Morgunblaðið - 12.12.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 12.12.1957, Síða 6
6 MORCinvlJTAÐlÐ Fimmtudagur 12 des. 1057 TILLÖGUR GEORGE F. KENNANS ("'l EORGE F. Kennan er 53 ára gamall Bandaríkja- ■P maður, sem fyrir löngu er heimsþekktur fyrir afskipti sín af Rússlands-málum. Hann hefur verið talinn' einn fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna um allt, sem viðvíkur Sovét-Rúss- landi og leppríkjum þess. Kenn- an gekk ungur í utanríkisþjón- ustu Bandaríkjanna og var lengi starfsmaður sendiráða í ýmsum Evrópulöndum og loks varð hann sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. Kennan hafði þá mjög mikil áhrif á stefnu Bandaríkja- manna gagnvart Rússlandi og hann ritaði um það leyti undir dulnefni grein í bandaríska tíma- ritið „Foreign Affairs“ um Rúss- landsmál og þá stefnu, sem Vest- urlönd ættu að taka í framtíð- inni gagnvart Rússum. Hefur þeirri stefnu, sem Kennan mark- aði þá, verið mjög" fylgt síðan. Þegar Kennan var sendiherra í Moskvu, var hann eitt sinn á ferðalagi og kom við í Vestur- Berlín. Lét hann þar þá orð falla um, að margt væri líkt með Þýzkalandi Hitlers og Rússlandi Stalins. Þessi ummæli notaði Stalin til þess að óska eftir >ví við Banda- íkjastjórn, að íún kallaði .Cennan burt :rá Moskvu og yar það gert. Síðan hefur Kennan ekki verið starfs- maður í utan- ríkisþjónust- unni en er nú Kennan háskólakennari við Princetonháskóla en undan- farið hefur hann verið gestur við háskólann í Oxford. Það var Félagslíf Körfuknattleiksdeild K.R. Stúlkur! — Æfing í Háskólan- um, fimmtudaginn 12. des., kl. 7. Þjálfari Benedikt Jakobsson. Mæt ið allar og stundvíslega. Nýir fé- lagar velkomnir. — Stjórnin. Císli Einarsson hcraðsclómslögma Jur. Málfiutningsskrifsloi a. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Kristján Guðlaugssor hæsts.réttariögmaður. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Austurstræti 1. — Sími 13400 Hur ðar naf nsp j öld Bréfalokur Skiltagerðin, Skólavörðust.íg 8. Trommur Vil kaupa trommusett. Tilb. sendist afgr. Mbl., merkt: „Trommusett — 1152“. Rafmagnsvinna Tek að mér allar tegundir rafmagnsvinnu. Fljót og góð afgreiðsla. Baldvin Steindórsson rafvirki. — Sími ^2184. Vil kaupa nýja eða nýlega skrifstofuritvél (ekki rafmar-ns), með ca. 14”—15” valsi. Helzt Rem- ington, eða aðra hliðstæða tegund. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Góð — 3542“. nú fyrir stuttu, þegar Kennan var í Englandi, að hann hélt tvö erindi í brezka útvarpið, sem vöktu alheimsathygli og mjög hafa verið rædd meðal stjórn- málamanna og í blöðum í Evrópu. ★ Kennan tók sameiningu Þýzka lands og kúgun leppríkjanna til meðferðar. Hann taldi að eina ráðið til að komast að samkomu- lagi við Rússa um sameiningu Þýzkalands og afléttingu kúgun- arinnar í leppríkjunum væri að gera samkomulag milli Vestur- veldanna annars vegar og Sovét- ríkjanna hins vegar, þar sem gengið væri út frá, að herir beggja hyrfu með öllu úr Mið- Evrópu. Hins vegar taldi Kenn- aif alls enga von til þess, að Russar mundu samþykkja að draga her sinn úr Mið-Evrópu, jafnvel þótt aðrir gerðu það lika ef Rússar fengju ekki jafnfremt fryggingu fyrir