Morgunblaðið - 19.01.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1958, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Sunnud. 19. Janúar 1958 PSDaybók í dag er 19. dagur ársins. Sunnudagur 19. janúar. Árdegisflæði k)l. 5,09. Síðdegisflædi kl. 17,26. Slysavarðstofa Kej'kjavíkur I Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L E (fyrir vitjanirl er á sama stað, frf kl. 18—8. Sími 15030. NæturvörSur er í Reykjavíkur- apóteki, sími 11760. Laugavegs- ^pótek, Ingólfs-apótek og Lyfia- búðin Iðunn, fylgja öll lokunar- tíma sölubúða. Apótek Austurbæj- ar, Garðs-apótek, Holts-apótek og Vesturbæjar-apótek eru öll opin til kl. 8 daglega. Einnig eru þessi apótek opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið ^aglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl 13—16. Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9 -21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Kristján Jó- hannesson. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá k!. 13—16. — Næturlæknir er Björn Sigurðsson. LO.OÍ^. 3 = 1391208 = E. I. LO.O.F. = Ob. 1 P.. = 1391218 % = E. L □ EDDA 59581207 = 3 □ EDDA 59581217 = 2 ESSMessur EUiheimilið: — Guðsþjónusta kl. 2. — Heimilispresturinn. * AF M Æ Ll * 85 ára er á morgun, 20. janúar, frú Sólveig Jónsdóttir, Vindási, Rangárvöllum. |03 Brúðkaup 1 dag verða gefin saman í hjóna band af séra Jakobi Jónssyni ung- frú Herborg Margrét Friðjónsdótt ir, Laugateig 3 og Halldór Ólafs- son, Hagamel 18. Gefin hafa verið saman í hjóna- band af séra Jóni Auðuns, ung- frú Arndís Jónsdóttir, Baldurs- götu 4 og Karl Guðmundsson, stud. öcon. Heimili þeirra er að Smára- götu 12. í gær voru gefin saman í hjóna band af séra Jóni Thorarensen Halldóra Sigurjónsdóttir, Sörla- skjóli 82 og Baldur Karlsson, sama stað. Heimili ungu hjónanna verður að Skeiðarvogi 151. Skipin Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer frá Rvík í dag austur um Iand í hringferð. Esja er væntanleg til Reykjavíkur í dag að austan. — Herðubreið er á Austfjörðum. — Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill fer væntanlega frá Rvík í dag til Austfjarða. Skaftifellingur er í Reykjavík. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur skemmtifund þriðjud. 21 jan. kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Til skemmtunar: Kvennakórinn syngur undir stjórn Herbert Hriberschik Gamanþáttur: Hjálmar Gíslason. D A N S . Fjölmennið! STJÓKNIN. Skipadeild S.t.S.: — HvassafeJLl er í Riga. Arnarfell er í Riga, fef þaðan til Ventspils og Kaupmanna hafnar. Jökulfell er í Reykjavik. Dísarfell fer í dag frá Reyðar- firði áleiðis til Hamborgar og Stettin. Litlafell er í Krossanesi, fer þaðan til Siglufjarðar og Ham borgar. Helgafell er í New York. Hamrafell væntanlegt til Reykja- víkur 20. þ.m. H!3 Hjónaefni Nýlega opinberuðu trúlofun sina Maria Jóhannsdóttir, Munka þverárstræti 18, Akureyri og Þór- ir Magnússon, Meðalholti 14, Reykjavik. ^gFlugvélar Flugfélug íslands h.f.: — H rím- faxi er væntanlegur til Reykjavík ur kl. 16,10 í dag frá. HamborT, Kaupmannahöfn og Osló. Flugvél- in fer túl Lundúna kl. 08,30 í fyrra málið. — Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hornaf jarðar, Isafjarðar, Siglufjarðar og Vest- mannaeyja. Loftleiðir h.f.: — Edda er vænt anleg til Reykjavíkur aðfaranótt mánudags frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Osló. Fer til New York eftir skamma viðdvöl. Einn- ig er væntanleg til Reykjavíkur Saga, aðfaranótt mánudags, frá New York. Fer til Osló, Gautaborg ar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar eftir skamma viðdvöl. |Félagsstörf K. F. U. M. Fríkirkjunnar heldur fund í kvöld kl. 8 að Lindargötu 50. ’ Eyfirðingafélagið heldur þorra- blót í Sjálfstæðishúsinu, laugar- daginn 1. febrúar. Þjóðdansafélug Reykjavíkur. —— Æfing í kvöld kl. 8 í Skátaheim- ilinu. — K.F.U.M. og K., Hafnarfirði. — Á almennu samkomunni í kvöld talar Reidar Albertsson, kennari. I Ymislegt Danski sendikennarinn, Erik Sönderholm, byrjar aftur nám- skeið í dönsku fyrir þá, sem lengra eru komnir, þriðjudaginn 21 janúar kl. 8,15 e.h. í II. kennslustofu háskólans. Pennavinir. — Morgunblaðinu hafa borizt nokkrar óskir um pennavini á Islandi. Fara hér á eftir nöfn þeirra og eru þeir sem vilja sinna þessu, beðnir að skrifa beint til viðkomandi aðila: Urban Lindquist, Toleredsgat- an 9A, Göteborg, Sverige. Vill skrifast á við íslending < ensku. Heinz Kubitz, Dresden N 23 Weinbergstrase 24 D D R. Þjóð- verji vill skrifast á við 17—19 ára pilt eða stúlku. Hann skrifar á þýzku. Kiaqs Ullmann, Wilkau Haslau, Sachs., Postfach 3 Germany, vill skrifast á við 21 árs gamla stúlku. Áhugamál: íþróttir, hljómlist, ferðalög og bókmenntir. Robin Bronley, 20 Macky street, Lower Hutt, New Zealand, vill skrifast á við pilt eða stúiku. — Bréfið var á ensku. S. Talsma, Tjalleberd, 49, (by Heerenveen) Friesland, Neder- land, vill komast í samband við frímerkjasafnara. Bréfið er á ensku. Wolfgang Kublun, Dortmund; Scharnhorst, Mansfeldstr. 