Morgunblaðið - 19.01.1958, Qupperneq 2
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnud. 19. Janúar 1958
Sorpeyðingarstöðin
Sorpeyðinga rsiöðin tekur til starfa
eftir nokkrar vikur
Öskuhaugarnir falla ur sogunni
Mikið þrifnaðarmál fyrir alla bæjarbua
Byggingaframkvæmd-
ir yið sorpeyðingarstöð
Reykjavíkurbæjar hóf-
ust sl. vor og hefur verk-
inu miðað það vel, að
stöðin mun taka til starfa
eftir nokkrar vikur.
Eins og kunnugt er, var samið j
við Vélsmiðjuna Héðin um
smíði og uppsetningu véla. Vél-
arnar eru smíðaðar að mestu
leyti hér, skv. teikningu vél-
smiðjunnar Dano, Danmörku, og
smíðar hún einnig einstaka hluti
í vélasamstæðuna. Smíði véla
er nú lokið, og uppsetning þeirra
er nú mjög langt á veg komin.
Sorpeyðingaraðferð sú, er hér
verður notuð, er tiltölulega ný,
en hefur fengið nokkra reynslu
og ryður sér nú mjög til rúms og
eru margar verksmiðjur af þess-
ari gerð í notkun og í smíðum
víða um heim.
Úr bílunum er sorpinu steypt
í gryfjur og flyzt þaðan á færi-
böndum í tvo rúmlega 20 m langa
sívalninga, sem stöðugt snúast
um öxul sinn. Á þessari leið
tínir rafsegull málmhluti úr
sorpinu. Berst sorpið síðan í
gegnum sívalningana á 3—5 dög-
um og er blásið í það lofti og
rakastig þess hækkað til þess að
örva rotnunarstarfsemi í sorpinu.
Vegna gerjunarinnar myndast
talsverður hiti í sorpinu, 60—
70° C, og drepast við þessar að-
stæður sýklar og víur, en sorpið
brotnar niður í gróft moldar-
kennt efni. Úr sívalningnum berst
efni þetta á færiböndum í hristi-
síur, sem aðskilja efni, sem ekki
geta rotnað, frá lifrænu efni í
sorpinu, sem nú er orðið hinn
ákjósanlegasti áburður.
Áburðarefni þetta kemur heitt
út úr vélasamstæðunni og helzt
hitinn í því vikum saman. Er
það því tilvalið í vermireiti og
þar sem menn vilja flýta gróðri.
Efni þetta jafngildir fyllilega
húsdýraáburði hvað áburðargildi
snertir, enda mjög eftirsótt til
hvers konar ræktunar.
Efnið er lyktarlaust og mjög
áþekkt mold að sjá, og hrein-
legt í meðförum.
Þess má geta að áburðarefni
Finnskt skip strand-
ar á Garáskagaflös
mm
Eggert
Guðlaugur
Þorgrímur
Birgir
Einar
Æsbnlýðshmdui
F. U. S. Stefnis
STEFNIR, féíag ungra Sjálfstæð
ismanna í Hafnarfirði heldur út-
breiffslufund í Sjálfstæffishúsinu
i dag kl. 4 síðdegis.
Ræður og ávörp flytja:
Eggert ísaksson, Guðlaugur
B. Þórðarson, Þorgrímur Hall-
dórsson, Birgir Björnsson, Einar
Sigurðsson, Amgrímur Guðjóns-
son, Árni Grétar Finusson, Jó-
Magnús
Finnbogi
það, sem úr sorpinu er unnið,
er einnig notað sem gróðurmold,
t. d. í húsagarða, og sem upp-
fyllingarefni. 1
Vélarnar geta unnið úr 50—60
smálestum af sorpi á dag.
Nú þegar Sorpeyðingarstöðin
tekur til starfa verða öskuhaug-
arnir á Grandagarði lagðir nið-
ur, og er þar með fallið burt
það gamla fyrirkomulag að aka
sorpi á afvikna staði, eins og
gert hefur verið og er að því
hinn mesti þrifnaðarauki að
slikt skuli þá vera með öllu úr
sögunni.
Nils Jaenson láfnn
NILS Jaenson, sem um langt
skeið var aðalræðismaður Svía
hér á landi, lézt í Stokkhólmi
s.l. föstudag. — Hann var maður
vinsæll og átti fjölda vina hér.
