Morgunblaðið - 13.06.1958, Side 3
Föstudagur 13. júní 1958
UORCUNBLAÐIÐ
3
Hvern langar að fljúga til mánans,
sem á völ á að sjá Mývatn?
segir Miriam Orna
VIÐ sitjum inni í stofunni minni
í London og sötrum kaffi. „Mim“,
eins og Miriam er kölluð meðal
kunningjanna, hefur fallizt á að
svara nokkrum spurningum við-
víkjandi fyrirhugaðri íslandsför.
Hún hefur í hyggju að sigla með
M.s. Gullfoss frá Leith 9. júní
Ég set á mig blaðamannssvip fyr-
ir hönd Morgunblaðsins!
Fyrst af öllu langar mig
til þess að vita hvort þú ert ensk
að ætt og uppruna?
— Jú, ég tel mig vera enska
þótt í raun og veru sé ég hálf
rúmensk. Ég er
fædd og uppalin
í London, en fað-
ir minn var rúm-
enskur. Hann
var leikritahöf-
undur og skrif-
aði á frönsku,
foreldrar mínir
bjuggu fyrstu
árin í París.
— Svo þú talar náttúrlega
reiprennandi frönsku?
— Svo má heita.
— Mér skilst að þetta sé í ann-
að skiptið, sem þú ferð til ís-
lands, kannske að þú vildir nú
segja mér hvers vegna þú fórst
þangað í fyrstu?
— Ég ætlaði í raun og veru til
Skotlands í sumarfrí árið 1953,
en af tilviljun sá ég auglýst ein-
hvers staðar í blaði að skipið
Hekla sigldi frá Glasgow til fs-
lands, svo mér fannst að fyrst ég
væri að hugsa um að halda norð-
ur á bóginn, þá væri eins gott
fyrir mig að fara eins norðarlega
og ég kæmist! Ég sá ekki eftir
því. Mér geðjaðist svo vel að ís-
landi að ég var þar ekki einungis
í 10 daga eins og ákveðið var í
fyrstu, heldur varð ég ein eftir
af ferðafélögum mínum til þess
að eyða síðustu viku sumarleyfis-
ins þar. Þegar ég sigldi heim
sagði ég í gamni að ég myndi
verða á ferðinni eftir fimm ár!
Það reyndist orð að sönnu.
— Hafðirðu tækifæri til þess
að sjá nokkuð af landinu þegar
þú varst þar síðast?
— Jú, ég sá nágrenni Reykja-
víkur og svo fór ég til Akureyr-
ar og þar rigndi allan tímann.
— Hvað er þér minnisstæðast
úr þeirri för?
— Förin til Mývatns. Hvern
langar að fljúga til mánans, sem
á kost á að sjá Mývatn? Það get
ég ekki skilið. Það er einkenni-
legur og undurfagur staður. Ég
má til með að fara þangað emu
sinni enn, segir Miriam og sekk-
ur niður í hugleiðingar um tröll
og steindranga.
- Það er oft sagt, að glöggt
sé gests augað, hvað myndir pú
segja að hafi vakið mesta eftir-
tekt þína?
— Islenzku börnin. Þau eru svo
falleg, og barnaleikvellirnir, sem
eru svo Ijómandi góðir og margir
fyrir þetta litla borg. En það er
eitt, sem mér fannst voðalega
skrítið, - Miriam getur varla
varizt brosi,—það voru vegagerð-
armennirnir ykkar, sem búa með-
fram vegunum í tjöldum og hafa
einn kvenmann til þess að elda
matinn fyrir sig!
Mér hafði aldrei dottið í hug
að það væri fyndið en þegar ég
fór að hugsa um það, gat ég vel
séð hennar hlið 4 málinu.
— Hvernig gera Englendingar
við vegina?
