Morgunblaðið - 07.12.1957, Page 6
6
MOKCVNBT AÐIÐ
Laugardagur 7. des' 1957
Giuuur Rúnar tók þessa mynd á Núpsstað og sér autsur yfir Núpsvötn til Lómagnúps og Öræfa-
jökuls. — Hér var Stefán póstur veí kunnugur.
t
I fáum orðum sagt:
< • ►
1 ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼'» ^▼▼▼▼▼▼▼> ▼▼ ^
Ég nennti aldrei að ríða lötum
hesti, segir Stefán póstur — og
hlær að virðingunni!
Þegar Skeiðará hljóp og Hörðuskriða
fór
i s/oinn
UNGUR maður átti afmæli i
gær. Það er Stefán Þorvaldsson,
fyrrum iandpóstur. Hann varð
níræður.
Þegar ég hitti Stefán fyrir
skömmu, sagðist hann ekkert
muna að segja mér. Ég er orðinn
svo gamall, sagði hann og er far-
inn að gleyma. Þetta er líka orðin
svo löng leið og þó að maður
muni eitthvert brot af ýmsu, er
flest nú gleymt. Jú, það er svo
langt síðan þetta gerðist, bætti
hann við og snússaði sig ræki-
lega.
Stefán var landpóstur um tutt-
ugu ára skeið, eða frá 1896—1917.
Hann er fæddur á Einholti á
Mýrum 1 Austur-Skaftafells-
sýslu og var sonur Þorvalds, sem
síðar varð lögregluþjónn í
Reykjavík og nefndur Þorvaldur
pólití. Þegar hann var á 11. ári
fluttist hann með Sigurði J. Ól-
afssyni lækni að Hörgsdal á Síðu
og ári síðar að Kálfafelli í Fljóts-
hverfi. Hér verða látin fylgja
nokkur slitur úr frásögn Stef-
áns. Hann segir:
— Allt mitt líf hefur verið sí-
fellt ferðalag, þótt ég hafi verið
bóndi í 60 ár. Ég hóf ferðalögin
þegar ég var 13 ára gamall. Þá
fór ég með Sigurði lækni til
Reykjavíkur sem hestasveinn, en
snúningur austur aftur með
hestalestinni. Starfið var m. a.
fólgið í því, að ég átti að standa
undir, teyma hestana og smala
þeim saman á morgnana. Ferða-
lagið sjálft tók fullan hálfan
mánuð, en auk þess dvöldumst
við í Reykjavík í vikutíma, eða
á meðan læknir lét stoppa meðöl-
in í koffort, en lestarferð þessi
var einmitt til þess farin að
sækja læknislyf. Nú, svo hafa
sennilega örðið einhverjar tafir
fyrir sunnan, ég man það ekki
glöggt, hitt man ég aftur á móti,
hvað mér þótti skemmtilegt að
skoða í búðargluggana, þótt þeir
væru ekki margir í þá daga,
enda var Reykjavík ekki stór
bær og heldur léleg á nútíma-
vísu. En hvað um það, við fór-
um heim að viku liðinni með
koffortin á klökkum eins og
venja var. Stefán stendur upp
og gengur út að glugganum: Ég
gætti hestanna hér hjá Bústöð-
um, segir hann og bendir niður í
Fossvoginn, þá þótti æðilangt
þangað neðan úr bæ. En ekki
leiddist mér, öðru nær. Suður-
ferðin þótti mikið og merkilegt
ævintýri og kannski hef ég verið
dálítið upp með mér í aðra rönd-
ina að hafa fengið tækifæri til
að gæta hesta í Reykjavík. Það
var heldur óvanalegt, að ungl-
ingar færu í lestarferðir. Á þess-
um tímum voru engar brýr, eng-
ir vegaspottar, ekkert nema
troðningar. Hestarnir voru sund-
settir bæði í ölfusá og Þjórsá, en
mennirnir ferjaðir yfir. Svo var
legið í tjöldum, eins og þu
kannski veizt. Ferðalagið með
Sigurði lækni gekk ágætlega, en
stundum var legið fyrir óveðri og
þótti ekki ástæða að taka sig upp.
— Ja, ég sagði nú víst, að
ferðalagið með Sigurði hefði
gengið vel. Ójú, það er rétt. Við
skulum segja það. Annars var
Hólsá í Skaftártungu talin ófær,
þegar við lögðum í hana og
höfðu allir snúið frá henni. Ein-
ar heitinn 1 Hrísnesi beiddi Sig-
urð að fara ekki út í ána, en
hann trúði ekki, að hún væri
ófær, enda var hann dálítið við
vín og örari en venjulega. En
hann fór samt og við komumst
útyfir *g til Víkur um kvöldið.
