Morgunblaðið - 19.01.1958, Side 19

Morgunblaðið - 19.01.1958, Side 19
Sunnud. 19. Janöar 1958 MORCVNBLAÐIÐ 19 Leikfélag Reykjavíkue frumsýnir „Glerdýrin" nœstkomandi miðvikud. Hálogalandshverfið er eitt af þeim svæðum, sem skipulögð hafa verið í Reykjavík nýlega. Mynd- in, sem tekin var á skipulagssýningunnl, er nú itendur yfir í Þjóðminjasafninu, sýnir líkan af hverfinu. Breiða gatan til vinstri er Suðrlandsbraut. Hringtorgið lengst til vinstri er á gatna- mótum Grenásvegar og Suðurlandsbrautar, og gatan, sem liggur þaðan til hægri er hin fyrir- hugaða Dalbraut. Milli Dalbrautar og Álfheima eru fjölbýlishús. Neðar á myndinni sjást fjöl- býlishús við Gnoðarvog. Gatan, sem liggur í sveig frá Suðurlandsbraut og allt upp á Langholts- veg er Sólheimar. Þar hjá eru 5 háhýsi og Langholtskirkja. Einnig sjást raðhúsin við Skeiðarvog á myndinni. — Skipulagssýningin er í bogasal Þjóðminjasafnsins, og verður hún opin kl. 2—10 daglega þessa v5t” LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur frumsýningu á leikritinu „Gler- dýrin“ eftir Tennessee Williams, í þýðingu Geirs Kristjánssonar n.k. miðvikudagskvöld kl. 8. Höf undurinn er bandarískur og er einn af helztu leikritahöfundum Bandaríkj anna. Leikritið var frumsýnt í New York 1945. Hlaut það þá tvenn verðlaun, verðlaun leiklistargagn rýnenda í New York og Donald- son-verðlaunin, en þau eru veitt fyrir sérstakt afrek í leikhúsum Bandaríkjanna. Aðeins eitt leikrit eftir þennan höfund nefur verið sýnt hér áður og er það leikritið „Sumri hallar“, sem Þjóðleikhús ið sýndi fyrir nokkrum árum. Persónur þessa leikrits eru að- eins fjórar. Eru þjú hlutverkin aðalhlutvek. Leikarar eru Helga Valtýsdóttir, Kristín Anna Þórar insdóttir. Gísli Halldórsson og Jón Sigurbjörnsson. Sjálfur höfundurinn nefnir Spörum nú heifa vatnið FRÉTTAMAÐUR Morgunblaðs- ins hringdi í gærkvöldi til Helga Sigurðssonar hitaveitustjóra og spurði hann hvernig gengi að láta heita vatnið endast nú í kuld unum. Hitaveitustjóri sagði, að fyr- ir nokkru hefðu vatnsgeymarnir á öskjuhlíð verið svo til fullir á morgnanna, en eyðslan hefði aukizt mjög síðustu sólarhring- ana. Því hefði verið svo komið á föstudagsmorgun að geymarnir hefðu aðeins verið hálfir, (vatns- borðið um 3V2 m frá botni). í gærmorgun var vatnsdýptin orð- in.3,70 m. Hitaveitustjóri kvaðst vilja hvetja fólk til að fara sparlega með vatnið og gæta þess, að skrúfa fyrir það á nóttunni, svo að geymarnir næðu að fyllast. Mikið hefur vantað á, að svo væri undanfarnar nætur. Hefur Þung færð FffiRH) var þungt á vegum hér suðvestanl. í gær. Þó varð kom- izt frá Reykjavík til Selfoss um Krýsuvík. Fært var til Keflavík- ur og upp í Hvalfjörð, en ekki alla leið til Akraness. Miklir snjóar eru í Árnesþingi en þó komust bílar frá Selfossi um Iðu- brú upp í Biskupstungur. Fimm bátar gerðir út frá PatreksfirSi PATREKSFIRÐI, 18. jan. — Fimm vélbátar eru gerðir út ó línuveiðar frá Patreksfirði í vet- ur. Leggja þeir aflann upp hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar hf. Eru þetta bátarnir Sæborg, Andri og Sigurfari frá Patreksfirði og Guðmundur frá Sveinseyri og Tálknfirðingur frá Tálknafirði. Tálknaf j arðarbátarnir munu sennilega byrja löndun aftur upp úr miðjum febrúar í Tálknafirði. Verður þá fiskurinn frystur, hert- ur og saltaður. Vonir standa til að hið endurbyggða hraðfrysti- hús í Tálknafirði byrji aftur að starfa í marz eða apríl n.k. Guðmundur á Sveinseyri er þegar búinn að afla um 55 lestir af óslægðum fiski í 10 róðrum. Hinir bátarnir byrjuðu seinna að róa og hafa milli 10 og 15 lestir hver. Hefur afli yfirleitt verið 3—8 lestir í róðri. Sigurfarinn missti í síðasta róðri um 50 lóðir. — Karl. notkunin komist upp í 274 1 á sek., en alls berast í geymana rúmir 400 1 á sek. þegar vel geng- ur. Fuchs vænlanlegur til pólsins í dag SUÐURPÓL,NUM,.18 jan. — Við byrýun þessa dags var leiðang- ur dr. Vivians Fuchs aðeins um 30 km frá Suðurpólnum. Menn búast nú við komu hans til heim skautsins eftir nokkrar klukku- stundir. Sir Edmund Hillary sem átti í deilum við dr. Fuchs kom flugleiðis til heimskaiutsins í gær og mun hann bjóða dr. Fuchs velkominn. Trúíiaðarmenn Sjálfstæðis- fíokksins FJÁRÖFLUNARNEFNDIN biður trúnaðarmenn á