Morgunblaðið - 19.01.1958, Side 12

Morgunblaðið - 19.01.1958, Side 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnud. 19. janúar 1958 — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 11 þrengjast um pólitíska frelsið". cf svo heldur fram í þessum efn- um, sem nú horfir, sérstaklega þýðingarmikil. Hægara er að beita þvílíkum tökum í fámenn- inu úti á landi en hér í þéttbýlinu. Nú þegar er SÍS þó orðinn einn aðalatvinnurekandinn í Reykja- vík, og sannarlega mundu ýmsir starfsmenn þar geta sagt ófagrar sögur af því, hvernig valdinu er beitt, ef þeir teldu sér það henta. Stöðuveitingin til Steingríms Ofurveldi SÍS er ekki eina meðalið, seni beitt mun verða til hins ýtrasta í þessum kosningum. Sjálft ríkisvaldið er nú í hönd- um þeirra manna, sem ekki skirr ast við að nota það sjálfum sér og flokkum sínum til framdrátt- ar. Af gefnu tilefni var nýiega vik ið að því hér í blaðinu, hvernig Steingrímur Hermannsson fjármálaráðuneytið hefur smám saman verið gert að eins konar deild í Framsóknarflokknum. Það er engin tilviljun, að það skuli einmitt vera „deildarstjóri" úr fjármálaráðuneytinu, sem að þessu sinni er hið nýja ijós Fram sóknar í bæjarmálunum. Maður að nafni Kristján Thorlacius, sér stakt handbendi Eysteins Jóns- sonar. Um suma aðra starfsmenn þess ráðuneytis ríkir fullkomin óvissa, hvort þeir séu fremur erindrekar Framsóknarflokksins eða ríkis- starfsmenn. Er ekki nóg með, að þeir séu látnir vinna störf í flokksins þágu hér í bænum sam- hliða stöðu sinni í ráðuneytinu, heldur eru sömu mennirnir ýmist erindrekar Framsóknar á Akur- eyri eða hálaunaðir, svokallaðir, stjórnarráðsstarfsmenn í Reykja- vík. Ágengni Hermanns Jónassonar fyrir sig og sína er ekki minni en Eysteins Jónssonar. í því eru þeir sammála, þótt samlyjidið vilji bregðast í sumu öðru. Her- mann Jónasson tróð t. d. strax tengdasyni sínum inn í það ráðu- neyti, sem hann réði yfir, þegar sá ungi maður hafði lokið prófi. Siðar gerði Hermann son sinn að fulltrúa íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum. Nú í vetur lét hann dubba sama pilt upp í að verða framkvæmdastjóri rann- sóknarráðs ríkisins, þó að meirr hluti ráðsins teldi annan mann, Magnús Magnússon, hálærðan vísindamann, ráðherrasyninum færari til að taka að sér starfann. Ætternið var látið ráða, réttar reglur settar til hliðar, fjölyrt um spiljingu annarra og hinn nýskipaði meðlimur rannsóknar- ráðs, sem fékst til að mæla með syni íorsætisráðherrans, verðlaun aður með 13. sæti á lista flokks- ins hér í bæ. Dagsbrúnar- kosningarnar Þessa daga fara fram kosningar í verkamannafélaginu Dagsbrún. Um þær gildir svipað og bæjar- stjórnarkosningarnar hér í bæ, að víst væri um úrslitin, ef nógu margir greiða atkvæði og engin rangindi við höfð. Allir vita, að lýðræðissinnar eru í verulegum meirihluta innan Dagsbrúnar. Engu að síður telja kommúnistar sér sigurinn vísan. Það kemur af því, að þeir semja kjörskrána eftir sínum reglum. Þeir finna upp öll hugsanleg rangindi, sem þeir hafa