Morgunblaðið - 04.03.1958, Page 3

Morgunblaðið - 04.03.1958, Page 3
Þriðjudagur 4. marz 1958 MORCVNBT. 4Ð1Ð \ Fyrir nokkru komu saman á fund í Kaupmannahöfn norrænir útvarpsstjórar. Þessi mynd af þeim birtist í Berlingatíðindum, en á fundi þessum voru rædd ýmisleg útvarpsmálefni, sem öll löndin snerta, t. d. skipti á útvarpsefni, og samstarf útvarpsstöðvanna á sviði íþróttafréttaútsendinga. — Á myndinni eru frá vinstri: Einar Sundström, Finnlandi, Vilhjálmur Þ., Gíslason, íslandi, O. Ry- bech, Svíþjóð, F. E. Jensen, Danmörk, og Kaare Fostervoll, Noregi. I fram kröfu um, að málið yrði 1 tekið á dagskrá án þess að nefndarálit lægi fyrir, ef það kæmi ekki bráðlega. Einar Olgeirsson kvaðst að gefnu tilefni vilja beina því til nefnda deildarinnar, að þær létu mál fá. þinglega meðferð. ★ Síðar á fundinum var leitað afbrigða til að taka mætti til 1. umr. stjórnarfrumvarp um rétt- indi verkafólks. Er það komið frá efri deild, en of stutt var, síðan þingskjalinu hafði verið útbýtt. Bjarni Benediktsson kvaddi sér hljóðs, og benti á, að um ýmis stjórnarfrumvarp hefði ver ið fjallað með nokkrum öðrum SMSTEMR Óviðunandi vinnubrögð á Aljpingi Nefndir skila ekki áliti um mikilvæg mál. Önnur mál hins vegar afgreidd litt athuguð ÁÐUR en gengið var til dag- skrár á fundi neði'i deildar Al- þingis í gær, kvaddi Sigurður Ágústsson, sér hljóðs. Hann sagði m.a.: Þann 10. des. s.I. var útbýtt hér í deildinni frumv. til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Að flutningi frumv. stóðu Björn Ólafsson, Kjartan J. Jóhannsson og ég. 11. des. var frumv. tekið til 1. umr. og að henni lokinni vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Ég hefi ekki alls fyrir löngu rætt við formann nefndarinnar, «6kúla Guðmundsson um frumv. og afgreiðslu þess frá nefndinni. Virtist mér á ummælum hans, að hann' hefði ekki sérstakan áhuga fyrir afgreiðslu þess, en ræddi hins vegar um, að bráð- lega kæmi fram frumv. frá rík- isstjórninni um breytingu á skattalögunum. Taldi hann að þar yrðu ákvæði um skattfríðindi til handa sjó- mönnum á íslenzkum fiskiskip- um. Þetta frumv. hefur nú verið lagt fram. Á 4. gr. þess eru ákvæði um skattfríðindi fyrir sjó- menn á íslenzkum fiskiskipum. Geri ég ráð fyrir, að Alþingism. geti orðið mér sammála um það, að þau smávægilegu skattfríðindi sjómanna sem 4. gr. frumv. gerir ráð fyrir, verði engan veginn til þess fallin að bæta það vand- ræðaástand, sem skapazt hefur á undanförnum árum í sambandi við að sjá sjávarútveginum fyrir nægilegum sjómönnum á skipin. Svo alvarlegt er þetta ástand nú, að þrátt fyrir þann mikla fjölda færeyskra sjómanna, sem enn eru ráðnir á íslenzku fiskiskipin, eru á yfirstandandi vetrarvertíð sjö ágæt fiskiskip á landi í einni verstöð við Faxaflóa, vegna skorts á sjómönnum. Þessi sjö skip voru þó gerð út allt árið 1957. Allri þjóðinni mætti vera það Ijóst, hvaða afleiðingar þessi óheillaþróun hlýtur að hafa í för með sér fyrir þjóðarbúið, hvað efnahagslega og raunar einnig menningarlega afkomu snertir. Um alllangt tímabil hafa afurð- ir sjávarútvegsins numið 90— 95% þess gjaldeyris, sem þjóðin aflar með sölu íslenzkra afurða á erlenda markaði. Þennan út- flutning mætti enn auka