því, að hið sam- einaða Þýzkaland gengi exki í hernaðarbandalög Vesturveld- anna og gæti þannig, sem nýtt og öflugt ríki, orðið Rússum hættulegt. Kennan taldi, að það væri tómt mál að tala um, að Rússar drægi heri sína burtu, nema þeir fengju slíka trygg- ingu. Þess vegna stakk hann upp á, að Þjóðverjar skyldu sam- þykkja að vera óvopnaðir og taka ekki þátt í neinum stjórn- málabandalögum né hernaðar- bandalögum, hvort sem væri í austri eða vestri. Kennan sagði, að það væri fyrirsjáanlegt að ekki væri í það óendanlega hægt að halda Mið-Evrópu í þeirri úlfakreppu.'-sem hún væri. Það væri lítt hugsanlegt að hafa mikil setulið um langa framtíð í þessum löndum og yrði að finna þar aðra lausn. Ef það ástand héldist lengi sem nú væri, þá yrði ekki nema um tvennt að ræða. Annaðhvort mundi verða hver uppreisnin á fætur annarri í leppríkjunurrt* sem yrði svo barin niður af Rússum eða fólk í þessum ríkjum fyllt- is.t svartsýni og eymd og hreyfði sig hvergi. Væri þá úti um allar frelsishreyfingar í þeim löndum og þjóðirnar yrðu smátt og smátt óhæfar til að taka mál sín í eigin hendur. Bent er á í þessu sambandi að tillaga Kennans sé ekki ósvip- uð þeim hugmyndum, sem Ant- honv Eden, fyrrum forsætisráð- herra Englands bar fram á sin- I. O. G. T. St. Frón nr. 227 30 ára afmælisfundur stúkunn- ar hefst í kvöld kl. 8,30 í Bindindis höllinni. — 1. Kjörinn heiðursfélagi. 2. Minni stúkunnar: Guðmund ur Illugason. 3. Ávarp gesta. Að loknum fundi sjá systurnar um veitingar og frú Emelía Jónas dóttir og fiú Aurora Halldórsdótt ir skemmta. — Æ.t. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30. Inntaka. Aukalagabreyting. Hagnefndar- atriði. Framkvæmdanefnd mæti kl. 8. — Æ.t. Þingstúka Reykjavíkur Fundur annað kvöld, föstudag, að Fríkirkjuvegi 11. — Stigveit- ing. Önnur mál. Sýnd verður fög- ur, stórbrotin kvikmynd, sem tek- in hefur verið á vegum Sameinuðu þjóðanna. — Fjölsækið stundvís- lega. — Þ.t. Deilt um 12-mílua lai&dhelgi í Noregi um tíma, en þó eru tillögur Kennans öllu ákveðnari. ¥ Þessu til viðbótar hefur Kenn- an svo gert aðra uppástungu, en hún er sú, að löndin í Mið- Evrópu afsali sér öllum rétti til þess að hafa kjarnorkuvopn í löndum sínum, hverrar tegundar sem þau eru. Tillögur Kennans hafa valdið allmiklum deilum meðal stjórnmálamanna í Evr- ópu. Sumir telja að þær séu mjög merkilegar og athyglis- verðar en aðrir telja þær öld- ungis fánýtar. Hinir síðari byggja skoðun sína á þvi, að það hafi margsinnis komið fram að Rúss- ar vilji ekki, hvað sem í boði sé, sleppa þeim tökum, sem þeir nú hafi á Austur-Þýzkalandi og öðrum leppríkjum. Hugsun Rússa sé sú, að innlima þessi lands- svæði hægt og hægt í hið eigin- lega Rússaveldi. Þeir byggi á því sama og Kennan drap á, að með tímanum missi þessar þjóð- ir móðinn og láti bjóða sér allt, sem Rússum þóknist að bjóða þeim. Með tímanum sljóvgist frelsisvitund þeirra, eldri kyn- slóðin sem muni betri daga, falli í valinn og þá verði ekki eftir annað en ungviði, sem ekki hef- ur neinu öðru kynnzt en Rússum og veldi þeirra og þekkir ekki vestrænan hugsunarhátt. En hvað sem um þetta verður sagt, þá hafa tillögur Kennans orðið til þess að koma nýrri