Morgunblaðið - 07.12.1957, Blaðsíða 9
MOTtanvnr 4ðið
9
Laugardagur 7. des. 1957
- / fáum orbum sagf
Framhald af bls. 6.
í þá daga. Nei, einveran gerði
mér ekki neitt, nema þá kannski
að ég hafi orðið dálítið þumbara-
legri og þyngri í skapi, en þáhafði
maður líka eitthvað að hressa
sig á. Ætli það ekki. En þótt ég
hafi drukkið allmikið brennivin,
gerði það mér ekkert, því ég
þoldi það betur en margur annar
og það átti vel við mig. Ekki að
maður færi að rugga, ónei. —
Annars get ég sagt þér tvo þætti
í viðbót, ef þú villt: í janúar
1897 lagði ég á Skeiðarársand í
póstferð frá Kirkjubæjarklaustri
til Borga í Hornafirði. Veður var
allgott, snjór á jörðu. Ekki vissi
ég, hvað ánum fyrir austan liði
fyrr en ég kom á Hörðuskriðu á
miðsandinum. Vissi ég þá ekki
fyrri til en ég var kominn fram
á sandöldubrún, þar sem flug-
vatn féll fram með stríðum
straumi og jakaburði. Þarna
kemur þá Skeiðará á móti mér
og vissi ég hvers kyns var, að
jökulhlaup hefði byrjað og mátti
búast við, að það brytist fram
á fleiri stöðum undan jöklinum.
Ég var með fjóra liesta hlaðna
pósti, bæði í koffortum og ofan
í milli og gat því ekki farið
nema klyfjagang. Eins og þú get-
ur ímyndað þér, var óskemmti-
legt að vera þarna einn á miðj-
um sandinum og varð ég að taka
skjóta ákvörðun um, hvað gera
skyldi, hvort ég ætti heldur að
losa mig við koffortin eða ríða
hratt útyfir. Ég tók þá ákvörðun
að fara fetið, enda hafði mér ver-
ið trúað fyrir póstinum og þótti
mér rétt að skilja hann ekki eft-
ir. En hitt réð þó úrslitum um
ákvörðun mína, að ég taldi víst,
að engu máli skipti, hve hratt ég
færi yfir sandinn, mér hefðu ver-
ið búin örlög og undan þeim yrði
ekki flúig. Ef ég ætti að verða
til á sandinum, mundi ekkert
duga mér, hvorki klyfjagangur
né þeysireið. Komst ég svo ó-
hindraður alla leið að Núpsvötn-
um, sem höfðu íítið vaxið fra
því ég fór yfir þau um morgun-
inn. Skildi ég svo póstinn eftir í
Núpshlíðinni, en morguninn eft-
ir voru vötnin hlaupin og vatn-
aði þá yfir mestallan Sandinn. En
þess má geta að lokum, að iit.lar
sögur hafa síðan farið af Hörðu-
skriðu.
— Haustið 1899 kom hlaup úr
Grænalóni. Núpsvötn voru mjög
vaxin, með skörum og var farið
að flæða yfir þær með nokkru
ísreki. Það var dag einn, að við
riðum vestureftir tveir saman
með þrjú hross laus og hryssu
fimm vetra gamla. Það var tekið
að skyggja. Með mér var maður
nokkur úr Öræfunum, Þorsteinn
hét hann Snjólfsson, var fatlaður
á báðum fótum og gekk ó hækj-
um. Ain var ekki árennileg eins
útlítandi og hún var og bjóst ég
við sundi, þó að það yrði ekki.
En við skörina sjálfa náði vatnið
í miðja síðu á hestunum. Þegar
við höfðum náð vesturskörinni,
komst ég auðveldlega upp á hana
og náði Þorsteini upp líka. En
hryssuna gat ég ómögulega feng
ið til að hoppa upp á skörina,
hvernig sem ég reyndi. Varð ég
þá að fara útí að hjálpa henm,
lagði hana flata og ýtti henni
svo upp á skörina. Þorstein lét
ég toga í tauminn, þótt fótalaus
væri, og spyrna stúfunum :
steina á öldunni, en ég fór undir
hryssuna og gekk þetta prýði-
lega. Komumst við svo slysalaust
heim á Núpsstað.
— Já, og yfirleitt hefur þetta
gengið slysalaust, Stefán?