— Þeir búa inni í borgunum
og fara út á vegina á daginn
og elda ofan í sig sjálfir. Mér
þótti einnig gaman að sjá blaða-
söludrengina. Þeir voru allir
hraustlegir skólastrákar, svo að
ég ályktaði að þetta væri ekki
álitið fullorðins manns verk.
— Hversu lengi ætlarðu að
staldra við í þetta sinn?
— Ég vonast til að geta verið
í eitt ár, - það er að segja ef
ég fæ einhverja vinnu og get unn
ið fyrir mér.
— Hvers konar atvinnu hefurðu
helzt í huga?
— Hvað sem er. Helzt ein-
hverja vinnu, þar sem ég um-
gengst fólk, og þar sem ég verð
að tala íslenzku. Ég hafði hugsað
mér bókabúð eða eitthvað þvi um
líkt.
— Hver er aðalástæðan til far-
arinnar, ég veit að þú hefur
eitthvað ákveðið í hyggju, sem
þú hefur ekki sagt mér frá?
— Mig langar til þess að skrifa
bók um ísland, segir Miriam
feimnislega.’ Mig hefur langað til
þess síðan ég kom þangað fyrst.
— Hefurðu skrifað bók áður?'
— Nei, ekki ennþá, en það
hafa verið birtar nokkrar grein-
ar og kvæði eftir mig. Mér þykir
gaman að skrifa. Ég hef líka unn-
ið við blaðamennsku og vildi
gjarnan (þegar ég er orðin betri
í íslenzku) vinna við blað.
Ég óska „Mim“ alls hins bezta,
og hlakka til að lesa bókina henn
ar. Ég minni hana á að hún kem-
ur til Reykjavíkur rétl fyrir 17.
júní og spyr hana hvort hún
ætli að dansa á götunni. Ég, seg-
ir hún hlæjandi, ég kann ekki
einu sinni Óla Skans!
London, 5. júní, 1958.
Krf.
Sjóvá greiddi um 24 millj.
króna i bœtur á sl. ári
39. AÐALFUNDUR Sjóvátrygg-
ingarfélags íslands h.f., var hald-
inn í hinum nýju húsakynnum
félagsins, Ingólfsstræti 5, 9. júní
síðastliðinn.
Heildar-iðgjaldatekjur félags-
ins urðu liðlega 32 milljónir kr.
á síðasta starfsári, en heildar
tjón greidd námu tæpl. 24 millj.
kr. og eru þar með taldar útborg-
anir líftryggingardeildar.
Iðgjalda- og tjóna-varasjóðir
allra deilda nema nú samtals
tæplega 30 milljónum króna.
Aðaldeildir Sjóvátryggingarfél.
Islands h.f., eru sjódeild, bruna-
deild, líftryggingardeild, bifreiða
deild og ábyrgðartryggingardeild,
en auk þess tekur félagið að sér
alls konar sértryggingar, svo sem
slysa-ferðatryggingar, atvinnu-
slysatryggingar, byggingatrygg-
ingar o. fl.
í hinum ýmsu deildum félags-
ins voru gefin út rúmlega 33.500
skírteini og endurnýjunarkvitt-
anir. Bifreiðadeildin ein sér
greiddi rúmlega 2 milljónir í
„bónus“ endurgreiðslur á árinu.
I líftryggingardeild voru skír-
teini að upphæð samtals 102,5
millj. í gildi, en aukning á árinu
nam 7,6 milljónum í nýtrygging-
um. Líftryggingardeildin ein gaf
út um 25.000 iðgjaldskvittanir
á árinu.
Hallgrímur A. Tuliníus, stór-
kaupmaður, sem verið hefur í
stjórn félagsins um margra ára
skeið, baðst lausnar vegna van-
heilsu, en í hans stað var kosinn
Ingvar Vilhjálmsson, útgm.
Stjórn félagsins skipa nú: Hall-
dór Kr. Þorsteinsson, formaður,
Lárus Fjeldsted, hrl., Sveinn
Benediktsson, forstjóri, Geir
Hallgrímsson, hdl., og Ingvar
Vilhjálmsson, útgerðarmaður.