hreyfingu á þetta mál sem er eitt hið þýðing- armesta, sem Evrópuþjóðirnar hafa nú við að glíma. NOKKUÐ hefur verið um það rætt í Noregi að undanförnu að víkka fiskveiðilandhelgina upp í 12 mílur í stað þeirrar fjögurra mílna landhelgi, sem gildir þar. Samþykktu fiskimenn í Norður- Noregi fyrir skömmu ályktun þess efnis. En nokltru síðar mót- mælti félag þeirra útgerðarmanna sem senda skip til veiða á fjar- lægum stöð'um m. a. við ísland og Grænland. Kváðust þeir óttast að ef 12 mílna landhelgi yrði al- geng væri úti um atvinnurekst- ur þeirra. Fyrir skömmu ritaði norska blaðið Aftenposten forustugrein um þetta mál, sem sjálfsagt er að skýra frá i fréttum. Þar seg- ir m. a.: Fiskimenn í Norður-Noregi vilja að fiskveiðilandhelgin verði víkkuð í tólf sjómílur. Ósk þeirra er i sjálfu sér eðlileg. f mörg ár barðist Noregur fyrirþví að fjögra mílna landhelgin skyldi viður- kennd. Þegar það náði fram að ganga, litum við allir á það, sem þjóðlegan sigur og fiskimennirn- ir norðurfrá vita það sjálfir allra manna bezt, hvaða þýðingu það hafði fyrir þá að fá rýmra at- hafnasvæði, án samkeppni við útlenda fiskimenn. Það er einnig það sem þeir stefna nú að með kröfunni um að ganga enn lengra og taka sér 12 mílna landhelgi. Allir hinir stóru útlendu togarar sem veiða fyrir utan markalinuna"eru hættu legir keppinautar og þeir eru stöðugur ásteytingarsteinn fyrir bátasjómenn okkar. Síðar segir í forustugreininni: En krafa fiskimannanna í Norður-Noregi hefur kallað fram mótmæli frá þeim útgerðarmönn- um, sem gera út á fjarlæg mið. Þeir eru hræddir við 12 mílna landhelgi. Þeir segja, að ef við tökum upp tólf mílna landhelgi, þá muni önnur ríki einnig taka hana upp og þá er e.t.v. úti um norskar úthafsveiðar. Það gæti þýtt að við yrðum að hætta síld- veiðum við ísland og selveiðúm og þorskveiðum við Grænland og Nýfundnaland. Með öðrum orðum, þá er mik- illa hagsmuna að gæta á báða vegu. Og norska landhelgisnefnd- in, sem nú hefur tekið málið til meðferðar fær þar viðkvæmt og erfitt hlutverk. í gömlu baráttunni fyrir fjög- urra mílna landhelgi sameinuð- umst við allir í þjóðlegu baráttu- máli. Það getur ekki orðið við- víkjandi tólf-mílna landhelgi. Þar standa flokkar manna hver and- spænis öðrum og enginn getur í dag sagt, hvaða lausn henti bezt norskum hagsmunum. stirifar up daglega lifinu BRÁÐUM koma blessuð jólin. Framhaldið á þessari ljóðlínu er víst á þá leið, að börnin fari að hlakka til. En það eru áreiðan- lega fleiri en börnin, sem hlakka til jólanna. Fullorðna fólkið hlakkar til þeirra lika, og engu síður, þó að í mörgu sé að snúast, ekki sízt hjá húsmæðrunum. Segja má með nokkrum sanni, að jólin breyti ásjónu hversdagsins, geri lífið fegurra og mennina betri. — Tveir kollegar mínir voru að ræða um jólin fyrir skemmstu. Annar þeirra sagði: Skyldi veturinn okkar íslenzki nokkurn tíma taka enda, ef jólin væru ekki haldin hátíðleg í mesta skammdeginu? Ég efast um það, svaraði hinn, og bætti síðan við: Það var nú meiri guðsblessunin, að forsjónin skyldi einmitt velja desembermánuð! Það er nú það. Starf og gleðí HÚSMÆÐURNAR hafa mikið að gera um þessar mundir, satt er það. En hitt er jafnvíst, að