Morgunblaðið - 19.01.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.01.1958, Qupperneq 16
16 M ORGTJ N B L AÐIÐ Sunnud. 19. janúar 1958 ^Íi^ieÉuí reiLctncii Þýðii.g: Sverrir Haraldsson Eflir EDGAR MITTEL HOLZER L 15 U 9 9- ct Eftir stundarþögn tók Gregory silfurbúið vindlingahylki upp úr vasa sínum og rétti séra Harm- ston, sem hristi höfuðið. „Ég reyki einungis þrjá vindl- inga á dag. Þann fyrsta reykti ég í morgun, meðan ég var að klæða mig. Þann næsta má ég ekki reykja fyrr en eftir miðdegisverð. Um að gera að beita sjálfan sig aga, drengur minn, stálhörðum aga“. „Oh“. Gregory kveikti sér í vindlingi. „í krafti sjálfsagans og reglu- seminnar tókst mér að sigrast á anda þessa staðar. Við getum öðl- azt allt og framkvæmt allt, ef við ögum sjálfa okkur nógu miskunn- ax-laust". „Ég er sömu skoðunar. Er þér sama, þó að þú segir mér hvað þú ert gamall?“ „Ég varð fjörutíu og sex ára í marz“. Hópur af fuglum flaug með háværu gargi lágt yfir höfðum þeirra, og hvarf inn á milli trjánna, skammt frá skýlinu. Þeir heyrðu hljóðin í Logan. „Páfagaukar", sagði séra Harm ston. Svo sátu þeir þegjandi stundar- korn. „Joan er fjörutíu og þriggja ára", sagði presturinn svo. — „Höfum við ekki útlit fyrir að vera á þeim aldri?" „Jú, jafnvel yngri. Þið haldið ykkur mjög vel“. „Okkur finnst báðum við vera yngri, en við raunverulega erum. Er móðir þín á lífi?“ „Nei“. „Hvað varð um húsið hennar í Mdddenshot?" „Ég seldi það, strax eftir dauða móður minnar". „Hvenær dó hún?“ „Fyrir tæpum tveimur árum. Úr magakrabba". „Leiðinlegt að hún skyldi hegða sér, eins og hún gerði". „Já, hún gat aldrei fyrirgefið Joan frænku, að hún skyldi giftast þér“. „Hún svaraði aldrei einu ein- asta bréfi, sem Joan skrifaði henni". — „Ég veit það. En hún geymdi þau öll. Ég fann þau í kommóðu- skúffunni hennar. Þannig komst ég að heimilisfanginu ykkar hér. Mamma gat verið óskaplega bitur í hugsunum og orðurn". „Hún hafði sterka löngun til að ráða og stjórna lífi annarra manna“. „Já, það er alveg satt. Þekktir þú föður minn?“ „Ég sá hann aðeins einu sinni — eitt sunnudagskvöld í Camber- ley. Skömmu áður en hann dó. — Mér féll vel við hann. Þú hefur þá verið svona sex til sjö ára, býst ég við“. „Já, ég man aðeins mjög óljóst eftir honum“. Veikur eimpípublástur heyrðist í fjarska. 1 laufskálanum var svalt og mjög hljótt. „Gufuskipið", sagði séra Hai-m- ston. „Á leiðinni til New Amsterdam. „Hættu þessum skjálfta". Gregoi'y reyndi að stöðva skjálft ann og tókst það að mestu. „Þarftu ekki að senda nein bréf með skipinu?“ spurði hann. „Jú, tvö“, svaraði séra Harm- ston og kinkaði kolli. — „Svo þarf ég líka að senda kartöflukassa til prestsins í New Amsberdam. Ber- ton fer með það í litla bátnum út í skipið. Það er eitt af hans skyldu störfum". Þeir heyrðu frú Harmston tala inni í borðstofunni. Eödd hennar bar vott um mikla geðshræringu. Hún sagði eitthvað við Mabel og Mabel virtist bera fram mótmæli, að því cr bezt varð heyrt. Gregory leit spyrjandi til séra Harmstons. „Hann dó“, sagði sóknarprestur inn alvarlega. — „Þegar hann var að berjast við skógareld og reyna að ráða niðurlögum hans, aum- ingja maðurinn". „Já“, sagði Gregory. „Hús gam- allar konu var í mikilli hættu og hann fór að hjálpa til við að fella trén, sem stóðu næst kofanum, til þess að bjarga honum frá eyðilegg inu, en svo steig hann óviljandi niður í djúpa holu og fótbrotnaði. Hjálpin barst honum of seint. — Logarnir höfðu þegar veitt honum banasár. Hann dó um nóttina, án þess að nokkuð yrði að gert“. „Ég man eftir efrivararskegg- inu á honum. Það var alveg