— Jú, gæfan og forsjónin hafa
fylgt mér furðanlega, og ég
kvarta ekki. Lífið er gott fyrir þá
sem gera sér það að góðu. En nú
er þessu að ljúka hjá mér og ég
er ósköp feginn, búinn að missa
konuna fyrir löngu og er bölvað-
ur ræfill, þótt ég sé ekki að
kvarta, ónei-nei, ég get víst verið
þakklátur fyrir mína heilsu. En
lofaðu mér annars að sjá, hvern-
ig þú lítur út, ég sé hendurnar
og andlitið i móðu, það er nú það.
Svo horfir hann aftur undan og
eitthvað út í herbergið og segir,
eins og hann sjái allt í einu grilla
í eitthvað í gegnum móðuna: Ég
hef átt mikið af góðuin hestum og
oft þurft að taka illa til þeirra,
t. d. hann Fitjung minn, fjörugan
og vegvísan, eða Topp og Grána.
Hann var laungraður, stökk allar
skarir og kom niður á alla fætur.
Þetta voru svosem engir gæðing-
ar, en viljugir. Ég nennti aldrei
að ríða lötum hesti.
Samtalinu við Stefán póst var
lokið, en þó spurði ég einnar
spurningar, um leið og ég gekk
út: Þótti það ekki virðingarstaða
að vera póstur?
— Virðing, svarar hann og hlær
hátt, ertu að tala um virðingu?
Ég hef aldrei gert neitt með
hana. En ef þú vilt tala um mann
gildið, getuiðu komið hvenær
sem er.. ..
M.
★
í gær var Stefán póstur níræður.
Undir því nafni var hann um
áratugi kunnur öllum Skaftfell-
ingurn, en einnig oft kenndur við
Kálfafell, þar sem hann bjó um
langa hríð. Snemma tók Stefán
að ferðast, þar sem hann varð
á unga aldri meðreiðarsveinn
Sigurðar læknis Ólafssonar, sem
einnig bjó á Kálfafelli í Fljóts-
hverfi. Allt var þar um kring
fullt af ilifærum vötnum, Djúpá
ófrýnileg jökulóhemja við tún-
fótinn og jafnvel uppi á túni
stundum, Hverfisfljót skammt
fyrir vestan, en Núpsvötn og
Skeiðará í austri, en sprænur eins
og Laxá við hinn túnfótinn, Brú-
ará og Brunná tekur ekki að nefna,
þótt stundum gætu þær einnig
orðið allt að því ófærar. Það lék
ekki heldur á tveim tungum, að
Stefán varð brátt einn ötulasti,
áræðnasti en um leið öruggasti
og gætnasti vatnamaður meðal
Skaftfeliinga, og er þá langt til
jafnað, því að allir urðu þeir að
fást við stórvötnin frá blautu
barnsbeini. Stefán var póstur á
leiðinni frá Prestsbakka austur í
Nes rúma tvo áratugi, og mun
raunar hafa haft ábyrgð á póst-
inum allmiklu lengur.
En í barnsminni er mér Stefán
póstur, í senn einn hinn virðu-
legasti, svipmesti og hetjulegasti
maður, sem ég hef kynnzt, og
jafnframt mildur og glaður, svo
að hressilegur hlátur hans hljóm-
ar fyrir eyrum mér til æviloka.
Og á heimili hans reyndi ég fyrr
og síðar hina alúðlegu og ein-
lægu gestrisni, sem löngum hef-
ur þótt einkenna Skaftfellinga.
Þar var jafnan vinum að mæta,
enda löng og gróin vinátta með
föður mínum og honum, vegna
mikilla samskipta þeirra og
góðra, þar sem faðir minn var
lengstum póstafgreiðslumaðurinn
en Stefán kirkjubóndinn.
Stefán Þorvaldsson var fædd-
ur að Einholti á Mýrum 6. des.
1867, og voru foreldrar hans
Guðbjörg Bjarnadóttir bónda á
Geirsstöðum Jónssonar og Þor-
valdur, er síðar varð yfirlög-
regluþjónn í Reykjavik, Björns-
son prests i Holti undir Eyja- ■
fjöllum, Þorvaldssonar prests og
sálmaskálds þar, Böðvarssonar
prests, Högnasonar prestaföður,
og er sú ætt mikil og alkunn.
Stefán ólst upp á ýmsum stöðum,
og reisti bú í Klausturseli ofan
Systravatns, þar sem hann bjó
í þrjú ár, en fluttist síðan í
Kálfafellskot, og loks í niður-
bæinn á Kálfafelli, þar sem hann
bjó síðan, unz hann lét af bú-
skap fyrir allmörgum árum.