gleðin hefur gengið í lið með þeim — gleðin yfir því að sjá litla dóttur eða lítinn son horfa hugfanginn á stóra brúðu eða brunabíl í glæsilegum búðar- glugga. Og svo eru það allar jóla- sögurnar, sem mamma segir börn um sínum á kVöldin og ánægjan, sem því fylgir. Eða hvað jafnast á við bros barnsins eða eftirvænt inguna, þegar það lítur út í myrkr ið og athugar gaumgæfilega, hvort Gluggagæir liggur á hleri, Kannski dálítið smeykt, kannski bara dálítið forvitið. Jólasveinar — nierkilegt hlutverk. ÞAÐ var gaman að skreppa nið- ur í bæ á sunnudaginn. For- eldrar á ferli með börnum sínum, allir í sparifötunum, allir leit- andi að einhverju. Við og við brá fyrir rauðklæddum jólasvein um, sem vinkuðu til barnanna og drógu athygli foreldranna að „sinni“ verzlun. Sums staðar skemmtu þeir með söng og írá- sögnum og í Vesturveri komu Baldur og Konni einnig við sögu, svona til bragðbætis. Það var lika nóg af jó.lasveinum í Skátaheim- ilinu á sunnudaginn. Krökkunum þótti heldur en ekki matur í þvi að heilsa upp á þá. Sumir sögðust hafa talað við Gáttaþef, aðrir við Kertasníki. En svo datt einhverj- um í hug, að þetta væru bara „platjólasveinar“, því að þeir hefðu ekki verið með „alvöru- skegg“. Og þá vandaðist málið. En hvort sem þetta eru gervi- jólasveinar eða ekki, gegna þeir allmerkilegu hlutverki í íslenzku þjóðlífi og hafa gert um langa tíð. Og nú eru islenzku jólasvein- arnir að verða ein helzta land- kynning okkar, svo að'hlutverk þeirra er að verða býsna merki- legt, eða er ekki svo? Fyira sundmót iromhalds- skðtonna í Reykjavík og nágrenni fer fram í Sundhöll Reykja- víkur í dag fimmtud. 12. des. og hefst kl. 8,30. Keppt er í boðsundum og er synt bringusund. — Piltar synda 20x331/3 m og keppa um keramiksel, sem Stýrimannaskólinn er handhafi að. Búizt er við að 10 sveitir mæti til keppni. Stúlkur synda 10x331/3 m. Keppa þær um bikar, sem framkvæmdastjórn íþróttasambands íslands hefur gefið. Sveitir frá 7 skólum mæta. Meðal skóla eru gagnfræðaskólar Keflavíkur og Flensborgar í Hafnarfirði. Búast má við því, að að þessu sundmóti loknu verði hinu fyrra sundmóti skólanna hagað svo fram vegis að skólar á unglingastigi keppa sér og svo framhaldsskólar og sérskólar .sér. NEFNDIN. Framtíðin ÞAÐ var heldur kalt í veðri á sunnudaginn, en samt voru allar götur troðfullar af fólki. Það sem hefur vakið einna mesta undrun mína upp á síðkastið er stóri barnahópurinn fyrii fram- an Morgunblaðshúsið, þegar jóia- sveinninn skemmti börnunum í Vesturveri. Ég hélt satt að segja, að það væru ekki svona mörg börn í Reykjavík! Við horfðum nokkrir blaðamenn á andlitin, og það var ævintýri út af fyrir sig. Svipbrigðin voru margvísleg. Gleði undrun og alvara skiptust á. Þetta var æska Reykjavikur. í þessi litlu andlit hafði fram- tíðin skráð sínar rúnir og einn góðan veðurdag leiðir tíminn í ljós, hvernig á að lesa þær. Við trúum því öll, að í þeim séu glæsileg fyrirheit um stórhug og manndóm. Já, og fagurt og ánægjuríkt líf í góðu, en harð- býlu landi. Líf, sem alltaf verður í nánum tengslum við fögnuð og fegurð jólanna og þann boðskap, sem þau hafa að flytja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.