eins á litinn og háríð á Gaivey". „Ég man líka eftir því, þótt undarlegt sé. Það er aðeins skegg- ið, sem ég man nokkurn veginn eftir'*. Rigningardemba var í aðsígi. Gregory heyrði stóra vatnsdropa skella á laufþykkninu, yfir höfð- um þeirra. Á næsta andártaki var aftur komin uppstytta og hress- andi gustur blés inn í laufskálann og lék um vanga hans, svo að hann sannfærðist um, að það hefði verið vindþytur, en ekki fallhljóð regn- dropa, sem hann hafði heyrt. Rödd Mabel barst til þeirra, mnan úr borðstofunni, há og full gremju. milli, mæðgunum", sagði séra Harmston brosandi, en leit svo á Gregory og bætti við. — „Hm. Einhvern tíma verðum við að rabba betur saman, um sjálfan þig og gamla landið. Eða komstu hingað, til þess að gleyrna?" >,Ég var kvæntur". .„Varstu? Hvað kom fyrir? — Hjónaskilnaður?" „Hún dó — í Barbados. Hún drukknaði voveiflega, á stað sem kallaður er Martins Bay, á norð- urströndinni. Aðeins viku eftir að ég kom til eyjarinnar". „Fórstu þangað, til þess að vera hjá henni?“ „Nei. Til þess að drepa hana. Hún var vond“. „Hm“. „Gerald“, kallaði frú Harmston. „Já, ég er hérna úbi, Joan“. Andlit frú Harmston birtist í öðrum borðstofuglugganum. „Gerald, geturðu komið hingað undir eins?“ Séra Harmston leit á úrið sitt. „Já, eftir svona fjórar mínútur“, sagði hann brosandi. — „Við Gre- gory erum að rabba saman“. „Jæja, góði minn“. „Hún virðist vera í æstu skapi“, sagði Gregory. — „Væri ekki bezt að þú færir strax?“ „Ekkert liggur á. Þetta eru sjálfsagt bara einhver lítils hátt- ar heimilisdeila". Þeir gátu ekki séð fljótið, það- an sem þeir sátu, en Gregory heyrði áraglam og meðfylgjandi „thud-thud“. „Þetta eru telpurnar hans Buck masters. Súsanna og Dorothea", sagði séra Harmston og reis á fæt- ur. — „Þær koma í skóla hingað. Við höfum skóla þarna yfir á þess um benab, sem þú sérð“. Hann leit aftur á úrið sitt. — „Aðeins tvær mínútur til stefnu. Komdu nú og 'heilsaðu ungmeyjunum, drengur minn“. Þeir gengu framhjá vatnskerun um og stefndu niður að lendingu, þar sem Garvey sat í litla bátnum og var að leggja frá landi, með ■kartöflukassann innan borðs. Ann- ar bátur kom fljótandi meðfram 'viðarbolunum og bátsverjarnir, tvær hörundsdökkar stúlkur — önnur þrettán ára og hin fimmtán — stigu á land og brostu feimnis lega. Yngri stúlkan batt bátinn. •Séra Harmston beið, unz hún ■hafði lokið þvi, en kynnti hana svo ■fyrir Gregory, sem Susönnu. Hún •rétti honum hendina, hikandi og óframfærin. „Og þetta er Dorothea". „Hönd Dorotheu var bvöl og rök í lófanum. Báðar voru stúlkurnar feitar, en ekki stuttar. 1 útliti voru þær líkari svertingjum en hvítum mönnum. Augun svört og glansandi. Hárið dökkt, hrokkið og fitumikið, fléttað í langar flétt ur með rauðar silkislaufur í end- unum. Þær voru í þykkum baðm- ullarkjólum, bláköflóttum og héldu á stílabókum og lestrarbókum, bundnum saman með leðurólum. Gregory sá rafnið á einni bók- inr.i: „Childrens Cyclopedia, volume three“. „Hlaupið þið nú bara á undan, ■stúlkur mínar og hafið sætin ykk- ■ar og kassana tilbúna", sagði séra •Harmston. „Má ég segja svolítið við herra Gregory?" spurði Dorothea. Gregory leit með undrunarsvip á stúlkuna. „Já, segðu það þá“, svaraði séra Harmston, undx-unarlaust. „Ég sá yður í draumi í nótt“, sagði Dorothea og bi-osti hæversk- lega til hans. „Mig?