En á löngu broti var aðeins aó
hestarnir sköruðu. — Sigurður
fór á undan, en ég á eftir og
teymdi hrossin. Ég reið mjög
stórum og fallegum hesti, sem
hét Blendingur. I-Iann var heldur
seinvæður, en Jarpur litli, sem
ég teymdi á eftir, var hraðvæðui
og vildi komast framfyrir Blend-
ing, en ég gat haldið afturaf hon-
um, svo að hann ýtti okkur ekki
aftur austur í álinn. Hefði þá get-
að farið illa. Margir undruðust,
að við skyldum komast útyfir
ána, en Sigurður var ágætur
vatnamaður, öruggur vel og
kunni skil á öllum straumum.
— En segðu mér, hvernig stóð
á því, að þú gerðist landpóstur?
— Ég gerðist húsmaður hjá
Guðlaugi sýslumanni á Kirkju-
bæjarklaustri, þegar ég var um
tvítugt og var þar í fjögur ár, en
fluttist svo að Kálfafelli, þegar
ég tók við póstferðunum. Guð-
laugur sýslumaður var mér ákaf
lega góður og reyndist mér hinn
bezti dx-engur. Þegar Gísli Gísla-
son póstur, sem er nýlátinn hér
í bæ, fluttist vestur á Eyrar-
bakka, skipaði Guðlaugur mér
eiginlega að taka við starfinu. Eg
á hendi ferðina frá Kirkjubæjar-
klaustri að Hólum í Hornafirði
og tók hún 8—10 daga. Ójú, þetta
var ákaflega erfitt ferðalag og
allrysjótt á stundum. Ekki neita
ég því. Öll ferðin lá eiginlega
yfir einn vatnaklasa, einkum á
sumrin, þegar hitar voru: Núps-
vötn, Skeiðará, Jökulsá á Breiða-
merkursandi og loks Hornafjarð-
arfljót austast. Þetta eru svo sena
engar smásprænur. En það var
nóg- af þeim líka. — Ég fór tólf
ferðir á ári, en hafði auk þess
ýmislegt annað á mínum snær-
um, t. d. fylgdir yfir Skeiðarár-
sand og a. m. k. þrjár lestarferð-
ir suður til Reykjavxkur og þrjár
ferðir með strandmenn. Ég
þekkti mig vel fyrir austan, já
allt austur í Lón, en segðu samt
ekki, að ég hafi þekkt hverja
þúfu. Fyi'r má nú vera. — Póst-
ferðirnar hafa sennilega verið
talsvert eftirsóttar, jú ætli það
ekki, maður fékk 60 krónur fyr-
ir ferðina og þótti því talsvei'ður
slægur í embættinu. En ég varð
að leggja mér bæði klyfsöðul
undir koffortin, hnakk og beizli
Stefán póstur og Sámur, hunður hans.
var fátækur þá og ekki beysnari
bógur en svo, að ég treysti mér
ekki að malda í móinn við
sýslumann, þó að ég þætt-
ist vart um starfið fær. — En
við þetta sat, og tók ég svo
við póstferðunum. Ég hafði
shrifap úr ^
daglega lífinu
Þýðingar á þjóðsöngnum
1 7EGNA athugasemdar og fyrir-
w spurnar frá Marlene í dálk-
um Velvakanda í fyrradag (5.
des.) varðandi val á þýzkri þýð-
ingu íslenzka þjóðsöngsins í ný-
komna útgáfu ríkisstjórnarinnar,
skal þetta tekið fram:
Fyrir hönd forsætisráðuneytis-
ins sá ég um þessa útgáfu, nema
að því er til lagsins tekur, og réð
vali á þýðingunum, Þýzkar þýð-
ingar þekki ég þrjár. Hin elzta,
eftir J. C. Poestion (í Eislandblút
en 1904), er ekki sönghæf og kom
því ekki til álita af þeim sökum.