að stór- um mun, þar sem mikil eftir- spurn er erlendis fyrir þeim af- urðum, sem sjávarútvegurinn getur látið í té. Á greinargerð, færðum við flutningsm. fram rök fyrir þeirri nauðsyn, að gerðar verði ráðstaf- anir af hendi Alþingis til að fyrir byggja að þeim mönnum fækki, sem leggja vilja stund á sjó- mennsku. Þó að felldur verði nið- ur tekjuskattur sjóm. eins og við leggjum til, teljum við, að aðeins veeri um að ræða einn lið í þeim aðgerðum, sem óhjákvæmilega verður að gera. Það er í sjálfu sér ekkert aðal- atriði, hvort frumv. okkar verð- ur samþykkt eða hvort fjárhags- nefnd flytur breytingartillögur við 4. gr. frumv. ríkisstjórnarinn ar samhljóða því sem frumv. okkar kveður á um. Ef samkomulag næst ekki um þá afgreiðslu, eru það vinsamleg tilmæli til deildarforseta, að hann hlutist til um að frumv. okkar verði bráðlega tekið til 2. um ræðu, svo að úr því fáist skorið, hver sé afstaða alþingism. til þessa aðkallandi nauðsynjamáls. (Þess má geta, að í frumv. rík- isstjórnarinnar er gert ráð fyrir, „Rambar á barmi alls- herjargjaldþrots“ Málgagn „Þjóðvarnarmanna" birti um síðustu helgi skorinorða forystugrein um ástandið í efna- hagsmálunum undir forystu vinstri stjórnarinnar. Er þar m. a. komizt að orði á þessa leið: „Varla getur svo fáfróðan og blindan mann, að hann viti ekki að allt þjóðfélagið rambar á hætti en þau frumvörp, sem að fc.armi allsherjargjaldþrots. Nauða að skattfrádráttur sjómanna hækki um 350 kr. á mánuði. í frumvarpi því, sem Sigurður Ág- ústsson stendur að með 2 öðrum þingmönnum, er lagt til, að ekki verði greiddur tekjuskattur af kaupi skipverja á fiskiskipum). ★ Er Sigurður Ágústsson hafði lokið ræðu sinm, tók Magnús Jónsson til máls. Hann benti á, að hinn 29. okt. s.l. var frum- varpi um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins vísað til 2. umr. og fjárhags- nefndar. Flutningsmenn auk Magnúsar eru Kjartan J. Jó- Jóhannsson, Sigurður Ágústs- son og Jón Sigurðsson. Álit nefndarinnar er enn ekki komið fram. Taldi Magnús þetta óvið- unandi seinagang og kvað aðeins 4 af 45 frumv., sem þingmenn eða nefndir hefðu flutt hafa verið afgreidd í nefndum deildarinn ar. Björn Ólafsson sagði, að frum- varp, sem hann flytur um veltuútsvör, hefði einnig verið lengi í athugun hjá fjárhags- nefnd. Kvaðst hann myndi bera Frá Búnaðarþingi: Breytt lög unt ~aaðfjárbaðanir í GÆR flutti Guðmundur Jóns- son skólastjóri á Hvanneyri erindi á Búnaðarþingi um æðri búfræði- menntun hér á landi. Erindi þetta verður birt hér í blaðinu. Sauðf járbaðanir Að loknu erindi Guðmundar urðu allmiklar umræður urn mál er fram voru lögð á þinginu. Frumvarp til laga um sauðfjár- baðanir var til síðari umræðu og urðu menn ekki á eitt sáttir um afgreiðslu þess. Höfuðbreyt- ingin felst í því að ekki verði skylda að baða nema annað hvort ár. Fram kom breytingartillaga um að áður en þessi háttur væri upp tekinn skyldi fyrirskipuð út- rýmingarböðun um allt land. Var sú tillaga felld. Samþykkt var tillaga búfjár- ræktarnefndar með 18 atkvæðum gegn 4 um að mæla með frum- varpinu. Reynslubú Þá var til fyrri umræðu erindi Gísla Kristjánssonar um reynslu- bú. Gísli gerði nokkru fyllri grein fyrir erindinu en í