Morgunblaðið - 19.01.1958, Side 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnud. 19. janúar 1958
.mMiritafrifr
tJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarní Benediktsson.
Hitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, simi 33045
Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Asknftargiald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 1.50 eintakíð.
UTAN UR HEIMI
HVAÐ YRÐI ÞÁ UM FJARHAG
REYKJAVÍKUR ?
ASEINASTA fundi bæjar-
stjórnarinnar, sem nú er
að Rveðja, lagði Gunnar
Thoroddsen, borgarstjóri, fram
reikning um rekstrarútgjöld
Reykjavíkurbæjar árið 1957. Þar
kom í Ijós að rekstrarútgjöldin
höfðu orðið lægri heldur en
áætlað var. Tekjur höfðu farið
verulega fram úr áætlun eða um
14,5 milljónir króna en gjöldin
hins vegar reynzt lægri, sem nam
361 þúsund krónum. Niðurstað-
an á reikningnum varð sú, að
rekstrarafgangurinn nam 54,8
millj. króna og var honum öll-
uVn varið til verklegra fram-
kvæmda, svo sem bygginga rað-
húsa, fjölbýlishúsa við Gnoðar-
vog, skólabygginga, byggingar
bæjarsjúkrahúss, Leikvangsins í
Laugardal, Sorpeyðingarstöðvar-
innar og fleira.
Eins og áður er sagt, reyndust
gjöldin lægri en áætlað hafði
verið. Einstöku liðir gjaldameg-
in á rekstrarreikningi höfðu far-
ið fram úr áætlun, svo sem fram-
lög til skólanna, til gatna- og
holræsagerða og til heilbrigðis-
mála. Aðrir liðir höfðu yfirleitt
staðið í stað eða lækkað.
Það er glöggt, að hin örugga
meðferð Sjálfstæðismanna á fjár-
málum bæjarins undir forustu
borgarstjórans, er undirstaða
þess, að hægt hefur verið að
leggja í þær stórfelldu fram-
kvæmdir, sem bærinn hefur nú
með höndum, varðandi bygging-
ar íbúðarhúsa, skóla, og þess
annars, sem getið var um hér
á undan að rekstrarafganginum
hefði verið varið til. Reynt hefur
verið til hins ýtrasta að halda
rekstrargjöldunum niðri, en
einstaka liði, svo sem í sam-
bandi við skólana, einstaka tækni
lega liði, svo sem gatna og hol-
ræsagerð, auk heilbrigðismál-
anna, varð að hækka og var lagt
í þá meira fé en upphaflega
hafði verið áætlað. Þetta var
vegna ríkrar nauðsynjar, sem
ekki varð umflúin.
Þegar borgarstjóri lagði þenn-
an reikning fram, höfðu bæjar-
fulltrúar minnihlutaflokkanna
ekkert til málanna að leggja.
Þeir höfðu engar athugasemdir
við reikninginn að gera á nokk-
urn hátt. Það eina, sem kom
fram í því sambandi, var að
fulltrúi Alþýðuflokksins taldi að
Sjálfstæðismenn áætluðu tekj-
urnar of varlega. Það er vita-
skuld hygginna manna háttur að
áætla tekjuhliðina sem gætileg-
ast, enda er á það að líta að
Reykjavíkurbær styðst einung^s
við einn tekjustofn og getur oltið
á ýmsu milli ára, hvernig um
hann fer.
Það skilja allir Reykvíkingar
og vita, að það er fullkomlega
útilokað, að rekstur Reykjavik-
urbæjar og fjárhagur hans væri
í svo góðu horfi ef ekki nyti
fcruggrar og einbeittrar forustu
eins flokks. Ef 4 flokkar, sem
lítt koma sér saman, ættu að
sitja yfir sjóði bæjarins og hafa
hann að bitbeini, er augjlóst,
hvernig fara mundi. Það væri
fjárhagslegur háski fyrir Reykja
víkurbæ, ef minnihlutaflokkarn-
I ir, glundroðinn í bæjarstjórn-
1 inni, kæmist til valda og fengi
' þannig ráð á fjárhag bæjarins.
Þetta er sögð fyrsta myndin, sem tekin var af llillary við komuna til Suðurheimskautsins. Hann
er til vinstri á myndinni, en til hægri er einn af Bandaríkjamönnunum, sem aðsetur hafa í rann-
sóknarstöðinni á heimskautinu. Sá heitir Palle Mogensen, danskur að ætt. Bak við Hillary sér
á dráttarvélina hans, en svörtu deplarnir í fjarska eru olíuföt, er Bandaríkjamenn hafa raðað
umhverfis rannsóknarstöð sína. Barber er ekki með á myndinni — enda er hún tekin fyrir
hádegisverð.
a
DAGSBRÚNARMENN SJÁ DÆMIÐ
FRÁ IÐJU
Afimmtudagskvöld
var haldinn félagsfund-
ur í Iðju. Þar var lögð
fram skýrsla um rannsókn lög-
giltra endurskoðenda á reikn-
ingum félagsins fyrir árið 1956 en
það var seinasta árið, sem komm-
únistar höfðu völdin í Iðju. Öll
skjöl félagsins önnur en þessi
reikningsslitur frá þessu eina ári
voru horfin út í veður og vind.
