Morgunblaðið - 19.11.1957, Page 8
8
MORCVTS BT AÐIÐ
Þriðjudagur 19. nóv. 1957
Af hverju þarf að þjálfa?
innar. Með öðrum orðum, þeir
þurfa jafnmikla orku til æfing-
arinnar og meðalmaður notar við
létta vinnu á sólarhring.
Þjálfun verður að vera
hyggð á stighœkkandi
þrek- og tœkniþjálfun í
6—8 mánuði
legri nákvæmni. Á hinn bóginn
hefur verið maeld hitaeininga-
þörf hjá knattspyrnuliði, sem
haldið var í strangri þjálfun.
Fæðan á dag var miðuð við, að
þeir héldu nákvæmlega þyngd
sinni. Hver maður notaði 5600
hitaeiningar á dag og þar af fóru
2500 hitaeiningar til þjálfunar-
Að þrekprófa íþróttamenn er
tiltölulega auðvelt, enda gert með
góðum árangri erlendis. Slík
þrekpróf eru raunar mjög nauð-
synleg. Með þeim er hægt að
sýna viðkomandi íþróttamanni,
hvar hann stendur í þjálfunar-
stiganum á hverjum tima og er
það góð vísbending fyrir hann,
þjálfarann og liðið í heild sé hann
knattspyrnumaður eða hand-
knattleiksmaður. Sé þjálfunin
þannig byggð á vísindalegum
grundvelli er hægt að útiloka
ýmiskonar deilur um menn, sem
oft eru byggðar á óraunhæfum
dómum, kunningsskap og félags-
hyggju. Þetta á sérstaklega rétt
á sér, þegar um þátttöku Is-
lands er að ræða í einhverju er-
lendu móti t.d. landsleik.
(Framh. síðar.)
Erindi Benedikfs Jakobssonar íþrótiak.
Þegar um það er að ræða að
þjálfa upp þol sitt og þrek, varð-
ar mestu að stighækka þjálfunar-
álagið, fram að þeim mótum er
viðkomandi er að búa sig undir.
Eftir að keppnistímabilið hefst
fyrir alvöru, reynist flestum erf-
itt að auka verulega á þol sitt.
íþróttamaðurinn á þá að vera
búinn að ná sinni hámarksgetu,
en hún verður á hinn bóginn að
vera byggð upp með markvissri,
stighækkandi, skynsamlega upp-
byggðri þrek- og tækniþjálfun í
6—8 mánuði samfellt.
Þetta þýðir að fyrir landsleik
eða landskeppni sem fram á að
fara í júlílok, verður því að hefja
markvissa þjálfun ekki síðar en
um áramót.
En hvers vegna er nú nauðsyn-
legt að þjálfa svona lengi, kann
nú einhver að spyrja. Jú, það er
vegna þess, að ýtarlegar rann-
sóknir sýna, að því lengur og
markvissara sem æft er fyrir
keppnistímabilið, því lengur geta
íþróttamennirnir haldið hámarks
gétu sinni og því minni sveiflur
á afreksgetunni. Séu æfingarnar
ekki hnitmiðaðar og viðkomandi
íþróttamenn sleppi æfingu í 3—5
mánuði, ná þeir aldrei neinni há-
þá mjög reykul og afrekið undir
þá mjög reikul og afrekið undir
því komið að vera upplagður eða
óupplagður. Hvernig tekst á
hverju móti er þó mjög undir hæl
inn lagt.
Það, hversu auðveldlega ein-
hver afkastar ákveðnu erfiði, er
að sjálfsögðu ekki háð því, ein-
vörðungu, hversu álagið er mik-
ið og ákaft, heldur hinu, hve
mörg % viðkomandi þarf að nota
af orku sinni á tímaeiningu til að
framkvæma starfið.
Sterki A, sem notar aðeins 30%
af vinnugetu sinni við ákveðið
erfiði er að sjálfsögðu hæfari en
B, sem notar 60% getu sinnar
við sama erfiði.
Vel þjálfaður íþróttamaður
losnar úr viðjum þreytunnar, eft-
ir stutta stund og hefur glögga
yfirsýn fyrir það, sem fram fer
í kringum hann. Og þegar hann
er orðinn heitur í hamsi, nær
viðbragðsflýtir hans og snerpa
fyrst hámarki. Illa þjálfaður
maður, þreytist því meir sem á
knattspyrnukappleikinn eða
Önnur grein
hlaupið líður. Hann missir yfir-
sýn, tímaskyn og viðbragðs-
snerpu. Knattspyrnumaðurinn ,
getur dottið illa og anað á mót-
herjana og getur valdið meiðsl-
um á sjálfum sér og öðrum.
Hlauparinn hættir að hugsa rök-
rétt, sleppir keppinautum sín-
um og kvelst oft af þeirri hugs-
un að enn sé langt á leiðarenda,
og verkar sú hugsun ein gegn
goðum árangri.