Endurskoðendur eru Einar E.
Kvaran, aðalbókari og Teitur
Finnbogason, stórkaupmaður.
Forstjóri félagsins er nú Stefán
G. Björnsson, sem tók við fram-
kvæmdastjórn, er Brynjólfur
Stefánsson, tryggingarfræðingur,
baðst lausnar vegna vanheilsu.
Stefán G. Björnsson hefur verið
starfsmaður félagsins í rúmlega
30 ár, gjaldkeri þess frá 1926 en
skrifstofustjóri frá 1938 og for-
stjóri á síðastliðnu ári.
Ljóðnsöngkonan
Henny Woll
ÞÝZKA ljóðasöngkonan, pró-
fessor Henny Wolf, söng tvisvar
í vikunni með undirleik hins
kunna tónskálds, Hermanns
Reutters. Frófessor Wolf er ekki
aðeins frábær söngkona, heldur
er hún fyrst og fremst sendiboði
hins háleitasta í heimslistinni.
Meðferð hennar á sönglögum
Schuberts, Schumanns og Brahms
ásamt nokkrum þýzkum þjóðlög-
um, var slík, að aldrei líður
þeim úr minni, sem hlustuðu.
Enn fremur söng liún fimm ágæt
sönglög eftir undirleikarann, Her
mann Reutter, einnig mjög vel.
Meðferð Henny Wolf á sönglög-
um Brahms var alveg framúr-
skarandi, listræn tjáning ljóðs og
lags á hámarki, enda ætluðu á-
heyrendur bókstaflega að tryll-
ast.
Um þetta leyti árs berast oft
hingað beztu gestir Tónlistar-
félgsins, enda mun vera erfitt að
ná til hinna fremstu listamanna
á öðrum tímum nema gegn óvið-
ráðanlega háum greiðslum, en
um þetta leyti byrjar þeirra frí-
tími og margir vilja sjá ísland
í sumarskrúða. Veri Henny Wolf
og Hermann Reutter hjartaniega
velkomin til íslands. Ætlunin
mun hafa verið að prófessor Wo*f
héldi hér einn opinoeran tónleik,
en undirleikari hennar varð að
fara aftur strax að loknurn öðr-
um tónleikum hennar, vegna þess
að ný ópera eftir hann er frum-
sýnd í Stuttgart í dag. Ég hvet
alla íslendinga til þess að hlusta
á tónleika prófessoranna er þeim
verður útvarpað innan skamms.
— Vikar.
/
Krusjeff dansar eftir
pípu Maos
Kommúnistar ráðvilltir eftir rœðu
hans i Sofíu
Smásagnasam-
keppni háskóla-
stúdenta
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands
hefur ákveðið að efna til smá-
sagnasamkeppni meðal íslenzkra
háskólastúdenta. Þriggja manna
dómnefnd hefur þegar verið skip-
uð, og er Sigurður Nordal, próf.,
formaður hennar. Höfundur þeirr
ar sögu, er bezt þykir að dómi
nefndarmanna, fær 2000 kr.
verðlaun, en jafnframt fær
Stúdentaráð rétt til þess að birta
hana í Stúdentablaði 1. des. n. k.
Nánari reglur hafa verið sett-
ar um keppnina.