greinar- gerð segir og kvað reynsluna á þessu erlendis sína að þetta væri til mikilla bóta. Kvað hann mál- ið hér vera á algeru frumstigi og nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort bændur vildu leggja fram bú sitt og jörð og reka það í samráði og undir leiðsögn ráðu- nauta og nefndar manna, sem um slíkan rekstur fjallaði. Kvað hann einn bónda þegar hafa tjáð sig fúsan til slíks, og hefði hann boðið bú sitt ótilkvaddur. Enn lægi ekki annað fyrir í þessu máli. Tilraunir sem þessar kvað Gísli verða gerðar með fjárhagslegri aðstoð frá Bandaríkjastjórn. Málinu var vísað til annarrar umræðu. ofan greinir. Hefðu stórmál verið knúin í gegnum þingið á skömm- um tíma, oft með afbrigðum frá þingsköpum, án þess að þing- mönnum gæfist kostur á að at- huga þau eins og nauðsyn bæri til. Bjarni sagði, að það skipti að vísu ekki máli í þessu sambandi, er um væri að ræða mál, sem rætt hefði verið opinberlega og væri þingmönnum kunnugt. Væri hann því fylgjandi afbrigð- um í þessu tilviki, þó að al- menna reglan ætti að vera sú, að þeirra væri ekki leitað að nauð synjalausu. Hannibal Valdimarsson sagði, að leitað væri afbrigða til að mál ið kæmist sem fyrst í athugun í nefnd. Bjarni Benediktsson svaraði, að þingsköp mæltu fyrir um 3 umræður og ekki mætti gera það ákvæði að engu með því að flýta málunum svo, að þing- menn gætu ekki búið sig undir allar umræður. Barðist við krókódíl SHABANI, S-Rhodesiu, 3. marz — Afrikanskur skólastjóri barð- ist í hálfa klukkustund við krókodíl — og vann, segir í frétt frá heilbrigðismálastjórninni hér. Var hann ásamt vini sínum á göngu i skóginum utan við bæ- inn — og heyrðu þeir skyndilega neyðaróp konu ekki fjarri. Komu þeir að þar sem krókodíll var að draga konuna niður af fljóts- bakka út í fljótið. Hafði hann bit- ið utan um handlegg konunnar. Lagði skólastjórinn þegar til at- lögu við krókodílinn með göngu- staf að vopni. Hinn maðurinn flýtti sér til bæjarins til þess að ná í hjálp. Kom hann að hálfri stundu liðinni — og hafði skóla- stjóranum tekist að varna því að krókodíilinn drægi konuna út í fljótið. Tókst síðan að bjarga konunni. Var hún flutt í sjúkra- hús og handleggurinn tekinn af henni — og mun he'nni liða eftir atvikum. Haglausf fyrír skepnur í Borgarfirði eystra Jafnfallin fönn yfir öllu beitilandi BORGARFIRDI eystra, 2í. febr.: Vetrarríki hefur verið hér all- mikið að undanförnu, en veður yfirleitt hæg og nokkurt frost. — Snjór er nú orðinn talsverður og jafnfallinn fönn yfir öllu beiti- landi svo að alls staðar er hag- laust. Fé á gjöf. Fé hefur ekki verið beitt nú um langt skeið, nema þar sem fjöru beit er. Lömb sem gengið hafa í Hafnarhólma í vetur, voru tekin fyrir fáum dögum og voru þau í góðum holdum. Ilálítil jörð fyrir hross Hestar sem verið hafa á úti- gangi 'á víkunum hér fyrir sunn- an hafa nú verið teknir á gjöf. Eru aðeins örfáir hestar þar eft ir og hafa þeir haft nokkra jörð til þessa. Flutningar á sleðum A-llir vegir eru nú orðnir ófær- ir bílum og verða þeir, sem draga þurfa að sér þungavöru, þess vegna að nota sleða. Ekki mun þó vera hér annað eins fannfergi og frá hefur verið skýrt í fréttum, á öðrum stöðum á landinu. Snjór er ekki meiri hér en