Morgunblaðið - 19.01.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.01.1958, Qupperneq 3
Sunnud. 19. janúar 1958 MORCVIS BL AÐ1Ð 3 Ú r verinu -- Eftir Einar Sigurðsson - Xogararnir TÍÐIN hefur verið með afbrigð- um slæm síðarihluta vikunnar, ofsaveður á vestan og norðvest- an. íss hefur eitthvað orðið vart á miðunum fyrir vestan, en ekki fullkannað enn, hve mikil brögð eru að honum, því að skipin hafa ekki komizt út síðan. Afli þessa viku hefur verið tregur, t. d. kom Marz inn í gær með sem svarar 10 tonna meðal- afla á dag. Einhver skip hafa reynt við Jökulinn og þá einkum á heim- leið að vestan. Oft hefur verið kominn þar góður afli um þetta leyti, einkum ýsa, en nú er af. sem áður var, þar er nú engan afla að fá. Sölur erlendis sl. viku: Bjarni riddari 165 t. DM 119400 Egill Sk.gr. Surprise Þorkell máni 184 171 195 15075 12423 14714 Fisklandanir sl. viku: Geir 180 t. 14 dagar Keykjavík Hóið var aðeins tvo fyrstu daga vikunnar og notaðist illa vegna veðurs. Síðan hefur verið stöðug suðvestan- og vestanátt og oftast ofsaveður. Eftirtekjan hef- ur verið eftir veðrinu. Aflahæstu bátarnir í net frá áramótum og fram að miðjum mánuði (sl. og ósl.): Rifsnes 46 tonn Helga 44 — Barði 33 — Aðalbjörg 33 — Aflahæstu línubátarnir: Freyja Hafþór 20 tonn 20 tonn Sigrún reri annan róðurinn í vikunni út í Jökuldjúp og fékk 8 lestir, síðari róðurinn var hún á heimamiðum og fékk 3 lestir. Á grunnmiðum er hið mesta fiskleysi eins og sést bezt á því, að bátar eru að fá þar 2—3 lest- ir af smáfiski og ýsu á 36 stampa. Bátum fjölgar nú óðum, sem eru að verða tilbúnir, og róa sennilega 12—14 bátar næst, þeg- ar á sjó gefur. V estmannaey jar Róið var tvo fyrstu daga vik- unnar, og var afli frá 3—8 lestir (ósl.). Síðan hefur verið óslitið aftakáveður og allir því fegnast- ir að hafa báta sína í höfn. Engar skemmdir hafa orðið á bátum í þessu veðri og er það mikil breyting frá því, sem áður var, er vaka varð yfir hverjum bát í sliku veðri og dugði ekki til. Alltaf urðu meiri og minni skemmdir á bátum og einstaka slitnaði upp og rak á land. Mun höfnin nú vera orðin einhver bezta höfn á landinu. Aflahæstu bátarnir frá áramót um og fram að miðjum mánuði:. Gullborg Snæfugl SÚ Víðir SÚ Stígandi 40 tonn (ósl.) 30 — —■ 26 — — 24 — — Keflavík Á mánudaginn var suðvestan stormur, svo að ekki var róið. A þriðjudag og miðvikudag var hins vegar almennt róið, en upp úr hádegi á miðvikudaginn gerði mikið veður af suðvestri, en í þeirri átt er vont sjólag. Það hjálpaði þó nokkuð, að smá- streymt var, og fór allt vel, allir náðu heilu og höldnu að landi, og varð lítið veiðarfæratjón. — Þetta var það mikið veður, að allir Sandgerðisbátar nema einn, leituðu vars í höfninni og enn- fremur 4—5 Reykjavíkurbátar. Nokkrir bátar reru með ýsulóð í Leiruna tvo síðustu daga vik- unnar. Hæstu línubátarnir fram að miðjum mánuði: Guðm. Þórðars. 67 t (ósl) 9 sj.f. Bára 61,5 t (ósl) 10 sj.f Bjarmi 48-t(sl) 8 sj.f. Hæstu bátar, sem róa með ýsu- net: Stærsta róðurinn á vertíðinni, það sem af er, fékk Víðir SÚ, 14 tonn (ósl.). Smásíldarveiðin er rányrkja Smásíldarveiðin í Eyjafirði er nú komin upp í 22.000 mál. Af þessari síld fara um 22 í kg., þeg- ar bezt lætur, og svo smá er síldin nú orðin, að miklu fleiri síldar fara í kg. Af venjulegri síld fara 5—6 í kg. Það er næstum hörmulegt til þess að vita að drepa þannig ung viði, þar sem það er að vaxa upp hér við strendur landsins, og merkilegt, að það opinbera skuli ekki hafa gripið í taumana. Hvi lóta ekki fiskifræðingarnir til sín heyra um þetta mál? Kárl Guliborg 24 t. (ósl.) 9 sj.f. 23 t. (ósl.) 9 sj.f. Heildaraflinn frá áramótum og fram að miðjum mánuði er hjá línubátum 834 tonn (sl.) í 171 sjó- ferð og hjá netjabátum 116 tonn (ósl.) í 49 sjóferðum. 