í frammi, allt með það fyrir augum að tryggja kommún- istum meirihlutann á hverju sem veltur. Ósagt skal látið, hvort þetta tekst fyrir kommúnistum á þann veg,_ sem hugur þeirra stendur til. Á sínum tíma ætluðu þeir að halda Alþýðusambandi íslands með rangindum eftir að þeir höfðu misst meirihluta. Ráða- gerðirnar brustu þá á því, að Hermann Guðmundsson neitaði að ljá sig til slíkrar óhæfu. Á þann veg skapaði Hermann sér meiri tiltrú manna úr öllum flokkum en nokkru sinni áður. Af núverandi ráðamönnum Dags- brúnar er enginn, sem hefur dug eða drengskap Hermanns Guð- mundssonar. Þess vegna mun ekki verða látið vera að fara eftir þeim reglum kommúnista að forráðamennirnir reyni með rangindum að tryggja sjálfum sér völdin, hver sem vilji kjós- endanna er. Starfsstúlkna- félagið „Sókn64 AÐALFUNDUR Starfsstúlkna- félagsins Sóknar var haldinn s.l. þriðjudag. Formaður félagsins, Margrét Auðunsdóttir, flutti skýrslu stjórnarinnar og skýrði hún sérstaklega frá síðustu samn ingum félagsins við atvinnurek- endur, en með samriingum fengu Sóknarkonur framgengt ýmsum mikilsvarðandi réttindum. Þá gat formaður félagsins þess að tvær konur í fráfarandi stjórn, varaformaður félagsins, Stemunn Þórarinsdóttir og gjaldkeri þess, Guðrún S. Ólafsdóttir. gæfu ekki kost á sér í stjórn aftur og þakk- aði Margrét þeim vel unnin störf í þágu félagsins og góða sam- vinnu. Þá skýrði gjaidkeri félags íns Guðrún S. Ólaísdóttir reikn- inga félagsins og las þá. í stjórn félagsins voru kjörnar eftir taldar konur: Margrét Auðunsdóttir, for- maður, Helga Þorgeirsdóttir, vara formaður, Þórunn H. uðmunds- dóttir, ritari, Sigríður Friðriks- dóttir, gjaldkeri og Bajrnfríður Pálsdóttir, meðstjórnadi. I vara stjórn voru eftirtaldar konur kjörnar einróma: Jóhanna Kristjánsdóttir, Björg Jóhanns- dóttir og Guðlaug B. Jónsdóttir. Trúnaðarráð, auk stjórnar, skipa þesar konur: Kristín Bjöirys dóttir, Sigurrós Jónsdóttir, Mar- grét Guðmundsdóttir og Sólveig Sigurgeirsdóttir. Efstu menn D-listans í Kópavogi Sjálfstæðisfólk í Kópavogi! Munið framboðs- fundinn í dag kL 2 í ICópavogsskóla Baldur Jónsson, framkvæmdastjóri. Jón Þórarinsson, forstöðum. Sinfóníuhljómsv. Sveinn S. Einarsson, verkfræðingur. Frú Guðrún KristjánsdóttSr, form. Sjálfstæðiskvfél. Eudu. Elnar Jóhannsson, múrarameistari. HeSmdaBBur, félag ungra Sjálfstæðismanna „Æskan og Reykjavík" HEIMDALLUR, F.U.S. effnir fil almfínns fundar í filefni af bæjarsfjórnarkosningunum í Sjálfsfæðishúsinu í dag kiukican 2 e. h. Ræður flytja: Geir Hallgrímsson, bæjarfulltrúi Höskuldur Ólafsson, sparisjóðsstjóri Hörður Einarsson, menntaskólanemi Guðjón Sigurðsson, iðnverkamaður Skúli Möller, verzlunarskólanemi Ragnhildur Hélgadóttir, alþm. Bkgir Gunnarsson, stud. jur. Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafr. ÆSKUFÓLK er sérsfaklega hvaff fil þess að fjölmenna á fundinn, en allf sfuðningsfólk Sjálfsfæðisflokksins er velkomið meðan húsrúm leyfir.— Heimdallur F.U.S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.