VINARBORG, 12. júní — Stjórn-
málamenn í Póllandi segja, að
deilurnar, sem risið hafa milli
Títós og leiðtoga rússneska
Kommúnistaflokksins, hafi orðið
mikið áfall fyrir Krúsjeff for-
sætisráðh og aðalritara flokks-
ins. Segja fréttamenn, að ræða
Krúsjeffs í Soffíu og þriðjudag
hafi algerlega ruglað menn í rím-
inu í leppríkjunum. Segja áheyr-
endur, að þeir hafi aldrei heyrt
aðra eins ræðu. Stundum hafi
Krúsjeff talað um „svokallaða
kommúnista“ sem þegið hafi mút-
ur af heimveldasinnum í vestri,
stundum hafi hann talað um „hið
ágæta starf félaga Títós“. Stjórn-
málafréttaritarar benda á, að það
þurfi mjög sterkan „Stalín" til
að geta „kúvent" jafnoft á jafn-
skömmum tima og verði vart
séð, hvernig Krúsjeff muni geta
það sér að skaðlausu. Á 20. flokks
þingi rússneska Kommúnista-
flokksins 1955 og síðar í Belgrad
kallaði hann afstöðu Kominforms
til Júgóslavíu 1948 „pólitíska
heimsku og blindu“. í Sofíu sagði
hann aftur á móti, að aðgerðir
Stalíns hefðu verið fyllilega rétt-
mætar. — Stjórnmálamenn í
Varsjá segja, að nú hafi Krúsjeff
„týnt andlitinu". Ástæðan muni
vera sú, að hann hafi verið neydd
ur til að velja milli Kína og
Júgóslavíu. En þá er bent á, að
rússneskur einræðisherra, sem
lætur neyða sig til einhvers, sé
í raun og veru enginn einræðis-
herra. Hann er aðeins verkfæri.
Vitað er, að Krúsjeff hefur alltaf
haft meiri mætur á Tító en Maó,
en var nú neyddur til að breyta
um.
Leið r éttin g
í FRÉTT í blaðinu í gær um stofn
un Verzlunarmannafélags Hún-
vetninga féll niður nafn for-
mannsins, Péturs Péturssonar.
Sömuleiðis féll niður nafn for-
manns Veralunarmannafélags
Skagfirðinga, Guðmundar Ó.
Guðmundssonar, Sauðárkróki.
Að öðru leyti var fréttin rétt.
Eru viðkomendur beðnir afsök-
unar á mistökum þessum.
Bandaríkjamenn œtla að senda eld-
tlaug til tunglsins í águst
WASHINGTON. — Tilkynnt
hefur verið, að bandaríski flug-
herinn muni gera tilraun til að
senda eldflaug til tunglsins í
ágústmánuði, og síðan verða gerð
ar tvær aðrar tilraunir í septem-
ber og október. Ekki er í ráði, að
mælitæki verði í eldflaugunum,
en þegar þær koma til tunglsins,
eiga þær að springa og sýna á
þann hátt, að áfangastað hafi
verið náð.
Það var yfirmaður tilrauna-
deildar Bandaríkjahers, S. E.
Anderson, sem frá þessu skýrði í
samtali, sem hann átti við blaða-
mann nokkurn í Milwaukee. —
Hann gat þess ennfremur, að í
ágúst verði einnig reynt að
skjóta Atlasflugskcyti upp i
mestu hæð, sem það geti náð, en
það munu vera milli 9 og 10 þús.
km.
Þær eldflaugar, sem skjóta á
til íunglsins, verða af gerðinni
Thor. Þrettán tilraunir hafa ver-
ið gerðar með slíkar eldfiaugar
og af þeim hafa fimm heppnazt.
Ef eldflaugarnar „hitta“ ekl
tunglið er sennilegt, að þær mur
snúast í 8-myndaðri braut mill
tunglsins og jarðar. Verða þæ
þá eins konar gervimánar, ser
geta haft hina mestu þýðing’
fyrir geimvísindin.
Loks má geta þess, að Ander
son sagði, að nú væri lokið end
urbótum á vél Atlas-skeytann
og yrðu innan tíðar hafnar nýja
tilraunir með þau. Hann sagði
að fullvíst væri, að þessi skeyt
gætu fiutt út í heimingeimim
gervihnetti á stærð við Sputnil
III., sem vegur um 1,5 tonn.