Frá vinnufræðilegu sjónarmiði
ber að líta á knattspyrnu sem
langa röð af viðbrögðum, mis-
snöggum og mislöngum, mðe mis
löngum hvíldum á milli. Knatt-
spyrnumaðurinn þarf að vera
sterkur, snöggur, þolinn, fimur.
viðbragðsfljótur, úrræðagóður,
jafnvígur á báðar hliðar, stöð-
ugur á fótum, en kunna þó að
detta og ekki síst að víkja.
Knattspyrnumaðurinn má því
engu gleyma í þjálfun sinni. Lík-
aminn allur og undirtekningar-
laust verður að vera þrautþjálf-
aður.
I Það er erfitt að mæla álag
i knattspyrnuæfingar með vísinda
KveSiuhóS
var haldið fyrir bandaríska körfu
knattleiksþjálfarann, John A.
Norlander, sl. miðvikudagskvöld
í kaffihúsinu Höll hér. — Þar
voru mættir m. a. til að kvéðja
hann, fulltrúar frá framkvæmda-
stjórn ÍSÍ, frá körfuknattleiks-
ráði Rvíkur, móttökunefndinni;
tveir fulltrúar frá Upplýsinga-
þjónustu Bandaríkjanna hér, og
nokkrir körfuknattleiksmenn,
sem notið höfðu tilsagnar hans
hér. —
Forseti ÍSÍ, Ben. G. Waage,
þakkaði John A. Norlander fyr-
ir komuna hingað, kennsluna og
þjálfunina. En auk þess að kenna
og þjálfa hér í Rvík, hafði hann
farið víða um landið, til Akur-
eyrar, Siglufjarðar, ísafjarðar,
Keflavíkur og að Laugarvatni
Gert var ráð fyrir að hann færi
víðar, t. d. til Vestmannaeyja, en
því miður gat ekki af því orðið.
Á þessum ferðum sínum sýndi
hann einnig kennslukvikmyndir
og skýrði þær. Láta lærisveinar
hans hið bezta af kennslu hans
og þjálfun — og segjast nú loks-
ins hafa fengið þá kennslu og til-
sögn í körfuknattleik, sem þeir
munu lengi búa að. —
Upplýsingaþjónusta Bandaríkj-
anna hér, hefir aðstoðað ÍSÍ með
útvegun þessa þjálfara hingað.
Sérstök móttökunefnd annaðist
móttökur hans hér og skipulagði
j kennsluferðir hans út á land. —
í nefndinni áttu sæti: Axel Jóns-
son, Ingi Þorsteinsson og Helgi
Jónsson. Að lokinni ræðu forseta
ÍSÍ afhenti hann Norland.er odd-
fána ÍSÍ með áletrun og þakklæti
frá ÍSÍ fyrir komuna og kennsl-
una.
Þá flutti Ingi Þorsteinsson
ræðu, og þakkaði Norlander fyr-
ir góða kennslu og þjálfun f. h.
móttökunefndarinnar og kepp-
enda. Og afhenti honum gjafir
frá þeim körfuknattieiksmönn-
um, sem notið höfðu tilsagnar
hans, þennan mánaðartíma, var
það m. a. skinnfeldur og brennd-
' ur fálki, með áletrun, eftir Guð-
! mund frá Miðdal. Þá var honum
; einnig afhent málverk.--------
John A. Norlander þakkaði
fyrir góðar gjafir og fyrir við-
tökurnar hér, sem hann sagði
! að hefðu verið framúrskarandi.
) Gaf hann að lokum ÍSÍ körfu-
: knattleiks-kvikmyndir, sem
! verða ættu til afnota fyrir iðk-
endur í körfuknattleik, jafnt hér
sem úti um land.----------
Um nóttina fór Norlander heim
aftur með flugvél. Bað hann að
skila beztu kveðjum til allra
þeirra, sem greitt höfðu götu
hans.
Nýlega kepptu Danmerkurmeistararnir AGF við Vejle og unnu hinir siðarnefndu 3:2. Þau úrslit
gera það að verkum að tvö lið geta orðið Danmerkurmeistarar, AGF og AB. — AGF nægir
jafntefli, þar sem þeir liafa einu stigi meira. Myndin sýnir Peter Kjær (í hvítri blússu) skora
annað mark AGF.
Þróttur kom á óvorf og sföóva^i
sigurgöngu Vals
ÞAÐ var meistaraflokkur Þróttar sem gerði keppnina á sunnudags-
kvöldið í Hálogalandi eftirminnilega. Lið Þróttar, sem engan leik
hcfur unnið til þessa, mætti nú liði Vals, sem engum leik hefur
tepað. Valur skoraði á fyrstu mín. 2 mörk, en Þróttur tók síðan
forystu og hélt henni allan tímann og sigraði með 11 gegn 10.
