Morgunblaðið - 19.01.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.1958, Blaðsíða 13
Sunnud. 19. janúar 1958 MORCUNBLAÐIÐ 13 TJM leið og þátturinn þakkar jóla- og nýjárskveðjur, vil ég óska lesendunum góðs árs með þeirri ósk, að þetta nýbyrjaða ár megi verða viðburðaríkt fyrir frímerkjasafnara og þá sérstak- lega að nýir safnarar bætist við í hópinn. txi Ungir frímerkjasafnarar. f tómstundaþætti útvarpsins ný- verið gat stjórnandi hans Jón Pálsson nokkuð um starfsemi Félags ungra frímerkjasafnara og er það ánægjulegt að vita, að svo margir skulu nú þegar hafa gjörzt meðlimir þessa unga fé- lags, því eins og hér hefur áður verið bent á, er frímerkjasöfnun holl og nytsöm tómstundaiðja íys ir unglinga og vonandi á F.U.F.S. eftir að vinna þarft verk og leið- beina hinum ungu söfnurum og stuðla að frímerkjasöfnun barna og unglinga hér á landi. Ég vil í þessu sambandi beina þeirri fyrirspurn til fræðslumála stjóra og fræðslustjóra Reykja- víkur, hvort ekki væri hugsan- legt að koma því við í barna- og unglingaskólum landsins, að upp yrði tekin til að byrja með, ein kennslustund mánaðarlega, þar sem sérfróður maður um frí- merkjasöfnun kenni nemendum byrjunaraðferðir um söfnun og meðferð frímerkja, því vitnð er að frímerkjasöfnun getur margt gott af sér leitt fyrir unglinga auk fræðslu í landafræði, sögu o.m.fl., sem af frímerkjasöfnun má læra. Þýzkir skólar hafa tek- ið upp þessa kennslugrein og hefur það aflað nemendum margs konar fróðleiks og þekkingar. CS3 Meðferð frímerkja af fylgi- bréfum. Margir safnarar hafa kvartað undan því, að þegar frí- merki þau er íslenzka póststjórn- in selur notuð, eða svonefnd „kíló vara“ eru látin í vatn og leyst frá fylgibréfum bögglasendinga, þá sé oft erfitt að komast hjá því að pappír sá sem notaður er í fylgibréfin, skilji eftir eða láti lit í frímerkin eftir að merk- in losna fra fylgibréfinu. Þetta á aðeins við eina rauðlitaða tegund fylgibréfa, en ef réttar aðferðir eru viðhafðar, er hægt að forðast þetta með því að láta frímerkin ekki liggja of lengi í vatninu og leggja ekki of mikið magn sam- tímis í bleyti, þannig að liturinn nái ekki að festast í frímerkinu. Gott ráð er að láta merkin fyrst í nokkuð heitt vatn og síðan, þeg- ar þau byrja að losna frá fyigi- bréfinu ,að skipta þá um vatn og skola merkin í köldu vatni. JHins vegar væri æskilegra að póst- stjórnin notaði þannig pappír í fylgibréf og póstávísanir, að hann gæfi ekki frá sér lit þótt í vatn væri látinn, þótt segja megi þetta hættulaust vegna frímerkjanna. En ef svo tekst til að liturinj úr fylgibréfinu kemst í merkin, er sú aðferð ágæt, að láta frí- merkin aftur í vatn og sjóða þau í 5—10 mínútur og hverfur þá liturinn úr þeim, það er að segja, ef liturinn hefur ekki verið um lengri tíma í merkinu og hann náð að festast í pappírnum. 1X1 Erlendar fréttir. Fjöldi nýrra frímerkja hefur komið út síðustu vikur, en hér er ekki rúm til að geta þeirra allra, en nefna má, að Berlin gefur út flokk af frímerkjum sem bera myndir frægra manna og birtast hér myndir af þremur þessara I merkja, þ.e. 15 Pf. með mynd af prófessor Fritz Haber, og 20x10 Pf. merki með mynd af dýra- fræðingnum próf Ludwig Heck en yfirverði þessara merkja verð ur varið til eflingar dýragarðin- um í Berlín, og þá er 25 Pf. merki með mynd af prófessor Max Rein hardt. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út eins og á undanförnum árum á mannréttindadeginum 10. desem ber tvö ný merki 3 og 8 centa og eru þau teiknuð af dönskum teiknara Olav Mathiesen að naini. Holland hefur, eins og mörg önnur Evrópulönd gefið út tvö ný merki 10 og 30 centa Evrópu- frímerki. í frímerkjaþættinum „FRI- MÆRKENYT" í Politiken 29. des. s.l. er vakið máls á því, að í s.l. 25 ár hafi ekki komið eins fáar nýjar frímerkjaútgáfur í Dan- mörku, eins og á s.l. ári og er í þessu sambandi uppéstunga rit- stjóra frímerkjaþáttarins Dahl- erup-Koch, um að danska póst- stjórnin gefi út nýjan frímerkja- flokk með myndum af fögru landslagi í Danmörku og þá ef til vill einnig ^tf landslagi í Græn- landi og Færeyjum, en ritstjór-1 >><>i - inn bætir því við að í horni þess- ara nýju landlagsmerkja mætti koma fyrir mynd af Friðrik kon- ungi IX. — Það skal viðurkennt að dönsk frímerki hafa þótt held ur snauð hvað fegurð snertír og það er nokkuð einhliða, að gefa út árum saman frímerki með mynd af þjóðhöfðingja og þá ávallt að notast við sömu mynd- ina, en vera má, að danska póst- stjórnin breyti nú til við næstu f rímerk j aútgáfur. Ein tegund frímerkja virðist hafa verið eftirsótt hjá frímerkja söfnurum víða um heim, en það eru norrænu merkin með svön- unum, sem út voru gefin 30. okt. 1956 á Norðurlöndunum fimrn, en merki þessi eru nú uppseld í Dan mörku og aðeins lítið magn er eftir af íslenzku útgáfunni. Þetta ættu safnarar að taka til athug- unar og tryggja sér þessi merki í söfn sin, ef þeir ekki hafa eign- azt þau ennþá. XI „FRÍMEX 1958“. Nú hefur íslenzku frímerkjasýningunni verið gefið nafn, eins og tiðkast með slíkar sýningar og nefnist þessi fyrsta frímerkjasýning „FRÍMEX 1958“. Sýningarnefnd- in hefur nú auglýst í blöðum og útvarpi um þátttöku í sýningunni og er þess vænzt að íslenzkir frí- merkjasafnar, en þeim einum er heimil þátttaka, — keppist um að sýning þessi megi verða Félagi frímerkjasafnara til sóma og þá um leið vakning fyrir söfn- un frímerkja hér á landi. J. Hallgr. F R í M E R K I íslenzk keypt haestaverðl. Ný verðskrá ókeypls. J. S. Kvaran, Oberst Kochs Allé 29, Kóbenhavn - Kastrup. ríuerki Frínierkjaskipti Skipti á erlendum frímerkjum fyrir íslenzk. — ED. PETEllSON, 1265 N. Harvard, Los Angeles 29, Californíu. — islenzk (rímerki hæsta verði. . Ný verðskrá scnd ókeypis. Gtsli Brynjólfsson, Pðsthóll 734, Rcykjavik. Nýkomin ódýr pólsk Barnasfigvé! Kt. 27.40. NYJA BÍJÐIIM Ingólfsstræti 8 Verzlunar- og iðnaðarhúsnœði 150—200 ferm. óskast strax eða í vor. Tilb. merkt: Verzlunairhúsnæði — 3770, sendist Mbl. fyrir 23. þ.m. Heimamyndatökur eru bezt og fljótast unnar af Ljósmyndastofunni Stjörnuljósmyndir, Framnesvegi 29. Myndirnar eins góðar og þær séu teknar í stofu. Barnamyndir, passar, brúðkaup, veizlur, skóla- spjöld, samkvæmi heimahúsa og seríur, 8 stilling- ar í smekklegu veski með firmanafni. — Áherzla lögð á fljóta og góða afgreiðslu. Sími 23414 ELlAS HANNESSON Frá Skattstofu Reykjavíkur AUir þeir, sem fengið hafa send eyðublöð undir launauppgjöf eða hluthafaskrá, eru áminntir um að gera skil nú þegar. Áríðandi er, að fá öll eyðublöðin til baka, hvort sem eitthvað er út að fylla eða ekki. Skattstjórinn í Ileykjavík. Verzlunarhúsnæði ósbnst Óska eftir verzlunarhúsnæði, sem næst miðbænum. Helzt á 1. hæð en má þó vera í kjallara. — Tilboð sendist Mbl. merkt: „3776“. Ödýrir skór verða seldir næstu daga. Kvenskór — Verð kr. 100.00 áður kr. 262.00 með háum hæl og kvairthæl. Karlmannaskór - Verð kr. 198.00 áður kr. 257.00 með gúmmísólum Kvensf rigaskór — Verð kr. 90.00 áður kr. 124.00 með uppfylltum hælum Barnalnniskór — Verð kr. 60.00 áður kr. 143.00. — Gæruskinnsfóðraðir. Notið tœkifœrið, og kaupið ódýran skófatnað Aöalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 Snorrabraut 38 — Garðastræti 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.