónleikar Tónlistar f éla gsins GUÐRÚN Kristinsdóttir, píanó- leikari frá Akureyri, heldur tón- leika fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins í Austurbæjarbíói í kvöld og á fimmdudags- kvöld 1-1. 7. A efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Brahms, Reger, De- bussy og Chopin. Guðrún stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík, hjá Árna Kristjánssyni, og síðan í 4 ár við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn, hjá Haraldi Sigurðssyni, og loks dvaldist hún í 2 ár við framhaldsnám í Vínar- borg. Guðrún hefur áður haldið tón- leika hér í Reykjavík, á vegum Tónlistarfélagsins, einnig hélt hún tónleika í fyrra í Kaup- mannahöfn og hlaut mjög lof- samlega blaðadóma. I DAG var Tónlistarskóli Kefla- víkur settur í barnaskólanum hér að viðstöddum kennurum nem- endum og fjölda gesta. Formaður Tónlistarfélagsins frú Vigdís Jakobsdóttir ávarpaði viðstadda og bauð þá velkomna til fyrstu skólasetningar Tónlistarskóla Keflavíkur. Rakti hún nokkuð að dragandann að stofnun félagsins og kvað stofnun skólans eitt af höfuðmarkmiðum þess. Nú þegar hafa 33 nemendur sótt um skólavist. Sagði hún að hingað til hefðu áhugasaíhir unglingar um tónmennt orðið að sækja skóla allt til Reykjavíkur, en slíkt væri að sjálfsögðu afar kostnaðarsamt. Kvatti hún nemendur til að stunda námið að kostgæfni, svo það mætti verða þeim til hinnar mestu gæfu. Næstur tók til máls Guðmund- ur Norðdahl framkvæmdastjóri félagsins. Lýsti hann skólareglum og væntanlegri skólatilhögun. Þá var þessu næst sýnd kvikmynd af frægum trompetleikara og tækni hans á það hljóðfæri. Þá tók skólastjórinn Ragnar Björns- son til máls og ræddi nokkuð um stofnun skólans og Tónlistar- félagsins og lauk ræðunni með ávarpsorðum til nemenda um að stunda námið vel og dyggilega svo árangur gæti orðið sem mest- ur af starfi þeirra. Lauk hann ræðu sinni með því að lýsa skól- ann settan. Bæjarstjórinn Val- týr Guðjónsson flutti einnig ávarp og ræddi um hina öru þró- un tónlistarmenntunar í bænum að undanförnu og færði þeim er hér hafa mest og bezt að unnið þakkir bæjarstjórnar. I stjórn Tónlistarfélagsins hér eiga sæti: Frú Vigdís Jakobsdótt- ir formaður, Helgi S. Jónsson rit- ari, Hermann Hjartarson gjald- keri. Kepnarar eru Ragnar skóla- stjóri Björnsson, Björn Guðjóns- son, Guðmundur Norðdahl og for maður félagsins frú Vigdís. — Ingvar. Bílastöður ýmist fakmarkað- ar eða bannaðar við 9 göfur Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudagskvöld, var alls fjallað um yfir 40 mál. Meðal þeirra voru allmargar tillögur frá umferðarnefnd varðandi stöð- ur bíla við ýmsar götur bæjarins. Allar miða tillögurnar að því að gera umferðina greiðari. Þessum till. umferðarnefndar var vísað til bæjarstjórnar með meðmælum bæj arráðsmanna. Þá er það í fyrsta lagi að bíla- stöður verði bannaðar á Baróns- stíg, við vestri vegarbrún milli Hverfisgötu og Skúlagötu. Er þarna iðulega mikil þröng, því t.d. hefur Rafmagnsveita bæki- stöð þarna í „Barónsfjósinu" og margir bílar eru þar oft við bæki- stöð þessa. Þá er lagt til að bíla- stæði suður Fríkirkjuveginn að vestanverðu verði bönnuð. Mikil bílaumferð er þar og t.d. standa bílar rannsóknarlögregl- unnar við Fi’íkirkjuveginn. Þá er það Bergstaðastrætið. Bannað verði að leggja bílum beggja vegna götunnar milli Hallveigar- stígs