Það var engin heppni, sem færði Þrótti þennan sigur. þeir áttu
mjög góða leikkafla, skrúfuðu sig gegnum Valsvörnina og skoruðu
úi eldsnöggum skotum gegnum varnarmúr Vals, og fékk Sól
mundur í marki Vals ekki að gert.
Leikurinn
Geir og Ásgeir skoruðu tvö
fyrstu mörk Vals svo snögglega
og svo fljótt í leiknum að það
kom „Þrótturum“ eins og á óvart.
Síðan jafna Þróttar-menn með
tveim mörkum sem skoruð voru
af línu af Jens Karlssyni eftir
góða uppbyggingu Jóns Ásgeirs-
sonar. Helgi Árnason, nýr, ung-
ur maður í liðinu skoraði hið
þriðja og eftir það missti Þróttur
aldrei forystuna. í hálfleik stóð
8:6.
í síðari hálfleik ná Þróttar-
menn góðum kafla og stendur
10:6 fyrir þá litlu síðar. Vals-
menn gerðu örvæntingafullar til-
raunir og skoruðu Geir, Hólm-
steinn og Ásgeir svo staðan varð
10:9. Þó af Þróttarliðinu væri
dregið, og þeir tækju að tefja
leik, tryggðu þeir sig enn með
marki er Björn skoraði, 11:9. Geir
skoraði síðasta mark Vals — og
sigur Þróttar var staðreynd.
Þetta er bezti leikur sem ég
hef séð til Þróttar og svona kvik-
ir og hreyfanlegir eins og þeir
voru í fyrri hálfleik eru þeir
hættulegir hverju liði. Mestan
svip á leikinn setti Jón Ásgeirs-
son og ungu mennirnir Jens og
Helgi. Jón byggði mjög vel upp
og stjórnaði vel.
Valur áttaði sig ekki á þess-
um óvænta atburði og það var
eins og þeir tryðu ekki fyrr en
um seinan hver hætta var á ferð-
um en þá fengu þeir ekki að gert.
Víkingur — Fram 7:14
Fram náði strax tökum á leikn-
um og hafði hann í hendi sér all-
an tímann. í hálfleik stóð 6:3
fyrir Fram og síðari hálfleik
vann Fram með 4 marka mun.
Víkingsliðið náði ekki eins
virkum leik og til þessa einkum
í vörninni, og má það fyrst og
fremst rekja til þess hve illa Sig.
Jónsson kemur aftur, þannig að
ævinlega myndast eyða í vörn-
inni. Hilmar Ólafsson notfærði
sér þetta vel og skoraði 7 af mörk
um Fram — mörg fyrir ofan-
greinda skyssu Sigurðar.
Annars var Hilmar bezti mað-
ur Fram-liðsins, klettur í vörn
og öruggasta skyttan. Vörn Fram
sýndi sérstaklega góðan leik.
Mörk Víkings skoruðu: Björn
3, Axel 2, Sigurður Bjarnason
1 og Ríkharður 1. — Mörk Fram:
Hilmar 7, Ágúst Þór 4, Karl, Már
og Birgir 1 hver.
KR — Ármann 18:6
Aldrei varð um neina keppni
að ræða í þessum leik. KR réði
lögum og lofum á vellinum all-
an tímann. í hálfleik stóð 11:4 og
í leikslok 18:6. Leikurinn verður
því varla mælikvarði á getu lið-
anna, en KR hefur sýnt að það
er langlíklegast til að vinna
meistaratitilinn, enda eru liðs-
menn KR jafngóðir, sterkir og
fjölhæfir. Ef nokkuð hefði átt að
vera öðru vísi finnst manni að
KR hefði átt að skora fleiri mörk.
Þessir stóru menn vilja of oft
að manni finnst leika alveg að
línunni, í stað þess að skjóta
lengra að í hröðum upphlaupum.
En eins og fyrr segir verður þessi
leikur ekki mælikvarði á neitt,
nema yfirburði KR.
Ármannsliðið er æfingalítið,
beztur er Kristinn.
Mörk KR skoruðu: Þórir, Reyn
ir og Karl 5 hver, Hörður 2 og
Bergur 1. — Mörk Ármanns:
Kristinn 3, Hannes 2 og Jón 1.
o—®—o
í 3. flokksleikunum urðu úr-
slit þau að í keppni B-liða sigraði
Fram Þrótt með 11:4 og Ármann
vann ÍR 9:6.
Á laugardagskvöld urðu úrslit
þessi:
2. fl. kvenna
Valur — KR 6:5.
Þróttur — Ármann B 6:2.
Meistaraflokkur kvenna
Ármann — Fram 7:12.
3. fl. karla A-lið
A-riðill: KR — Fram 8:5.
B-riðill: Þróttur — Valur 13:4.
2. fl. karla A-lið
A-riðill: Þróttur — Ármann 8:8.
1. fl. karla
KR — SBR 25:7.
Ármann — Valur 8:5.