Um þýðingu Þórarins Jónssonar
tónskálds vissi ég, fór til hans
og spurðist fyrir um, hvar hana
væri að finna og hvort birta
mætti hana, ef til kæmi. Tók
hann þessu mjög ljúfmannlega,
sem hans var von og vísa. Auk
prentunarinnar í Morgunblaðinu
7. marz 1934, sem Marlene nefnir,
er þýðingin einnig á bls. 140 í
(ferða)bókinni Insel unter Feuer
und Eis eftir Paul Burkert, Ber-
lín (ártalslaus). Þessi þýðing Þór
arins Jónssonar fannst mér víða
falleg og skáldleg, og svo finnst
mér enn. Einnig barst mér í
hendur þýðing eftir ^yrrverandi
þýzkan sendikennara hér við
háskólann, Edzard Koch. Hafði
ég þann hátt á að safna öllum
þýðingum, er mér voru tiltæk
ai', og bar þær síðan undir
dóm manna af viðkomandi þjóð-
erni og islenzkra sérfræðinga á
hin erlendu tungumál, þegar þess
var kostur, því að engan veginn
tel ég mig bera það málskyn á
margar erlendar tungur, að því
sé treystandi. Um þýzku þýðing-
arnar leitaði ég m.a. álits þýzkrar
menntakonu, sem dvaldist hér
um árabil og lauk hér háskóla-
prófi í íslenzku, og núverandi
þýzkukennara háskólans, en ann-
ar þeirra er þýzkur og hinn ís-
lenzkur. Voru þau öll á einu máli
um, að einkum væru óþýzkuleg-
ar í þýðingu Þórarins braglínurn
ar:
„aus Sonnen und Sternen um-
wunden Dir wird
von Aeonen ein Kranz, wund-
ersam,“
svo að Þjóðverjar hnytu um þær,
en ekkert í þýðingu Kochs særði
þýzka málkennd og væri hún því
tækilegri. Réð þetta vali mínu.
Enginn skyldi ætla, að ég sé
fyllilega ánægður með allar þýð-
ingarnar, sem birtar eru í útgáfu
þeirri, sem hér um ræðir, þótt
ýmsar séu ágætar, og stundum
var mikið álitamál, hverjar velja
skyldi. Ef taka hefði átt þær þýð-
ingar einar, sem til fulls „ná efni
og blæbrigðum hins dýrlega lof-
söngs Matthíasar“, eins og Marl-
ene kemst að orði, þá hefði þeim
fækkað til muna.
Steingrímur J. Þorsteinsson.
Nú er bezt að fara
gætilega
¥--Á er nú snjórinn farinn að
* láta sjá sig aftur. Það var
svolítið föl á götunum í gærmorg
un, nóg til þess að það er víða
glerhálka, sem jafngott er að
gæta sín fyrir. í Morgunblaðinu
hafa undanfarið birzt tvær mynd
ir af bílum, sem hafa beyglazt
og skekkzt illilega í árekstrum,
og í fyrradag var sagt frá þvi,
að daginn áður hefðu fjögur börn
orðið fyrir slysum. Ekki minnkar
hættan nú, þegar snjófölið kem-
ur svo, að Velvakandi biður menn
I guðsbænum að fara varlega.
og sömuleiðis tvo hesta. Þegar
aukahestur var hafður með í för-
úm, fékk ég hann borgaðan sér
á parti.
— Já, hvenær ég hef orðiS
verst staddur á þessum ferðum
minum? Ég álít að það hafi verið
á Hornafjarðarfljótum. Þau voru
öll á ís, þegar ég fór að morgni
frá Árnanesi í Nesjum og ætlaði
beint að Hólmi á Mýrum. Um
það leyti sem ég lagði af stað
frá Árnanesi, byrjaði hann að
hvessa og þegar ég var kominn
útí Skógey, var komið rokveður
á norðan með brunagaddi. Ég
leitaði skjóls í fjárrétt, sem þar
var, opnaði koffortið og
tók upp stóran ullartrefil,
vafði honum um háls og andlit
og hélt svo út á ísinn, vissi sem
var, að allur útbúnaður yrði að
vera í bezta lagi, því að ég mátti
ekki stoppa á ísnum, ef vel átti
að fara. Veðrið var orðið svo
mikið, að hestarnir urðu að
ganga beint í það, til þess að
ekki stæði á hliðina á þeim. Þá
var hætta á, að þeim slægi um.
Ég ætlaði beint yfir vötnin, en
varð að taka á mig langan krók,
þar eð nauðsynlegt var að beila
upp í veðrið. Ég hélt rösklega
áfram og miðaði allvel, enda ekki
á því að lenda þarna, eins og við
sögðum fyrir austan. Kom ég svo
innfyrir Prestsfit og náði landi
og var þá eins og ég kæmi í hús,
enda skjól af vindborðsfjalli
þeim megin árinnar. Siðan fór
ég sem leið lá að Hólmi, þar sem
póstafgreiðslumaðurinn var, og
ekki var ég fyrr kominn inn úr
dyrunum en Gísli hreppstjóri
segir við mig: Nú, ertu að leika
þér að því að drepa þig, Stefán?
— Þú hefur oftast verið einn
á þessum ferðalögum þínum.
Hvernig líkaði þér einveran?
— Ég vandist henni, enda held
ég óhætt sé að segja, að ég hafi
ekki verið kjarkminni en aðrir
Framh. á bls. 9