KLUKKAN rúmlega 6 síðd.
í gær strandaði finnskt skip
á Garðskagaflös. Áhöfnin, sem
mun vera um 20 menn, var
enn í skipinu í gærkvöldi, en
ekki var unnt að gera sér ljósa
grein fyrir björgunarlíkum. —
Björgunarsveit Gerðahrepps
var á landi við strandstaðinn,
vonir voru litlar um björgun
úr landi vegna f jarlægðar út
í skipið.
Varðskipið María Júlía var
á strandstaðnum, en hafði
ekki getaff komizt að finnska
skipinu. Fenginn hafði veriff
minni bátur, Mummi frá Sand
gerði, til að reyna að komast
nær því, og Jökulfell og varð-
skipið Albert voru á leið á
staðinn.
Hið strandaða skip heitir
„Valborg“ og er frá Pori
(Björneborg). Það er gamalt
og ganglítið, um 2000 tonn að
stærð. Hingað til lands kom
það um miðjan desember með
timbur frá Finnlandi, og hefur
losað það víða um land. Það
fór frá Vestmannaeyjum i
fyrrakvöld og var tómt, en átti
að taka saltsíld í Keflavík og
flytja hana til Rússlands.
Fréttaritari Morgunblaðsins
í Keflavík, Ingvar Guðmunds
son, átti í gærkvöldi tal við
vitavörðinn á Garðskaga.
Sagði hann, að Ijós væru
slokknuð í skipinu. Norðan-
bára var, en ekki hafbrim.
Hið strandaða skip hafðl
samband við land og nálæg
skip, er Mbl. frétti siðast.
Á Garðskagaflös urðu síðast
skipsskaðar árið 1950. Strönd-
uðu þar þá 2 erlend skip og
eyðilögðust, en manntjón varð
ekkert.
Spáð er norðan kuBda
Vetrarríki á Akureyri í gær
N Ú E R norðanáttin orðin
ríkjandi hér á landi og eru eng-
ar horfur á#að hún gangi niður
næstu dægur að því er veður-
stofan skýrði Mbl. frá í gær-
kvöldi. Eru horfur á 6—12 stiga
frosti í byggð.
OEK? Norðanáttin mun því mið-
ur ekki verða hæg, heldur má
búast við að hún verði allhvöss.
í gær var kaldast hér á láglendi
á Hæli í hreppum 13 stiga frost,
á Þingvöllum og Eyrarbakka var
12 stiga frost. — A Grímsstöðum
Lítill drengur ætlaði
að hanga aftan í bíl
— og beið bana
hanna Helgadóttir, Magnús Þórð
arson og Finnbogi F. ArndaL
Það er ekki að efa að ungt
fólk í Hafnarfirð fjölmennir á
fundinn til þess að kynna sér bar
áttumál hafnfirzkrar æsku.
HÖRMULEGT slys varð hér í
Reykjavík á föstudagskvöldið.
Drengur, tæpra sjö ára, varð
undir bíl og lézt nokkrum klukku
stundum síðar. Gerðist þetta í
Laugarnesbúðum. Drengurinn
hét Sigurjón Franklinsson, Laug-
arnesbúðum 38>B.
Rannsókn á slysi þessu hefur
leitt í ljós, að orsökin var sú, að
litli drengurinn hefur ætlað að
hanga aftan í bílnum.
Þetta gerðist um klukkan 9.
Bíllinn, sem um ræðir var kola-
flutningabíll og voru kolin í pok-
um á vörupalli. Var bíllinn að
losa kol við skála nr. 15 í Laug-
arnesbúðum. Þegar koaflutninga
mennirnir höfðu losað kolin og
stigu upp í bílinn, báðu þeir nær-
stödd börn um að fara frá biln-
um. — Bílstjórinn þurfti að aka
spölkorn afturábak. Maðurinn,
sem með bílstjóranum var, stóð á
aurbrettinu vinstra meginn til
þess að fylgjast með ferðum
barnanna á meðan.
Neyðaróp barnanna
Vissu þeir ekki fyrri til en
börnin, sem nærstödd voru ráku
upp neyðaróp. Eitt barnanna
hafði orðið undir bílnum, Sigur-
jón Franklinsson, tæplega sjö
ára. Var hann með lífsmarki, er
hann var tekinn undan bílnum
og lagður í sjúkrakörfu og flutt-
ur í sjúkrahús. En meiðslin voru
það mikil að litli drengurinn lézt
um klukkan 1 í fyrrinótt.