Kommúnistar höfðu séð það ráð
vænzt að þurrka út fortíð sína
í félaginu með því að tortíma
skjölum eða fela þau.
Hér í blaðinu voru í gær rakt-
ir nokkrir drættir úr skýrslu
endurskoðandans. En það voru
aðeins sýnishorn. Skýrslan er
löng og ýtarleg og þar voru ýmis
önnur dæmi svipuð þeim, sem
tekín voru upp í blaðinu.
Meðferð kommúnista á Iðju
hefur verið með slíkum endem-
um, að það mun einsdæmi hér
á landi, að nokkurn tímann hafi
verið farið þannig með félag og
sjóði þess eins og kommúnistar
gerðu í Iðju. Þrjá fimmtu hluta
af sjóðum félagsins höfðu komm-
únistar lánað sjálfum sér, áður
en þeir hrökkluðust frá völdum
og sumar „tryggingar", sem áttu
að heita að væru settar út af
þeim skuldum, voru lítið nema
pappírinn einn, eins og rakið er
í skýrslunni. Þá kom m. a. í ljós
að 100 félagsskírteini voru „horf-
in“, en þannig mun standa á því,
að kommúnistar hafa misfarið
mjög með félagsskírteini á þann
hátt, að sumum hefur verið neit-
að um þau vegna þess að þau
finnist ekki og var þar um and-
stæðinga kommúnista að ræða,
en aðrir, sem eru taldir tryggir
kommúnistar munu hafa fengið
félagsskírteini án þess að greiða
fyrir þau.
Kommúnistar töldu sig örugga
í Iðju og þess vegna létu þeir
greipar sópa um eignir félags-
ins og hirtu ekki um hag þess.
Þeir telja sig líka örugga í Dags-
brún. Vafalaust telja þeir sér
óhætt að meðhöndla félagið eins
og þeim sýnist og skeyta ekki
um hag verkamanna frekar en
þeim býður við að horfa í það og
það skiptið. Hagsmunir komrn-
hverjum tíma í bága við það sem
ofar öllum öðrum hagsmunum,
og fari hagur verkamanna á ein-
hverjum tíma í bág við það sem
telst pólitísk nauðsyn fyrir
kommúnistaflokkinn sjálfan, þá
verða verkamenn skilyrðislaust
að lúta í lægra haldi.
Á morgun er seinni dagur
stjórnarkosninganna í Dagsbrún
og munu félagsmenn þar hafa
dæmið frálðju í huga, þegar þeir
ganga þar til kosninga.
//
® „Ég er á heimskautinu". —
Þannig hljóðaði feitletruð fyrir-
sögn yfir þvera forsíðu Lundúna
blaðsins „Daily Mail“ fyrir
skemmstu — og síðan kom frétt-
in. „Ég er kominn til suðurheim-
skautsins. Ég er sjötti Bretinn,
sem stígur fæti á syðsta hluta
jarðar, sá fyrsti í 45 ár — síðan
Scott og félagar hans komust
hingað 1912. En þeir náðu aldrei
heim aftur“. Fréttin var öll í
sama dúr. Hún var frá fréttarit-
ara blaðsins, Noei Barber, og
skrifuð í þessum sígilda enska
„sjónarvotts~stíl“.
í Fleet Street var hinni „sigur
sælu“ för Barbers með banda-
rískri herflugvél til Suðurheims-
skautsins fagnað af nokkrum öðr
um blöðum, m.a. „Daily Mirror“,
sem gefið er út í helmingi stærra
upplagi en Daily Mail, eða hátt
á fjórðu rnilljón eintaka.
Suðurheimskautið
í alfatraleið
• En „Daily Express", eitt að-
alblað Beaverbrooks blaðakóngs,
sem gefið er út í liðlega fjórum
milljónum eintaka, fagnaði ekki
heimsskautsförinni j afnákaflega.
Samkeppnin er hörð á milli Lund
únablaðanna — og þess vegna
minnist „Daily Express" ekki á
Barber fréttaritara Daily Mail,
en sagði hins vegar í frétt sinni af
Suðurheimsskautaförum, að nú
væru menn farnir að flykkjast til
„þorpsins" á Suðurheimsskaut-
inu. Segja mætti, að „fljúgandi
strætisvagn“ væri farinn að halda
uppi ferðum þangað, og það væri
algengt orðið, að menn brygðu
sér suður eftir.
Hefur ferðazt 1.000.000
mílur
© Þessi heimsskautsför Barbers
var merkasti áfangi, sem hann
hefur náð á starfsferli sinum.