vinnustöðum, sem fengið hafa merki flokks- ins til sölu, að bregðast nú við vel og drcngilega. Takmarkið er að sjálfsögðu að selja hvert einasta merki við sem hæstu verði. Skil við skrifstofu flokksins eru trún- aðarmenn vinsamlegast beðnir að geri í síðasta lagi fimmtudaginn 23. janúar n. k. SAMTAKA NÚ! leikrit þetta „minningarleikrit". Það er alvarlegs eðlis og fjallar um vandamál móður og tveggja barna hennar. Leikstjóri er Gunnar R. Han- sen. Leikstjóri hefur Magnús Pálsson gert, en Gissur Pálsson sér um ljósin. Málflutningsskrifstofa Einar tí. Guðmundsson Guðluugur Þorláksson —- Guðmuudur Pétursson 1 Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 1200? — 13202 — 13602. BARNAMVNDATÖKUR Allar myndatökur. UÓSMYNDASTOFA Laugavegi 30. — Sími 19849. Vorw 3 daga ' C' * i larviori ÞAÐ MUN sannast mála, að ( menn munu hafa búizt við því að þilfarshleðslan á m.s. Reykja- fossi, sem hingað kom í fyrra- kvöld seint, myndi öll vera meira og minna skemmd, því svo slæmt veður hreppti skipið á leiðinni. í þessari ferð Reykjafoss var Magnús Þorsteinsson 1. stýrim. skipstjóri. Hann kom inn á höfn- ina með allt óskemmt, skip og farm. Meðal þess sem var á þilj- um voru allmargir bílar. Hafði Reykjafoss tafizt um nær 2 sól- arhringa. Suður af landinu var skipið 3 sólarhringa í fárviðri og stórsjó, en alltaf var þó ferðinni haldið áfram. Gunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti or hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259. Kom með veikan mann PATREKSFIRÐI, 18. jan. — í morgun kom hingað togari frá Hamborg með veikan mann. Var maðurinn með botnlangabólgu og þurfti að skera hann þegar upp. Var hann lagður í sjúkrahúsið hér. Þá kom hingað einnig í dag togari frá Grimsby með bilaðan radar. — Karl. Samkosmisr K. F. U. K_Ad. Saumaf undur! Efni: „Hver er náungi minn?“ Kvikmynd og kaffi. — Allar kon- ur velkomnar. — Stjórnin. K. F. U. M. — í dag Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn. Kl. 10,30 f.h. Kársnesdeild. Kl. 1,30 e.h. drengjadeildirnar. Kl. 8,30 Samkoma. — Magnús Runólfsson talar. Allir velkomnir Hjálpræðisherinn Kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 20,30: Hjálpræðissamkoma. — Mánudag kl. 16: Heimilasamband. Bræðraborgarstíg 34 Sunnudagaskóli kl. 1. — Alm. samkoma kl. 8,30. Allir velkomnir. Fíladelfía Sunnudagaskóli kl. 10,30. — Á sama tíma í Eskihlíðarskóla. — Brotning brauðsins kl. 4. Almenn samkoma kl. 8,30. Allir velkomnir! Vakningarvika hefst í Fíladelfíu n. k. þriðjudagskvöld. Aðkomnir ræðumenn. Hjartanlega þakka ég öllum, sem heimsóttu mig á 60 ára afmæli mínu 11. janúar sl., með gjöfum, skeytum og blómum. Guð blessi ykkur öll ókomin ár. Kristbjörg Jónsdóttir, Skúlagötu 52. Elsku litli drengurinn okkar og bróðir SIGURJÓN FRANKLÍNSSON lézt af slysförum 18. janúar. Franklín Steindórsson, Kristín Hansdóttir, og systkini, Laugarneskamp 38B. Elskuleg móðir okkar MARlA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hellissandi lézt að heimili sínu Nýlendugötu 15 þann 17. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. Vinkona mín KRISTlN ÞÓRARINSDÓTTIR kennari við Melaskólann lézt laugardaginn 18. þ.m. Fyrir hönd fjarstaddra systkina. Jóhanna Björnsdóttir. Kveðjuathöfn um okkar ástkæru móður MAGNFRlÐ IVARSDÖTTUR frá Gröf, Rauðasandi, fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður í Sauðlaugsdal. Börn hinnar látnu. Við þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð við fráfall eiginmanns míns og föður okkar SIGURÐAR M. WIIUM Sérstakar þakkir færum við yfirmönnum og samstarfs- fólki hans á Keflavíkurflugvelli. Guð blessi ykkur öll. Sína D. Wiium og börn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HÓLMFRlÐAR SAMtÍELSDÓTTUR Gröf Vandamenn. Við þökkum hjartanlega öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HARALDS GUÐMUNDSSONAR frá Háeyri og sýndu minningu hans sóma. Þuríður Magnúsdóttir og f jölskylda. Innilegar þakkir til allra nær og fjær, fyrir auðsýnda sam- úð, við andlát og jarðarför eiginmanns mins og föður SKÚLA JÓHANNSSONAR Sérstaklega viljum við þakka nokkrum vinum hins látna, sem minntust hans ógleymanlega. Kristín Sigurðardóttir, Sigurður J. Skúlason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.