Rannsókn málsins
Rannsóknarlögreglan hefur nú
lokið lögreglurannsókn slyss
þessa. Hefur það komið berlega
fram, að orsökin til þessa svip-
lega slyss er sú, að litli dreng-
urinn hefur farið inn undir bíl-
inn og tekið þar um bita undir
vörupallinum. Hefur drengurinn
sennilega haldið að bíllinn myndi
aka áfram. En er bíllinn rann af
stað afturábak, hefur drengurinn
misst takið, orðið fótaskortur og
fallið fyrir afturhjól bílsins, sem
fór yfir hann.
Háskalegur leikur
Sem kunnugt er, er sá háska-
legi leikur tíðum leikinn af börn-
um og unglingum, að láta bíla
draga sig, þegar snjór er á göt-
unum. Mun þetta vera í annað
skipti, sem barn hlýtur bana
vegna þessa hér í Reykjavík, en
mörg hafa slasazt meira og
minna.
Foreldrar Sigurjóns litla,
Franklin Steindórsson og kona
hans, Kristín Hannesdóttir, eiga
tvo drengi aðra, sem báðir eru
nokkru eldri. Mun annar þeirra
a. m. k. hafa verið við bílinn,
er slysið varð.
948 kusu í Dagsbrún
ígær
STJÓRNARKOSNING i verka
mannafélaginu Dagsbrún
hófst í gær. Kusu þá 948
menn, en á kjörskrá eru 2500
—2600 nöfn. í dag verður kos-
ið frá kl. 10 f. h. tU kl. 11 e.h.
á Fjöllum og í Möðrudal var 14
stiga frost.
003 Víða á Norðurlandi var
mikil snjókoma í gær. Var t. d.
ósvikin Norðurlands-stórhríð í
Skagafirði, þar sem skyggni var
aðeins nokkrir metrar. Hvasst
var og töluvert frost.
OEK3 Á Akureyri má heita að
hríð hafi verið allan daginn og
hefur þar sett niður mikinn snjó.
Var skyggni þar milli 100 og 200
m. Það var 8 stiga frost, hvasst
og hið mesta vetrarríki í höfuð-
stað Norðlendinga.
OHO Um sunnanvert landið var
hreinviðri, allhvasst með nokkru
frosti. Hér í Reykjavík var 8
stiga frost í gærdag.
Þýzkir vélfræð-
ignar athuga vél
Gerpis
SEYÐISFIRÐI, 18. jan. — Þá er
búið að leggja togaranum Gerpi
frá Neskaupstað hér við bryggju.
Varðskipinu gekk greiðlega með
hann hingað til hafnar.
Hér mun togarinn liggja í
nokkra daga eða þar til strand-
ferðaskipið Hekla kemur hingað,
en með því koma þýzkir vélfræð-
ingar frá hinni þýzku verk-
smiðju, sem vélina smiðaði. Eru
þeir nýkomnir að utan til Rvíkur.
Mun vél togarans enn vera í
ábyrgð verksmiðjunnar að miklu
eða öllu leyti.
Vonazt er til að vélfræðingun-
um takist að komast fyrir orsök
bilunarinnar í vélinni. Geti þeir
það ekki, virðist ekki annað fyr-
ir höndum en að draga togarann
utan aftur, en vonandi kemur
ekki til slíks.
•— Benedikt.
Poseidon til Patreks
PATREKSFIRÐI, 18. jan. — Hið
nýja þýzka sjúkraskip, Poseidon,
kom fyrir nokkrum dögum hing-
að til Patreksfjarðar og tók tvo
þýzka sjómenn sem legið hafa
hér á sj úkrahúsinu. Flytur skipið
þá til Þýzkalands.
Skip þetta er mjög glæsilegt.
Mun það verða staðsett að stað-
aldri hér við ísland. — Karl.
NORSKUKENNSLA FYRIR
ALMENNING
í háskólanum hefst á ný n. k.
þriðjudagskvöld kl. 8.15. (Byrj-
endaflokkur) og n. k. fimmtu-
dagskvöld (framhaldsflokkur) kL
8.15 í VI. kennslustofu.