Hann hefur unnið hjá „Daily
Mail“ síðan 1953 — og á þessum
tíma hefur hann ferðazt um
1.000.000 mílur. Fyrst var hann
egisverðu r með H illary
n
menn heim — og síðast en ekki
sízt: Hann var í Budapest, þegar
átökin urðu þar með Ungverjum
og „vinum“ þeirra, Rússum. Og
í fréttum sínum frá Suðurpóln-
um sagði Barber margt skemmti-
legt, sagði frá kuldanum, matar-
æðinu, undirbúningi að móttöku
Hillarys — en einu gleymdi hann
að segja frá: Bandarisku rann-
sóknarstöðinni og vísindamönn-
unum, sem fyrir voru á heim-
skautinu, gestgjöfum hans. Og
„Daily Mail“ reyndi að gera sér
eins mikinn mat úr frækilegu
afreki Barbers og kostur var á.
Jafnvel var farið miklum viður-
kenningarorðum um Barber í rit-
stjórnargrein blaðsins — og til
þess að taka af allan vafa (sem
Daily Express hafði valdið) var
þess getið, að Barber væri í röð
fremstu fréttamanna heims.
Hver verður fyrstur?
© En „Daily Express" gerði sér
þetta ekki að góðu — og daginn
eftir var skýrt frá því í aðalfor-
síðufrétt, að blaðið mundi efna
til samkeppni um það hver af
lesendum þess yrði fyrstur að
komast til Suðurheimskautsins.
Þangað gætu allir farið, samgöng
urnar væru orðnar það góðar.
Ekki væri annað að gera en að
kaupa sér farmiða — og fara
(eins og Barber — var undanskil-
ið). Og til þess að gefa gigtveik-
um og öðrum lítt ferðafærum ein
hverja úrlausn, bauð blaðið þeim
lesendum, sem hug hefðu á, að
senda póstkort til Suðurheims-
skautsins. Blaðið ætlaði að sjá
um sendinguna, ekkert væri auð-
veldara — og mátti lesa milli
línanna, að ferðir væru nú til
heimsskautsins á hálftíma fresti.
Ekki ,.sá sjötti“ — aðeins
fréttamaður
9 Nú gengu bæði „Daily
Sketch“ og „Daily Mirror“ í lið
með „Daily Mail“ — og „Sketch“
gerði „Daily Express“ tilboð
strax daginn eftir — þess efnis,
að blaðið skyldi greiða liverri
þeirri líknarstofnun, sem „Ex-
press“ óskaði, 500 sterlingspund,
ef einhver lesenda „Express"
kæmist til Suðurheimsskautsins
fyrir janúarlok. Fjölmargir gáfu
sig fram til þátttöku í samkeppn-
inni um heimskautssförina, en
samt er almennt ætlað, að Daily
Sketch 'muni halda 500 pundun-
um.
Hins vegar fór nú lækkandi
rostinn í „Daily Mail“. Daginn,
sem Hillary kom til heimskauts
ins hljómaði forsíðufregnin: „Há-
degisverður með Hillary". En
fréttin var ekki sögð vera frá
„sjötta Bretanum, sem komizt
hafði til Suðurheimskautsins“ —
heldur aðeins frá „Noel Barber,
eina brezka fréttamanninum á
staðnum".
Jólairéssfagnaður Isl.
I Kaliforníu
1 sendur á slóð Stanleys í Afríku,
' síðan elti hann smyglara í Mar-
| okko, þá sótti hann marga fræga
ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Norð-
ur-Kaliforníu hélt jólatrésfagn-
að fyrir börn og fullorðna þ. 29.
des. s.l. í hinni nýju Björnson
Hall félags Norðmanna á Mac
Arthur Blvd. í Oakland. Um 70
fullorðnir og 50 börn voru sam-
ankomin. Var dansað í kringum
stórt og fagurlega skreytt jóla-
tré, sem komið hafði verið fyrir
í salnum á miðju gólfi. Voru
sungnir bæði íslenzkir og ame-
rískir jólasálmar. Undirleik ann-
aðist frú Louise Gudmunds. Séra
'S. O. Thorlákson, íslenzki kon-
súllinn í San Francisco, sagði
börnunum jólasöguna af fæðingu
Krists. Síðan var farið í ýmsa
leiki. Á borð var borið heitt
súkkulaði fyrir börnin en kaffl
fyrir fullorðna, ásamt með
smurðu brauði og kökum, og var
þar mikið um íslenzkt álegg og
íslenzkar kökur.
Að endingu birtist jólasveinn,
sem sagði börnunum frá ferðalög
um sínum og gaf þeim epli og
jólakörfur fullar af sælgæti eð
íslenzkum sið.
Eftir að börnin voru farin heim,
skemmti fullorðna fólkið sér við
spil fram til miðnættis.
Fór skemmtunin hið bezta fram
og kom öllum saman um, að hér
væri góðum sið á komið.
í undirbúningsnefnd vor Mar-
grét Brandson, Gunnhildur S.
Lorensen og SveinH Ólafsson.