Morgunblaðið - 07.12.1957, Page 10

Morgunblaðið - 07.12.1957, Page 10
10 MORCUNBL 4 ÐIÐ Laugardagur 7. des. 1957 JÍJttlptiMi&Mlí CTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðamtstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglysingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. HVER ER STEFNAN í VARNARMÁLUM? Alþýðublaðinu var auðsjá- anlega mikill léttir, er það taldi sig hafa heim- ildir fyrir því, að ekki væri mark takandi á samþykktum kommún- istaþingsins um varnarmálin. Mál gagn utanríkisráðherra segir svo sl. fimmtudag: „Þingið gerði ályktun um varn armál. Var hún höfð þannig, að „hinir óánægðu" yrðu góðir en ákveðið að fylgja henni ekki fast eftir. í ályktuninni „skorar þing- ið á ríkisstjórnina“ að láta her- inn hverfa úr landi. Einhvern- tímann hefðu kommúnistar „kraf ist“ en úr því að þeir eiga sjálfir fulltrúa í ríkisstjórn, sem fallist hefur á dvöl hersins, láta þeir sér nægja að „skora“. Alþýðublaðið þakkar þessa af- greiðslu varnarmálanna því, að Brynjólfur Bjarnason hafi orðið undir á fiokksþingi sósíalista- flokksins. Enda hafi Lúðvík Jós- efsson lýst yfir því á flokksstjórn arfundi kommúnista sl. ár, að hann tæki ekkert mark á „sam- þykktum þessarar samkundu", og sæti í ríkisstjórn eins lengi pg sér sýndist". ★ Sennilegast er, ‘að hérlendir kommúnistar viti ekki, hver af- staða þeirra verður nú um sinn í varnarmálunum. Hun mun ekki fara eftir samþykktum á flokksþingi þeirra, heidur Ipíö- beiningum, er berast austan frá Moskvu. Morgunblaðið benti einmitt á það í síðustu viku, að jafnvel Brynjólfur Bjarnason hefði nýlega skrifað svo, að frá- leitt væri að telja það brot á „póltísku siðferði", ef ekki væri fylgt eftir kröfunum um brottför hersins á íslandi. Enginn efast um sannfæringu Brynjólfs um nauðsyn þess, að Island sé óvarið. Tvístig hans á því áreiðanlega upptök hjá valdhöfunum í Kreml. Við mat róðamanna þar mun vegast á, hvort mikilvægara sé að hafa kommúnista í stjórn eins Atlantshafsríkis eða láta kommúnista fórna æru sirmi með ábyrgð á hersetu á íslandi. Senni- lega telja þeir ekki miklu fyrir að fara um æru kommúnista- deildarinnar hér. ★ Hið eina sem íslendingar vita með vissu um ákvörðun kommún ista í þessum efnum er, að þar verða ekki íslenzkir hagsmunir látnir ráða, heldur allt önnur sjónarmið. Þótt margt megi að Alþýðuflokknum finna, liggur hann ekki undir grunsemdum um, að hann lúti fyrirskipunum annars staðar að í þessum efnum. En því miður hefur honum ann- að á orðið. Hann hefur af löng- uninni til að fá að vera við völd leiðzt inn á villigötur, sem hann enn er ekki sloppinn af. Að visu segir Alþýðublaðið 4. des., að með ofbeldisárás Rússa á Ungverja- land hafi ölium orðið ljóst, að „friðarhorfurnar höfðu verið tál- vonir“. Þess vegna segir blaðið, að forsendurnar fyrir samþykkt- inni um brottför hersins 28. marz 1956, séu horfnar. Blaðið klykkir út með þessu: „Ekkert hefur gerzt, sem gefur rökstuddar vonir um bætta sam- búð stórveldanna eða öi'uggari frið. Ástandið er óvissara en nokkru sinni eftir tilkomu hinna langdrægu eldflauga. Því eru eng in skynsamleg rök fyrir neinum breytingum nú á þeirri afstöðu, sem ríkisstjórnin öll tók til endur skoðunar varnarsamningsins fyrir ári síðan“. ★ Með þessu virðist því þá endan- lega slegið föstu af málgagni ut- anríkismálaráðherra, að ályktun- in frá 28. marz, sé niður fallin. Áki Jakobsson hélt þessu og fram í fyrra ómótmælt af utanríkis- ráðherra en Þjóðviljinn fullyrti hið gagnstæða og Tíminn sló úr og í eins og hann gerir enn. En ef utanríkisráðherra heldur þessu nú fram, hver er þá hin nýja