STHKSTEINAR
Stjórnin og strjálbýlið
Vinstri stjórnin sagðist í upp-
hafi valdadaga sinna ætla að
verða strjálbýlinu sérstaklega
hiiðholl. En ekki hefur hún efnt
það fyrirheit frekar en önnur.
Friðjón Þórðarson alþingismað-
ur benti t. d. á það í eldhúsdags-
umræðunum, að eina sparnuðar-
úrræði Eysteins Jónssonar fjár-
málaráðherra hefði tvö undan-
farin haust verið það, að skera
niður framlög til vega og brúar-
gerða um nokkrar milljónir kr.
Vitanlega þarf ríkið að spara.
Hin stöðuga útþensla ríkisbákns-
ins er eitt uggvænlegasta fyrir-
brigði íslenzks fjármálalífs. En
það er vissulega byrjað á öfugum
enda þegar byrjað er á því að
skera niður framlög til samgöngu
bóta í þágu framleiðslunnar.
Framsókn hefur því enn einu
sinni sýnt þröngsýni sína og
skilningsleysi á þörfum strjál-
býlisins með tillögum Eysteins
um niðurskurð vega- og brúar-
f jár á fjárlögum.
„Bja»rgráðin“ og bændur
Um það blandast heldur eng-
um hugur að „bjargráð“ vinstri
stjórnarinnar bitna harkalega á
bændum ekki síður en öðrum
landsmönnum. Landbúnaðarvél-
ar hækka t. d. stórkostlega í
verði. Berast þær fregnir nú víða
utan úr sveitum að bændur, sem
pantað hafa slík tæki hætti við
kaupin unnvörpum. Þeir hafa
ekki efni á að taka þau eftir hina
miklu hækkun þeirra.
Framsóknarmenn og banda-
menn þeirra í vinstri stjórninni
höfðu sagt bændum, að með hin-
um „nýju leiðum“ og „varanlegu
úrræðum" stjórnarinnar væri
auðvelt að leysa vandamál efna-
hagslífsins án þess að nokkur
þyrfti nokkru að fórna. Það
þyrfti aðeins að gera Sjálfstæðis-
flokkinn gersamlega áhrifalaus-
an. Þá væri öllu borgið.
Bændur og aðrir landsmenn
sjá nú efndir þessa loforðs skrum
skjóðanna í vinstri stjórninni.
Reyna að „bjarga
andlitinu“
Óttinn vegna svikanna í varn-
armálunum sverfur nú æ fastar
að kommúnistum. Þess vegna
hafa þeir efnt til samtaka er þeir
nefna „Friðlýst land“. Þessi sam-
tök senda nú menn út um Iandið
til þess að berjast fyrir að vinstri
stjórnin efni stefnuyfirlýsingu
sína um brottrekstur varnarliðs-
ins. Gamall herforingi, Gunnar
Magnúss, „gegnherílandi" hefur
verið herklæddur á ný. Fær hann
nú það hlutverk að verja svik
vinstri stjórnarinnar i varnar-
málunum og ábyrgð kommúnista
á dvöl hins ameríska hers hér á
landi. Mun hann þá sjálfsagt
geta þess í leiðinni að stjórnin
hafi haft nokkuð fyrir stefnu-
breytingu sína, þar sem hún hef-
ur fengið drjúg dollaralán sem
greiðslu fyrir svikin. Verður gam
an fyrir Gunnar „gegnherílandi“
að skýra þetta út fyrir fólki.
Mega þá allir sjá, hversu snjallir
kommúnistar hafa verið í að efna
stefnuyfirlýsingar vinstri stjórn-
arinnar. Má gera ráð fyrir að á
hverjum fundi verði samþykkt
þakkarávörp til Hannibals og
Lúðvíks fyrir frækilega fram-
göngu og baráttu fyrir hinni
stóru hugsjón Sameiningarflokks
alþýðu, sósíalistaflokksinsí!