oft er um þetta leyti árs og mun hann verða fljótur að hverfa er góð hláka kemur, því hann er þurr og laus víða. Margt fólk er nú farið héðan í atvinnuleit svo að segja má, að allir sem að heiman geta komizt séu farnir. Það er því mjög fá- mennt hér heima eins og venju- lega er um þetta leyti árs. — 1. í. fáir munu svo skyni skroppnir, að þcim sé ekki fullkunnugt, að spilaborg íslenzks efnahagslifs getur hrunið við minnsta golu- þyt. Þrátt fyrir þetta bólar ekki vitund á vilja til þess að taka í taumana, áður en það er ura seinan. Sveitir manna fara á vett- vang ef skipshöfn er í sjávar- háska, svo sem loflegt er. Þver- hnípt björg eru klifin við verstu aðstæður af miklu hugrekki og atorku, ef nauðsyn ber til. Verði einhver fyrir þungum áföllum eru ótal menn reiðubúnir til þess að bæta það sem bætt verður. Svo er fyrir að þakka að þá skort- ir ekki fórnarlund og góðan vilja. En þótt allt þjóðfélagið sé í voða. þótt frelsi og framtíð sé stefnt í stórkostlega hættu, gegnir öðru máli. Menn lireyfa hvorki legg né Iið. Enginn eggjar þá til þess að klifinn sé þrítugur hamarinn. Þá finnst hvergi sá, sem neinu vilji fórna. Aftur á móti skortir ekkert á kröfur úr öllum áttum, kröfur um reka, sem komi fyrir- hafnarlaust á fjöru, meðan sjálf þjóðarskútan er að liðast sund- Afrek vinsttri stefnunnar Margt er rétt og satt í þessura ummælum. En ýmislegt bendir til þess að þrátt fyrir skilning Þjóð- varnarblaðsins á því öngþveiti, sem vinstri stjórnin og stefna hennar hefur leitt yfir þjóðina, þá kunni flokkur þess ekki að draga réttar ályktanir af því, sem gerzt hefur. Fyrir skömmu hefur t. d. miðstjórn Þjóðvarnar- flokksins ritað tveimur af flokk- um vinstri stjórnarinnar, Alþýðu- flokknum og „Alþýðubandalag- inu“ bréf, þar sem stungið er upp á því að þeir sameinist Þjóð- varnarflokknum. Eftir allt sam- an geta þá aðstandendur „Frjálsr- ar þjóðar“ hugsað sér sálufélag með krötum og mönnum eins og Hannibal og Alfreð, sem látið hafa kommúnista nota sig eins og dulu til margs konar óhappa- verka og eru vitanlega orðnlr harðsoðnir kommúnistar. Allir hugsandi íslendingar vita, að það er vinstri stefnan i íslenzkum stjórnmálum, sem sýkt hefur íslenzkt efnahagslíf, holgrafið grundvöll framleiðsl- unnar og skapað ábyrgðarleysi og upplausn í þjóðfélaginu. Komm- únistar hafa sjálfir viðurkennt tilræði sitt við framleiðsluna með hinum pólitísku verkföllum árið 1955. Þeir hafa viðurkennt þetta með því að láta launþegana og verkalýðinn skila aftur þeivri kaupliækkun, sem þá var knúin fram. Játa iiDDgjöf sína Nú hafa kommúnistar og fylgifiskar þeirra í raun og veru játað uppgjöf sína gagnvart þeim vandamálum, sem þeir sjálfir hafa skapað. Meðan þeir voru f stjórnarandstöðu þóttust þeir eiga ótal „nýjar leiðir“ og „varanleg úrræði“. Eftir að Hermann tók þá í rikisstjórn standa þeir uppi eins og þvara, eiga engin úrræði nema taka þær kauphækkanir af fólkinu, sem þeir sjálfir höfðu knúið fram. Það er m. a. vegna þess að al- menningur skilur þetta sem verksmiðjufólkið í Iðju skilur við kommúnista og fylkir sér um andstæðinga þeirra. Blekkinga- hjúpurinn er fallinn af Moskvu- mönnunum á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.