stefna hans? Alþýðublaðið segir raunar, að „síðan í fyrrahaust hafi heimur- inn hvað eftir annað verið á barmi styrjaldar“. En er það rétt? Og eru líkur til breytinga í fyrir sjáanlegri framtíð á núverandi ástandi? Því fæst utanríkisráðherra alls ekki til að svara. Það er því merkilegra, sem um þetta er fyrir hendi mikilvæg yfirlýsing, er Paul Henri Spaak, frarnkvæmda- stjóri Atlantshafsráðsins, gaf 14. sepember 1957 í ræðu, sem hann hélt í Briigge, og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu. Þá sagði 'Spaak m. a.: „Að þessu leyti, þá er það mitt einkasjónarmið og það er sjónar- mið, sem ég hefi öðlast síðan ég varð framkvæmdastjóri NATO, að ég held ekki, að á komandi árum (og með því meina ég svo langt fram sem maður getur séð stjórnmálaviðburði) muni ganga yfir okkur þriðja heimsstríðið. Ég hygg, að mér beri að skýra bjartsýni mína um þetta“. Síðan gerði hann rækilega grein fyrir á hverju hann byggi skoðun sína um að þriðja heims- styrjöidin muni ekki verða. Hann lýkur þeim skýringum svo: „Að því áskildu, að við höidum áfram að vera sterkir, er enginn efi á, að þriðja heimsstríðið verð- ur umflúið". ★ Ummæli Spaaks hafa þeim mun meiri þýðingu fyrir íslend- inga, sem vitað er, að hann hefur verið aðalmilligöngumaður ríkis- stjórnarinnar islenzku við önnur Atlantshafsríki um útvegun sam- skotaiánsins handa íslandi. Eng- inn efi er á því, að hann og væntanlegir þátttakendur í lán- inu hafa í huga, að það verði til þess að tryggja tengsl íslands við Atlantshafsbandalagið. Lánið er veitt í því skyni, að bandalagið verði ekki án þess styrkleika. sem leiðir af vörnum á íslandi. Ef fullur styrkleiki bandalagsins helzt, þá telur Spaak, að þriðju heimsstyrjöldinni verði afstýrt, svo langt sem menn nú sjái fram. Hvað sem menn segja um þess- ar skoðanir að öðru leyti, þá eru þær þess eðlis, að íslenzka þjóð- in á skilyrðislausan rétt til að kynnast þeim. Engum stendur nær en utanríkisráðherranum og og málgagni hans að sjá um þá kynningu. Þar hefur hann brugð izt og þvi miður er það aðeins eitt vitni þeirra óheilinda, sem nú ríkir í meðferð íslenzkra utan ríkismála UTAN UR HEIMI ÖR ÝMSUM ÁTTUM Gervi-gervimáni- ENDA þótt Bandaríkjamenn hafi ekki orðið fyrstir til þess að skjóta gervihnetti út- í geim- inn — urðu þeir fyrstir til þess að koma með gervi-gervihnetti á markaðinn — leikfangagervi- hnetti, því að ekki voru liðnar nema 24 stundir frá því að rúss- neski gervihnötturinn var kom- inn út í geiminn þar til fram- leiðsla leikfangagervihnatta var hafin. Bandarískir leikfanga- framleiðendur voru búnir a3 undirbúa sig undir það sem koma átti. Þessi leikföng urðu líka á svipstundu vinsælust allra í Bandaríkjunum — og foreldrar lteyptu ekki önnur leikföng fyr- ir börn sín. Þegar farið verður að gera jólainnkaup munu senni- lega margir velja þetta leikfang, sem drengurinn er með hér á myuamni. Gervimóninn, sem ekki iór ó loft Að neðan sjáið þið stærðar- hlutföllin milii fremsta hluta Vanguard-flugskeytisins og gervi hnattarins, sem þar er komið fyrir. ★ Hnmmnrskjöld reynir nð komn á sættum HAMMARSKJÖLD hefur að undanförnu verið á ferð í ísrael og Jórdaniu til viðræðna við stjórnir landanna um deilumálin og skærurnar á landamærum ríkjanna. Fullyrt er, að fundur Hammarskjölds hafi orðið mjög árangursríkur og miklar vonir eru bundnar við að för hans hafi orðið til þess að koma á friði milli ríkjanna — a. m. k. um stundarsakir. Nú er Hammar- skjöld í Sýrlandi — sömu erinda. Myndin var tekin af honum í Amman, er hann heilsaði Hussein J ór daníukonungi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.