49, West Germany vill skrifast á við 15 ára stúlku. Hung Chien Chuen, 9 Njamp- lungan Str., Surabaja, Djawa, In- donesia, vill komast í kynni við frímerkjasala. Bréfið er á ensku. Þá hefur blaðinu borizt bréf frá Júgóslafa, og er það skrifað á júgóslavnesku. Ennfr. bréf á kinversku og eitt á indó.iesisku Þeir sem vilja komast í bréfa- viðskipti við þessa aðila, eru vin samlegast beðnir að snúa sér til Dagbókar Morgunblaðsins, en þar verða þessi þrjú bréf afhent. Vonandi eru hér einhverjir sem hafa áhuga á þessum málum. Læknar fjarverandi: Ólafur Þorsteinsson fjarver- andi frá 6. jan. til 21. jan. — Stað gengill: Stefán Ólafsson. Spurning dagsins? Hverja teljið þér helztu á- stæðuna til minnkandi kirkju- sóknar á íslandi? Séra Magnús Runólfsson: Hjartað er frá- hverft Guði, en finnur þó ekki hvíld nema í hon um. Það þráir frið og kraft. Kirkjusókn vex, ef kirkjan getur svalað þeirri þrá hjartans. . Halldóra Gunnarsdóttir, stud. philol: Ein höfuðástæðan er að • tiiti qú að efnishyggjan mínu áliti su, metf Heildsölubirgðir: EGGERT KRIST3ANSSON & CO. H.F. — Hvernig sendur á þvi, að Jónssons-hjónin eru farin að læra frönsku, bæði komin yfir fimmt- ugt? — Það er vegna þess að þau eru búin að taka franzkt fóstur- harn og verða að læra frönsku il að skilja það þegar það fer að tala. ★ — Hvenær æciarðu í sumar- leyfi? — Ég veit það ekki ennþá. Ég kemst að minnsta kosti ekki fyrr en nágranni minn er kominn úr sínu leyfi með ferðatöskuna nnína. — Ertu ekki þeirrar skoðun- ar að tíminn sé bezti læknirinn? — Að vísu — en ekki er hann l nú fegurðarlæknir. FERDINAND „Frjáls” glíma rriJ ymfa að efnishyggjau hefur náð sterk- um tökum á fólki almennt, og þá sér í lagi því yngra. Blá- kaldar stað- reyndir, áþreif- anlegir hlutir og rökleg vizka heí ur samrýmzt bet ur skoðunum seinni tíma manna en dýrðarhjal og sefandi söngur. Greinilegt er, «ð kirkjan stendur í núverandi mynd á straummótum. Fólk hugsar yfir- leitt minna um trúmál en áður fyrr, líklega vegna þess hve margt gleypir og glepur tíma þess út á við. Kirkjan verður að koma til móts við mannkindina, eins og hún hugsar og lifir nú til dags, laða hana að sér á ný með breytileik, bæði í söng og ræðu- höldum. Það eitt trúi ég að leysi þann doða, sem nú ríkir í kirkjunnar málum. Séra Jón Þorvarðsson: Spurn- ingin mun miðuð við samanburð á kirkjusókn nú og fyrir nokkr- um áratugum. Á stæðurnar til breytingarinnar á því tímabili munu vera marg ar, en hin helzta sú, að þjóðin hef ur haft mörgu að sinna við framkvæmdir og fjölþætt fé- lagslíf. Mörgum þykir og þægilegra að sitja við útvarpið og hlusta á útvarps- messur en að sækja kirkju sína. Stórfelldar breytingar þjóðlífsins og hraðinn, sem áður var óþekkt- ur, hafa haft sín áhrif. Taka verð ur tillit til fámennis í sveitunum, en í Reykjavík hefur tilfinnan- lega skort kirkjur í hlutfalli við vaxandi íbúatölu. Þess ber og að geta, að á seinni árum vex stöð- ugt barnafjöldi só, sem tekur þótt í kristilegu starfi kirkjunnar og ekki er meðtalinn, þegar talað er um kirkjusókn. Ýmsir telja og, að seinustu árin hafi kirkjusókn- in fremur farið vaxandi í land- inu. Víst er, að í umróti timanna hefur kirkjan sannað gildi sitt og styrkleika og nýtur velvildar þjóðarinnar. Jón Ölver Pétursson, stud. oecon: Æ fleiri, einkum meðal yngri kynslóðarinnar, virðast veikjast í trúnni á kristindóminn og telja hin tæknilegu vís- indi það, sem koma skal — en kirkjuna vart annað en sam- kunduhús tauga veiklaðs fólks. Þetta tvennt, trú og vísihdi, ætti þó að geta farið saman. Þeir, sem annars vilja hlýða á guðsorð, kjósa nú stöðugt fleirl að sitja við útvarpið, vegna þess að þeir telja sig ekki njóta messunnar neitt betur í kirkju. Kirkjurnar okkar vantar þá listrænu fegurð og fágun, sem ég álít nauðsyn- lega til þess að skapa rétt and- rúmsloft og veita fólki þann sál- arfrið, sem það leitar eftir og þarfnast. Prestar mættu og gjarn an minnast þess oftar og breyta samkv. því, að þeir eru fyrst og fremst þjónar Guðs, en ekki vel launaðir embættismenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.