og Skólavörðustígs, en að leggja megi aðeins að eystri gang- stétt Bergstaðastrætis milli Hall- veigarstígs og Spítalastígs. Á Klapparstígnum verði bannað að leggja bílum við eystri gangstétt. Þá verði bílastæð leyfð aðeins við vestri gangstétt Rauðarár- stíg milli Laugavegs og Miklu- brautar, Þar hefur umferðin farið mjög vaxandi undanfarið. Þá er Snorrabrautin, en þar hafa bíl- eigendur mátt leggja bílum sínum óátalið við eyjarnar sem eru í miðri götunni. Nú verður þetta bannað, á svæðinu frá Hverfis- götu inn að Flókagötu. Þá er lagt til að bannaðar verði bílastöður við Vatnsstíginn, við vestri gangstétt. Þá verða með öllu bannaðar bílastöður í Vonar- stræti, milli Lækjargötu og Templarasunds og eins verða með öllu bannaðar bílastöður á Ægis- götunni við Slippinn. Á að taka upp liægri handar akstur FRUMVARPIÐ til umferðarlaga fór í gær til 3. umr. í efri deild Alþingis, en frumvarpið er flutt af allsherjarnefnd þeirrar deild- ar. Nefndin hafði sjálf lagt til, að gerðar yrðu á því nokkrar breytingar m.a. ákveðið að dóms- málaráðherra geti sett nánari reglur um ökuhraða og ákveðið lægri hámarkshraða en tilgreind- ur er í frumv. (45 og 70 km á klst.). Tillögur nefndarinnar voru samþykktar. Felld var tillaga frá Sigurvin Einarssyni um það, að tæki gæti talizt dráttarvél, þó að það væri gert til hraðari aksturs en 30 km á klst. Allmiklar umræður urðu um frumvarpið í deildinni, og benti Friðjón Skarphéðinsson m.a. á, að ekki væri í því gert ráð fyrir að taka upp hægri handar akstur hér. Hægri handar akstur væri þó tíðkaður um öll lönd nema hér lendis og í Bretlandi, írlandi og Svíþjóð. Ýmsir teldu, að rétt væri að samræma okkar ökureglur því er tíðkast víðast annars staðar og yrði að taka ákvörðun um það hið fyrsta. Talið væri, að nú kost- aði rúml. 5% millj. kr. að breyta til á þessu sviði, en það myndi verða mun dýrara, ef ráðizt yrði í það síðar. Nefnd sú, sem á sínum tíma samdi frumvarpið til umferðar- laga sendi frá sér sérstaka grein- argerð um vinstri og hægri hand- ar umferð, en tre'ysti sér ekki vegna kostnaðarins til að mæla einróma með því, að tekin yrði upp hægri handar umferð, þótt hún teldi breytinguna æskilega. 1 Fékk KEA undanþágu? BLAÐIÐ fslendingur á Akureyri segir s.l. föstudag: „Dagur skýrir frá því í fyrra- dag undir fyrirsögninni „Braskið í Morgunblaðshöllinni", að stjórn 'Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hafi verið dæmd í þungar fésektir vegna ólöglegra afnota íbúðarhúsnæðis í húsinu Aðal- stræti 6 og 6B í Reykjavík. Dómur þessi mun byggjast á því, að hæð S.H. í nefndu húsi mun hafa verið teiknuð með íbúð- um, en síðan tekin fyrir skrif- stofur, og brýtur það í bága við húsnæðismálalöggj öfina. Hins vegar hefur Dagur ekki flutt neina fregn um það, hvaða sektir Kaupfélag Eyfirðinga hefir hlotið fyrir að breyta íbúð í Hafn- arstræti 20 í verzlunarhúsnæði vegna kjörbúðar. Sýnist þó öllu alvarlegra mál að taka húsnæði, sem búið hefur verið í til slíkra nota, en nýbyggingu. E.t.v. ná hús næðislög ekki yfir fyrirtæki eins og KEA, eða fékk það kannske undanþágu hjá félagsmálaráðh.? I skrifum Framsóknarblaðanna um þetta mál er látið að því liggja, að Morgunblaðið eigi stór- hýsið, sem er um að ræða, enda er það alltaf kallað Morgunblaðs- höll í dálkum þeirra. Hér er ann- aðhvort vísvitandi eða af van- þekkingu hallað