“ hváði Gregory. „Já, en þér höfðuð ljósrauð hox-n. Og dálítið annað líka, grænt á litinn". „Oh, Dorrit", hrópaði Susanna og flissaði. Séra Hax-mston hló og klappaði Susönnu á kollinn: — „Jæja, ■þetta er nóg. Hlaupið þið nú af 'Stað, eins og góðar stúlkux-“. Þær fóru. „Yndislegir unglingar", sagði séra Hai-mston brosandi. — „Mjög mikið undir áhrifum staðai'ins. —- Jæja, drengur minn, nú neyðist ég til að yfirgefa þig um stund. Skyld an kallar, sko. Störfin byrjuð. Hvað hefui'ðu annars hugsað þér af gera, á meðan? Líta í bók?“ „Ég ætla að sitja hérna og horfa á skipið, þegar það siglir 'framhjá — og svo — ja, slæpast svona fyi’st um sinn“. „Ágæt áætlun. Ef ég fæ ein- hverja tómstund seinna í dag, skal ég sýna þér rústirnar". ajtttvarpiö ■Sunnudagur 19. janúur: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Óskar J. Þorláks- son. Organleikaxú: Páll ísólfsson). 13,15 Ei'indi: Um söfixun og varð veizlu íslenzkra söguheimilda (Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur). 14,00 Miðdegistónleikar (plötur). 15,30 Kaffitíminn: a) Þoi’valdur Steingi’ímsson og félag ar hans leika vinsæl lög. b) Létt lög af plötum. 16,30 Framhalds- leikritið „Víxlar með afföllum", eftir Agnar Þórðarson; 1. þáttur endurtekinn vegna rafmagnsleysis og truflana hér og hvar s.l. fimmtudagskvöld. — Leikstjóri: Benedikt Ái-nason. 17,10 Tónleik- ar (plötur). 17,30 Barnatími — (Pálmi Pétursson kennari). 18,30 Miðaftantónleikar (plötur). 20,20 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur í hátíðasal Háskólaixs. Stjóx’nandi: Hans-Joaohim Wundei'lich. 21,00 Unx helgina. — Umsjónarmenn: Páll Bergþói’sson og Gestur Þor- gx-ímsson. 2,05 Danslög: Sjöfn Sigui’bjöi’nsdóttir kynnir plötui-n- ar. — 23,30 Dagski'árlok. Múnudagur 20. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Bxmaðaiþáttur: Tilraunir með sauðfé (Dr. Halldór Pálsson). 18.30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Bridgeþátt ur (Eii-íkur Baldvinsson). 19,05 Lög úr kvikmyndum (plötur). — 20.30 Fi’á tónleikum Sinfóníuhljóm sveitar Islands í Þjóðleikhúsinu; fyrri hluti. Stjórnandi: Róbei’t A. Ottósson. Einleikari á píanó: Rögn v-.ldur Sigux-jónsson. 21,25 Um daginn og veginn (Jónas Sveins- son læknir). 21,45 Einsöngur: — Primo Montanari syngur (plötur). 22,10 Hæstaréttarmál (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22.30 Nútímatónlist (plötur). 23,05 Dagskrárlok. Þriðjudagur 21. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvai’pssagan barnanna: —• „Glaðheimakvöld", eftir Ragn- heiði Jónsdóttir; VI. (Höfundur les). 18,55 Framburðai’kennsla í dönsku. 19,05 Óperettulög (plöt- ur). 20,20 Stjói’nmálaumræður: Um bæjarmál Reykjavíkur. Fyrra kvöld. Ræðutími hvers flokks 35 mínútur í einni umferð. Dagskxár lok um kl. 23,30. Stúlkur vantar í frystihús okkar í Sandgerði. —: Upplýsingar hjá verkstjórunum í Sandgerði og í síma 11673 í Reykjavík. H.F. MIÐKES Sandgerði Hlutahréf Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að hlutabréf I FLUGFÉLAGI ISLANDS HF. hafa verið og eru enn til sölu fyrir almenning. Hlutabréfin eru seld í Reykjavík í afgreiðslu félagsins, Lækjargötu 4, en afgreiðslur og umboðsmenn þess annars staðar á landinu annast móttöku pantana á þeim, sem síðar verða afgreiddar til væntanlegra hluthafa. Hlutabréfin eru til í eftirtöldum upphæðum: 500 kr., 1000 kr., 5000 kr. og 10.000 kr. fbúð til leigu Sja herb. íbúð í nýju sambýlishúsi í Laugarnes- hverfi er til leigu frá 15. febrúar til 15. október n.k. Leigutilboð óskast send undirrituðum fyrir 22. þ.m. Nýja fasfteignasalan BANKASTRÆTI 7 „Þeim hefur eitbhvað boi-ið á UTSALA hefst á mánudag Kvenskói á kr. 100.00 með háum hæl og kvanrthæl Karlmannaskér á kr. 198.00 með gúmmísólum Einnig mikið af stökum pörum, selt mjög ódýrt Laugaveg 38

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.