27 bátar eru byrjaðir með línu og 3 ekki byrjaðir. 8 netjabátar eru byrjaðir og 5 ekki byrjaðir. Akranes Aðeins var róið tvo róðra í vik- unni, á mánudag og þriðjudag Síðan hefur verið landlega, vest- an og norðvestan rok, eitthvert versta veður, sem lengi hefur komið. Afli var 3—8 lestir. 7 b'át- ar eru byrjaðir róðra. Þennan fyrsta hálfa mánuð érsins var aflinn 86% lest í 24 sjóferðum. Aflahæstir • voru: Sigrún Sigurvon 24 t. 4 sjóf. 12 t. 4 sjóf. Eiga togararnir framtíð fyrir sér? Eins og kunnugt er, eru í smíð- um í Þýzkalandi 12 stálskip við 250 lestir að stærð, og verða 10 þeirra búin togútbúnaði. Þá hef ur ríkisstjórnin á prjónunum kaup á 15 nýjum togurum, sjálf- sagt af nýjustu og fullkomnustu gerð og vafalaust ekki minni en togarinn, sem Reykjavíkurbær er nú að láta smíða í staðinn fyr- ir Jón Baldvinssón, og á að verða 900 lesta skip. Nýsköpunartogar- arnir eru við 650 lestir, gömlu togararnir innan við 400 lestir. íslendingar geta vissulega þakkað togaraútgerðinni mikið bætta lífsafkomu í landinu. Ef menn hefðu eingöngu haldið sig að vélbátum, væri efnahagsaf- koman ekkert í líkingu við það, sem hún er nú. Og nú þegar fisk- ur þverr á heimamiðum, er hlut- verk togaranna enn mikilvægara í fiskveiðum landsmanna. Fiskur er enn mikill við Grænland, og má segja, að hægt hafi verið að moka honum þar upp, a. m. k. stundum Fiskur er einnig mikill í Barentshafinu norður af Nor- egi og við Bjarnárey, þótt ís- lenzku togararnir hafi ekki farið þangað neinar frægðarfarir nú síðustu árin. Aðrar þjóðir fiska þar ógrynni. Ýmis bæjarfélög og einstakl- ingar hafa keypt togara í trausti þess, að þeir gætu jafnað atvinn- una, og það er alveg rétt. Engin tæki eru eins örugg til þess og togararnir, alveg að ólöstuðu hlut verki bátanna, en hjá þeim ei aflinn miklu árstíðabundnari. tæki eru eins örugg til þess og vita, að þannig skuli vera búið að togurunum, að þeir séu mestu „þurfalingar“ þjóðarinnar og á góðum vegi með að sliga eitt bæj- arfélagið á fætur öðru. Það er óefnilegt að vera að kaupa 15 ný skip, ef þau eiga að fara í sama fenið og þau, sem fyrir eru. Togaraútgerðin á vitaskuld að búa við sömu kjör og bátarnir. Þá kemur í ljós, hvorir hafa yfir burðina. Það er að vísu þannig með afkomu bátanna eins og er, að mikill hluti þeirra hefur ekki fyrir útgjöldum, svo að afkoma þeirra er ekki á marga fiska frek ar en togaranna, en liklega er hún þó skárri. En vona verður, að ekki verði til lengdar búið þannig að sjávarútveginum, að hann fái ekki borið sig í meðai- ári. Fólkið í bæjunum verður að snúast gegn því, að velt sé yfir á það stórtöpum togaraútgerðarinn ar og krefjast þess, að rekstrar- grundvöllur togaranna verði endurskoðaður. Færi svo, að menn misstu trúna á togaraútgerð, vegna þess hve mikið tap hennar væri o_ íslendingar hættu að endurnýja togaraflota sinn, myndi verða kyrrstaða í sjávarútvegi lands manna og þar myndast kreppu- ástand og skerðing lífskjara fylgja í kjölfarið. Vonandi ganga menn ekki blindandi til verks þessu einhverju mikilvægasta máli þjóðarinnar, heldur fylgja þróuninni eftir með nýjum og stöðugt fullkomnari togurum sem gerðir eru út hallalaust, svo að togaraútgerðin geti endur nýjað sig sjálf, en þurfi ekki alltaf að lifa á bónbjörgum og vera upp á skattþegnana komin. Fiskibátar xír plasti Danskt fyrirtæki áformar að Þyggja fiskibáta úr plasti. Stærð- in verður til að byrja með 15 rúmlestir, og e'iga þeir að hafa 12—14 mílna hraða. Meðalhraði báta í Danmörku af slíkri stærð sem svarar kr. 175.000,00 ísl., eða er aðeins 8 mílur. Söluverð bátanna er áætlað sem svarar kr. 175.000,00 