réttu máli. Morg- unblaðið hefur aldrei átt nema minnihluta þessarar miklu bygg- ingar og aldrei hæðir þær, sem umrætt mál er sprottið af“. STAKSTEINAR Dapurle^ hátíðahöld. Þær fregnir bárust um helg- ina frá Kaupmannahöfn, að ís- lenzku handritin hefffu vcrið flutt með viðhöfn og hátíðarræðum í ný húsakynni í „Proviantgaard- en“, þar sem þeim „er ætlaður framtíðarstaður“ eins og frétta- ritari „Tímans" kemst að orði í fréttaskeyti hing- að heim. Meðal þeirra, sem við- staddir voru þessi háííðahöld voru sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, Stefán Jóhann Stef- ánsson, öðlingurinn Starcke ráð- herra, prófessorar og fleiri framámenn. Enda þótt íslendingar fagni því að minni brunahætta vofir yfir hinum herleiddu þjóðardýrgrip- um þeirra í hinum nýju húsa- kynnum en hinum eldri, fer ekki hjá því, að þeim finnist dapurleg- ur blær hvíla yfir þessum flutn- ingi handritanna milli húsa í Kaupmannahöfn. Herleiðing handritanna er áframhaldandi fleinn í holdi sambúðar íslenzku þjóðarinnar við hina gömlu sam- bandsþjóð hennar og frændur við Eyrarsund. Góð vinátta og vax- andi er milli þessara tveggja nor- rænu þjóða. Sennilega veit danska þjóðin almennt ekki um það ennþá, þótt margir merkir og góðir Ðanir skilji afstöðu og tilfinningar íslendinga í handrita málinu, að íslenzkt fólk elur harm í hjarta vegna herleiðingar dýrmætustu menningarverðmæta sinna á erlendri grund. Eftir nærl6 mánuði—“ „Eftir nær 16 mánuði á þjóðin kröfu á að sjá íhaldsúrræðin úr því að það, sem stjórnin gerir er fordæmt". Þannig kemst „Tíminn“ að orði í forustugrein sinni sl. sunnudag. Eftir að vinstri stjórnin hefir setið nær sextán mánuði að völd- um, segir málgagn Framsóknar- flokksins, á þjóðin heimtingu á því, að Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram tillögur sínar um það, hvernig stýrt verði út úr þeim ógöngum, sem vinstri flckkarnir hafa leitt hana út í. Það er ómaksins vert að taka eftir hinu breytta hljóði í Tím- anum. Þegar Framsókn rauf stjórnarsamstarfið við Sjálfstæð- ismenn, sagði hún að ástæða sam- starfsslitanna væri sú, að ekki væri hægt að leysa vanda efna- hagsmálanna með Sjálfstæðis- flokknum. Ilann fengist aldrei til þess að fylgja þeim snjallræðum, sem Framsókn byggi yfir. Svo myndaði Tímaliðið stjórn með kommúnistum og krötum. Með þeim voru engir erfiðleikar á að „leysa vanda efnahagsmál- anna“. „Nýjum leiöum“ var lofað. Niðurstaðan er þessi: „Eftir nær 16 mánaða“ vinstri stjórn, lýsir Txminn því yfir, að þar sem almenningur hafi for- dæmt aðferðir „stjórnar vixmu- stéítanna", þá sé ekki um neitt annað að ræða en að fá leiðbein- ingar hjá Sjálfstæðismönnum um lausn vandans. Nú verði úrræði Sjálfstæðisílokksins að koma til. Sjá menn ekki hina algeru upp gjöf Tímaliðsins í þessari yfirlýs- ingu málgagns forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar? Sawan frá 1939 En sagan er aðeins að endur- taka sig. Árið 1939 höfðu þeir Hermann og Eysteinn setið í 5 ár í stjóx-n með Alþýðu- flokknum. Það var hin fyrsta vinstri stjórn. Þá var allt koinið í öngþveiti. Lánstraust þjóðarinnar var þorrið, atvinnu- vegirnir lamaðir, krónan fallin og atvinnuleysi og bágindi þjörm- uðu að alþýðumanna. Þá gafst . vinstri hersingin upp og leitaði á náðir Sjálfstæðismanna um stjórnarsamstarf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.