Hann var kvæntur Guðnýju Jóns-
dóttur bónda í Svínafelli (Breiðu
torfu), Jónssonar, systur Jóns á
Núpsstað, Ólafs í Mörtungu og
þeirra systkina. Börn þeirra voru:
Guðlaug, dáin fyrir alllöngu,
Björn, er býr eftir föður sinn að
Kálfafelli, Björgvin bóndi á
Rauðabergi, Þorvaldur, er lengi
var á Siglufirði, en fluttist síð-
an suður, Steinunn, gift og bú-
andi á Skammadalshóli í Mýrdal,
og Kjartan, er var hér í bæ, en
andaðist fyrir fáum árum á
bezta aldri. Hjá honum og fjöl-
skyldu hans hefur Stefán lengst-
um dvalizt, síðan hann brá búi,
og átt friðsæla elli.
Að lokum vil ég þakka Stefáni
pósti gamla og góða viðkynningu
og vináttu hans við mig og mína,
og biðja Guð að blessa lionum
ævikvöldið.
Björn Magnússon.
NJa rðvíkar leikhús
lekur fil sfarfa
í KVÖLD verður frumsýndur í
samkomuhúsinu í Njarðvík nýr
brezkur gamanleikur, „Misheppn
aðir hveitibrauðsdagar“. Ung-
mennafélag Njarðvíkur og kven-
félagið Njarðvík hafa í samein-
ingu annazt allan undirbúning og
hafa í hyggju að setja í framtíð-
inni á svið fleiri leikrit — og
hefir leikstarfseminni verið gefið
nafnið Njarðvíkurleikhúsið. „Mis
heppnaðir hveitibrauðsdagm-"
hafa ekki verið sýndir fyrr hér
á landi. Þetta er tiltölulega nýtt
leikrit, var fyrst sýnt í London
árið 1953. Helgi Skúlason leikari
úr Reykjavík annast leikstjórn,
en á síðasta vetri starfrækti
hann leikskóla í Njarðvík um
hríð og undirbjó leikarana, sem
fram koma í þessu leikriti.
Að sýningum loknum í Njarð-
vík hefur Njarðvíkurleikhúsið í
hyggju að sýna leikinn víðar á
Suðurlandi.
Ákveðið er, að næsta leikrit,
sem Njarðvíkurleikhúsið setur á
svið, verði annar brezkur gaman-
leikur, „Lifandi lík“, eftir Frank
Londer og Sidney Gilliad — og
hefur Sverrir Haraldsson þýtt
hann. Framkvæmdastjóri Njarð-
víkurleikhússins er Sigmar Inga-
son.
Fiskimálaráð-
herrann á ferð
NÝJU DEHLI 5. des. — Norski
fiskimálaráðherrann Nils Lysöe
kom í dag til Nýju Dehli, þar sem
hann mun ræða við indversk
stjórnarvöld um möguleika á
áframhaldandi samvinnu milli
Norðmanna og Indverja um fisk-
öflun til handa Indverjum. Ráð-
herrann mun dveljast þar eystra
til sunnudags. —NTB
SIM JÓKEÐJUR
nýkomnar. Margar stærðir
B&LABIJÐ $1$, Riringoiratrt 119
Skipstjóra- og stýrimannafélagið
Umsóknir um styrk úr styrktarsjóði félagsins send-
ist til Ingólfs Þórðarsonar, Hrísateig 19,
fyrir 16. þ.m.
Félagsstjórnin.
Munið F Á K S - ltaffið í dag
í Silfurtunglinu kl. 2—6.
Kvennanefndin.
Bazar og kaffisala
Kvenskátafélags Reykjavíkur verður sunnudaginn 8.
des. í Skátaheimilinu. — Opnað kl. 2.
Ótal margt hentugt til jólagjafa.
7 jólasveinar syngja og spila og selja bör-nunum
lukkupoka á kr. 2,00.
Kaffi með heimabökuðum kökum verður selt í dag-
stofunni. —
Bazarvöruruar verða seldar í stóra salnum
Nóg af vörum — Nóg pláss
Skátabazarinn er snjallasti bazar ársins.
Merkjasöludagur
verður hjá F. B. S. sunnudaginn 8. desember n.k. —
Þeir, sem ætla að selja merkin, eru beðnir um að
koma á eftirtalda staði, þar sem merkin verða af-
hent:
Laugarásveg 73
Laugarnesveg 43
Mávahlíð 29
Njálsgötu 40
Verzlun Egils Jacobsen, Austurstræti
Holtsgötu 39.
FORELDBAR, leyfið börnunum að selja merki!
Flugbjörgunarsveitin
H eimilisskrifborð
með bókahillum úr mahogny og eik
I
mmiiu