ísl., eða tæpar 12 þúsund kronur lestin og er ódýrt borið saman við báta úr venjulegu efni. Séra Þorhergur Kristjánsson Bolungarvík: Og lífil var Ijós mannanna FYRIR NOKKRU íhuguð- um vér hér stuttlega orð Jó- hannesar um Krist, — orðið, sem varð hold: „í því var líf“, segir Jóhannes og heldur síðan áfram ,og lífið var ljós mannanna". Já, lífið og ljósið, þetta tvennt heyrir saman, það þekkjum vér. En eins og log lampakveiksins sækir ljósorku sína í oliuna, sem honum er, — eins- og ljómi Norðmenn missa spou úr askinum sínum, ef íslendingar færa út land- helgi sína. Birgir Rasmussen, fiskifræðingur í Noregi, heldur því fram, að síldveiði Norð- manna muni minnka um 50%, ef svo verði, en nota bene, ef síldin verði á hinum fornu slóðum, ann ars hafi útfærslan ekki mikið að segja. Afli Norðmanna á línu við ís- land myndi minnka um 10%. Við Grænland myndi úrfærsla landhelginnar í 12 mílur hafa lítið að segja, eða 10%. Við Skotland myndi veiði Norð manna ganga saman um 50%. Bylting í fiskimjöls- framleiðslu? Danskur vei-kfræðingur, H. M Ehlert, hefur fundið upp aðferð til að blanda sýrum í síld, fisk og fiskúrgang til að auka geymsluþolið. Síðan má vinna lýsið úr síldinni við mjög lógt hitastig, 50°C„ í þar til gerðum skilvindum og fá mjöl, sem er mjög eggjahvíturíkt. Vinnið nð sigri Sjóli- stæðisilokksins ALLT Sjálfstæðisfólk í Reykjavík er lxvatt til að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn bæði á kjördegi og fyrir kjördag. Skrásetning á sjálfboðaliðum fer fram í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu dagiega kl. 9—12 og 13—19. Fólk er áminnt að láta skrá sig til starfa sem fyrst. Sjálfstæðisflokkurinn. rafmagnslampans byggist á orku aflstöðvarinnar, sem hann er tengdur, þannig verðum einnig vér að eiga rætur vorar í þeirri lífsuppsprettu, sem var og er ljós mannanna, eigi oss að auðn- ast í einhverjum mæli að bera birtu og yl til meðbræðra vorra og systra. En það er öruggt mál, að svo fremi sem lífsins ljós nær að tendrast hið innra með oss, jafnvel þótt það sé aðeins lítil týra til að byrja með, þá getur log þess orðið svo glatt, að það verði virkilega ljós til þess að lýsa þeim, er sitja í myrkri og skugga dauðans, eða a. m. k.-til uppörvunar þeim, er þykir dökkt í álinn. Kristur sjálfur er auðvitað æðsta og ótvíræðasta dæmið um þetta: „Ég er ljós heimsins“, sagði hann og hann áréttaði þessa staðreynd enn frekar í orð- um sínum til vina sinna: „Hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífs- ins“. Og allar aldir síðan hefir skin þessa ljóss verið skærara en allra annarra, þrátt fyrir ótald- ar tilraunir til þess að byrgja það og slökkva. — Ekkert hefir t. d. sambærilegan mátt til þess að framkalla bros i gegnum tár. Já, þetta ljós hefir upplýst bæði Gyðinga og Grikki, og það hefir einnig varpað ljóma sin- fyrir augum og fannst dapurt í um á vora vegu, er oss var dimmt heimi, — orðið oss vegvísir, er leiðin gjörðist ógreið og villu- gjörn og vér í vafa um það, til hverrar áttar skyldi stefna. En sé Kristur ljós heimsins, þá megum vér ekki gleyma því, að í Fjallræðunni undirstrikar hann það alveg ótvírætt, að einnig allir vér, er berum hans nafn, erum eða eigum að vera ljós í umhverfi voru: „Þér eruð ljós heimsins", segir hann, „borg, sem stendur uppi á fjalli fær ekki dulizt. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósastikuna, og því lýsir það öllum, sem eru í húsinu, þannig lýsi ljós yðar mönnunum — — —Hér er skýrt og skilmerkilega að orði kveðið og ekkert um að villast. Af leiftrandi andagift og inn- sýn í heimana báða, hefur Krist- ur hér skilgreint það, hvert er ætlunarverk vort, er viljum heyra honum til og eyða árunum, er oss gefast í hans nafni, á hans vegum. Þetta er vissulega mikið hlutverk, hláeitt og heilagt. Merk ið er hér sett hátt, en oss er um leið boðinn aðgangur að mætti, sem meiri er en okkar sjálfra, — elsku, sem innilegri er og dýpri en allar mannlegar kennd- ir. Sé Kristur við hlið vora á veginum, ef Ijósið, sem sækir líf sitt til hans, býr í hugum vorum, þá getum einnig vér orðið til þess að lýsa upp, þar sem ljósið skort- ir og skuggarnir ógna, auðveld- að þeim, sem dimmt er fyrir aug- um að beina sjónum sínum í sól- arátt, og lagt þannig af mörkum vorn litla skerf til þess, að það lífsins orð, er varð hold og bjó með oss, nái að varpa bjartari bjarma á brautir hins nýbyrjaða árs. Og það skiptir í þessu sam- bandi engu meginmáli, hver að- staða vor er, eða hvernig vér er- urn sett. Vér þurfum eigi langt að leita til þess að oss megi auðm- ast að leggja vort lóð á meta- skálar ljóssins og lífsins afla. Tækifærin eru ærin á heimilum vorum og næsta nágrenni, já í bæjar- eða sveitarfélagi voru, — í söfnuði vorum erum vér kölluð til starfa, og „hvað vannst þú Drottins veröld til þarfa/þess verður þú spurður um sólai’lag". Gleymum því þá ekki á kom- andi dögum, að vér eigum að ganga erinda hans. Reynum að sjá ásjónu hans í andliti þeirra, sem honum er annast um, — allra þeirra, sem á einhvern hátt standa höllum fæti og finnst svo sem hart sé í heimi. Gleymum því ekki, að vér eigum hvert og eitt að vera verkfæri eða far- vegur fyrir áhrifin frá honum, sem þetta var sagt um: „f honum var líf, og lífið var ljós mann- anna“, já, ég hygg, að oss sé öllum hollt, að hyggja að þessu, er vér hefjum göngu vora á nýju ári, að vér eigum að vera lífs- farvegir og ljósberar. Vér höfum ekki áður farið leið- ina, sem framundan er, og vér vitum í rauninni harla fátt um það, hvað þar kann að mæta oss, vitum eigi, hvað framtíðin kann að bera í skauti sér af gleði eða sorg oss til handa, — skini eða skúrum. En ef vér eigum hið innra með oss hlutdeild í því lífi, sem var og er ljós mann- anna, þá þurfum vér ekki að ótt- ast það, sem framundan kann að vera. Jafnvel þótt óvinsamleg öfl mæti, er vilja buga oss, munum vér sigra fyrir guðlegan mátt og gleðilega náð. Og oss mun þá einnig auðnast að verða að liði þeim, sem eru oss samferða á veg inum og ávallt eiga mikið und- ir því komið, hvers konar fólk vér erum. Við skiníð frá lífsins ljósi, mun oss auðnast „að ganga til góðs götuna fram eftir veg“, bæði sjálfum oss og öðrum. Já, Guð gefi þér gott ár og gleðilegt, — ljóssins ár, þar sem lífið gengur með sigoir af hóhni. Árshátíð Sjálf- stæðisfélagsins Skjaldar STYKKISHÓLMI, 15. jan. — Sjálfstæðisfélagið Skjöldur í Stykkishólmi hélt árshátíð sína sl. laugardagskvöld við húsfylli, og fór hún hið bezta fram, fé- laginu til sóma og öllum til á- nægju. Hörður Ásgeirsson frysti- hússtjóri setti samkomuna og stjórnaði. Sigurður Ágústsson alþingis- maður hélt aðalræðu kvöldsins og mörg skemmtiatriði voru önn- ur. Síðan var dansað fram eftir nóttu. — Árni. Heimsókn Maka- riosar gagnslaus? LONDON 15. jan. — Makarios erkibiskup, leiðtogi grískumæl- andi Kýpui'búa, sem nú er stadd- ur í Aþenu, hefir sótt um vega- bréfsáritun til Tyrklands í sendi- ráði Tyrkja í borginni. Hlaut Makarios það svar, að hann þyrfti ekki vegabréfsávísun til þess að komast til Tyrklands vegna þar að lútandi samninga milli Tyrkja og Breta. Sagði í svari Tyrkjanna,' að Makarios þyrfti því ekki áritun frekar en aðrir þegnar brezku krúnunnar. Utanríkisráðherra Tyrklands lét svo um mælt í dag, er hann var spurður álits um væntanlega heimsókn erkibiskups, að hún mundi verða með öllu ‘gagnslaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.